Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986
5
Kópavogur:
Obreytt röð í
fimm efstu sætunum
NIÐURSTÖÐUR prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um helg-
ina sýna óbreytta röðun í fimm efstu sætin á framboðslista flokksins
til bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna i vor. Þátttaka í prófkjörinu
var góð að sögn Richards Björgvinssonar, 1185 kusu og eru það
talsvert fleiri en í sameiginlegu prófkjöri allra flokka fyrir síðustu
kosningar. Rétt til að kjósa höfðu flokksbundnir sjálfstæðismenn
ogjþeir sem undirrituðu stuðningsyfiriýsingu við flokkinn.
I 1. sæti er Richard Björgvinsson samtals. Bima Friðriksdóttir er í
með 273 atkvæði en 749 atkvæði
samtals, 2. sæti skipar Bragi Micha-
elsson með 366 atkvæði, 896 at-
kvæði samtals, 3. sæti Ásthildur
Pétursdóttir með 539 atkvæði en
967 atkvæði samtals, 4. sæti Guðni
Stefánsson með 617 atkvæði og 923
atkvæði samtals og í 5. sæti Amór
Pálsson með 639 atkvæði og 905
6. sæti með 566 atkvæði og 773
atkvæði samtals, Haraldur Kristj-
ánsson er í 7. sæti með 632 atkvæði
og 723 samtals og Kristinn Krist-
insson í 8. sæti með 732 atkvæði.
Frambjóðendur vom tólf en bind-
andi kosning er í átta efstu sæti
listans.
Þorsteinn Pálsson á fundi sjálfstæðis-
félaganna:
Horfur í efnahagsmálum
og kjarasamningarnir
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins mun fjalla um nýgerða
kjarasamninga og horfur i efna-
hagsmálum á almennum stjórn-
málafundi sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík.
Fundurinn verðu'r haldinn í sjálf-
stæðishúsinu Valhöll fímmtudaginn
6. mars kl. 20.30. Að lokinni fram-
söguræðu verða almennar umræð-
ur.
Sjálfstæðisfólk er hvatt til að
fjolmenna og taka með sér gesti.
(Fríttatíikynning) Þorsteinn Pálsson
Fr imboö framsóknarmanna í Reykjavík:
Alfreð Þorsteinsson
eða Sigrún Magnús-
dóttir í 1. sætið?
ENN HEFUR ekki verið gengið
frá framboðslista Framsóknar-
flokksins við borgarstjórnarkosn-
ingarnar í Reykjavík 31. maí nk.
Að sögn Steinþórs Þorsteinsson-
ar, formanns uppstillingarnefnd-
ar Framsóknarfélags Reykjavík-
ur, verður haldinn fundur í nefnd-
inni síðdegis í dag, en hann kvaðst
ekki geta fullyrt að tekin yrði
ákvörðun um listann á þeim fundi.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru skoðanir mjög skiptar
um það í Framsóknarflokknum hver
skipa eigi fyrsta sætið á listanum
og erfitt hefur verið að fá menn til
að gefa kost á sér. Nöfn Alfreðs
Þorsteinssonar, forstjóra Sölunefnd-
ar varnarliðseigna, og Sigrúnar
Magnúsdóttur, kaupmanns, hafa
hins vegar mikið verið nefnd í þessu
sambandi undanfama daga.
Félagsmönnum Framsóknarfé-
lags Reykjavíkur gafst fyrir nokkru
tækifæri til að koma fram með
ábendingar um frambjóðendur.
Steinþór Þorsteinsson sagði, að um
2.000 bréf hefðu verið send út og
óskað eftir munnlegum eða skrifleg-
um tilnefningum. Samtals hefðu
borist um 900-1.000 svör og 59
manns verið tilnefndir. Hann vildi
ekki upplýsa hveijir hefðu oftast
verið nefndir og benti á, að ekki
hefði verið um bindandi val að ræða,
heldur nokkurs konar hugmynda-
banka fyrir uppstillingamefndina.
\v
Hinn
eini og
sanni
daglega frá kl. 13 — I8e.h.
föstudaga kl. 13 — 19 e.h.
laugardaga frá kl. 10 — 16 e.h.
stórútsölu
markaður
stendursem hæstá
Fosshálsi 27
(fyrir neðan Osta- og
smjörsöluna Árbæ,
við hliðina á nýju Mjólkurstöðinni).
SVR
Strætis-
vagnaferðir
á 15mín.
fresti, leið 10.
Frítt kaffi — Hægt að
fá heitar vöfflur
m/rjóma, kleinur
o.m.fl.
Reyrhúsgögn, hillur
og skápar
Videó-horn
fyrirbörn
KARNABÆR - VOGUE - STEINAR - SKINNADEILD SÍS -
HUMMEL - GARBÓ - RADÍÓBÆR - AXEL Ó. - Z-BRAUTIR
OG GLUGGATJÖLD - VERÐLISTINN - YRSA - BARNAFATA-
VERSL. FELL - GJAFAVÖRUDEILDIN - BONAPARTE O.FL.
Nýir staðir á Italíu
Heillandi náttúrufegurð Norður—ítalíu — Gar-
davatn
Kynningarverð 24. xnai í
3 vikur.
Hótel Savoia í heilsulindabænum Abano Terme eða fjöl-
skylduparadísin Lignano — gisting í hæsta gæðaflokki,
stærsti vatns-skemmtigarður Ítalíu, úrval matsölu- og
skemmtistaða og frábærar kynnisferðir til fornfrægra
menningarborga.
Fríklúbbsverð frá kr. 29.400í 3 vikur.
Kynnið ykkur barna -afslá t tinn.
Austurstræti 17, sími26611.