Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1986
B XI
sigur á Sovétmönnum. Liö íslands
var í C-riðli með liöum Danmerkur,
Sovétríkjanna og Spánar og tapaöi
öllum leikjunum.
1982:
Keppnin fór fram í V-Þýzkalandi
og nú urðu Sovétmenn heims-
meistarar. Þeir sigruöu Júgóslava
30—27 eftir framlengdan leik í úr-
slitum. Pólverjar sigruöu Dani
23—22 í keppni um 3. sætiö og
enn lentu því Danir í 4. sæti.
1986:
Úrslitakeppni 16 sterkustu
þjóöa í handknattleik fer fram í
Sviss. Áður en dregið var í riðla
var liðunum raðað í fjóra hópa eftir
árangri. [ fýfsta hópnum voru lið
þeirra þjóða sem lentu í fjórum
efstu sætunum á ÓL í Los Angeles
1984 eða Júgóslavía, V-Þýzkaland,
Rúmenía og Danmörk. í öðrum
hópnum voru Svíþjóð, (sland og
Sviss (5.-7. sæti á ÓL) og
A-Þýzkaland (sigurvegarar í sið-
ustu B-keppni). Þriðja hópinn skip-
uöu lið þeirra þjóða, sem lentu í
2.-5. sæti í B-keppninni eða
Sovétríkin, Pólland, Tékkóslóvakía,
Sovétríkin og Ungverjaland. Fjórði
hópurinn var fulltrúar Ameríku,
Asíu og Afríku auk liðs númer 6 í
B-keppninni eða Kúba, S-Kórea,
Alsír og Spánn. 6 efstu lið keppn-
innar í Sviss tryggja sér rétt til að
leika á ÓL 1988.
S.G.
Verdlaun í heimsmeistarakeppninni
frá upphafi
Ár Gull Sllfur Brons
1938 Þýzkaland Austurríki Sviþjóð
1954 Svíþjóð V-Þýskaland Tékkóslóvakía
1958 Svíþjóð Tékkóslóvakia A-Þýskaland
1961 Rúmenía Tékkóslóvakfa Svíþjóð
1964 Rúmenía Svíþjóð Tékkóslóvakía
1967 Tékkóslóvakía Danmörk Rúmenía
1970 Rúmenía A-Þýzkaland Júgóslavía
1974 Rúmenía A-Þýzkaland Júgóslavía
1978 V-Þýzkaland Sovétrikin A-Þýzkaland
1982 Sovétríkin Júgóslavía Pólland
1986 ? ? ?
Ur sögu
handknattleiksins
Heimildum ber ekki saman um
hvar eða hvenær handknattleikur
var fyrst leikinn. í Tékkóslóvakíu
þekktist leikur fyrir síðustu alda-
mót, sem nefndist ceska hazená
eða tékkneskur handknattleikur.
Um aldamótin var Holger Nielsen
leikfimikennari í Ordrup í Dan-
mörku. Hann bannaði drengjunum
að sparka' bolta áður en kennslu-
stundin byrjaði, en tók þá eftir, að
drengirnir köstuðu boltum á milli
sín þess í stað og höfðu gaman
af. Þarna var komið efni í nýjan
leik og Holger Nielsen samdi og
gaf út fyrstu reglur í handknattleik
árið 1906. Um svipað leyti var
byrjað að leika handknattleik í
Þýzkalandi, en hann var leikinn úti
á knattspyrnuvöllum. Reglum
knattspyrnunnar var breytt, þann-
ig að leikið var með höndum. Þjóð-
verjinn Max Heiser samdi reglur
fyrir 11 manna handknattleik árið
1917, sem landi hans Carl Schel-
enz endurbætti árið 1920.
Þessi 11 manna handknattleikur
þróaðist fyrst í nágrannalöndum
Þýzkalands, Austurríki, Ungverja-
landi, Sviss, Rúmeníu og Frakk-
landi á meðan Skandinavar léku
sinn 7 manna bolta inni.
Handknattleikur heyrði undir
Alþjóðafrjálsíþróttasambandið
(IAAF) til 1928, en þá var Alþjóða-
handknattleikssamband áhuga-
manna (IAHF) stofnað af fulltrúum
11 þjóða.
Utihandknattleikur var á dag-
skrá Ólympíuleikanna í Berlín 1936
og kepptu sex þjóðir. Heimamenn
sigruðu í keppninni, en hin liðin
voru frá Austurríki, Sviss, Ungverj-
alandi, Rúmeníu og Bandaríkjun-
um.
Alþjóðahandknattleikssam-
bandið (IHF) var svo stofnað 1946.
Handknattleikur innanhúss varð æ
vinsælli á kostnað leiksins úti og
síðasta heimsmeistarakeppnin
utanhúss fór fram 1963. Hand-
knattleikur innanhúss var á dag-
skrá OL 1972 og hefur verið þar
siðan. í dag er handknattleikur
með vinsælli knattleikjum í heimin-
um og fleiri og fleiri þjóðir sækja
umaðild aðlHF.
S.G.
Frá handknattleik f Danmörku skömmu eftir síðustu aldamót. Holger
Nielsen í hermannabúningi dæmir.
Egyptum. Lið Svíþjóðar og Ung-
verjalands komust áfram í milliriöl
á betra markahlutfalli en lið ís-
lands. Rúmenar urðu heimsmeist-
arar ööru sinni með sigri á Svíum
í úrslitaleik 25—22. Tékkar unnu
V-Þjóðverja 22—15 og lentu því í
3. sæti.
1967:
Keppnin fór fram í Svíþjóð
12.—31. janúar. 16 lið léku í 4
riðlum og var síöan leikin útsláttar-
keppni, þannig að sigurvegarar í
A-riöli léku við liö númer 2 í D-riöli,
B1 við C2, D1 við A2 og C1 við
B2. Sigurvegarar úr þessum leikj-
um léku i undanúrslitum og sigur-
vegarar þar léku til úrslita. Tékkar
urðu heimsmeistarar meö því aö
sigra Dani 14—11 og Rúmenar
unnu Sovétmenn 21—19 eftir
framlengdan leik og hlutu brons-
verðlaun.
1970:
Keppnin fór fram í Frakklandi
og lenti íslenska liðið í 3. sæti í
D-riðli og lék því um 9.—12. sæti
í keppninni. Rúmenar sigruðu
A-Þýzkaland 13—12 eftir tvífram-
lengdan leik og urðu heimsmeist-
arar í þriðja sæti. Júgóslavar unnu
Dani 29—12 í keppni um 3. sætið.
íslendingar lentu í 11. sæti.
1974:
Úrslitakeppnin fór fram í
A-Þýzkalandi og enn urðu Rúmen-
ar heimsmeistarar. Þeir sigruðu
heimamenn 14—12 í úrslitaleikn-
um. Júgóslavar uröu í 3. sæti eftir
sigur á Pólverjum 18—16. íslend-
ingar léku í A riðli með Dönum,
Tékkum og V-Þjóðverjum og töp-
uðu öllum leikjunum.
1978:
Danir héldu úrslitakeppnina og
ætluðu sér stóra hluti. En þeir
héldu uppteknum hætti og lentu í
4. sæti eftir að hafa tapað 15—19
fyrir A-Þjóðverjum. V-Þjóöverjar
urðu heimsmeistarar eftir 20-19-
Copía: Ljósmyndasafnið. Ljósmynd: PóturThomsen
Frá leik íslendinga og Finna. Sigurhans með skot af línu. Markadómari fylgist vel með. Línudómari þriðji
til vinstri.
landið á sumrin á þessum árum
og héldu námskeið í handknattleik.
Leikurinn varð strax vinsælli hjá
stúlkum en piltum úti á landi. Þór
og Týr kepptu í útihandknattleik,
11 í liði, á Þjóðhátíð í Vestmanna-
eyjum árið 1931 og að sögn Þor-
steins Einarssonar, fyrrverandi
íþróttafulltrúa ríkisins og dómara
leiksins, voru stúlkurnar síst verri
en piltarnir, sem æfðu í Reykjavík
á sama tíma.
Landsmót
Fyrsta íslandsmótiö innanhúss
fór fram í húsi Jóns Þorsteinssonar
árið 1940. Salurinn er 12x24 m
og léku 5 í liði. Leiktími í mfl. var
2x15 mínútur og knattrak var
bannað. Valur varð Islandsmeistari
fyrstu 3 árin í mf. karla og Ármann
fyrstu 5 árin í mfl. kvenna. Aðstæð-
ur gjörbreyttust með tilkomu
íþróttahallarinnar í Laugardal árið
1965 og hefur handknattleikurinn
verið í stöðugri framför síðan.
Landsleikir
Áformað var að halda heims-
meistarakeppni í handknattleik í
Svíþjóð árið 1950 og ætluðu ís-
lendingar að vera með. Hætt var
við keppnina vegna lítillar þátttöku.
Því var samið um landsleiki við
Svía og Dani og var fyrst leikið
gegn Svíum í Lundi 15. febrúar
1950. Um leikinn gegn Dönum í
Kaupmannahöfn skrifaði Haf-
steinn Guðmundsson í íþrótta-
blaðið í apríl sama ár m.a. eftirfar-
andi:
Um íslenska liðiö er það að
segja, að það sýndi að þessu
sinni, vægast sagt lélegan leik.
Eins og svo oft áður vantaði
fyrst og fremst baráttuviljann
og góða „stemmningu" J liðið.
Einnig koma sömu veilurnar
fram í taktíkinni (þ.e. enginn
línudans og óafgerandi varnar-
spil á miðjunni).
Leikið var gegn Finnum á Mela-
vellinum 25. maí sama ár og lauk
leiknum með jafntefli 3:3. Fyrsti
landsleikurinn í handknattleik inn-
anhúss á íslandi fór fram í íþrótta-
húsinu á Keflavíkurflugvelli 1964.
Áriö 1977 náðu þeir Geir Hall-
steinsson, Viðar Símonarson og
Ólafur H. Jónsson þeim áfanga að
leika sinn 100. landsleik fyrir ís-
land, en í árslok það ár hafði ísland
leikið 201 landsleik í handknattleik.
Fyrir HM í Sviss eru leikirnir orðnir
403 og 9 leikmenn í liðinu hafa
leikið yfir 100 landsleiki. íslending-
ar hafa sigrað 75 sinnum, 11 leikir
hafa endað með jafntefli og 68
leikir hafa tapast. Markatalan er
3380 mörkgegn 3331 marki.
íslendingar hafa 6 sinnum tekið
þátt í HM og voru með á ÓL 1972
og 1984.
S.G.
Verðlaun á Ólympíuleikjum
1972—1984
Ár Gull Sllfur Brons
1972 Júgóslavía Tékkóslóvakia Rúmenia
1976 Sovétríkin Rúmenía Pólland
1980 A-Þýzkaland Sovétríkin Rúmenia
1984 Júgóslavía V-Þýzkaland Rúmenía '76 Rúmenia Pólland '76