Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 Landslið fslands (í hvftum peysum) og Finnlands, sem léku á Melavellinum 25. maf 1950. Lið íslands: Aftari röð frá vinstri: Sigurður Norðdahl (d.) finnskur leikmaður, Birgir Þorgils, Þorleifur Einarsson, Orri Gunnarsson, Magnús Þórarinsson, Sveinn Helgason (d.). Fremri röð frá vinstri: Sigurhans Hjartarson (d.), finnskur 1., Sólmundur Jónsson, Valur Benediktsson og Kristján Oddsson. Lengst til vinstri á myndinni er Halldór Erlendsson (d.), annar þjálfari liðsins, en á myndina vantar hinn þjálfarann, Grfmar Jónsson og Jón Erlendsson. Ljósmynd: PóturThomsen Copía: Ljósmyndasafniö. Handknattleikur í 65 ár Knattleikir hafa sjálfsagt verið stundaðir á íslandi meira eða minna frá upphafi. Bárðar saga Snæfellsáss er iandvætta- og tröllasaga, sem gerist á landnáms- öld. Þar segir m.a. frá jólaveislu Hítar tröllkonu í Hundahelli í Hít- ardal. Að máltíðinni lokinni var farið í leik: Stóðu þeir þá upp Bárðr ok Surtr, Kolbjörn, Guðlaugr ok Gljúfra-Geirr ok höfðu horna- skinnleik. Var þá ekki svá lítit um þá. Þó var þat auðsét, at Bárðr var sterkastr, þó at hann væri gamall. Bjarnfeld einn stóran höfðu þeir fyrir skinn ok vöfðu hann saman ok köstuðu honum á milli sín fjórir, en einn var úti, ok skyldi sá ná. Ekki var gott að vera fyrir hrundn- ingum þeirra ... En þá Kol- björn var úti, ætlaði hann at ná skinni fyrir Bárði ok hljóp at heldr snarliga. En er Gestr sá þat, skaut hann fætinum fyrir Kolbjörn, svá at þursinn Leikir íslands i HM 1958—1978 1958: Magdeburg ísland — Tékkóslóvakía 17-27 Magdeburg ísland — Rúmenia 13-11 Magdeburg ísland — Ungverjaland 16—19 fsland lék ekki um sæti í keppninni. 1961: Karlsruhe ísland — Danmörk 13-24 Wiesbaden ísland — Sviss 14-12 Stuttgart ísland — Tékkóslóvakía 15-15 Essen ísland — Svíþjóö 10-18 Homberg ísland — Frakkland 20-13 Essen island — Danmörk 13-14 1964: Bratislava (sland — Egyptaland 16-8 Bratislava ísland — Svíþjóð 14-10 Bratislava ísland — Ungverjaland 12-21 ísland lék ekki um sæti í keppninni. 1970: Mulhouse island — Ungverjaland 9-19 Hagondange island — Danmörk 13-19 Metz ísland — Pólland 21-18 París island — Japan 19-20 Paris ísland — Sovétrikin 15-19 Paris ísland — Frakkland 19-17 ísland lenti í 11. sæti. 1974: Karl M. Stad. ísland — Tékkóslóvakía 15-25 Ehrfurt (sland — V.-Þýskaland 16-22 Ehrfurt island — Danmörk 17-19 island lék ekki um sæti í keppninni. 1978: Árhus Island — Sovétríkin 18-22 Randers (sland — Danmörk 14-21 Thisted island — Spánn 22-25 ísland lék ekki um sæti í keppninni. hraut þegar út á bergit svá hart, at brotnaði í honum nefit. Fell þá blóð um hann allan. Varð þá upphlaup ok hruöning- ar heldr sterkligar. Handknattleikur eins og leikinn er í dag barst hins vegar til lands- ins árið 1921, þegar Valdimar Sveinbjörnsson kom frá námi úr íþróttakennaraskóla Danmerkur. Valdimar hóf kennslu við Mið- bæjarskólann í Reykjavík og kenndi piltunum m.a. handknatt- leik. Friðrik Jesson byrjaði að kenna handknattleik í Vestmanna- eyjum 1924 og ári síðar kenndi Valdimar leikinn á íþróttanámskeið í Hafnarfirði. Holger Nielsen samdi reglur í handknattleik 1906, en Valdimar þýddi þær og birti í Skin- faxa 1927. Valdimar byrjaði að kenna við Menntaskólann í Reykja- vík 1929 og þá tók Hallsteinn Hinriksson við kennslu í Hafnar- firði. Báðir lögðu mikla áherslu á kennslu. leiksins. Valdimar og Aðalsteinn Hansson fóru um Þjóðir í heimsmeistarakeppninni 1938 —^’82ogsæti Þjóð 38 54 58 61 64 67 70 74 78 82 Svíþjóð 3 1 1 3 2 5 6 10 8 11 Danmörk 4 5 4 5 7 2 4 8 4 4 Þýzkaland 1 2 — 4 4 6 5 9 1 7 Austurriki 2 — X Tékkóslóvakia — 3 2 2 3 1 7 6 11 10 Sviss — 4 — X X X X — — 12 Frakkland — 6 X 8 X X 12 — X — Pólland — — 5 — — X X 4 6 3 Júgóslavía — — 8 X 6 7 3 3 5 2 Rúmenía — — X 1 1 3 1 1 7 5 Ungverjaland — — 7 — 8 8 8 7 9 9 ísland — — X 6 X — 11 X X — Noregur — 6 7 X X X — — — Spánn — — X — — — — X 10 8 Finnland — — X — ■ — — — — — __ Lúxemborg — — X — — — — — — — Brasilía — — X — __ — — __ — __ Japan — — — X X X 10 12 12 14 Holland — — — X A.-Þýskaland — — 3 — X X 2 2 3 6 Sovétríkin — — — — 5 4 9 5 2 1 Bandaríkin — — — — X — X X — — Egyptaland — — — — X — — — — — Kanada — — — — — X — — X — Túnis — — — X — — — Búlgaría — — — — — — — 11 X — Alsír X __ 16 Kúba — — — — — — — 13 Kuwait _____ x = með f keppninni en léku ekki um sæti — = ekki með 15 Heimsmeistarakeppnin í handknattleik 1938—1986 11. Heimsmeistarakeppnin í handknattleik fer fram í Sviss 25. febrúar til 8. marz. Sextán landslið frá fjórum heimsálfum keppa um eftirsóttasta titilinn í handknatt- leik. Leiknir verða 54 leikir í 12 borgum í Sviss. Landslið 29 landa hafa leikið í úrslitakeppninni til þessa, en nú leikur lið S-Kóreu í fyrsta skipti í úrslitakeppninni. Danir og Svíar hafa ávallt verið með og Tékkar alltaf, nema í fyrstu keppninni. Finnland, Lúxemborg, Brasilía, Egyptaland, Holland, Tún- is, Kúba og Kuwait hafa aðeins einu sinni leikið í úrslitakeppninni. Rúmenar hafa sigrað fjórum sinn- um í keppninni og Danir oftast lent í fjórða sæti eða 5 sinnum. íslend- ingar eru nú með i sjöunda skipti, en íslenska landsliðið náði bestum árangri árið 1961 er það lenti í 6. sæti. 1938: Fyrsta heimsmeistarakeppnin í handknattleik fór fram í Berlín 5. og 6. febrúar 1938. Völlurinn var 50x25 m og stálnet í mörkunum. Fjögur lið léku í keppninni og léku allir við alla. Þýzkaland sigraði, Austurríki varð í öðru sæti, Svíþjóð í þriðja og Danmörk í því fjórða. 1954: Vegna seinni heimsstyrjaldar- innar var ekki leikið aftur fyrr en í Svíþjóð 13.—17. janúar 1954. 6 lið tóku þátt og var leikið í tveimur riðlum. Sigurvegarar í riðlunum léku til úrslita. Svíar urðu heims- meistarar er þeir sigruðu Þjóðverja 17—14 í úrslitaleiknum. Tékkar unnu Svisslendinga 24—11 í keppni um þriðja sæti og Danir lentu í 5. sæti, er þeir sigruðu Frakka 23—11. 1958: Sextán lið tóku þátt í úrslita- keppninni, sem fram fór í A-Þýzka- landi 27.2,—8.3. Leikið var í fjórum riðlum og fóru tvö efstu lið í hverj- um í milliriðla með stig úr inn- byrðisviðureignum með sér. Efstu liðin i milliriðlunum léku síðan til úrslita. ísland var með í fyrsta skipti og lék í C-riöli með Tékkósló- .vakíu, Rúmeníu og Ungverjalandi. Svíþjóð sigraði Tékkóslóvakíu í úr- slitaleiknum 22—12. A-Þýzkaland vann Danmörku 16—13 í keppni um þriðja sætið. 1961: Keppnin fór fram í V-Þýzkalandi og léku 12 lið í fjórum riðlum. Tvö efstu lið í hverjum riðli fóru í milli- riðla og sigurvegarar í þeim léku síðan til úrslita. Rúmenar urðu heimsmeistarar er þeir sigruðu Tékka 9—8 eftir tvíframlengdan leik. Svíar hlutu bronsverðlaun með því að sigra V-Þjóðverja 17—14. Þá unnu Danir Islendinga 14—13 í keppni um 5. sætið. 1964: Úrslitakeppni 16 liða fór fram í Tékkóslóvakíu. íslendingar voru í B-riðli með Svíum, Ungverjum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.