Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÖAR1986 ' B 15 CHM 86 Guðmundur Guðmundsson f kunnuglegri aðstöðu; búinn að fiska vítakast. er sérlega skæður markaskorari af línumanni að vera — svo laginn að koma sér í skotstöðu að nái hann að grípa knöttinn má nánast bóka mark eða vítakast. Hann er ódrepandi á línunni, hreyfanlegur, hefur augljóslega mikla ánægju af þátttöku í leiknum og er fyrir vikið í uppáhaldi hjá áhorfendum. Hann vinnur vel fyrir liðsheildina. Þorgils Óttar er hinsvegar ekki línumaður eins og þeir eru algengastir í dag, þ.e. stór og mikill skrokkur sem bindur varnir við teiginn með lík- amsburðum svo skyttur fái at- hafnafrelsi. Hann er e.t.v. af sömu ástæðu ekki varnarmaöur eins og þeir gerast bestir, og skiptir oftast við Þorbjörn Jensson eftir sóknar- lotur íslenska liðsins. Hætt er viö að Þorgils Óttar nái ekki að sýna sínar bestu hliðar í Sviss vegna hnjámeiðslanna. Jakob Sigurðsson er lipur, léttur og skemmtiledur hornamaður með mikinn stökk- kraft. Hann leikur í vinstra horninu í sókn og vörn — í sömu stöðu og Guðmundur Guðmundsson, og verður líklega ekki mikið inná í Sviss. Jakob er efni í fyrsta fjokks hornamann, vel byggður og með mikinn bolta í sér. Hann er yngsti leikmaður liðsins. Hann vantar hinsvegar enn reynslu og er e.t.v. ekki nógu agaður í leik sínum. Hann á það enn til að fara inn úr horninu í full erfiðum færum og fái hann góðan hornamann á móti sér í vörninni lendir hann í nokkrum vandræðum. Jakob er hinsvegar mjög fljótur og drjúgur í hraðaupp- hlaupum. Þegar Jakob er í virkilegu stuði er hann sennilega besti hornamaður landsins, en hann skortir enn reynslu til að vera í þeim gæðaflokki leik eftir leik. Þorbergur Aðalsteinsson gæti reynst liðinu dýrmætur á HM. Hann hefur þann fágæta eiginleika að bera enga virðingu fyrir mót- herjanum, hvaða nafni sem hann nefnist. Langflestir íþróttamenn þekkja þá minnimáttarkennd sem gerir vart við sig þegar leikið er gegn heimsfrægum stjörnum, en ekki Þorbergur; hann er jafnan bestur þegar allt virðist vonlaust. Þorbergur er orðinn 29 ára gamall og hefur mikla leikreynslu. Aðal hans er krafturinn, grimmdin og dugnaðurinn og hæfileikinn til að taka af skarið og gera hið óvænta. Hann er sömuleiðis góður varnar- maður. Þorbergur hefur hinsvegar litið getað æft með landsliðinu vegna veru sinnar í Svíþjóð, og kemur því örugglega svolítið á skjön inn í leik liðsins. Hann og Bogdan þekkja hinsvegar hvor annan mjög vel og án nokkurs vafa mun Þorbergur gera það gott í Sviss. Hann er líklega sá leikmað- ur liðsins sem best gæti leyst Kristján Arason af í sókninni. Alfreð Gíslason er sennilega sá leikmaður liðsins sem vanastur er því að leika undir miklu álagi. Undanfarin ár hefur hann leikið með einu fremsta fé- lagsliði Evrópu — Tusem Essen í Þýskalandi og leikið ótal úrslitaleiki í harðri keppni evrópsks hand- knattleiks frammi fyrir mörg þús- und æstum áhorfendum. Þessi leikreynsla og óumdeildir hæfileik- ar Alfreðs hafa án vafa orðið til þess að Bogdan valdi hann í lands- liðshópinn, vegna þess að hann hefur því miður sáralítið getað æft með landsliðinu í undirbúningi þess fyrir HM. Honum verður örugglega fyrst og fremst ætlað að koma inná stund og stund fyrir Atla Hilmarsson og auka þannig fjölbreytni íslensku sóknarinnar Alfreð er óhemju sterkur líkamlega og skotfastur. Hann getur rifið sig lausan úr klóm hvaða varnar- manns sem er og getur dottið niður á leiki þar sem hann er gjör- samlega óviðráðanlegur. Það mun hinsvegar há honum að þekkja ekki leikkerfi liðsins eins vel og aðrir leikmenn þess. Atn Hilmarsson hefur löngum leikið afar vel með landsliðinu og er um þessar mund- ir líklega betri en nokkru sinni fyrr, sem og reyndar flestir leikmenn landsliðsins. Allt að því ómennskur stökkkraftur er grundvöllurinn að velgengni Atla — þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar leik- mennirnir í heiminum sem geta svifið eins og hann. Hann getur skotið yfir nánast hvaða vörn sem er ef sá gállinn er á honum. En Atla hefur einnig farið mikið fram í varnarleiknum og er orðinn fasta- maður í vörn, öfugt við það sem áður var þegar hann skipti oft útaf eftir sóknirnar. Hann er grann- vaxinn að eðlisfari en mikil og góð þjálfun hefur fært honum styrk og snerpu og hann skorar orðið oft úr hraðaupphlaupum. Hann er ekki mjög skotfastur af „stórskyttu" að vera, en afar skotviss — kannski vegna þess að á meðan hann svíf- ur um loftin blá getur hann beðið eftir því að markvöröurinn fari úr jafnvægi! Atla er ætlað eitt af aðalhlutverkunum i Sviss. Krístján Arason er án nokkurs vafa mikilvægasti leikmaður íslenska liösins. Ekki nóg með að hann sé aðal marka- skorari þess og ógnvaldur, heldur er hann einnig lykilmaður í varnar- leiknum — í stöðu beint á móti öllum helstu stórskyttum and- stæðinganna. Þegar við bætist að hann er eini liðsmaðurinn sem vanur er að leika hægra megin fyrir utan í sókninni á meðan 3—4 frambærilegir leikmenn eru um samsvarandi stöðu hinum megin (Atli, Alfreö, Þorbergur) er Ijóst að án Kristjáns væri liðið í verulegum vanda. Kristján er framúrskarandi handknattleiksmaður, stór, sterk- ur, agaður, útsjónarsamur og gerir orðið afar fá mistök í leik sínum. Það er til marks um stöðu hans í liðinu að það telst til sérstakra tíð- inda ef hann skorar undir 5 mörk- um í leik. Eini veikleiki hans er af sumum talinn sá að hann á stund- um í erfiðleikum gegn sterkum austantjaldsliðum sem leika 6—0 vörn — m.ö.o. að það vanti fjöl- breytni í skot hans. En Kristján hefur reyndar gert ótal undantekn- ingará þeirri reglu. Bjarni Guðmundsson hefur leikið fleiri landsleiki en aðrir er annar leikstjórnenda liðsins með Þáli Ólafssyni. Hann er ef til vill skotfastasti leikmaður liðsins, afbragös góð skytta, skotviss og öruggur. Hann er sömuleiðis skemmtilega óútreiknanlegur. Fáir reiknuðu til dæmis með því að Sigurður Gunnarsson yrði aðal- maður liðsins á síðustu Ólympíu- leikum, en það er e.t.v. honum öðrum fremur að þakka að íslend- ingar taka þátt í þessari heims- meistarakeppni því frammistaða hans þar fleytti liðinu í sjötta sæti. Sigurður mun líklega skipta við Pál í leikjum liðsins og form þeirra í hverjum leik mun ráða því hvor spilar meira. Sigurður hefur hins vegar lengst af átt í erfiðleikum með varnarleikinn og þótt honum hafi farið fram á síðustu árum skiptir hann ennþá út af eftir flest- ar sóknir sem hann tekur þátt í. Sigurður er einn af burðarásum liðsins. Páll Ólafsson er orðinn einn ailra skemmtilegasti handknattleiksmaöur okkar og reyndar einn sá fjölhæfasti. Hann hefur leikið í báöum hornum, í öll- um stöðum fyrir utan og sömuleið- is reynt sitt af hverju í vörninni. Hann er líkamlega sterkur og út- sjónarsamur og skorar orðiö 2—5 mörk að minnsta kosti í leikjum liðsins. Hann er leikstjórnandi liðs- ins, leikur nú yfirleitt fyrir miðju í Mikið mun reyna á svifþol Atla Hilmarssonar á HM liðsmenn íslendinga og er með leikreyndustu mönnum í heims- meistarakeppninni. Hann er hornamaður hægramegin bæði í sókn og vörn. Aðal Bjarna er snerpa og hraði. Hann er fljótur í hraðaupphlaupum og þarf lítinn tíma til að athafna sig þegar hann skýst eftir línunni inn á miðjuna. Bjarni hefur „átt“ stöðu sína í landsliðinu í ein 12 ár, en í síðustu leikjum hefur Bogdan sett hann á varamannabekkinn heilu og hálfu leikina, enda hefur hann ekki ógn- að í horninu eins og hann gerði áður. Sumir álíta það sálfræðilegt herbragð af hálfu þjálfarans — að gera Bjarna vondan og staðráðinn í að sýna Bogdan að hann eigi þessa stöðu og enginn annar. Víst er að ef Bjarni nær sér á strik í HM, nær að fara inn úr horninu nokkrum sinnum og skora, þá opnast ný vídd í sóknarleik liðsins sem gæti reynst óhemju mikilvæg. Sigurður Gunnarsson sókninni og öll leikkerfi liðsins byggjast mjög á þátttöku hans. Páll leikur oftast fyrir framan vörn- ina í 5—1-varnarkerfi íslenska liðs- ins og gerir það vel. Fyrir bragðið skorar hann mikið úr hraðaupp- hlaupum liðsins. Hann á það hins vegar ennþá til að hverfa upp úr þurru, skora t.d. þrjú glæsimörk í röð en sjást ekki eftir það. Guðmundur Guðmundsson leikur í vinstra horninu í sókn og vörn. Hann er lægstur íslensku leikmanna og léttastur, 1,75 á hæð og 75 kg að þyngd. Það háir hon- um að sumu leyti en hjálpar honum einnig. Guðmundur er einstaklega snöggur og fljótur hraðaupp- hlaupsmaður og nú orðið afar lunkinn hornamaður. Hann gerir fáar villur í leik sínum, fer sjaldan inn úr horninu i vonlausu færi og stendur fyrir sínu í vörninni. Hann er einnig orðinn mjög laginn við að láta brjóta á sér og fiska víta- köst. Guðmundur er fyrirliði Vík- ingsliðsins, mikill baráttumaður sem jafnan stendur sig vel þegar mikið liggur við. Veikleiki hans er fyrst og fremst sú staöreynd að handknattleikur byggist æ meir á miklum líkamsburðum og líklegt er að andstæðingar liðsins i HM mun stefna stórum og öflugum mönnum í horniö þar sem Guð- mundur leikur í vörninni og reyna að „keyra yfir hann" eins og sagt er. Einar Þorvarðarson er markvörður liösins númer eitt og mun eflaust hefja flesta leiki liðsins. Hann er þrítugur að aldri og hefur verið í jafnri og stöðugri framför sem markvöröur. Einar er álitinn einn af 10—15 bestu mark- vörðum heims um þessar mundir og er einn lykilmanna íslenska liðs- ins. Hann býr nú orðið yfir mikilli leikreynslu, bæði eftir leiki með félagi sínu, lengst af Val, auk þess sem hann á orðið yfir 100 lands- leiki að baki. Slík reynsla virðist vera nauðsynleg fyrir markmenn, því flestir þeirra bestu eru komnir vel á fertugsaldurinn. Einar ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Eins og aðrir markmenn af hans gæða- flokki á hann fáar veikar hliðar ef nokkrar. Óstaðfesta, þ.e. slæmir leikir inn á milli þeirra góðu, er þó höfuðverkur. Á síðustu árum hefur slæmu dögunum þó farið mjög fækkandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.