Morgunblaðið - 04.03.1986, Side 13

Morgunblaðið - 04.03.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 13 MUSICA ANTIQUA Tóniist JónÁsgeirsson Sú aðferð að skipta tónlistar- sögunni niður í tímabil og gefa hveiju þeirra nafn hefur á síðari árum verið mikilsvert haldreipi þeim er fást við að kynna sér tónlistarsögu. Tímabil það sem kallað er Ars antica er látið enda um 1300, en þar taki við Ars nova. Nú hafa þessar nafngiftir fengið nýja merkingu og skilin sem mörkuðu fjórtándu og fimmtándu öldina eru nú til dags notuð á sama hátt. Nútíma tón- listarmenn hafa tekið upp Ars nova en þeir sem halla sér að tónlist, sem er einu og jafnvel tveimur tímabilum eldri en klass- íkin, nefnilega barokktónlist og endurreisnartónlist, nota orðið Ars antica. Tónlistarhópurinn Musica Antiqua hélt tónleika í Kristskirkju og flutti eingöngu endurreisnartónlist er spannaði rúmlega 150 ára tímabil hennar, því sá elsti, Hans Judenkiinig, var fæddur 1450 en sá er lengst náði yfir mörkin, 1600, var John Wilbye, en hann lést 1638. Tón- leikamir hófust á Exultate justi eftir Lodovico Grossi da Viadana, sem ýmist er sagður fæddur 1560 eða ’64 og dáinn 1627 eða ’45. Þrátt fyrir þessa ókyrrð eru menn sammála um mikilvægi hans fyrir þróun tónlistar. Viadana nam tónlist hjá Costanzo Porta er aftur lærði hjá Willaert, en Porta var mikilhæfur kennari og einnig gott tónskáld. Framlag Viadana var að innleiða hinn nýja „con- certato“-stíl inn í kirkjutónlist og einnig „basso continue", sem hann útskýrir mjög vel í formála einnar bókar sinnar. Þrátt fyrir að hafa lagt sig eftir nýjungum í kirkjutónlist eru tónverk hans samt gamaldags fyrir sinn tíma. Exultate justi var sungið af átta manna kór sem skipaður er úr- vals tónlistarfólki, enda var söng- ur kórsins unaðslega fallegur. Tvö næstu verkin voru lútulög eftir Hans Judenkunig og leikur fæðingarár hans á tíu árum frá 1450 til ’60 en hins vegar eining um dánarár, sem talið er vera 1526. Judenkiinig var þýskur lútusnillingur og er talið að hann hafí fundið upp sérstaklega flók- inn „tabúlatúr“-rithátt fyrir lútu og gefíð út fyrstu þýsku lútubók- ina. Árið 1523 gefur hann út kennslubókina „Ain schone kunstliche Underweisung" sem í eru dansar og prelúdíur í svo- nefndum „gervi-fjölradda“- rithætti. Snorri Öm Snorrason lék verkin varfæmislega. Næsti höfundur var Jacob Regnart (1540—1599) en hann starfaði bæði sem söngvari, hljóðfæra- leikari og tónskáld við hirðina í Innsbmck og í Prag. Eftir hann liggja 37 messur, 195 mótettur og ein Passía. Lög hans þykja bera sterkari ítölsk einkenni en svipuð lög eftir. Lassus, en þeir vom samtíða í Innsbmck. Fyrra lagið eftir Regnart var fallega leikið „tríó“, sem flutt var af Camillu Söderberg, Ólöfu Sess- elju Óskarsdóttur og Snorra Emi Snorrasyni. Seinna lagið sögn Marta Halldórsdóttir. Marta hef- ur það sem kaliast á einföldu máli „falleg" rödd og nú má merkja það, að rödd hennar er að fá meiri hljóman, enda nýtur hún tilsagnar góðra kennara í söng og öðm'm tónlistargreinum. Sverrir Guðjónsson kemur nú fram sem alt-söngvari og flutti tvö lög einn saman. Annað eftir Ludwig Senfl, sem var svissn- esk-þýskt tónskáld, og þrátt fyrir að vera alla tíð kaþólskur, starf- aði hann með mótmælendum og var mikill aðdáandi Lúthers. Meðal þess merkasta af verkum hans em útfærslur á lútherskum sálmalögum, einnig þýskum söngvum, og er svokölluð „quod- libet“-aðferð einkennandi fyrir vinnutækni hans. Hitt lagið sem Sverrir söng einn er eftir ein- hvem Baltasar Arthopius, sem undirritaður veit engin deili á. Sverrir hefur fallega altrödd og setti mjög sérkennilega fallegan svip á kórsönginn. Kórinn söng bæði án undirleiks og með, t.d. lagið Tanzen und springen eftir Hans Leo Hassler. Án undirleiks mætti nefna tvö lög eftir Ingegn- eri, er var nemandi Ruffo og Rore og kennari Monteverdi. Tónlist hans þótti nokkuð gamal- dags, þrátt fyrir að madrigalar hans þættu nokkur nýjung. Kór Musica Antiqua ætti að syngja heila tónleika með eða án undir- leiks og leggja undir að hafa efnisskrána heilsteypta, annað- hvort með því að syngja eftir fá tónskáld eða jafnvel stærri verk eingöngu. Slíkan kór er ekki auðvelt að byggja upp og sannar- lega er þörf fyrir slíka stofnun hér á landi. Það er í raun óþarfi að tíunda allt en þeir höfundar, sem ekki hafa verið taldir upp, em: Morley, Wilbye, Dowland, Palestrína, Vittoria og Mundarra, allt frægir snillingar, sem vom afburða vel fluttir. Eitt lag er rétt að draga út úr þessári upptaln- ingu og það er What then is love but mouming, eftir enska tón- skáldið Rosseter, er starfaði við konungskapelluna og samdi mikið af léttum og elskulegum „lútu-söngvum“. What then is love er meðal fallegustu laga sem til em frá þessu tímabili og var það fallega sungið af Mörtu Halldórsdóttur. Fyrir smekk undirritaðs hefði mátt leggja það aðeins hægar eða með ástúðlegri gætni, sem gæfí laginu sterkari blæ mannlegrar hlýju. Auk þeirra sem nefndir hafa verið vom með í kómum Hildi- gunnur Halldórsdóttir, Svava Kristín Ingólfsdóttir, Helgi Bragason, Kjartan Óskarsson, Jón Stefánsson og Halldór Vil- helmsson. Trúlega em fáar „grúppur“ betur mannaðar, og með Camillu Söderberg og félaga hennar sem leiðandi undirleik ætti þessi hópur að geta sungið sig saman til flutnings á stómm verkum gömlu meistaranna. COROLLA er hönnuð til að vera fremst meðal jafningja og gœðaflokki ofar en verðið segir til um. Hún er framhjóladrifin, með fyrsta flokks fjöðrunar- og stýrisbunaði. Léttbyggð 12 ventla vélin er í senn kraftmikil og sparneytin. Farþega- og farangursrýmið stenst allan samanburð 6 nýtingu, þœg- indum og hagkvœmni. COROLLA DX SPECIAL SERIES er sérbúinn bíll, þar sem saman fara aukin þœgindi og útlit sem vekur athygli. um að COROLLA DX SPECIAL SERIES er hverrar krónu virði. TAVATA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.