Morgunblaðið - 04.03.1986, Síða 14

Morgunblaðið - 04.03.1986, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986 Á ári friðarinser heim- urinn grár fyrir jámum Síaukinn vígbúnaður en afvopnun fær lítinn hljómgrunn eftirívar Guðmundsson New York: — í árdegi Friðarárs Sameinuðu þjóðanna er talið, að 25 milljónir manna séu undir vopn- um í heiminum. Þeir hafa samtals til umráða 140.000 skriðdrekar, 35.000 orustu- og sprengiflugvélar, 21.000 herþyrlur, 1.100 orustu- og beitiskip og um 700 árásarkafbáta. Á þeim rúmlega 40 árum, sem liðin eru frá því seinni heimsstyijöldinni lauk, hafa 20 milljónir hermanna fallið í 150 stríðum í 71 landi. Flest þessi stríð hafa verið háð í löndum þróunarþjóðanna, en vopnin fram- leidd í iðnþróuðum löndum, ýmist seld eða gefin. Vopnasalan hefír aukist stórkostlega á þessu tímabili og nemur nú árlega um eitt þúsund milljónum dollara. Vopn og stríðstækni hafa eflst að mun að eyðileggingar- og mann- drápsafköstum. En jafnvel nýtísku vopn af svokallaðri hefðbundinni gerð eru eins og leikföng saman- borið við gjöreyðingarmátt kjam- orkuvopna, sem nú eru í höndum þriggja jötunvelda: Bandaríkjanna, Kína og Sovétríkjanna. Tvö önnur ríki, Bretland og Frakkland, eru talin í félagsskap kjamorkuvopn- aðra ríkja og fleiri gætu hæglega bæst við áður en varir. Indland hefir þegar fyrir nokkrum árum gert vel heppnaða tilraun til að framleiða kjamorkusprengju. Kjarnorkuvopnabirg’ðir nægar til eyðingar öllu lífi Kjamorkuveldin hafa nú fyrir- liggjandi nægar birgðir vopna til gjöreyðingar öllu mannlífí, og vel það. Afvopnunardeild Sameinuðu þjóðanna hefír gert birgðakönnun á kjamorkuvopnum í heiminum og komist að eftirfarandi niðurstöðu: — Það eru meira en 40.000 kjam- orkusprengjur fullbúnar í heimin- um. Samanlagt sprengimagn þeirra myndi samsvara einni milljón Hiros- hima-sprengja, en það er meira en 3 smálestir af dínamíti á hvert mannsbam í heiminum. — Flugtími kjamorkuflauga, sem senda má milli heimsálfa, er 30 mínútur frá skotstað í skotmark. Styttri er flugtími skeyta, sem skotið væri frá kafbátum. Þetta þýðir, að það er ekki nógu langur tími til viðvörunar fyrir fólk, sem býr í borgum og því yrði engrar undankomu auðið. — Milljón smálesta TNT-kjam- orkusprengja, sem sleppt er yfír sex milljón íbúa borg, (t.d. Detroit, eða Leningrad) myndi hafa eftirfarandi afleiðingar: í Detroit myndu 500.000 manns deyja á stundinni og aðrir 600.000 særast alvarlega. Sökum félagslegra aðstæðna mætti tvöfalda áætlað manntjón á dauðum og særðum í Leningrad. — Eyðileggingarmáttur slíkrar sprengju á mannvirki myndi ná yfír 300 ferkílómetra svæði. Þetta eru sennilegar ágiskanir því það er erfítt að áætla manntjón og mannvirkja í kjamorkusprengju- árás. Það fer eftir því hve hátt frá jörðu sprengjan springur; þéttbýli; tíma dags og styrkleika mannvirkja. Gert er ráð fyrir, að yrði kjamorku- sprengja af stærstu gerð sprengd yifír borg í Evrópu með 500.000 íbúum, myndi helmingur þeirra farast á svipstundu. Sams konar kjamorkusprenging yfír t.d. Bombay, Hong Kong, eða Kaíró myndi drepa eina milljón manna, sökum þéttbýlis og veikbyggðra íbúðarhúsa. Framleiðsla kjarnorkusprengja er geysilega dýr. Áætlað er að Bandaríkin og Sovétríkin eyði 10 milljónum doilara samanlagt á degi hveijum I sprengjuframleiðslu og útbúnað, sem þarf til að viðhalda þeim reiðubúnum og skjóta þeim í mark. 95% allra kjamorkuvopna eru í höndum jötunveldanna þriggja. Ógnvekjandi lýsing á eyðileggingnnni Sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna, sem tóku saman skýrsluna um kjamorkuvopnin og afleiðing- amar af þeim, gefa ógnvekjandi lýsingu á afleiðingum kjamorku- styijaldar: Þegar kjamorku- sprengja springur myndast ofsa- skær blossi, sem getur blindað menn í margra kílómetra fjarlægð frá sprengingunni. Blossinn er frá eldbelg miklum, sem framleiðir 10 milljóna gráðu hita. Allt sem er í nálægð eldbelgsins brennur og bráðnar á augnábliki. Stuttu eftir eldbelginn og ljósblossann myndast stormbylgja, sem sópar öllu sem fyrir er, á undan sér. Hættulegust þeim fáu, sem eftir lifa, er geisla- virknin frá sprengingunni, sem veldur ólæknandi sjúkdómum svo sem krabbameini. Enn er fólk á lífí, sem komst af frá kjamorkuspreng- ingunum í Hiroshima og Nagasaki, en það eru örkumla menn. Gagnárásarmáttur talinnöryggi Hvemig má það vera að menn- ingarþjóðir framleiði gjöreyðingar- vopn sem geta útrýmt öllu lífí á jörðinni og þeirra eigin þjóð þar með? Svarið er vafalaust: „Til vam- ar.“ Engin þjóð viðurkennir, að hún vígbúist til árársar. Það er og nokkuð til í því, að hemaðarlegur styrkur einn er vörn í sjálfu sér. Fjöldi dæma úr mannkynssögunni sýnir að styijöldum hefír verið af- stýrt vegna þess, að þjóð, sem hafði árás í huga, óttaðist, að hún myndi ekki geta staðist gagnárás. En þess eru og dæmi, að árásarþjóð hafí misreiknað sig og hafið stríð, sem tapaðist fyrir þann misreikning, eftir sorglegt styijaldartjón og þján- ingar. Og gagnárásarmátturinn heldur áfram að vera aðaiástæðan og afsökun fyrir auknum vígbúnaði. Þeir, sem styðja þessa hugmynd segja, að á meðan kjamorkuveldin tvö séu jafn sterk til gagnárásar komi ekki til kjamorkustyijaldar. Gagnárásarmátturinn sé besta trygging fyrir friði. Gagnárásarkenningín í ljósi kjarnorkunnar Höfundar skýrslunar um kjam- orkuvopnin benda á, að kjamorku- vopnin og tæknilegar framfarir á hemaðarsviðinu hafí gjörbreytt áð- ur viðurkenndurn hemaðarreglum og kenningum. Á kjamorkuöld hafa Ábyrgð Búnaðarþings eftir Halldór Gunnarsson Það er ekki auðvelt að takast á við vamaraðgerðir, takmarkaðan „fullvirðisrétt" í mjólkurfram- leiðsiu, takmarkaða kjötfram- leiðslu, útsölu á landbúnaðarafurð- um vegna yfírfulls markaðar og að því er virðist uppgjöf við sölu á landbúnaðarafurðum á erlendan markað. Ráðin virðast vera þau ein að fækka bændum á mismunandi uppboðskjörum. Þegar svo virðist komið er ábyrgð forsvarsmanna mikil. Kynnt hefur verið að stærstu mál Búpaðarþings sem nú situr verði endurskoðun á ýmsum skipulagsmálum, endur- skoðun á búfjárræktarlögum og. jarðræktarlögum. Það eru 149 ár síðan grunnur að búnaðarlögum og Búnaðarþingi var lagður með stofnun Húss- og Bústjómarfélags Suðuramtsins og síðan með stofnun Búnaðarþings 1899. Þá bjó um 80% þjóðarinnar til sveita og hafði lífsframfæri sitt af sjósókn og landbúnaði samhliða. Fyrsta löggjöf um jarðrækt var sett 1923, um afurðasölufélög 1934 og nýbýlalög 1936. Mesta sókn landbúnaðarins var síðan á árunum frá um 1945 til 1974 en þá voru um 100 nýbýli stofnuð og um 200 eyðijarðir byggðar. Á þessu tímabili virtist nær allt vera hægt til sóknar og eflingar. Og ef það tókst ekki með löggjöf, þá með eigin skatt- heimtu, sbr. t.d. byggingu bænda- hallarinnar. Alltaf virtist vera svig- rúm til að taka af afurðaverði bænda skatt til að fjármagna að hluta hin ýmsu lög, sem kölluðu á stjómun og síðan yfirbyggingu fyrir þá stjómun. Þetta var einnig gert með svokölluðum neytendalögum sem bættust ofan á kaupverð land- búnaðarvara og sagt við bændur, að þetta væri framlag neytenda til málefna landbúnaðarins. Og af- urðasölufélögin, sem voru öll byggð upp á kostnað bænda og í þeirra nafni, fengu alltaf sinn skerf af afurðaverðinu til uppbyggingar fyrirtækja, sem kölluðu áfram á enn meiri gjöld af afurðaverðinu til rekstrar. Allir fengu sinn hlut óskiptan nema bóndinn. Það hefur alltaf verið hans hlutur — hans kaup, sem hefur verið ótryggt. Nú með nýjum lögum um framleiðslu búvara frá 1985, er hins vegar reynt að tryggja bændum fullt verð fyrir sínar afurðir, en jafnframt sett ákveðin mörk um framleiðslu í „Ábyrgð Búnaðarþings er mikil. Bændur hljóta að gera þá kröfu til sinna samtaka að tillög- ur til sparnaðar í yfir- stjórn séu settar fram, t.d. hugsanleg samein- ing á þref öldum rekstri sem nú er hjá Búnaðar- félagi íslands, Fram- leiðsluráði landbúnað- arins og Stéttarsam- bandi bænda ...“ hinum hefðbundnu greinum sauð- flárræktar og nautgriparæktar. Þessi nýju lög kalla á önnur vinnubrögð en verið hafa. Þau kalla á samræmingu stjómunar í allri landbúnaðarframleiðslu, eigi ekki mjög illa að fara. Þau kalla ákveðið á lækkun vömverðs, til þess að bændur lendi ekki inn í vítahring sölutregðu með afurðimar og þar af leiðandi æ minni sölusamning eða sölutryggingu við stjómvöld. Því skiptir ekki lengur máli hvað gjöldin heita, hvort það era hin ýmsu framleiðendagjöld eða nejrt- endagjald, geymslugjald eða vaxta- gjald, verðmiðun eða flutningsjöfn- uður, öll gjöld og allur kostnaður í meðhöndlun vörannar, hækkar verðið til neytenda. Salan höfðar fyrst og síðast til verðsins, sem neytendur verða að greiða. Því verður lið fyrir lið að ráðast gegn gjöldum og áföllnum kostnaði. Ef lausnin er sú ein, sem hæst hefur heyrst, að bændum fækki skipulega, þá hrynur þetta allt skipulega á eftir, sölufyrirtækin með öllum sínum atvinnutækifær- um við úrvinnslu varanna og síðan hlýtur að koma að yfírstjóminni, ráðunautaþjónustu, nefndum og ráðum. Það er þá til lítils fyrir Búnaðarþing 1986 að vinna að nýj- um jarðræktarlögum og búfjár- ræktarlögum. Ábyrgð Búnaðarþings nú er því mikil. Bændur hljóta að gera þá kröfu til sinna samtaka, að tillögur til spamaðar í yfírstjóm séu settar fram, t.d. hugsanleg sameining á þreföldum rekstri sem nú er hjá Búnaðarfélagi íslands, Framleiðslu- ráði landbúnaðarins og Stéttarsam- bandi bænda, sameining á Búnaðar- gagnárásarkenningin og jafnvægi herstyrks hlotið nýtt viðmiðunar- svið. — Aldrei fyrr í sögu mannkynsins hafa þjóðir verið í þeirri aðstöðu, að geta hegnt annarri þjóð hemað- arlega svo að segja á augabragði. — Aldrei fyrr hafa þjóðir verið þess megnugar að geta eyðilagt með einni árás grandvöllinn fyrir áfram- haldandi tilvera heillar þjóðar. — Aldrei fyrr hefír verið mögulegt að valda gjöreyðingu á hvaða bletti hnattarins sem er á tillits til §ar- lægðar frá skotmarki. Upphaflega vora kjarnorkuvopn- in skoðuð, sem hver önnur hefð- bundin vopn, og kjamorkuárás eða gagnárás ekki litin öðravísi en held- ur kröftugri hemaðaraðgerðir. En er gjöreyðingarmöguleikar kjam- orkuvopnanna fóra að koma í ljós varð það greinilegt, að það varð að breyta kenningunum um hvað væri leyfilegt til gagnárásar. Samkvæmt nýju kenningunum og hernaðar- reglum getur ríki, sem ráðist er á, gert hvaða þær ráðstafanir til gagnárásar, sem það telur heppilegt fyrir sig, og það skiptir ekki máli hvaða vopn era notuð. „Fyrri árásar- mögxileikinn" Til þess að friður haldist krefst þessi nýja kenning jafnvægis í hemaðarlegum styrkleika milli hugsanlegra óvinaþjóða. Fari það jafnvægi út um þúftir og geti annar hvor aðilinn tryggt sér það sem kallað er „fyrri árásarmögu- leika“, það er að segja geti fram- kvæmt kjamorkuárás án þess að eiga á hættu að mæta gereyðandi gagnárás, er hætta á að gagnárás- arkenningin bregðist. Tækninni fleygir svo ört fram, að það verður stöðugt að meta jafnvægið, sem þýðir að jafnvægishugmyndin er ekki lengur öraggur grandvöllur fyrir friði. Að lokum spyr rannsókn- arnefndin hvort. gagnárásarkenn- ingunni sé treystandi í hita hemað- arátaka jafnvel þótt barist sé með hefðbundnum vopnum. Þeir segjast ekki hafa svar við því. Árangurslítill barning- ur fyrir afvopnun Sameinuðu þjóðimar og kjam- orkusprengjan, sem lagði Hiros- hima í rúst, eru jafnaldrar. Fyrsta tillagan, sem Állsheijar- þing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti þann 24. janúar 1946, var hvatning til afvopnunar og einkan- lega „útrýmingar kjamorkuvopna og annarra stóreyðileggingar vopna". Leitaði þingið eftir fullvissu fyrir, að kjamorkan yrði í framtíð- Halldór Gunnarsson þingi og Stéttarsambandsfundi, samstarf búnaðarsambanda og nýrra búgreinafélaga, sem era fjár- vana í þessu kostnaðarsama kerfí, en viija þó vinna að þeim málum, sem skipta mestum hagsmunum í dag, sölumálum búvara. Það er ekki auðvelt fyrir Búnað- arþingsfulltrúa að leggja til að Bún- aðarþing hætti að starfa í núverandi mjmd, en ég veit að þeir vita að það er ekki auðvelt fyrir bændur þessa lands að horfast í augu við eignaupptöku, í svo mörgum mynd- um og með svo mörgum mismun- andi gjaldstofnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.