Morgunblaðið - 31.01.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 B 15
Gunnar Örn sýnir nú í Listasafni ASÍ
Listasafn ASÍ:
Gunnar Örn
í Listasafni ASÍ stendur nú yfir sýning á verkum Gunnars
Arnar. Þetta er 18. einkasýning Gunnars Arnar og eru á
sýningunni 40 máiverk og 5 skúlptúrar.
Sýningin stendur til sunnudagsins 9. febrúar og er opin virka
daga kl. 16.00 til 20.00 og um helgar kl. 14.00 til 22.00.
| Grétar Reynisson við eitt verka sinna
Morgunblaöið/Bjarni
Nýlistasafnið:
Grétar Reynisson
Grétar Reynisson myndlistarmaður opnar sýningu í
Nýlistasafninu við Vatnsstíg í kvöid, föstudag, kl. 20.00.
Á sýningunni eru á annað hundrað myndir unnar í olíu og
akrýl. Aður hefur Grétar eingöngu sýnt skúlptúrverk á
einkasýningu og samsýningum, auk þess sem hann hefur
unnið við leikmyndagerð.
Sýningin er opin virka daga kl. 16.00 til 20.00 og um helgar
kl. 14.00 til 20.00. Henni lýkur 9. febrúar nk.
Hótel Borg:
Orator með
dansleiki
Á Hótel Borg eru nú haldnir
dansleikirum helgará vegum Ora-
tors, félags laganema í Háskóla ís-
lands. Þar verður bryddað upp á
ýmsum nýjungum.
Gestgjafinn:
Eyjakvöld
Svokölluð Eyjakvöld eru haldin
föstudags- og laugardagskvöld í
Gestgjafanum ÍVestmannaeyjum.
Yfirskrift þeirra er: Ég vildi geta
sungið þér. Flutt verða lög og Ijóð
eftir Oddgeir Kristjánsson, Ása í
Bæ, Árna úr Eyjum, Gísla Helgason
og Gylfa Ægisson. Þar að auki
verðurflutt hið nýja þjóðhátíðarlag
eftir Lýð Ægisson og Guðjón Weihe.
f tengslum við Eyjakvöldin verður
boðið upp á pakkaferðir til Eyja.
Framreiddur verður ýmiss konar
matur sem dæmigerður má teljast
fyrir Vestmannaeyjar.
Norræna húsið:
Tónlist á íslandi
í Norræna húsinu stendur nú yfir
sýningin „Tónlistá íslandi", þarsem
rakin er saga tónlistar á fslandi.
Aðaluppistaða sýningarinnar er Ijós-
myndaröð og má þar sjá myndir af
mörgum þeim, sem komið hafa við
sögu í tónlistarlífi íslendinga frá því
fyrir aldamót. Einnig eru á sýning-
unni ýmsir sögufrægir munir, mörg
elstu hljóðfæri landsins, handrit,
nóturog bækur.
í tengslum við sýninguna er fyrir-
lestraröð og verða flutt erindi ásamt
tóndæmum um hverja helgi, meðan
á sýningunni stendur. Fyrirlesari um
þessa helgi er Hjálmar H. Ragnars-
son tónskáld og talar hann um ís-
lenska píanótónlist, en Atli Heimir
Sveinsson og Snorri Sigfús Birgis-
son leika sýnishorn úr píanóverkum
íslenskra tónskálda. Fyrirlesturinn
verður haldinn kl. 17.00 á morgun,
laugardag, í Norræna húsinu. Tón-
listarsýningin er opin daglega kl.
14.00 til 19.00 fram til 23. febrúar.
Norræna húsið:
Danskur rithöfund-
ur í heimsókn
Danski rithöfundurinn Svend Áge
Madsen les upp úr verkum sínum
í Norræna húsinu kl. 16.00 nk.
sunnudag. Hann er með þekktari
rithöfundum Danmörku og kom
fyrsta bók hans út árið 1963. Hann
hefur síðan sent frá sér um það bil
20 bækur: skáldsögur, smásögur
og leikrit.
Svend Áge kom til Islands fyrir
um 10 árum og var þá nýlokið tíma-
bili á rithöfundarferli hans, þarsem
hann skrifaði blöndu af fagurbók-
menntum og dægrastyttingu til
þess að ná til lesepdanna, eins og
hann orðaði það. Nú er hann aftur
á móti þekktari fyrir seinni verk sín,
en í þeim sameinast nútímastíll,
blöndu af spennu, kímni og klókind-
um.
Hótel Saga:
Laddi á Sögu
Á Hótel Sögu I kvöld, föstudags-
kvöld, ereinkasamkvæmi íSúlnasal
ogÁtthagasal. Mímisbareropinn
en þar skemmta þeir Andrés Bach-
mann og Kristján Óskarsson.
Astra-Bar og Grillið eru sömuleiðis
opin, en þó skemur, eða til 0.30.
Reynir Jónasson leikurfyrirmatar-
gesti.
Á laugardagskvöld í Súlnasal
skemmtirhinn kunni grínisti Laddi
og hljómsveit Magnúsar Kjartans-
sonar leikur fyrir dansi til kl. 3.00.
í Átthagasal verðureinkasamkvæmi
en í öðrum sölum hótelsins verður
sama dagskrá og í kvöld.
Félag harmonikku-
unnenda:
Skemmtifundur
Félag harmonikkuunnenda
gengst fyrir skemmtifundi félagsins
fyrirfebrúarmánuð nk. sunnudag
og hefst hann að vanda kl. 15.00
ÍTemplarahöllinni við Skólavörðu-
holt. Fram koma ýmsir hljóðfæra-
leikarar, veitingar verða bornarfram
og í lokin verður stiginn dans. Fé-
lagsmenn eru ávallt velkomnir.
Húsavíkurkirkja:
Tónleikar
Ásunnudaginn, 2. febrúar, halda
Kristinn Sigmundsson söngvari og
Jónas Ingimundarson píanóleikari
tónleika í Húsavíkurkirkju kl. 21.00.
Á efnisskránni verða lög eftir innlend
og erlend tónskáld svo sem Svein-
björn Sveinbjörnsson, Markús
Kristjánsson, Þórarinn Guðmunds-
son, Schubert, Giordani, Durante
og fleiri.
Amarhóll:
Klassískt kvöld
Fyrsta svokallaða „klassíska
kvöld" veitingastaðarins Arnarhóls
í vetur verður haldið nk. sunnudags-
kvöld, en þessi kvöld urðu vinsæl í
fyrravetur. Tilgangurinn með þess-
um kvöldum er að gefa ungu og
efnilegu tónlistarfólki á að koma
fram og spreyta sig og verða þau
haldin framvegis á sunnudagskvöld-
um.
Frákl. 20.00 til 22.00 leikur
Marakvartettinn, en hann er skipað-
ur tónlistarfólki úr Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Eftir það tekur ungur
tenórsöngvari, Guðbjörn Guð-
björnsson, lagið og Guðbjörg Sigur-
jónsdóttir leikur undir.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið:
Upphitun
Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt ís-
lenskt leikrit í kvöld, föstudag. Verk-
ið heitið Upphitun og er eftir Birgi
Engilberts. Leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson, tónlist eftir Gunnar
Þórðarson, leikmynd og búninga
gerði Sigurjón Jóhannsson, Nanna
Ólafsdóttirsamdi dansana og Páll
Ragnarsson annast lýsingu. I hlut-
verkum eru: Kristbjörg Kjeld, Þóra
Friðriksdóttir, Helga E. Jónsdóttir,
Guðrún Þ. Stephensen, Bryndís
Pétursdóttir, Tinna Gunnlaugsdótt-
ir, Sigurveig Jónsdóttir, Guðrún
Þórðardóttir og ballettdansararnir
Sigrún Guðmundsdóttir, Katrín Hall,
Helena Jóhannsdóttir, Lára Stefáns-
dóttir, Birgitte Heide og Asta Hen-
riksdóttir auk sex telpna úr ballett-
skóla Þjóðleikhússins.
Með vffið í
lúkunum
Gamanleikurinn „Með vífið í lúk-
unum" eftir Ray Cooney verður sýnt
tvisvará laugardagskvöld. Fyrri sýn-
ingin er kl. 20.00 og sú síðari kl.
23.00. Uppseltvarásýningarnar
sl. laugardagskvöld.
Kardemommu-
bærinn
Kardemommubærinn eftirThor-
björn Egnerverðursýndurkl. 14.00
á sunnudag og er það 65. sýningin
á þessu vinsæla barnaleikriti.
Villihunang
Nú fer hver að verða síðastur að
sjá uppfærslu Þjóðleikhússins á
Villihunangi eftir Anton T sjékhov og
Michael Frayn. Næsta sýning verð-
ur á sunnudagskvöld og eru einung-
is örfáar sýningar eftir á þessum
gamanleik um ástir og ótryggð.
Leikfélag Reykjavíkur:
Land míns föður
Á laugardags- og sunnudags-
kvöld verður stríðsárasöngleikur
Kjartans Ragnarssonar, Land míns
föður, sýndur á fjölum Iðnó. Sýning-
ar eru nú orðnar 72 og hefur verið
uppselt á þær allar og nú þegar er
uppselt á svo til allar helgarsýningar
í febrúar. Sýnt er öll kvöld nema
mánudagskvöld.
Sex í sama rúmi
í kvöld, föstudag, verðursýning
á breska gamanleiknum „Sex í
sama rúrni" í Iðnó, en það er jafn-
framt síðasta sýning á leiknum þar.
Vegna mikillar aðsóknar hefur það
nú veriö flutt í Austurbæjarbíó og
verða þar miönætursýningar um
helgar.
Leikfélag Hafnarfjarðar:
Fúsi froskagleypir
Um þessa helgi verða siðustu
sýningar á barnaleikritinu „Fúsi
froskagleypir" eftir danska rithöf-
undinn Ole Lund Kirkegaard. Leik-
félag Hafnarfjarðar hefur undan-
farna mánuði sýnt þetta leikrit í
Bæjarbíói í Hafnarfirði við góða
aðsókn, en vegna mikilla anna leik-
ara og aðstandenda sýningarinnar
verður ekki unnt að sýna leikritiþ
oftar.
Sýning er í kvöld kl. 17.30, á
morgun laugardag kl. 14.00 og á
sunnudaginn kl. 14.00.
Revíuleikhúsið:
Skottuleikur
Revíuleikhúsið sýnir Skottuleik í
Breiðholtsskóla á morgun laugar-
dagkl. 15.00ogerþegarorðið
uppselt á sýninguna. Næstu sýning-
areru kl. 17.00samadagogá
sunnudaginn kl. 16.00. Leikarareru
Guðrún Þórðardóttir, Guðrún Al-
freðsdóttirog Saga Jónsdóttir. Leik-
stjóri og höfundur er Brynja Bene-
diktsdóttir. Miðapantanireru í síma
46600.
Leiklistarskóli íslands:
Allt í plasti
Þriðji bekkur Leiklistarskóla (s-
lands frumsýndi unglingaleikritið
„Allt í plasti" í gærkvöldi, en 2. sýn-
ing er í kvöld, þriðja sýning á sunnu-
dag og sú fjórða á mánudag. Leik-
stjórierAndrésSigurvinsson, Haf-
liði Arngrímsson þýddi verkiö, en
það er eftir Volker Ludvig og Detlev
Micel. Verkið var fyrst sýnt í Berlín
fyrir fáum árum og fjallar um hin
ýmsu „unglingavandamál" sem upp
koma.
Alþýðuleikhúsið:
Tom og Viv
Alþýðuleikhúsið frumsýndi leikrit-
ið „Tom og Viv" í gær að Kjarvals-
stöðum, en það er byggt á ævi
NóbelsskáldsinsT.S. Eliot og hjóna-
bandserfiðleikum hans. Höfundur
er Michael Hastings. Inga Bjama-
son leikstýrirverkinu, búningarog
sviðsmynd er í höndum Gerlu og
leikendur eru: Viðar Eggertsson,
Sigurjóna Sverrisdóttir, Arnór Ben-
ónýsson, Margrét Ákadóttir, María
Sigurðardóttir og Sverrir Hólmars-
son, sem jafnframt þýddi leikinn.
Leifur Þórarinsson samdi tónlist,
sem Kolbeinn Bjarnason leikurá
þverflautu.
Önnursýning erá morgun, laug-
ardag, kl. 16.00, þriðja sýning á
sunnudag kl. 16.00 og sú fjórða á
mánudag kl. 20.30.
Kjallaraleikhúsið:
Reykjavíkursögur
Ástu
Kjallaraleikhúsið, Vesturgötu 3,
sýnir „ReykjavíkursögurÁstu" í
kvöld kl. 21.00 og erþað 62. sýning.
Á morgun laugardag kl. 17.00 verð-
ur 63. sýning á verkinu og sú 64.
á sunnudag kl. 17.00. Leikendur
eru Guðrún Gísladóttir, Helgi Skúla-
son, Guðrún M. Bjarnadóttir og
Emil Guðmundsson.
FERÐIR
Ferðafélag íslands:
Gönguferðir
Sunnudaginn 2. febrúarverður
gengið á Kóngsfell í Bláfjöllum og
er gangan létt. Brottför er frá Um-
ferðarmiöstöðinni austanmegin kl.
13.00. Á sama tíma er lagt upp í
skíöagöngu í Bláfjöll og nágrenni. Á
þessum árstíma eráríðandi að
þátttakendur í ferðunum séu í hlýj-
um klæðnaöi.
Útivist:
Skíðaganga og
Gullfossferð
Tvær dagsferðir eru á dagskrá
Útivistarnk. sunnudag. Kl. 10.30
verðurfarið að Gullfossi í klaka-
böndum. í þeirri ferð verður einnig
farið að Geysi, Strokki, Haukadals-
kirkju, Bergþórsleiði og fossinum
Faxa.
Kl. 13.00verðurfarinnskíða-
gönguferð um Leiti og Jósepsdal.
Gengið verður að Eldborg og að
gignum Leiti og til baka í Jósepsdal
þarsem skíðaíþróttin blómstraði
fyrrum. Þessi ganga hentar jafnt
byrjendum sem öðrum. Brottför er
frá BSÍ bensínsölu og eru allirvel-
komnir.
Hana-nú:
Hressingarganga
Vikuleg laugardagsganga frí-
stundahópsins Hana-nú í Kópavogi
verðurá morgun, laugardag. Lagt
verður af stað frá Digranesvegi 12
kl. 10.00. Nú birtir óðar og eru
Kópavogsbúar ávallt velkomnir í
laugardagsgöngur klúbbsins nú á
Þorranum. Takmarkið er hreyfing,
samvera og súrefni.
• Þau Hrönn, Jónas Þórir, Helgi og Hermann Ingi sjá
gestum Naustsins fyrir skemmtun um helgina.
í Naustinu um helgina
í kvöld, föstudag, og annaft kvöld verftur skemmtidagskrá
íanda þorrans í umsjá Helga, Hermanns Inga og Jónasar
Þóris. „Dúó Naustsins", þau Hrönn Geirlaugsdóttir og Jónas
Þórir, leika á fiðlu og pfanó fyrir matargesti. Hljómsveit
Jónasar Þóris leikur síftan fyrir dansi fram eftir nóttu og er
húsið opiðtil kl. 3.00
Á sunnudagskvöld leikur „Dúó Naustsins" Ijúfa tónlist fyrir
gesti staðarins.