Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 29 sinn. Þórður Einarsson, sem þá var I sendinefnd íslands hjá bandalag- nferðirnar stæðismanna og hef fram á síðasta ár verið formaður utanríkismála- nefndar flokksins. Meðal þess sem Geir Hallgrímsson hafði_ áhuga á var að senda fulltrúa íslands til fundar í hermálanefnd Atlantshafs- bandalagsins. Tvisvar á ári koma yfirmenn hetja bandalagsþjóðanna saman á fundum nefndarinnar og ákvað Geir að senda menn á sh'kan fund vorið 1984. Mæltist hann til þess, að ég færi með Sverri Hauki Gunnlaugssyni á vorfund hermála- nefndarinnar í Briissel. Við athugun á samstarfinu á sviði öryggismála hefur komið í ljós, að aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins efna til tvíhliða viðræðna um þau málefni, sem ekki er að- staða til að ræða á fjölþjóðlegum fundum. Þegar ég var í forsætis- ráðuneytinu fór ég í þessum erinda- gjörðum til Kanada ásamt öðrum embættismönnum, var ferðin skipu- lögð af kanadíska forsætisráðu- neytinu eftir fund þeirra Pierre Trudeau og Geirs Hallgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra. Bretar sýndu á því áhuga að eiga tvíhliða viðræður við íslendinga um örygg- is- og alþjóðamál og var mælst til þess, að ég tæki þátt í þeim með þeim Olafi Egilssyni og Sverri Hauki Gunnlaugssyni úr utanrikis- ráðuneytinu hér og Einari Bened- iktssyni, sendiherra í London. Hitt- um við Breta á fundi í London í janúar 1985. Eftir að Hollendingar fengu áhuga á að reka kafbátaleit- arflugvél frá Keflavikurflugvelli var ákveðið að eiga fund með embættis- mönnum þeirra og var það gert í september 1985, sótti ég hann með þeim Sverri Hauki Gunnlaugssyni, skrifstofustjóra varnarmálaskrif- stofu, og Einari Benediktssyni, sendiherra. Störf blaðamanns Þessar ferðir koma störfum mín- um á Morgunblaðinu ekki við frekar en seta mín í Öryggismálanefnd. Auðvitað er það álitamál, hvort blaðamenn eigi að taka að sér trún- aðarstörf fyrir stjómvöld eða stjóm- málaflokka. Ég þekki erlenda starfsbræður, sem myndu ekki gera það. Hér á landi hefur venjan verið önnur. Það hefur til að mynda lengi tíðkast hér, að ritstjórar blaða sæki fundi erlendis á vegum stjómmála- flokka og stjómvalda, og er Þórar- inn Þórarinsson, aldursforseti ís- lenskra blaðamanna, skýrasta dæmið um það. I sjálfu sér er ekki unnt að skilja skrif Þjóðviljans um kostnað ríkisins vegna ferða minna sem gagnrýni á þá skipan, þótt hún vefjist fyrir mér. Rétt er að taka fram, að ég hef ekki þegið nein laun af ríkinu fyrir þcssi störf. Tilgangur Þjóðviljans með skrif- um um þessar ferðir er að koma höggi á okkur, sem emm talsmenn þess, að Islendingar tryggi frelsi sitt og öryggi í samvinnu við vest- ræn lýðræðisríki. Fyrir þá sök fagna ég því, ef Þjóðviljinn heldur áfram að tönnlast á þessum ferðum mín- um. Mér finnst hins vegar ófært, að Morgunblaðið sé haft fýrir rangri sök. Morgunblaðið þiggur hvorki ríkisstyrk í þessu formi né öðm. Þjóðviljinn kæmi hins vegar ekki út nema af því að skattgreiðendur em skyldaðirtil að leggja í púkkið. I þessu máli sem öðmm er, eins og hér hefur verið gert, nauðsynlegt að minna Þjóðviljamenn á þá fmm- skyldu blaðamanna að fara rétt með staðreyndir. Þjóðviljamenn böggl- ast við að birta rangfærslur til þess eins að draga af þeim rangar álykt- anir eins og venjulega. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar, undirrita samningana. Morgunbiaflið/Árni Sœberg Hann sagði, að verð á skipulögð- um ferðum frá íslandi, einkum ferðum til sólarlanda væri nú til- tölulega mjög lágt og hefði senni- lega aldrei verið lægra í hlutfalli við almennt verðlag. Útsýn væri nú stærsti viðskiptavinur Flugleiða og hefði þess vegna náð nú hlut- fallslega enn betri samningum en áður og árangur þess kæmi við- skiptavinunum til góða í hlutfalls- lega lægra verði á sólarferðum. Staða og starfsemi Lánasjóðs íslenskra námsmanna: Hver lánsafgreiðsla kost- ar um fjögnr þúsund krónur - segir Ardís Þórðardóttir formaður sjóðsins Morgunblaðið/Júlíus Frá fundi með fréttamönnum. Auðun Svavar Sigurðsson varaformað- ur, Árdís Þórðardóttir formaður og Hrafn Sigurðsson framkvæmda- stjóri. STAÐA og starfsemi Lánasjóðs íslenskra námsmanna var til umræðu á fundi sem stjóm Lána- sjóðsins hélt með fréttamönnum. Árdís Þórðardóttir formaður stjóraarinnar sem tók við for- mennsku í ágúst á sl. ári, og Auðun Svavar Sigurðsson sem tók við varaformennsku í byrjun síðasta árs gerðu grein fyrir helstu upplýsingum sem safnað hefur verið um starfsemi sjóðs- ins. M.a. kom fram að eftirspura eftir aðstoð frá L.Í.N. hefur aukist sl. 4 ár, en hún hefur reynst margföld á við spá sér- fræðinga frá 1980—1981. Fram kom að engar breytingar yrðu á starfsemi sjóðsins fram til vors, en eins og jafnan áður verður aukafjárveiting að koma til sögunn- ar til að hægt verði að lána úr sjóðn- um í haust. 65% af því fé sem sjóð- urinn lánar fer til nemenda í há- skólanámi, en 35% í annars konar nám. Að jafnaði eru umsóknir 10% fleiri en úthlutanir og eru ástæður þess að umsókn er hafnað í flestum tilfellum þær að tilsettum ákvæðum um námsárangur er ekki náð. Stjórn sjóðsins er nú að afla upplýs- inga hjá Háskólanum um náms- framvindu þeirra sem eru innritaðir í Háskólann, en nú eru rúmlega 4.000 innritaðir en eingöngu um 2.000 sem njóta aðstoðar sjóðsins. Árlega koma út úthlutunarrreglur sem sjóðurinn starfar eftir. 70% af fjármagni sjóðsins kemur að jafnaði úr Ríkissjóði, en það sem á vantar er fjármagnað með erlendum lán- um. Endurgreiðslur eru um 10% af heildarfjármagni sjóðsins. Árdís sagði að hver lánsafgreiðsla kostaði um 4.000 krónur, en þar af væri um helmingur launakostnaður. Auðun Svavar Sigurðsson gerði grein fyrir þróun Lánasjóðsins undanfarin ár og taldi eftirspum eftir lánum hafa aukist m.a. vegna þess að lánakjör Lánasjóðsins væru mun hagstæðari en almenn lánakjör í landinu. Hann benti einnig á að námsmenn væru í dýrara námi erlendis en oft áður, helmingur af lánum til erlendra námsmanna fara til þeirra sem eru í námi í Bandaríkj- unum, en þeir eru eingöngu 30% heildarfjöldans. Þá bar hann lán úr sjóðnum saman við lán úr sjóðum hinna Norðurlandanna og taldi lán úr Lánasjóði íslenskra námsmanna með hagstæðustu lánum á Norður- löndunum. Auðun taldi líkur á að einhver hluti námslána væri misnot- aður, þ.e. að nemendur sem skráðir eru með heimili nytu fjárhagsað- stoðar foreldra sinna, og ávöxtuðu námslánin, þó ekkert væri hægt að fullyrða um slíkt. Á fundinum voru ræddar tillögur til breytinga á starf- semi sjóðsins, og töldu þau Árdís og Auðun ástæðu til að greina milli styrkja og lána, þar sem sum lán væru ekki afturkræf nema að hluta vegna þeirra reglna sem nú væni í gildi um endurgreiðslur. Ræddar voru tillögur um styrkjakerfí og þær hugmyndir sem komið hafa fram um að styrkja þjóðhagslega hag- kvæmt nám. Árdís sagði að stjómin myndi ekki treysta sér til að segja fyrir um hvaða lán væri þjóðhags- lega haghvæmt og hvað ekki, til greina kæmi hinsvegar að styrkja þá sem færu í langt nám, t.d. í vís- indum og listum. „Sverrir Her- mannsson hefur sagt að hann hafi ekki í hyggju að koma aftan að námsmönnum og verður því unnið eftir sömu reglum og hingað til, en ljóst er að samkvæmt þessum fjár- lögum verður sjóðurinn tómur í ágúst n.k.“ Frá aðalfundinum: Talið frá vinstri. Anton Nikulásson, fundarstjóri, Helgi Laxdal, formaður félagsins, Orn Steinsen, fundarritari, Aðalsteinn Gíslason, fundarritari og fsal J. Ólafsson, skrifstofustjóri. Helgi Laxdal endur- kjörinn formaður HELGI Laxdal var endurkjörinn formaður Vélstjórafélags íslands á aðalfundi félagsins fyrir nokkru, en stjóra þess var kjörin til tveggja ára. Á fundinum var ennfremur samþykktur stuðningur við veiðistjóraun með kvóta. Vélstjórafélagið starfrækir nú umboðsskrifstofur á fímm stöðum á landinu, Reykjavík, Akureyri, Stykkishólmi, Neskaupstað og Höfn í Hornafirði. Félagar eru um 2.000 og stunda flestir hefðbundin vél- stjórastörf bæði til sjós og lands; Á sjó á far- og fískiskipum, en í landi við orkuver, verksmiðjur og í frysti- húsum. Þó fjölgar stöðugt þeim félögum, sem stunda ýmis tækni- störf á almennum vinnumarkaði. Auk stjómar var á fundinum kosin laganefnd, sem endurskoða skal lög félagsins með tilliti til þess, að það er landsfélag og því þurfi að auka áhrif landsbyggðarmanna í stjómun þess. Stjóm Vélstjórafélagsins til næstu tveggja ára skipa eftirtaldir: Helgi Laxdal, formaður og Sveinn Á. Sigurðsson, varaformaður. Aðrir í stjóm eru: Ingólfur Sig. Ingólfs- son, Guðmundur Hafsteinsson, Þór Sævaldsson, Ásgeir Sumarliðason, Jón Valdimarsson, Páll Magnússon og Georg Ámason. Varamenn em: Þorbergur Þórhallsson, Öm Amar- son, Ragnar Sigurðsson, Hlöðver Einarsson, Jón Guðmundsson, Ólaf- ur Gunnarsson og Samúel Guð- mundsson. (Fréttatilkynning.) i MÍM fWWR’iC V*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.