Morgunblaðið - 04.03.1986, Síða 6
MORGUNpLADJÐ, ÞRIDJUDAGUR 4.MARZ 1986
«
Mánudagur
Mánudagur til mæðu ... segir
máltækið. æða fjölmiðlarýnis
er sú fyrst og fremst að velja bita-
stæða mola úr öllu því vitundarfóðri
er sáldrast yfir skilningarvitin um
helgar. Þjálfunin kemur mér að vísu
til góða því smám saman lærir rýn-
irinn máski að velja úr það efni er
helst ber vott um grósku á fjöl-
miðlaheimilinu. Auðvitað getur
mönnum samt skjátlast hrapallega
rétt eins og vínsmakkaranum er
alls óvænt ruglast á eðalvíni og
hreti. Menn eru jú misjafnlega vel
upplagðir. En samt er oft eins og
kompás taki til starfa í hugskotinu
þegar fjölmiðlaskothríðinni slotar
að kveldi og kyrrð næturinnar tekur
völdin. Segulfingur snúast þá á
ósýnilegum ás, stundum benda þeir
til vesturs og stundum austurs eftir
því sem vindar blása hverju sinni í
minnishólfunum. í þetta sinn benda
þeir fram hjá stóratburðum helgar-
innar, sorgarfregninni frá Svíþjóð
og gleðifregninni frá Sviss; í átt til
þriggja innlendra sjónvarpsþátta.
Unglingarnir í
frumskóginum:
Splunkunýr unglingaþáttur var á
dagskrá föstudagskvöldsins. Þáttur
þessi er nýstárlegur að því leyti að
þar er ekki bara stillt upp á svið
einum til tveimur söngvurum,
nokkrum gítarleikurum og einum
trommara, en sú uppstilling hefir
nú glatt augu okkar Vestur-
landabúa í ríflega tvo áratugi. Nei,
aldeilis ekki hér var horfið frá hinu
steinrunna sviðsskaki á vitund
unglinganna sjálfra. Ekki til þess
að kíkja oní hyldýpi unglinga- og
foreldravandamálsins, heldur til að
sýna unglingana að leik og starfí.
Þannig hittum við unga fólkið log-
andi af sköpunarkrafti og Iífsgleði.
Meira að segja nokkrar stelpur er
sníða sín tískuföt sjálfar. Mér fínnst
þessi þáttur alveg stórkostlegur
því hann vinnur gegn þeim áróðri
að unglingar séu einskonar þjóð-
flokkur.
Þarf ég vart að beina þeim til-
mælum til hins frábæra stjómanda
■Jóns Gústafssonar að hann skoði
unglingana ekki sem afmarkaðan
þjóðfélagshóp heldur sem hluta af
samfélagsheildinni. Ég álít persónu-
lega að tískuiðnaðurinn hafí ein-
angrað unglingana í samfélaginu í
því augnamiði að gera þá að virkum
neysluhópi. Þessu verður að breyta.
Glettur
Ég hafði gaman af Glettum
Magnúsar Ólafssonar á laugardags-
kveldið var. Magnús er greinilega
ættaður úr Hafnarfírði í það
minnsta byggðist þáttur hans á
hinum alræmdu Hafnarfjarðar-
bröndurum er rísa æði misjafnlega
undir nafni. En Magnús hefír lag á
að velja sér skondna meðspilara og
svo kann hann þá list að smíða
leikþátt er rúllar á ósamstæðum
bröndurum. Slíkt er ekki öllum
gefíð og máski er Magnús efni í
gamanleikjaskáld?
HeilsaÖ upp á fólk
Magdalena Schram heilsaði upp
á Elínu Stefánsdóttur ljósmóður og
bóndakonu á Miðfelli í Hruna-
mannahreppi síðastliðið sunnudags-
kveld. Það er fremur óvenjulegt að
bóndakonur séu sóttar heim af sjón-
varpsmönnum nema þá að þær séu
einyrkjar. Menn gleyma því gjaman
að sveitabýli þar sem hjón ráða ríkj-
um eru jafnt rekin af konunni og
karlinum. Sjónvarpsmenn hafa
hingað til einkum beint myndaug-
anu að karlinum og konunni rétt
brugðið fýrir við kaffíborðið í hlut-
verki þjónustunnar. En Magdalena
Schram snéri sum sé hér við blað-
inu. Það er annars alveg óþarfi,
Magdalena, að muldra spumingam-
ar oní peysuna, þær eiga að fara
inní hljóðnemann.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
ÚTVARP
ÞRIÐJUDAGUR
4. mars
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Morgunvaktin
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.16 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: Undir regnboganum
eftir Bjarne Reuter. Ólafur
Haukur Símonarson les
(15).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.46 Þingfréttir
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áöur
sem örn Ólafsson flytur.
10.10 Veöurfregnir.
10.25 Lesið úr forystugreinum
dagblaöanna.
10.40 „Ég man þá tíö." Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liönum árum.
11.10 Úr söguskjóðunni -
Botnvörpuflugan. Umsjón:
Þorlákur A. Jónsson. Lesari:
Theódóra Kristjánsdóttir.
11.40 Morguntónleikar.
Þjóðleg tónlist frá ýmsum
löndum.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.46 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Heilsu-
vernd.
Umsjón: Jónina Benedikts-
dóttir.
14.00 Miödegissagan: „Opiö
hús" eftir Marie Cardinal.
Guörún Finnbogadóttir
þýddi. Ragnheiöur Gyöa
Jónsdóttirles (3).
14.30 Miödegistónleikar.
a. Þrjú lög fyrir tvær fiölur
og píanó eftir Dimtri Sjos-
takovitsj. Itzhak Periman,
Pinchas Zukerman og
Samuel Sanders ieika.
b. „Vorblót”, tónverk eftir
Igor Stravinski. Halldór Har-
aldsson og Gísli Magnús-
son leika á tvö píanó.
16.16 Bariö aö dyrum. Einar
Georg Einarsson sér um
þátt frá Austurlandi.
16.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Hlustaöu meö mér -
Edvard Fredriksen. (Frá
Akureyri.)
17.00 Barnaútvarpið. Stjórn-
andi: Kristín Helgadóttir.
.17.40 Úr atvinnulffinu - Iðnaö-
ur. Umsjón: Sverrir Alberts-
son og Vilborg Haröardóttir.
18.00 Neytendamál. Umsjón:
Sturla Sigurjónsson.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.46 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.46 Daglegt mál. Siguröur
G. Tómasson flytur þáttinn.
17.56 Heimsmeistaramótiö i
handknattleik
Bein útsending frá Sviss —
ef íslenska landsliöiö kemst
í úrslit.
19.00 Aftanstund
Endursýndurþáttur.
19.20 Ævintýri Ólivers bangsa
Ellefti þáttur.
Franskur brúöu- og teikni-
myndaflokkur um víðförlan
bangsa og vini hans. Þýö-
andi: Guöni Kolbeinsson,
lesari meö honum Bergdís
Björg Guðnadóttir.
19.60 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.36 Sjónvarpiö (Television)
9. Um skemmtiþætti.
Breskur heimildamynda-
flokkur i þrettán þáttum um
19.60 Fjölmiölarabb
Þóröur Ingvi Guömundsson
talar.
20.00 Vissiröu þaö? — Þáttur
I léttum dúr fyrir börn á öll-
um aldri.
Fjallaö er um staöreyndir
og leitaö svara við mörgum
skrýtnum spurningum.
Stjórnandi: Guöbjörg Þóris-
dóttir. Lesari: Árni Blandon.
20.30 Aö tafli. Jón Þ. Þór flytur
þáttinn.
20.66 „Hinn fljúgandi almenn-
ingur" Sigurjón Sigurösson
(SJÓN) les úr Ijóðum sinum.
21.06 Islensk tónlist.
a. „Músik fyrir klarinettu"
eftir Hróömar Sigurbjörns-
son. Guöni Franzson og
Snorri Sigfús Birgisson leika
á klarinettu og píanó.
b. Sextett eftir Fjölni Stef-
ánsson. Martial Nardeau,
Kjartan Óskarsson, Lilja
Valdemarsdóttir, Björn Th.
SJÓNVARP
ÞRIÐJUDAGUR
4. mars
sögu sjónvarpsins, áhrif
þess og umsvif um víöa
veröld og einstaka efnis-
flokka.
Fjallaö er um létta skemmti-
þætti, spurningaþætti,
gestaþætti og dægurtónlist
ísjónvarpi.
Þýöandi: Kristmann Eiös-
son. Þulur: Guömundur Ingi
Kristjánsson.
21.35 Taggart
Þriöji hluti. (Taggart — Dead
Ringer)
Skosk sakamálamynd I
þremur hlutum. Aöalhlut-
verk: Mark McManus og
Neil Duncan.
Efni II. hluta: Lausnargjalds
er krafist fyrir ungan bróöur-
son Davids Balfours og
Árnason, Þórhallur Birgis-
son og Arnþór Jónsson leika
á flautu, klarinettu, horn,
fagott, fiölu og selló.
c. „Atmos I og II" eftir
Magnús Blöndal Jóhanns-
son. Höfundurinn leikur á
hljóögervil (syntheziser).
21.30 Útvarpssagan: „I fjalla-
skugganum" eftir Guðmund
Daníelsson. Höfundur les
(4).
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.16 Veöurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma (32)
22.30 Bach-tónleikar i Akur-
eyrarkirkju 14. apríl í fyrra.
„Vom Reiche Gottes" (Um
ríki Guös), kantata um aríur,
sálma og kórkafla eftir Jo-
han Sebastian Bach í sam-
antekt Hans Grischkats
sem var frumflutt 1950.
Flytjendur: Passíukórinn og
kammersveit Tönlistarskól-
ans á Akureyri og einsöngv-
drengnum hótaö lífláti.
Barnsræninginn vitjar ekki
fjárins og lögreglunni tekst
ekki aö hafa hendur í hári
hans.
Þýöandi: Veturliöi Guöna-
son.
22.30 örlagadagurinn
(On the Eight Day)
Bresk heimildamynd um
afleiöingar takmarkaös
kjarnorkustríös. Kunnir vís-
indamenn gera grein fyrir
breytingum sem yröu é
loftslagi og gróöri en á norö-
urhveli jaröar spá þeir
ástandi sem þeir nefna
kjarnorkuvetur.
Þýðandi og þulur: Óskar
Ingimarsson.
23.30 Fréttir í dagskrárlok
ararnir Elísabet Erlingsdótt-
ir, Þuríöur Baldursdóttir og
Michael J. Clarke. Orgelleik-
ari: Höröur Áskelsson.
Stjórnandi: Roar Kvam.
Knútur R. Magnússon kynn-
ir.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
£in
ÞRIÐJUDAGUR
4. mars
10.00 Kátirkrakkar
Dagskrá fyrir yngstu hlust-
endurna í umsjá Guðlaugar
Mariu Bjarnadóttur.
10.30 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
12.00 Hlé
14.00 Blöndunástaönum
Stjórnandi: Siguröur Þór
Salvarsson.
16.00 Söguraf sviöinu
Þorsteinn G. Gunnarsson
kynnir tónlist úr söngleikjum
og kvikmyndum.
17.00 Hringiöjan
Þáttur f umsjá Ingibjargar
Ingadóttur.
18.00 Heimsmeistarakeppni í
handknattleik. (slendingar
og Danir I Luzern. Samúel
Örn Erlingsson lýsir.
Fréttir eru sagöar ( þrjár
mínútur kl. 11.00, 15.00
16.00og 17.00.
SVÆÐISÚTVÖRP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.
Tónlistarþættir fyrir börn:
Kátir krakkar
■■■■ Á dagskrá rásar
1 A 00 2 er þátturinn
Avl“” Kátir krakkar, í
umsjón Guðlaugar Maríu
Bjamadóttur og Margrétar
Ólafsdóttur. Þetta er fyrsti
þáttur þeirra, en þær sjá
um þáttinn tvisvar í viku
næsta mánuðinn. Þáttur-
inn er ætlaður yngstu
hlustendunum, og verður í
tveimur fyrstu þáttunum
fjallað um sjóinn, báta og
skip. Þá er fyrirhugað að
tengja tónlistina búskap og
sveitastörfum, bæjar- og
borgarlífí, lofti og himin-
geimnum.
Örlagadagurinn
Heimildarmynd um áhrif
takmarkaðs kjarnorkustríðs
■ Á dagskrá sjón-
30 varpsins í kvöld
— er breska heim-
ildarmyndin „Örlagadag-
urinn“. Að sögn þýðanda
myndarinnar, Öskars Ing-
imarssonar, fjallar myndin
um afleiðingar takmarkaðs
kjamorkustríðs. Myndin er
byggð á ráðstefnu sem
haldin var samtímis í Sov-
étríkjunum og Bandaríkj-
unum með aðstoð gervi-
hnattar. í myndinni eru
viðtöl við ýmsa kunna vís-
indamenn þar sem m.a. er
rætt um áhrif kjamorku-
sprengingarinnar á gróður-
far, dýralíf o.fl. og notaðar
tölvur til að sýna hvaða
þróun ætti sér stað miðað
við takmarkað kjamorku-
stríð. Að auki er í myndinni
rakin saga kjarnorkukapp-
hlaups þjóðanna.
Bach-tón-
leikar í
Akureyrar-
kirkju
■■■■ I kvöld verður
00 30 útvarpað Bach-
^ — tónleikum í
Akureyrarkirkju frá 14.
apríl í fýrra. Leikin verður
kantata um guðsríkið
„Vom Reiche Gottes“,
kantata um aríur, sálma
og kórkafla eftir Johann
Sebastian Bach í saman-
tekt Hans Grischkats sem
frumflutt var 1950. Flytj-
endur eru Passíukórinn og
kammersveit Tónlistar-
skólans á Akureyri og ein-
söngvarar Elísabet Erl-
ingsdóttir, Þuríður Bald-
ursdóttir og Michael J.
Clarke. Orgelleikari er
Hörður Áskelsson. Stjóm-
andi er Roar Kvam. Knútur
R. Magnússon kynnir.