Morgunblaðið - 04.03.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986
31
Leikendur í Saumastofunni í Hveragerði
á saumastofu
Kátína
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Leikfélag Hveragerðis sýnir í
Hótel Ljósbrá:
Saumastofuna, söngleik eftir
Kjartan Ragnarsson
Ljós: Gunnar H. Jónsson
Tónlistarflytjendur: Kristján
Theodórsson, Sölvi Ragnarsson,
Hörður Friðþjófsson og Kristján
Ólafsson.
Búningar: Sigrún Bjarnadóttir
Leikmynd og leikstjóm: Ragn-
hildur Steingrímsdóttir.
Saumastofa Kjartans Ragnars-
sonar hefur víða verið sýnd og
undirtektir hvarvetna verið góðar.
Engin undantekning varð á því í
Hveragerði á sunnudag, þegar leik-
félagið þar á bæ hafði frumsýning-
una. Á saumastofunni vinna sex
konur. Það vill svo til að ein þeirra
hefur átt sjötugsafmæli og það
gleymdu allir vinir hennar að koma,
svo það er ákveðið að slá upp gleð-
skap á saumastofunni í staðinn
enda hefur afmælisbamið dregið
veizluföng til gleðinnar sem aldrei
varð. Síðan fara konumar að segja
sögu sína hver og ein. Þótt þær
hafi unnið saman um ótiltekinn tíma
er vitneskja þeirra um hag og líðan
hver annarrar ósköp lítil. Þetta er
efnisþráður í stuttu máli og óþarft
kannski að vera að rekja hann en
höfundur kemur inn á ótal mörg
atriði, sem eru fysileg og forvitni-
leg. Leikurinn er á sinn hátt og
athyglisvert innlegg í kvennabar-
áttu, á afar skemmtilegan hátt og
sviðrænan og predikun vakir ekki
fyrir höfundi. Leikritið er sem sagt
í sjálfu sér ljómandi, lögin og textar
hafa náð fótfestu og þá er bara að
velta fyrir sér hvemig sýningin hjá
þeim Hvergerðingum hefur tekizt.
Ragnhildur Steingrímsdóttir hef-
ur unnið ágætis verk með sviðsetn-
ingu og leikmyndinni. Ragnhildur
hefur margsinnis sett upp hjá LH
áður og sjálfsagt farin að þekkja
ýmsa leikara. Hún nær að fá fram
óþvingað fas og prýðilegar hreyf-
ingar hjá liði sínu og sýnir útsjónar-
semi í nýtingu sviðsins.
Stjama kvöldsins var áreiðanlega
aldursforseti sýningarinnar, Aðal-
björg M. Jóhannsdóttir, sem var
eins og fiskur í vatni á sviðinu.
Prýðileg framsögn og ágætar
hreyfingar og söngur til sóma.
Verulega góð frammistaða. Mar-
grét Ásgeirsdóttir var ágæt mann-
gerð í Gunnu og sömu sögu má
segja um hina óléttu Lilly sem
Aðalheiður Ásgeirsdóttir lék. Afar
snaggaralegur og þó hófsamur leik-
ur. Dorothy Senior fór með hlutverk
Ásu, sem gasprar og geysar og
skilur lítið annað en það sem við
yfirborðið er. Kristín Jóhannesdóttir
var röggsamur verkstjóri og sýndi
manneskjulega hlýju persónunnar,
Inga Wium var beizk og töff ein-
stæð móðir — kannski um of. En
það hlýtur að vera leikstjórans að
ákveða slíkt. Steindór Gestsson
vakti mikla kátínu sem homminn
Kalli. Magnús Stefánsson var for-
stjórinn, stæðilegur ásýndum en
framsögnin vafðist fyrir honum og
Valur Hilmarsson var í hálfgerðum
vandræðum með Himma töffara en
sýndi þó spretti.
Á frumsýningu var textameðferð
oft og einatt stórlega ábótavant,
annaðhvort vegna frumsýningar-
skrekks eða ónógrar æfingar. En
fullmikið var af svo góðu. Hljóm-
sveitin sem lék undir var til fyrir-
myndar. Mikil kátína ríkti á sýning-
unni og trúlegt að hún fái góða
aðsókn, enda kostir sýningarinnar
margir og leikritið skemmtilegt.
Pólskir
listamenn
í heimsókn
DR. Krzystoff Sperski, sellóleik-
ari og Anna Prabucka-Firlej,
píanóleikari, halda þrenna hljóm-
leika á íslandi í byijun marsmán-
aðar.
Miðvikudaginn 5. mars leika þau
í Norræna húsinu í Reykjavík og
hefjast tónleikamir kl. 20.30.
Sunnudaginn 9. mars koma þau
fram í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn
í sambandi við guðsþjónustu sókn-
arprestsins, séra Tómasar Guð-
mundssonar, og hefst athöfnin kl.
14.00. Loks leika þau í Gerðubergi,
Félagsmiðstöð Reykjavíkur í Breið-
holti, mánudagskvöldið 10. mars
kl. 20.30. Hjónin Ágústa Ágústs-
dóttir, sópransöngkona og Gunnar
Björnsson, sellóleikari, koma fram
með pólsku listamönnunum í Gerðu-
bergi.
Á efnisskrá þeirra Krzystoffs og
Onnu er pólsk músík mestmegnis,
bæði gömul og ný. Má nefna píanó-
músík eftir Chopin, auk Inngangs
og Pólónesu op. 3 fyrir selló og
píanó eftir Chopin. Þá leika þau
eftir pólsku nútímahöfundana
Glowski og Jablonski. Auk þess eru
á efnisskránni verk eftir Schumann,
DeFalla og Scarlatti.
Þessi heimsókn pólsku lista-
mannanna, sem búa í Gdansk, þar
sem þau stunda kennslu- og tónlist-
arstörf, er í framhaldi af boði pólsku
tónlistar-umboðsskrifstofunnar
PAGART til Ágústu Ágústsdóttur
og Gunnars Bjömssonar í fyrra-
sumar.
Sveitadrengsins draumur
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
FJÖR í ÞRUMUSTRÆTI -
THUNDER ALLEY - NÝJA
BÍÓ
Framleiðendur Golan-Globus.
Leikstjóri J.S. Cardone. Tónlist
Robert Folk, útsetningar Ken
Topolsky. Aðalhlutverk Roger
Wilson, Jill Schoelen, Leif
Garrett. Cannon films 1984. Ca.
105 mín.
Hér kemur ein frá vinum allra
kvikmyndaunnenda, þeim Golan
og Globus. Að þessu sinni eru
þeir undir sterkum áhrifum af
Purple Rain. Og sem kunnugt
er þá telja þeir félagamir að þeir
komist af prinslausir og hafa gert
sig ánægða með að krækja í einn
gemlinginn úr Porky’s myndun-
um, (Wilson), í aðalhlutverkið. Sá
leikur sveitapilt sem langar skelf-
ingar ósköp mikið að hætta að
smyija dráttarvélarnar og verða
rokkstjarna. Og söguþráðurinn er
slappur. Með Cannon pestina.
Fylgst er með uppgangi bandsins
sem peyinn kemst í, ámátlegum
ástamálum hans og góðmennsku,
sem lítur út í myndinni eins og
rolugangur.
Einn hljómsveitarmeðlimanna
sprautar sig í hel. Sveitadrengur-
inn missir þarna góðan vin sinn
og umhverfist. Flýr útá preríuna
og tekur að grýta þar steinvölum
út í allar áttir. Kemur þá grannt
í ljós að Porky’s myndimar em
ekki ábyggilegur leiklistarskóli.
Nú, og við skiljum náttúrlega við
piltinn þar sem hann er að slá
hressilega í gegn með þeim sem
eftir lifa af bandinu.
Það skal þessi þreytandi smá-
myndarstælingu sagt til hróss að
það bregður fyfir hráu og líflegu
rokki og sum sviðsatriðin standa
fyrir sínu. Þar fyrir utan. Um
aðra þætti er best að hafa sem
fæst orð. Samtölin em bull og
leikurinn hinn álappalegasti.
Cannon metnaðarleysið í algleym-
ing, ef undan er skilin ágæt hljóð-
upptaka.
Við hjá Veisluréttum tökum að okkur að sjá
um veislur, bæði stórar og smáar, svo sem
fermingarveislur, afmælisveislur og fl. og fl.
F A G M E N N
Nánari uppl. í símum 19969 — 10340
VEISLUR ETTIR
Gcymið auglýsinguna
Artemis
FERMINGAR-
NÁTTKJÓLAR
léttir og nýtískulegir náttkjólar.
Margir litir — mikið úrval.
Náttfatnaður fyrir allan aldur.
'lcesimevjcm
Glæsibæ Q/
Álfheimum 74 s: 33355
(Fréttatilkynning)