Morgunblaðið - 04.03.1986, Page 17

Morgunblaðið - 04.03.1986, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 17 Kvenfélag Frí- kirkjunnar: Afmælis- fagnaður Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, elsta kirkjufélag lands- ins og jafnframt eitt af elstu kven- félögum hér á iandi, verður áttatfu ára fímmtudaginn 6. mars næst- komandi. Þetta prýðilega félag var stofnað þann dag árið 1906. Til- gangur þess hefur frá upphafí verið tvíþættur í fyrsta lagi „að sameina krafta vora trúarlífi og kristilegu siðgæði, tii eflingar safnaðarlífi voru . .. og hjálpa" ? annan stað „fátækum konum og líkna sjúkum og bágstöddum í söfnuðinum", eins og segir í skipulagsskránni. Þegar litið er yfir farinn veg hins velviljaða félags, kemur í ljós, að Kvenfélag Fríkirlqunnar hefur jafn- an reynt að standa við þessi fyrir- heit, mörgum rétt hjálparhönd og staðið dyggan vörð um safnaðarlífíð við Ijömina. Er full ástæða til þess að þakka Guði fyrir þetta góða félag og biðja félagskonum allrar bless- unar, lífs og liðnum. Ég neftii af handahófi dæmi um starfsgleði kvennanna og kemur þá fyrst f hugann stórhöfðingleg gjöf þeirra til Fríkirkjunnar árið 1983, er þær skenktu kirkjunni forkunnarfagurt altarisklæði og góðan messuhökul í tilefni af 80 ára afmæli kirkjuhúss- ins. Þá halda þær árlega útimarkað til fjáröflunar, margsinnis standa þær fyrir kirkjukaffi árið um kring og á vorin bjóða þær fermingar- bömum í ferðalag, þar sem færi gefst til þess að hnykkja á ferming- arundirbúningnum og eignast um leið glaðar stundir. Af þessari virkni sést, að það munar um framlag félagsins í safnaðarstarfinu. Fimmtudagskvöldið 6. mars verður afmælisfagnaður í Átthaga- sal Hótels Sögu og hefst kl. 19.30 með borðhaldi. Margt verður sér til gamans gert og þegar borð verða upp tekin stiginn dans. Aðgöngu- miðar á afmælisfagnaðinn eru til sölu í Versluninni Brynju frá og með mánudeginum 3. mars og fram á miðvikudag. Gunnar Björnsson fríkirkjuprestur Postulínsvasinn með mynd Fri- kirkjunnar eftir Balthasar. /\uglýsinga- síminn er 2 24 80 Altarisklæðið og hökullinn, sem Hólmf riður Ámadóttir vann. Aftari röð frá vinstri: Margrét Þorsteinsdóttir og Elin Þorkelsdóttir Nú hefst nýr kafli í sögu tékkareikninga! Spennandi fyrir þá sem vilja ávaxta veltufé sitt betur. Það urðu kaflaskil í bankaþjónustu árið 1984 þegar Verzlunarbankinn, fyrstur banka, kom með óbundinn sérkjarareikning á markað- inn: KASKÓ-REIKNINGINN. Um það geta þúsundir ánægðra Kaskóreikningseigenda borið vitni. Enn ryður Verzlunarbankinn brautina og nú með því að kynna nýjan kafla í sögu tékkareikninga. Hann er ætlaður þeim sem vilja ávaxta veltufé sitt betur. Sérstaða hans felst í því að nú geta eigendur tékkareikninga samið við bankann um að hafa ákveðna lágmarksinnstæðu á reikningi sínum mánuð í senn. Af þeirri innstæðu greiðir bankinn síðan almenna sparisjóðsvexti auk uppbótar. Aðrar staðreyndir um tékkareikninginn. 1. Þú getur breytt lágmarksupphæðinni til hækkunar eða lækkunar fyrir 21. dag hvers mánaðar. 2. Af innstæðu umfram umsamið lágmark reiknast vextir eins og af almennum tékkareikningi. 3. Ef innstæða fer niður fyrir lágmarkið reiknast almennir tékkareikningsvextir af allri innstæðunni þann mánuð. 4. Vextir bætast við vaxtastöðu í lok hvers mánaðar og við höfuðstól reikningsins í árslok. 5. Mánaðarlega færðu yfirlit frá Verzlunar- bankanum sem sýnir uppsafnaða vexti þína. Nú þarftu ekki lengur að standa í millifærslum. Þessi reikningur er einnig tilvalin leið til þess að prófa sig áfram í sparnaði. Komdu við í næstu afgreiðslu Verzlunarbankans og náðu þér í upplýsingabækling eða hringdu og fáðu hann sendan heim. V/€RZUJNRRBRNKINN -vÍMtcvi rtteð pé% ( AUK hf. 43.105/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.