Morgunblaðið - 31.01.1986, Síða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986
Heimur minninganna að vakna. Fremst á sviðinu er Kristbjörg Kjeld í hlutverki Þóreyjar, en teipurnar úr
Listdansskóla Þjóðleikhússins eru þœr Björg Ólafsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristjana
Brynjólfsdóttir, Kristjana Guðbrandsdóttir, Klara Gfsladóttir og Vilborg Danfelsdóttir.
_______Þaðgerist vístekki á
___________hverjum degi að
Þjóðleikhúsið frumflytur nýtt
íslenskt leikrit né heldur að
_______sýntséverk þarsem
einungiskonurstandaá
sviðinu og þaðtuttugu
talsins. Dagurinn ídager
sem sé ekki eins og hver
annardaguríþessum
efnum, því að í kvöld verður
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
leikritið Upphitun, eftir Birgi
Engilberts, sem nú kemur
afturfram á sjónarsviðið eftir
nærtólfára hvíldfrá________
leikritasmíðum. I millitíðinni
sendi hann frá sér bókina
Andvökuskýrslur, 1983,en
segist að öðru leyti hafa
hætt að skrifa um tíma nema
þá fyriröskutunnuna, „sem
er nú öllum hollt líka,“ svo
höfð séu hanseiginorð.
Það eru ekki bara lifandi verur sem vakna til lífsins á sviðinu. Þóra Friðriksdóttir, í hlutverki Sóleyjar
finnur gömlu tuskudúkkuna systur sinnar í drasli og sú sama dúkka birtist Ijóslifandi í hugarheimi hinnar
síðarnefndu. Dúkkuna leikur Sigurveig Jónsdóttir.
Upphitun er leikrit sem að-
standendur segja nálægt
því að vera „sálfræði-þriller",
en í miðju leiksins standa
systurnar Þórey og Sóley og
hefst atburðarásin þar sem móðir þeirra
er látin og systurnar komnar ofan í kjall-
ara gamla hússins til að fara í gegnum
gleymda og grafna hluti úr fortíðinni.
Kjallara sem er fullur af dýrindis drasli,
því engu hefur verið hent á heimilinu. En
í dótinu lifir fortíðin, minningarnar og sár
sem ýfast þó ómögulegt sé að sætta sig
við ósigur.
„Þetta leikrit er svolítill leikur um tím-
ann og eilífðina. Margvísleg mósaikbrot
úr botni sálarlífsins," segir höfundur.
Hann kveður verkið þó ekki ólíkt sínum
fyrri í undirrótina, „ég er þarna staddur
í þröngri blöndu fánýtis, tilgangsleysis
og ósigra. Ósigra sem allir eru dæmdir
til, þó sumir eigi sína góðan kafla með.
En þetta ósigrastef er held ég í öllu því
sem ég hef skrifað," segir Birgir, sem
reyndar nefndi einn einþáttunga sinna
því nafni, Ósigur.
Og það eru tuttugu konur á sviðinu,
litlar konur og stórar, en auk leikaranna
Kristbjargar Kjeid og Þóru Friðriksdóttur,
sem fara með hlutverk Þóreyjarog Sóleyj-
ar, koma við sögu þær Sigurveig Jóns-
dóttir, Helga E. Jónsdóttir, Tinna Gunn-
laugsdóttir, Guðrún Þ. Stephensen,
Bryndís Pétursdóttir og Guðrún Þórðar-
dóttir, auk ballettdansaranna Katrínar
Hall, Helenu Jóhannsdóttur, Láru Stef-
ánsdóttur, Sigrúnar Guðmundsdóttur,
Birgittu Heide og Astu Henriksdóttur, að
ógleymdum telpum úr Listdansskóla
Þjóðleikhússins sem taka þátt í sýning-
unni. Það er því við nokkurt kvennaríki
sem leikstjórinn Þórhallur Sigurðsson
hefur unnið undanfarið og líkað tilbreyt-
ingin bara vel. Reyndar segist Þórhallur
kvennaríki ekki með öllu óvanur, á sínu
heimili séu þær fjórar. En af hverju allar
þessar konur?
„Það er svolítið sem áhorfandinn verð-
ur að gera sjálfur upp í leikslok. Og það
er engin tilviljun," segir höfundur. En er
þá um að ræða verk sem kannski fremur
höfðar til kvenna en karla? Leikstjórinn
hefur orðið: „Varla. Þarna er um að ræða
aðalpersónu sem er fyrrverandi ballerína
og þegar minningarnar leita á hana þá
fáum við aðeins að gæjast inn í ballett-
heiminn og það eru konur sem sýna okkur
hann. Hins vegar held ég að Birgir hugsi
þetta meira sem dæmisögu um lífið, list-
ina og þrána eftirfegurð. Líka það hvernig
hægt er að eyðileggja þá þrá. Það er
auðvitað nokkuð sem finnst ekki síður í
karlmönnum en konum, þannig að þetta
er ekki kvennaleikrit í þeirri merkingu,"
segir Þórhallur, sem leikstýrir nú í 9. sinn
á sviði Þjóðleikhússins. Hann glímdi við
sitt fyrsta leikstjórnarverkefni þar árið
1973, sem einmitt voru tveir einþáttungar
eftir Birgi Engilberts.
Þórhallur nefndi innsýnina í ballett-
heiminn, en Nanna Ólafsdóttir á heiður-
inn af útfærslu þeirrar innsýnar höfundar.
„Það má segja að við höfum farið af stað
í sameiningu, haldið síðan sitt í hvora
áttina og sameinast á ný hvort með sínar
hugmyndir og unnið úr þeim," segir
Nanna um samvinnu sína við Birgir.
„Dansarnir urðu að æfast sér og leikurinn
sér áður en glíman við að sameina þessa
þætti í sýninguna hófst," segir Nanna
og einn dansaranna, Katrín Hall bætir
við, „og sjáðu bara hvað þessir þættir
sameinast vel." Dansararnir í sýningunni
eru sammála um mikilvægi þess að vinna
í sýningu sameiginlegri leik og ballettn-
um, „því vinnan með leikurunum og
uppbygging leikrits krefst annars konar
hluta en dansinn. Nokkrar okkar eru líka
rneð setningar, sem er óvanalegt fyrir
dansara og svo er bara svo gaman að
reyna eitthvað nýtt," segir Sigrún Guð-
mundsdóttir, ballettdansari sem einnig
leikur aðra af tveimur yngri útgáfum Þór-
eyjar. „Birgir er gömul leikhúsrotta og
nýtir þekkingu sína á leikhúsi mjög vel,
eins og þar sem hluti verksins gerist á
leiksviði," segir sú sem fer með hlutverk
Þóreyjar, Kristbjörg Kjeld. Nanna tekur í