Morgunblaðið - 04.03.1986, Side 25

Morgunblaðið - 04.03.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 ■ 25 27. þing sovéska kommúnistaflokksins: Skýrt frá njósnum í ráðuneytum Moskvu, 3. mars. AP. NIKOLAI I. Ryzhkov, forsætís- ráðherra Sovétríkjanna frá því fyrir fimm mánuðum hélt áfram uppteknum hætti annarra leið- toga ríkisins á 27. flokksþingi Kommúnistaflokksins og kenndi fyrri leiðtogum landsins um það sem aflaga hefur farið á undan- förnum árum. Skoraði hann á landsmenn að taka sig saman í andlitinu og nefndi að brjóta ætti niður núverandi múra, sem kæmu í veg fyrir að tækninýj- ungar væru almennt teknar í notkun. Ryzhkov flutti ræðu sína í dag í upphafí annarrar viku þingsins og ræddi um efnahagsáætlun ríkisins fyrir næstu 15 ár, sem á að gera það að verkum að Sovétríkin verði fremst ríkja í veröldinni hvað varðar framleiðslu og framleiðni. Sam- kvæmt áætluninni á iðnaðarfram- leiðsla og framleiðni vinnunnar að tvöfaldast fram til aldamóta, eink- um fyrir tilverknað aukinnar sjálf- virkni og tækninýjunga. Þannig á tala vélmenna að þrefaldast á næstu fímm árum og aukinni hráefnis- og orkuþörf á að mæta að þremur fjórðu með bættri nýtingu. Viktor M. Chebrikov, yfírmaður KGB, sovésku leyniþjónustunnar, flutti ræðu á föstudag, þar sem hann réðist að leyniþjónustum Atl- antshafsbandalagsríkjanna fyrir „stöðugar tilraunir“ til að grafa undan stefnu Sovétstjórnarinnar í innanríkis- og utanríkismálum. Nefndi hann sem dæmi, að nýlega hefði komist upp um viðamiklar njósnir í sovéskum ráðuneytum og stjómarstofnunum. Chebrikov sagði Sóvétmenn stað- ráðna í að veijast ásælni vestrænna leyniþjónustna í sovésk ríkisleynd- armál. Sagði hann frá því, að nýlega hefði verið flett ofan af mörgum njósnurum í ráðuneytum og öðram stjómarstofnunum, mönnum, sem gengið hefðu „erinda heimsvalda- sinna og selt erlendum leyniþjón- ustum mikilvægar upplýsingar". Chebrikov ræddi ekki nánar um þessar njósnir, sem engar fregnir hafa farið af, en sagði, að hinir seku hefðu fengið makleg mála- gjöld. Filippseyjar: Hvað verður um auðæfi Marcosar MARCOS, fyrrum forseti Filippseyja, er nú staddur á Hawaii og öldungis óvíst hvar hann verður settur niður ásamt 89 manna fylgdarliði sínu. Ýmis atvik áttu sér stað við brottför hans frá Filippseyjum og búast má við þrætum og lagadeilum um auð þann, sem Marcos á valdaferli sínum kom fyrir erlendis og hafði AP/Símamvnd Bandarískur hermaður heldur regnhlíf yfir höfði Marcosar við komu hans til baiídarisku herstöðvarinnar á Guam. Þegar Marcos flaug frá Guam til Hawaii var hann borinn um borð í vélina í börum, en eitthvað virðist heilsa hans hafa batnað síðan. með ser á brott. Marcos tók með sér eignir, sem fylltu heila flugvél, þegar hann flúði land. Bandaríkjamenn segja að farið verði að bandarískum og alþjóðalögum þegar ákveðið verð- ur hver hlýtur góssið. Starfsmenn Bandaríkjastjómar hafa staðfest að önnur þotanna, sem Bandaríkjaher notaði til að flytja Marcos og 89 manna fylgd- arlið hans frá eyjunum, hefði verið hlaðin kössum fylltum skjölum. Hermt hefur verið að skjölin veiti upplýsingar um viðskipti Marcosar og staðfest hefur verið að í farangrinum hafí verið 1,1 milljón dollara í fílippískum pesó- um og skartgripaskrínum. Filippseyingar hafa ekki gert tilka.ll til farmsins og er talið að beðið verði þar til bandarísk toll- yfirvöld hafa birt lista yfir hvað þar leynist. í dagblaðinu Washington Post sagði að meðal skjalanna, sem Marcos hefði skilið eftir í forseta- höllinni, væri kaupsamningur á 71 hæðar húsi í Wall Street í New York og hefði húsið kostað 70 milljónir dollara. Þetta rennir stoðum undir vitn- isburð á Bandaríkjaþingi um umfangsmiklar fasteignir Marc- osar í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hversu miklar eignir Marcosar era erlendis, en Aquino lýsti yfír því í kosninga- baráttu sinni að reynt yrði að tryggja Filippseyingum öll verð- mæti, sem Marcos hefði stolið af þeim, við fyrsta tækifæri. Talið er að hér gæti verið um marga milljarða dollara að ræða. Talan þrír milljarðar hefur verið nefnd. í yfírheyrslu fyrir bandarískri þingnefnd, sem nýverið fór fram, sagði Stephen Solarz, fulltrúi frá New York, sem um langt skeið hefur gagnrýnt Marcos, að eignir Marcosar í New York næmu 3,5 milljörðum dollara. Marcos hafði aðeins 5.700 doll- ara árslaun fyrir forsetastörf og það er erfitt að gera sér í hugar- lund hvemig hann hefur getað lagt fyrir jafn háar upphæðir og hér um ræðir. Forsetaembættið á silfurfati Juan Ponce Enrile, vamarmála- ráðherra, heldur því fram að Mareos hafí beðið sig um að taka völdin og mynda einHvers konar herstjóm þegar andóf Filipps- eyinga gegn stjóm hans stóð sem hæst og láta Corazon Aquino lönd og leið. „Ef ég hefði sóst eftir slíkum völdum eða forsetaembættinu þá vora þau rétt mér á silfurfati," sagði Enrile í viðtali, sem birtist á sunnudag. Enrile sagði að hann hefði hafnað hvatningum ýmissa starfs- manna sinna um að hrifsa völdin. Þessir menn hefðu viljað að hann réðist á forsetahöllina. Enrile vildi frekar að byltingin færi fram án blóðsúthellinga og sagði að herinn ætti í einu og öllu að lúta borgara- legum stjómvöldum landsins. Enrile kvaðst hafa ákveðið að snúast gegn Marcosi þegar vegna bama sinna. Sonur sinn hefði skrifað sér og sagt að komandi kynslóðir myndu ekki hika við að grípa til ofbeldis aðeins vegna þess að við töiuðum ekki máli réttlætisins þegar tækifærið gafst. „Og þegar dóttir mín kom grátandi heim úr skólanum vegna þess að skólasystkini hennar gerðu grín að henni fyrir að faðir hennar skyldi vera hliðhollur Marcosi gat ég ekki annað," sagði Enrile. Marcos leitar ráða í Washington Þegar Marcosi barst tilkynning frá Washington á þriðjudegi fyrir viku þar sem þess var krafíst að nýrri stjóm yrði komið á með friðsamlegum hætti fór hann í símann til að komast að því hvort átt væri við að hann ætti að draga sig tilbaka. Þetta var um miðja nótt og Paul Laxalt, öldungadeild- arþingmaður, sat fyrir svöram við hinn enda línunnar. Laxalt sagði síðar að Marcos hefði verið ör- væntingarfullur og hann hefði haldið dauðataki í síðasta hálm- stráið. Þingmaður Repúblikana frá Nevada, sem Marcos telur auð- sýnilega að sé í innsta hring hjá Reagan, forseta, fékk að heyra að Marcos langaði ekki til að fara frá og hann vildi ekki fara til Bandaríkjanna. Marcos óttaðist um líf sitt og gat ekki sofið, segir Laxalt. Hann bjóst við því að uppreisnarmenn myndu þá og þegar gera árás á Malacanang-höll. Hann spurði Laxalt hvort skeytið frá Banda- ríkjamönnum væri ekta. Laxalt játti því. Þá vildi hann fá að vita hvort hann gæti ekki komist að samkomulagi við Aquino um að sitja út forsetatímabil sitt til næsta árs. Eða hvort hann gæti ekki verið eins konar ráðgjafi Aquino? Hún væri þegar allt kæmi til alls órejmd, bæði við að beijast gegn uppreisnaröflum kommún- ista og í að afla fjár hjá alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum. Laxalt varð fátt um svör, en hann lofaði að tala við Reagan og hringja aftur í Marcos. Laxalt hitti að máli Reagan, John Poindexter, öryggismálaráð- gjafa forsetans, og Donald Regan, starfsmannastjóra í Hvíta húsinu, til þess að komast að niðurstöðu um hvetju Marcosi skyldi svarað. Það var ljóst að Marcos vildi fá stuðning Bandaríkjamanna, stuðning til þess að sitja áfram. Eftir fundinn pantaði Laxalt símtal við Marcos. Klukkan var fímm um morgun á Flippseyjum, en Marcos var vakandi: „Þegar Marcos spurði mig hvað hann ætti til bragðs að taka fannst mér ég ekki lengur bundinn af dipló- matískum hefðum og venjum. Þannig að ég sagði við hann: „Gefðu þig, og gerðu það núna. Þinn tími er kominn," sagði Lax- alt, „og þögnin, sem fylgdi virtist óendanleg." Að lokum sagði Marcos: „Já, ég er svo svekktur, svo hræðilega svekktur," og lagði símtólið á án þess að segja einu orði hvað hann ætlaðist fyrir. Aftenposten, IntemationaJ Herald Tri- bune og AP-fréttastofan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.