Morgunblaðið - 04.03.1986, Side 33

Morgunblaðið - 04.03.1986, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 33 Athugasemd: Innlend hús- gögn ekki dýrari MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd til birtingar: í Morgunblaðinu sl. laugardag birtist frétt um útboð á húsgögnum fyrir Hótel Loftleiðir. I niðurlagi fréttarinnar er m.a. haft eftir Val- gerði Bjamadóttur hjá Flugleiðum, að sænsk húsgögn hafí reynst 15% ódýrari en innlend og þvi hafí þau verið keypt. Undirritaðir leyfa sér hér með að koma á framfæri eftir- farandi athugasemd við þetta: Eftir opnun tilboða staðfestu hönnuðir, sem sáu um framkvæmd útboðsins, að innlend tilboð hefðu verið lægri en fyrmefnt tilboð frá umboðsaðila sænsks framieiðanda. Hönnuðir mæltu því með, að lægsta innlenda tilboðinu, sem var frá undirrituðum, yrði tekið. Ennfrem- ur lýsti Valgerður Bjamadóttir ánægju sinni með innlendu tilboðin fyrst eftir að þau vom opnuð. Undirritaðir lýsa furðu sinni á því, að jafn virt og stórt fyrirtæki og Flugleiðir hf. hafi að engu þær viðteknu reglur, sem gilda um fram- kvæmd útboða og fari beinlínis með ósannindi í slíku máli. Sérstök áhersla er lögð á, að það er sem betur fer fáheyrt, að slík stórfyrir- tæki hafi að engu umsögn hönnuða um tilboð í útboðum, sem þau gangast fyrir. Ingvar og Gylf i sf. Grein hf. Markús Á. Einarsson veðurfræðingur flytur erindi á ráðstefnu um fjarkönnun. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg Ráðstefna um fjarkönnun: Þessi tækni er enn ■*- Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Dr. Sigmundur Guðbjaraarson háskólarektor kveður einn af kandid- ötunum. 86 kandidatar braut- skráðir frá Háskólanum lítið notuð hérlendis — en stendur þó til bóta segir Markús Á. Einarsson veðurfræðingur „ÍSLENDINGAR eru aftarlega á merinni hvað varðar notkun fjar- könnunargagna, en þó tel ég að sé að rofa til í þeim efnum,“ sagði Markús Á. Einarsson veðurfræðingur á ráðstefnu um fjarkönnun í Borgartúni 6 í gær. Markús er formaður starfshóps, sem Rannsókna- ráð ríkisins hefur falið að gera tillögur imi skipulag fjarkönnunar á íslandi. Ráðstefnuna sóttu ýmsir innlendir vísindamenn í mörgum greinum raunvísinda auk tveggja erlendra gesta, dr. J. Bodechtel formanns samtaka evrópskra fjarkönnunarstofa og Prebens Gud- 86 KANDIDATAR frá Háskóla íslands voru brautskráðir við athöfn í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. Brautskráðir voru 2 stúdentar úr guðfræðideild, 3 úr hjúkrunarfræði, 1 í lögfræði, 21 úr heimspekideild, 1 > byggingarverkfræði, 27 með BS gráðu í hinum ýmsu raungrein- um, 17 með kandidatspróf í við- skiptafræðum, og 14 með BA próf úr félagsvísindadeild. Athöfnin hófst með því að Há- skólakórinn söng. Rektor flutti ávarp og kvaddi stúdentana og deildarforsetar afhentu síðan próf- skírteini. Að lokum söng Háskóla- kórinn. Meðfylgjandi myndir voru teknar við athöfnina í Háskólabíói á laugardaginn. mandsen prófessors frá Danmörku. „Árið 1976 birti Rannsóknaráð álitsgerð starfshóps um þessi mál,“ sagði Vilhjálmur Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs. „Þar var fjallað um möguleika á því að safna upplýsingum um fyrirbæri á jörðu niðri úr flugvélum og gervi- hnöttum með nýrri tækni. Af ýms- um ástæðum hefur lítið gerst hér- lendis í þessum málum síðan, en með hliðsjón af stórstígum fram- förum í tölvutækni þótti rétt að endurskoða tillögumar frá 1976 og framkvæmdanefnd Rannsóknaráðs fékk til þess nokkra menn, sem eru vel heinm í þessu efni, þ. á m. Markús Á. Einarsson, sem einnig var formaður fyrri hópsins," sagði Vilhjálmur. „Fjarkönnunartæknin hefur lítið verið notuð hérlendis," sagði Mark- ús Á. Einarsson. „Það er helst, að Veðurstofan hafí notað hana, þar eru gervitunglamyndir notaðar daglega. Þó tel ég fulla ástæðu til bjart- sýni og að nú komist sknður á notkun fjarkönnunargagna. í fyrsta lagi skutu Frakkar á loft nýjum gervihnetti til þessara nota í síðustu viku — SPOT heitir hann — og við ættum að geta fengið afnot af gögnum frá honum fyrir tilstilli Evrópsku _ geimferðastofnunarinn- ar, ESA. í öðru lagi er að verða til aðstaða hérlendis, hjá Merkjafræði- stofu Háskóla íslands, til stafrænn- ar greiningar á fjarkönnunargögn- um og í þriðja lagi eru í Evrópu nokkrar móttökumiðstöðvar gervi- hnatta þar sem til eru mælingar á Islandi frá gervihnöttum og við ættum að geta fengið aðgang að. Fjarkönnun getur komið að gagni á fjölmörgum sviðam, svo sem í jarðfræði, jöklafræði, við umhverf- isrannsóknir, kortagerð, í veður- fræði, fískifræði og víðar. Til dæmis - um það hvemig hagnýta má fjar- könnun, get ég nefnt, að með inn- rauðum myndum teknum úr flug- vélum er hægt að leita að mann- virkjum í þéttbýli með óhóflegu orkuútstreymi sem bendir til lélegr- ar einangrunar og orkusóunar," sagði Markús. Hann sagði, að nú væri brýnasta verkefnið á sviði fjarkönnunar hér- lendis að koma á fót fjarkönnunar- stofu — kaupa tæki til myndatöku — úr flugvélum og koma upp aðstöðu og tækjum til greiningar fjarkönn- unargagna. „Það er verkefhi Rann- sóknaráðs að styðja háskólann og Landmælingar Islands til þess að útvega fé til tækjakaupa," sagði Markús. „Þetta er dýrt þegar á heildina er litið en getur gerst í þrepum og kostnaðurinn dreifst á lengri tíma. Markmiðið með ráðstefnunni er, að íslenskir vísindamenn komi saman og reyni að gera sér grein fyrir stöðu fjarkönnunar hérlendis og þeim möguleikum sem þessi tækni býður upp á,“ sagði Markús Á. Einarsson. Reykjaneskj ördæmi: „Þingmenn vilja alla í vinnu hjá hemum“ — segir Sigurður T. Garðarsson framkvæmdastjóri í Vogum — Omerkilegt rugl segir Karl Steinar Guðnason „ENDA VINNUR Karl Steinar Guðnason og aðrir þingmenn Reykjaneskjördæmis leynt og ljóst að því að koma öllu vinnandi fólki til starfa á Jótlandsheiðum Bandaríkjahers og fyrirtækjum við sjávarsíðuna á hausinn," segir Sigurður Tómas Garðarsson í grein um atvinnumál á Suðurnesjum í Morgunblaðinu laugardag- inn 22. febrúar sl. Morgunblaðið hafði samband við fjóra þing- menn Reykjaneskjördæmis og bað þá segja álit sitt á tilvitnuðum ummælum. Ekki hægt að setja samasemmerki milli stjórnmálaflokka „Þetta ér ómerkilegt rugl,“ sagði Karl Steinar Guðnason, þingmaður Alþýðuflokksins. „Að vísu er hvert fyrirtækið af öðru í sjávarútvegi að fara á hausinn hér í kjördæminu eða þá í gjör- gæslu bankanna. Suðurnes hafa verið svelt. En þeir, sem setja samasemmerki milli allra stjóm- málaflokkanna, botna ekkert í stjómmálum. Það er í gangi stjómarandstaða sem berst gegn stjómarstefnunni. Ég álít Sigurð T. Garðarsson blindan, heyrnar- lausan og ólæsan, ef hann lítur þannig á málflutning okkar al- þýðuflokksmanna, að við viljum koma öllum til starfa hjá hem- um,“ sagði Karl Steinar Guðna- son. Aldrei eðlilegt atvinnulíf í nánd við herstöð „Þetta getur ekki átt við mig. Ég hef verið sakaður um ýmislegt en aldrei áður það, að reyna að koma mönnum í vinnu hjá hem- um,“ sagði Geir Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalagsins. „Það er stjórnarstefnan sem stuðl- ar að þessu ástandi. Hér áður fyrr meðan sjávarútvegurinn blómstraði á Suðumesjum var forystumaður Sjálfstæðisflokks- ins í kjördæminu, Ólafur Thors, sjávarútvegsráðherra. Það er kannski tímanna tákn, að nú heyrir Keflavíkurvöllúr undir fyrsta þingmann kjördæmisins. Hitt er svo annað, allir þing- menn kjördæmisins, bæði í stjóm og stjómarandstöðu, hafa reynt að vinna fyrirtækjum í sjávarút- vegi eitthvert gagn, en stjómar- stefnan í heild á sinn þátt í því hvernig komið er fyrir þeim. Því má svo bæta við, að þar sem er herstöð þrífst aldrei eðli- legt atvinnulíf,“ sagði Geir Gunn- arsson. Vonandi bæta samning- arnir hag sjávarútvegs „Þetta er mikill misskilningur hjá Sigurði. Þetta er sjálfsagt sagt í hita leiksins vegna þeirra blaðaskrifa sem hann hefur staðið í að undanfömu. Sigurður veit miklu betur,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður Reykjaneskjördæmis. „Við vildum að sjávarútvegurinn stæði miklu betur. Vonandi leiða þeir samningar, sem nú er verið að gera án átaka á vinnumarkaðn- um, til þess, að hagur sjávarút- vegsins batni. Ég kannast ekki við, að ég hafi staðið í því að koma mönnum í vinnu hjá hemum. Það er hins vegar mitt hlutskipti að sjá um þessi mál og ég fæ ekki betur séð á einu dagblaðanna í dag en þeir þarna suðurfrá hafí áhyggjur af því að þeir fái ekki vinnu á vellin- um,“ sagði Matthías Á. Mathie- sen. Er að skamma sjálfstæðismenn „Hér er greinilega á ferð eðlileg reiði Sigurðar T. Garðarssonar í garð flokksbræðra sinna í Sjálf- stæðisflokknum,“ sagði Kjartan Jóhannsson, þingmaður Alþýðu- flokksins. „Hann er ekki einn um það; margir sjálfstæðismenn eins og hann hneykslast á því hvemig þingmenn flokksins og Sjálfstæð- isflokkurinn í heild standa að því að koma sjávarútvegi á Suður- nesjum á kné. Það er gömul brella, þótt hvimleið sé, að kenna fleirum um eins og Sigurður gerir með því að leggja alla þingmenn að jöfnu. Það felur ekki þá staðreynd, að hann er að skamma þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Ég tek þetta ekki til mín og Karl Steinar þarf ekki að gera það heldur, svo oft sem við höfum gert ástand og erfiðleika sjávarútvegs á Suður- nesjum að umtalsefni, til dæmis á fundum þingraanna kjördæmis- ins með sveitarstjómarmönnum á síðastliðnu hausti og svo á Al- þingi. Þetta skeyti snertir þess vegna ekki mig, en mér fínnst, að Sigurður Tómas ætti að ganga hreinna til verks og leggja okkur Karli Steinari frekar lið í starfí okkar fyrir bættri stöðu sjávarút- vegs í kjördæminu og traustara atvinnuástandi," sagði Kjartan Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.