Morgunblaðið - 04.03.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986
39
St|örnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Ágæti stjörnuspekingur! Er
lýsing Meyjunnar í stjömu-
spekibókum sanngjöm? Er ekki
rétt að draga lærdóm af sönnum
Meyjum: Lúðvík 14, Júlíus
Sesar, Elísabet 1. Englands-
drottning, Konfúsíus, Tolstoj,
Goethe, Richelieu kardínáli,
Ríkarður ljónshjarta o.s.frv.
Áhugamaður."
Svar:
Hvort lýsing á Meyjunni er
sanngjöm eða ekki fer að sjálf-
sögðu eftir því um hvaða bækur
ræðir. Þú átt kannski við að
Meyjum er yfírleitt lýst sem
jarðbundnum og óspennandi
persónuleikum. Meðal dyggða
þeirra á að vera vinnusemi,
hreinlætisbrjálæði, hógværð,
samviskusemi og þjónslund/
hjálpsemi. Þær eiga einnig m.a.
að vera gagniýnar, nákvæmar,
smámunasamar og nöldur-
gjamar.
Sönn Meyja
Þú spýrð hvort við eigum ekki
að draga lærdóm af sönnum
Meyjum. Að sjálfsögðu eigum
við að gera það. Ég held hins
vegar að ekkert af því fólki sem
þú nefnir breyti í raun þeirri
lýsingu sem yfírleitt tíðkast á
Meyjunni. Ef við skoðum Lúð-
vík 14. þá var hann dæmigerð
Meyja. Hann var mikill vinnu-
þjarkur og duglegur stjómandi
og hefur sjálfsagt verið ná-
kvæmur, jarðbundinn og sam-
viskusamur. Sú frægð sem hann
aflaði sér fyrir glæsilegar hall-
arbyggingar, hirðlíf o.þ.h. held
ég að megi vel skrifa á aðra
þætti í stjömukorti hans, eins
og t.d. Tungl og Venus í Ljóns-
merkinu.
Allir duglegir
Ég býst við að allt það fólk sem
þú nefnir hafí verið harðduglegt
og jarðbundið hvert á sinn hátt.
Fimm af átta eru stjómmála-
menn, Lúðvík, Sesar, Elísabet,
Richelieu og Ríkarður, þó sá
síðast taldi hafí fyrst og fremst
verið hermaður. Tolstoj og
Goethe voru rithöfundar, Kon-
fúsíus var siðfræðingur og rit-
höfúndur og Sesar fékkst einnig
við skriftir.
SkrijborÖsmenn
Ef ég skoða þetta fólk sem hóp
sé ég fyrir mér vinnuglaða
skrifborðsmenn, það brakar í
pappírsflóðinu, skýrslur, reglu-
gerðir og önnur ritverk streyma
frá þeim, oftar en ekki er við-
fangsefnið jarðbundið stjóm-
málastúss eða skörp greining á
þjóðfélagsgerð viðkomandi
tíma. Ríkarður ljónshjarta
stendur fyrir utan þá mynd, þó
hann hafí sjálfsagj. haft sitt
Meyjareðli. Við skulum hafa
það í huga að líf konunga og
frægra manna er ekki eintómur
glæsileiki og veisluhöld og að
herkonungar eru ekki alltaf (
stríði. Ég býst við að við nánari
viðkynni hafi viðkomandi aðilar
verið ósköp venjulegir menn.
Kraftmikiö merki
Ef þú átt við að Meyjum sé
almennt lýst sem kraftlitlum og
óafgerandi persónuleikum get
ég vel fallist á að við þurfum
að draga lærdóm af áðumefnd-
um aðilum. Meyjarmerkið er
ekki síður kraftmikið en önnur
merki og það getur vel verið til
forystu fallið á stjómmálaleg-
um, listrænum og andlegum
sviðum. Hins vegar er og verður
grunneðli þeirra jarðbundið. Oft
ná Meyjur langt vegna dugnað-
ar slns, samviskusemi, ná-
kvæmi og sjálfsgagmýni. Við
megum aldrei gleyma því að
hver maður er samsettur úr
nokkrum stjömumerkjum.
Goethe hneigðist að dulspeki,
ekki vegna Meyjareðlis, heldur
Tungls í Piskamerkinu og
Sporðdreka rísandi.
X-9
- FRÆHDI
Þl6 AP
-r/u/ Fy'/rsr
DÝRAGLENS
9-20
LJÓSKA
TOMMI OG JENNI
Sparkaðu boltanum, Hann hatar mig fyrir það, Fótboltar hata ekki, En sætt af þér ...
Magga! herra — Magga!
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
4
Það er til skemmtileg leið til
að gulltryggja vinning í tíglun-
um fímm hér að neðan.
Suðurgefur; N/S á hættu.
Norður
♦ G632
V94
♦ K1082
*D86
Vestur
¥KD10876||||||
♦ 7
♦ G954
Suður
♦ ÁK4
V-
♦ ÁDG6543
♦ Á107
Vestur Norður Austur Suður
1 tígull
2 hjörtu 3 tíglar 4 hjörtu 5 tígiar
Pass Pass Pass
Vestur spilar út hjartakóng.
Hvemig er best að spila? Það
eru tíu slagir tilbúnir til töku
og margir möguleikar á þeim
ellefta. En eins og við sjáum er
legan í svörtu litunum óhagstæð.
Spaðinn gefur ekki slag og það
þarf að svína fyrir laufníu vest- ^
urs til að fría slag á lauf. Sem
er óeðlilegt. Margir myndu þvf
tapa spilinu eins og það liggur.
Þeir myndu byija á því að
trompa út hjartað og spila svo
ÁK og þriðja spaðanum. Austur
kæmist skaðlaust út á spaða,
og eftir það er eðlilegt að spila
laufi á drottningu. Og þá er
spilið tapað.
Það er svolítið erfitt að koma
auga á bestu leiðina, því hún
stríðir gegn venjubundinni hugs-
un í stöðum eins og þessum.
Þegar búið er að taka einu sinni
tromp er vinningsleiðin að taka
ÁK í spaða, fara inn á blindan
á tromp og spila hjarta og henda
spaðahundinum heima. Það er
sama hver andstæðinganna á
slaginn, þeir verða alltaf að
hreyfa annan svarta litinn og
gefa með því slag.
Austur
♦ D1087
VÁG532
♦ 9
♦ K32
Umsjón Margeir
Pétursson
Það er fleira gert í Cannes á
frönsku Rivíerunni en horft á bíó-
myndir. I febrúar fór þar fram
öfíugt alþjóðlegt skákmót. Þessi
staða kom upp í skák Frakkans
Santo-Roman og sjálfs Viktors
Korchnoi, sem hafði svart og átti
ieik.
24. — Rxa2!! (24. - Da4? var
hins vegar mjög slæmt vegna 25.
a3! - Dxb3, 26. Hxb4 og hvitur
vinnur) 25. Kxa2 — Hc6, 26. d4
(eða 26. Rd4 - Da5+) Da6+! 27.
Kbl — Dfl+ og hvltur gafst upp,
því næst skákar svartur með hrók
á a6, Úrslitin á mótinu komu mjög
á óvart. Tvítugur franskur al-
þjóðameistari, Gilles Miralles,
sigraði óvænt, hlaut 6 v af 9
mögulegum, en næstir komu fímm
þekktir stórmeistarar, þeir
Korchnoi, Adoijan, Lars Karlsson,
Popovic og Ivkov.