Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1986 B 3 Bogdan Kowalczyk 6 manna mest undir hagstæðum úrslitum íSviss. Þjálfarinn BOGDAN Kowalczyk, þjáifari íslenska landsliðsins, er í draumastöðu allra þjálfara nú þegar HM í Sviss er að hefj- ast, en jafnframt í afar erfiðri aðstöðu. Bogdan fór utan með 16 þraut- þjálfaða og góða handknattleiks- menn sem eru til alls líklegir. Hann gjörþekkir þessa leikmenn, eftir margra ára starf á íslandi. Þeir eru flestir að komast á þann aldur sem er sá besti fyrir íþróttamenn, eða 27—30 ára, og því efniviður í mikið framtíðarlið. Þetta er samhentur hópur tilbúinn að leggja nánast hvað sem er á sig til að ná árangri. Þjálfarinn hefur fengið mikinn stuðning frá handknattleiksforyst- unni, meiri en nokkru sinni fyrr hér á íslandi. Hann hefur fengið að láta liðið leika ótal æfingaleiki og hefur haft svigrúm til að prófa sig áfram til að finna réttu blönduna af leik- mönnum. Það er Ijóst að þó liðið leiki ekki nema rétt í þokkalegu meðallagi á HM þá hefur Bogdan úr fjölda tilboða að velja að keppn- inni lokinni. Hann er því í drauma- aðstöðu þjálfara. En svo er það neikvæða hliðin. Bogdan er orðinn umdeildur mað- ur, og trú íslendinga á góðan ár- angur í HM byggist að miklu leit á því að Bogdan er talinn hér heima einhver besti þjálfari í heimi. Þjálf- arinn er orðinn að aðalatriði til jafns á við leikmennina. Það er því Ijóst hverjum verður um kennt ef illa gengur — leikmennirnir eru íslenskir og leika hér áfram, en Bogdan mun eiga erfitt uppdráttar á íslandi ef ekki fer einsog til er ætlast. í fjölmiðlum að undanförnu hef- ur verið dregin upp mynd af per- sónu Bogdans og þjálfunaraðferð- um hans, og ýmis ummæli þeirra sem þekkja til mannsins hafa vakið athygli. Honum er lýst sem harð- stjóra, að hann brjóti liðsmenn niður andlega með harkalegum aðferðum og auðmýkjandi, og krefjist algjörrar undirgefni sinna manna. Því er lýst hvernig hann tekur einstaka menn fyrir, leggur þá í einelti og hvernig hann nær fram baráttuanda í liðinu með því að losa um þessar hömlur á réttum tíma. Allt eru þetta aðferðir sem allir eru sammála um að hafi skilað árangri hjá Bogdan, og enginn efast um yfirburða þekkingu hans á handknattleik. En handknatt- leiksmenn hér eru uggandi um framhaldið — það sem við tekur hjá landsliðinu eftir HM. í grein um Bogdan í nýjasta hefti Mannlífs er bent á að Bogdan skilji ekki mikið eftir að loknu verki. Að hann nái góðum árangri yfir ákveðið tímabil, en að eftir standi rústir. Þess vegna hefur m.a. fyrr- um landsliðsfyrirliði látið i Ijós efasemdir um að þetta landslið haldi saman eftir keyrslu undan- farinna mánaða, m.ö.o. að HM-keppnin sé svanasöngur þessa landsliðs. Um það skal ekki dæmt hór, en víst er að ef einhver á mikið undir úrslitum leikja í HM í Sviss þá er það Bogdan Kowalczyk. CHM 86 ÍÞRÓTTAHÚS — ÍÞRÓTTAFÉLÖG Veitum magn- afslátt Póstsendum blakboltar fótboltar handboltar körfuboltar SPORTmumSLUN INGOLFS OSKARSSONAR Á HORNIKLAPPARSTÍGS 0G GRETTISGÖTU s:i1783 ______ PÓSTKRÖFU Gódan daginn! ÁFRAM ÍSLAND HAPPDRÆTTI HSl Heildarverömæti vinninga 7,4 milljónir 0UROAHQJAU) I j GftEITT j IÍSLANQ i 4W&. 15 BÍLAR 40 FERÐAVINNINGAR Dregiö 10. janúar og 7. febrúar Miðar verða til sölu i happdrætt- isbíl í Austurstræti (við enda göngugötu). MIÐI Nr. MIOAVERÐ KR 150.00 0'.GC/n(f rniða'" 290.000 'Jop-’ýsinóa? um vinninQa i s'.rna. S1750 ÁFRAM ÍSLAND 15 BÍLAR 5 SUZUKI FOX413 Hlgh Roo? Kr 490þús hyor 10 FORD ESCORT LASER Kr. 375 þus. hv«r Bííoinií cííi’jnir 0' 21 FEBRUAR 40 FERÐAVINNINGAR K>. HQ þ-./s. hvér-Sonwmmifen5fr-lahcteýn / HEILOARVERÐMÆTS » dr«aw t! 10. JANÚAR 20 7. FEBRÚAR VINNINGA KR. 7,4 MILLJÓN ÞESSS MIW GSLDIR í HVERT SÍNN SEM DREG/D ER EFTIR AD HANN ER GRESDDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.