Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 Mikiö verður spáð, spekúlerað og spjallað um íslenska handknattleiksliðið á meðan HMstendur. Hér á eftir er skrifað stuttlega um leikmenn liðsins, kostiþeirra og galla oggerð nokkur grein fyrirlíklegu hlutverki hvers og eins í liðsheildinni. Endurtekur Sigurður Gunnarsson söguna frá Ólympíuleikunum í Los Angeles og slœr igegn á HM? Geir Sveinsson er línumaður af nýja skólanum, stór, kraftalega vaxinn — jafnvígur í vörn og sókn. Hann á án efa mikla framtíð fyrir sór. Hlutverk hans í Sviss verður að koma inná fyrir Þorgils Óttar í sókninni og að hvíla helstu varnarmennina stund og stund. Slíkt hentar honum vel — hann á auðvelt með að koma inn i leiki þegar þeir standa sem hæst og jafnvel ná upp aukinni baráttu í liði sínu. Geir er nú þegar mjög góður varnarmaður og á eftir að verða framúrskarandi, komi ekkert óvænt fyrir. Hann er hins- vegar enn ekki farinn að skora neitt að ráði í landsleikjum, enda þurfa línumenn oftast langan tíma til að komast í takt við þá hörku sem einkennir landsleiki á alvarleg- um mótum. Geir er einn af framtíð- armönnunum í íslenskum hand- knattleik. Ellert Vigfússon er þriðji markvörður liðsins, stór og mikill, rúmlega þrítugur að aldri. Hann hefur leikið lang fæsta lands- leiki liðsmanna, eða 8. Ellert var tekinn fram yfir Brynjar Kvaran þegar landsliðshópurinn var end- anlega valinn, en mun að öllum lík- indum ekki leika mikið með liðinu í keppninni — nema Einar eða Kristján verði fyrir meiðslum. Ellert tók seint út þroska sinn sem markvörður, en er nú orðinn mjög frambærilegur sem slíkur, eins og landsliðssæti hans vitnar til um. Hann er ekki eins jafngóður og hinir tveir, og þar má eflaust um kenna reynsluleysinu. Hann hefur þó átt marga góða leiki á undan- förnum mánuðum og varði á köfl- um aldeilis ótrúlega með Val í vetur. Ellert hefur ákveðið að hætta handknattleiksiðkunn eftir HM. Kristján Sigmundsson er annar tveggja mjög jafngóðra markvarða liðsins. Hann hefur leik- ið yfir 100 landsleiki, er um þrítugt eins og Einar og Ellert og því kemur fátt honum á óvart núorðið. Kristján er góður alhliða markvörð- ur, meiri stemmningarkarl en Einar — á það til að loka markinu af mikilli heift í stöku leikjum. Hann þykir einnig hafa iag á því að taka einstaka leikmenn á taugum og verja þá allt sem þeir senda að honum. Kristján er vanur því lengst af að vera markvörður númer eitt og það er ekki talið eiga vel við hann að koma inná í hita leiksins. Það er því líklegt að þeir Einar skipti leikjunum þannig á milli sín að Einar byrji og standi hann sig vel, þá verði hann inná, en ef honum gengur ekki sem skyldi þá komi Kristján inn í hálfleik — og byrji þá ef til vill í næsta leik á eftir ef hann stendur sig. Márk- varsla Kristjáns hefur oft fært ís- lenska liðinu sigur í erfiðum leikj- um. Þorbjörn Jensson er fyrirliði liðsins, aldursforseti þess og nokkurskonar pabbi liðs- ins. Hann er 32 ára, eða 5—7 árum eldri en flestir hinna leikmann- anna. Hann er orðinn sjóaður í ólgusjó alþjóðlegs handknattleiks og er ómetanlegur sem stoð og stytta liðsins. Fyrir nokkrum árum var hann góð skytta, en er nú fyrst og fremst notaður sem aðalmaður varnarinnar og stöku sinnum á lin- unni í sókninni. Þorbjörn er annál- aður baráttujaxl og varnarmaður sem talað er „illa“ um af flestum bestu sóknarmönnum heims. Gall- inn við hann sem varnarmann eru hinsvegar brottrekstrarnir sem virðast fylgja honum, einn eða tveir í hverjum einasta leik, og slíkt er erfitt við að eiga á móti sterkum þjóðum, sem kunna að nota sér að vera einum leikmanni fleiri. Um það bil helmingur leiktímans í hverjum leik fer í varnarleik, hann er ekki síður mikilvægur en sóknin. Þorbjörn Jensson er því einn af þremurtil fjórum lykilmönnum liðs- ins í HM. Páll Ólafsson er orðinn einn af lykilmönnum landsliðsins. Steinar Birgisson er drjúgur handknattleiksmaður og mikilvægari fyrir landsliðið en flest- ir gera sér grein fyrir. Eins og svo margir aðrir liðsmenn býr hann yfir mikilli reynslu og virðist orðið leika á sömu nótum hvað sem á gengur. Sagt hefur verið að Bogd- an hafi mótað Steinar meira en nokkurn annan íslenskan hand- knattleiksmann og vissulega má færa rök fyrir því að Steinar sé dæmigerður „austantjaldsleik- maður" — ofboðslega líkamlega sterkur (þrekmestur landsliðs- mannanna samkvæmt prófi rétt fyrir HM), fjölhæfur (hann hefur leikið í öllum stöðum fyrir utan og í hornunum) og traustur varnar- maður. Hann hefur auk þess hæfileika, sem ekki er öllum gef- inn, að koma inná í leik í eina eða tvær mínútur í einu og standa sig ágætlega. Hann þarf engan tíma til að komast í gang. Að öllum lík- indum verður hann notaður, ásamt Bjarna, í hægra horninu á HM og líkamsburðir hans þá notaðir til að brjóta göt á varnir andstæðing- anna með þverhlaupum inn eftir línunni. Steinar er hinsvegar ekki nógu afgerandi í leik sínum til að teljast stjörnuleikmaður. Þorgils Óttar Mathiesen er besti línumaður okkar um þess- ar mundir og það væri feiknarlegt áfall fyrir liðið ef hin margum- ræddu meiðsli hans kæmu í veg fyrir að hann gæti beitt sér að fullu í heimsmeistarakeppninni. Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.