Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 6
6 B íslendingar eru hér í riðli með Rúmenum, sem hafa sigrað í heimsmeistarakeppninni oftar en nokkrir aðrir eða fjórum sinnum, Tékkum, en lið þeirra árið 1967 varð heimsmeistari og Suður-- Kóreumönnum. Lið Rúmeníu Síðan 1961 hafa Rúmenar ætíð átt eitt besta handknattleikslið í heimi. Þeir hafa fjórum sinnum sigrað í HM, einu sinni lent í þriðja sæti, en 1982 höfnuðu þeir í 5. sæti. Á Ólympíuleikunum hafa þeir þrisvar fengið bronsverðlaun og einu sinni silfur. Rúmenar byrjuðu vel í „Super Cup“, gerðu jafntefli við Júgóslava 23—23, unnu A-Þjóðverja 20—19 og Svía 28—23. I undanúrslitum töpuðu þeir hins vegar fyrir Sovét- mönnum 28—30 og í keppni um 3. sætið töpuðu þeir fyrir V-Þjóð- verjum 19—21. Vasile Stinga skor- aði flest mörk í keppninni eða 38. Rúmenar unnu íslendinga í Sviss í október 23—15, en í byrjun janúar máttu þeir þola töp gegn Júgóslövum, Spánverjum og Frökkum. Stinga lék þó aðeins með gegn Júgóslövum og skoraði 6 mörk. Rúmenum er spáð góðu gengi í HM í Sviss og m.a. spá átta landsliðsþjálfarar í keppninni þeim 2. sæti og einn því fyrsta. Suður-Kóreumenn eru lóttlr og llprir. MQRGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 Rúmenía ísland Tékkóslóvakía Suður-Kórea . OHM 86 r=---— riðill Alfreð Gíslason misnotar ekki svona færi. Það verður erfitt að stöðva Vasile Stinga frá Rúmeníu. Lið íslands íslendingar hafa sex sinnum tekið þátt í úrslitakeppni HM og náðu bestum árangri árið 1961, er þeir höfnuðu í 6. sæti. Á Ólymp- íuleikunum 1984 lenti íslenska liðið einnig í 6. sæti. Undirbúningur íslenska lands- liðsins fyrir HM í Sviss hefur verið langur og strangur. Landsliðið lék 33 landsleiki árið 1984, 29 leiki í fyrra og hefur leikiö 12 landsleiki á þessu ári. Liðið hefur tekið þátt í nokkrum mótum á þessum tíma og leikið frábærlega á stundum, en dottið niður þess á milli. Leikmennirnir hafa mikla reynslu og miklar vonir eru bundn- ar við þá. Þeir hafa lagt hart að sér og vonandi uppskera þeir sem til hefurverið sáð. Lið Tékkóslóvakíu Tékkar áttu á árum áður eitt besta landslið heims í handknatt- leik. Þeir urðu heimsmeistarar 1967, hlutu silfur á HM 1958 og 1961 og brons 1954 og 1964. Þó höfnuðu þeir í 2. sæti á Ólympíu- leikunum 1972. Nú er öldin önnur og tékkneska liðið virðist ekki til stórræða. Þeir töpuðu fyrir Sovétmönnum, Pól- verjum og Ungverjum á mótinu í Tíblísi í desember og svo töpuðu þeir tvisvar gegn Svisslendingum á dögunum. Þó unnu þeir Dani með 10 marka mun nýlega. Átta leikmenn liðsins leika með Dukla Prag, þannig að þeir ættu að þekkja hver annan vel. Þjálferi liðsins, Ernest Gubrický, sþáir Sovétmönnum sigri í keppnjnni, en stefnir sjálfur á eitt af sex fyrstu sætunum eins og fleiri. Lið Suður-Kóreu Liðið lék á Ólympíuleikunum 1984, gerði jafntefli við Bandaríkja- menn 22—22, en tapaði öðrum leikjum í riðlinum meö miklum mun. Þeir léku síðan við Alsír um 11. sætið og unnu 25—31. Lið S-Kóreu öðlaðist þátttöku- rétt í HM í Sviss með því að vinna Japan 33—26 og lið Kína 30—26. Þá léku þeir tvo leiki við Kuwait og unnu báða, þann fyrri heima 35— 19 og þann seinni úti 37—30. Suður-Kóreumenn þóttu leika léttan og hraðan handknattleik á síðustu Ólympíuleikum og víst er, að handknattleikur á vaxandi vin- sældum að fagna í S-Kóreu. Ekki er reiknað með að S-Kóreu- menn geri stóra hluti í Sviss. Þeir geta hins vegar mætt afslappaðir í leikina, þvi næstu Ólympíuleikar verða einmitt í S-Kóreu og þar hafa gestgjafarnir þegar öðlast þátttökurétt. Leikmenn Rúmeníu Nafn: fd. Jan. '88 lands- leikir/ mörk hœft Þyngd Adrian Simion 02.06.61 27/ 0 198 89 Alexandru Buiigan 22.04.60 135/ 0 199 89 Mircoa Potran 02.11.62 22/ 0 190 89 Marian Dumitru 19.03.60 93/373 196 97 loaif Boros 19.03.53 141/228 184 84 Maricol Voinoa 17.03.59 166/430 188 85 Vasilo Stinga 21.01.57 182/999 188 84 Adriam Chimes 02.02.63 20/ 16 186 82 Cosar Draganita 13.02.54 176/416 188 90 Noculai Vasilca 28.11.55 105/138 186 82 Dumitru Borhoco 02.01.61 63/149 185 83 Aloxandru Folkor 28.01.56 186/447 196 98 loan Mocanu 08.09.62 35/ 45 191 91 Ghoorgho Covaoitr 08.07.57 55/125 189 88 Mircoa Giahovschi 22.12.52 143/269 197 91 Constnntin Potro 11.04.60 40/ 51 189 87 Goorgo Dogaroscu 15.05.60 58/ 50 195 94 Doru Nicolao Porumh 03.06.61 30/ 25 192 95 DanGiurgon 19.11.62 17/ 9 194 91 Marian Mirica 05.06.59 3/ 0 186 84 Aðalþjálfari: Lascar Stavru Pana, fd. 14.09.1934. Leikmenn Tékkóslóvakíu Jan. '86 lands- Nafn: fd. leikir hceð þyngd Michal Barda 27.06.55 144 190 80 Potor Mesiarik 08.12.63 44 195 84 Marián Hirnor 05.07.53 159 193 94 Jo/of Skandik 13.07.63 25 180 84 Franlisok Kratochvil 28.04.53 89 197 94 Milon Polivka 21.04.54 130 184 83 Jirí Kotrc 25.06.60 137 188 90 Ladislav Salivar 18.06.53 111 185 80 LodislavTnrhni 30.06.63 28 197 95 Milan Corny 11.07.55 95 194 94 Tomás Bártok 24.02.58 92 192 88 JosofToma 10.05.60 76 190 85 Pavol Bornard 12.08.58 113 194 94 Milnn Brostovnnsky 18.05.57 71 193 90 Jnn Novák 05.04.60 53 184 84 íirí Bnrton 02.06.59 94 186 80 Aðalþjálfari: Ernest Gubrický, fd. 11.03.1939. Leikmenn Suður-Kóreu Lands- Nafn: fd. leikir heeft þyngd Tae-ll Yoon 19.11.64 178 73 Jang-Houm Yoon 04.07.68 183 75 Kyu-Ha Lím 28.09.57 187 85 Jao-Hwan Kim 08.02.66 183 75 Young-Suk Shin 17.12.64 178 75 Do-Hun Park 20.03.65 185 82 Young-Dae Park 09.06.64 181 77 Suk-Chang Koh 14.06.63 187 80 Young-Kil Han 21.02.65 177 72 Jao-Sik Lim 22.11.63 192 85 Yo-Nn Hwang 05.06.65 178 73 Tao-SupChoi 29.12.62 182 74 Yong-Suk Leo 07.10.66 185 78 Jao-Won Kang 30.11.65 183 75 Sang-Hyo 1 oo 10.09.61 181 73 JinSuk Lim 16.05.68 190 82 Aðalþjálfari: Jai-Choong Yoo, fd. 15.04.1948.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.