Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 43 síður þakklát starfsfólki Landspítal- ans fyrir mjög góða umönnun og aðstoð í hvívetna. Samband systkinanna frá Bark- arstöðum var ætíð mjög náið. Systkinaböm Þóru voru sem hennar eigin og minntist hún oft á barna- lán sitt. Ég man hún sagði við mig eitt sinn, að hún fengi alla ánægjuna af bömunum, en slyppi við ábyrgðina. Hún er órofa hluti bemskuheimilis míns. Tengsl henn- ar við Önnu, móður mína, og Mörtu, sem vom yngstar í systkinahópn- um, vom sérstök. Hún var þeim í senn móðir, systir og vinur. Þessi tengsl færðust yfir til okkar, bama þeirra, og til bama okkar. Kyn- slóðabil var ekki til. Hún var okkur félagi, amma og langamma. Mér fínnst hún hafa verið samnefndari samheldinnar ættar, sannkölluð ættmóðir. Þegar hún átti afmæli var flöl- menni mikið. Ættingjar og vinir á öllum aldri komu til hennar. Alls staðar var hún aufúsugestur og hvergi leið henni betur en í fjöl- skyldusamkvæmum. Alltaf mætti hún, oft sárþjáð á líkama, en hress og kát andlega, hrókur alls fagnað- ar, sérstaklega ef tekið var lagið og kunni hún kynstrin öll af kvæð- um og textum og leiddi því oft sönginn. Hún hélt andlegum styrk fram til síðustu daga, var hafsjór af fróðleik og fylgdist sérlega vel með, hafði stálminni. Minningamar sælq'a á mig. Þær em margar svo persónubundnar, að ekki er rétt að tíunda þær hér. Þóra er minnisstaað öllum sem henni kynntust. Hún safnaði ekki auðæv- um hér á jörð en hún miðlaði af andlegum fjársjóði sinum til okkar, eftirlifandi skyldmenna. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum, en hún skildi við þennan heim sátt og ánægð í bjargfastri trú á almætti Guðs. Blessuð sé minning hennar. Pálmar Ólason Þóra Tómasdóttir lá á sjúkrahúsi síðasta æviár sitt. Starfslið spítal- ans fylgdist með stöðugum straumi gesta til hennar. Þeir vom á ölium aldri en óvenjumargt æskufólk heimsótti þessa rúmlega níræðu konu. Hjúkmnarlið taldi að þar fæm afkomendur hennar. Einn erilsaman dag þegar gestagangur til Þóm sló einhver met var hún spurð hvað hún ætti eiginlega mörg böm. Þegar hún sagði sem rétt var að hún ætti enga afkomendur skildi fólkið að þama lá óvenjuleg kona. Og það var hún. Hún var svo trygglynd að ef einhver varð hennar vinur þá varði það ævilangt. Engu skipti ef maður missteig sig, allt virti hún vinum sínum á besta veg. Og sömu bjart- sýninni brá hún á eigin aðstæður, hún kvartaði aldrei eða nöldraði. Eftir að hún varð rúmföst, mjaðm- arbrotin og háöldmð álpaðist ein- hver til að spytja hana hvort henni þætti ekki ósköp leiðinlegt að liggja svona. „Seint reiðist latur rúmi" svaraði eljukonan Þóra sem ekki hafði fallið verk úr hendi í áttatfu ár. Hún átti engin böm en var með eindæmum bamgóð. Hún kenndi okkur að spiia á spil, hekla og pijóna, syngja gamanvísur, virða Passíusálmana og treysta guði, stundum allt á einu kvöldi. Og hún átti fullan trúnað okkar. Undirritað- ur átti til dæmis í æsku í samning- um við þröngan hóp jafnaldra um stofnun bítlahljómsveitar. Enginn nema innsti hringur þekkti áætlanir okkar um hársíkkun, trommukjuða- kaup og auglýsingaherferð. Æfíng- ar fóru fram í hálfum hljóðum fyrir luktum dymm og byrgðum glugg- um en brottrekstur og útskúfun lá við uppljóstrunum um þessi við- kvæmu leyndarmál. Aðeins einni fullorðinni manneskju var trúað fyrir öllum áætlunum. Það var Þora, þá rúmlega sjötug, vemdari sveitarinnar. Þetta er smádæmi af ótalmörgum um það traust sem ég bar alltaf til Þóm. En þijár kynslóð- ir ættingja Þóm og vina hafa svip- aðar sögur að segja. Því fór samt fjarri að Þóra jánk- aði öllu, væri skaplaus eða léti bjóða sér hvað sem var. Hún var í raun skapmikil og tók helst aldrei í sátt fólk sem ofbauð henni af einhveij- um ástæðum. Og hún gat verið mjög orðheppin. Eitthvert sinn kvartaði hún við samkvæmisglaðan nágranna um hávaða á kvöldin. Nágranninn svaraði með þjósti og af fullkominni ósvífni að henni færist, sem dröslaðist heim milli þijú og fjögur á nóttunni oftast dmkkin. Þá svaraði reglumanneskj- an Þóra næstum áttræð: „Ja þú veist nú hvemig þetta er þegar maður fer á ball, þá getur maður oft ekki stillt sig um að fara f partí á eftir." Ég kveð Þóm með söknuði og þakklæti í hug. Hún sannaði fyrir mér að það er ekki einhlítt að þeir sem guðrimir elska deyi ungir. Blessuð sé minning hennar. Sigurður J. Grétarsson * Þuríður L. Ama- dóttír Minning Kveðja elskandi móður Fædd 4. september 1931 Dáin 24. febrúar 1986 Drottinn gaf, Drottinn tók, sé nafnið Drottinn vegsamað. Þegar móðir tekur sér penna í hönd til að kveðja elskað bam sitt leitar hugurinn til fyrstu stundar frá fæðingu þess og rekur minningar til hinstu stundar. Hún Lilja var sjöunda í röðinni af tólf bömum. Hún var kraftmikil og heilsugóð, enda dugleg til allra verka og viljug. Auk þess sem hún hjálpaði til heima var hún oft lánuð til kvenna við bamsfæðingar, til að annast heimil- in á meðan þess þurfti með. Hún var fædd á Gautshamri við Stein- grímsfjörð, það var bújörð og þar vomm við til ársins 1947. Þá fer hún að heiman og sér fyrir sér sjálf. Hún var matráðskona hjá Gunnari Guðmundssyni, móðurbróður sín- um, sem gerði út sinn bát frá Grindavík. Þannig vann hún fyrir skólagjaldi er hún fór í Kvennaskól- ann á Löngumýri í Skagafirði 1949—50. Eftirlifandi eiginmanni sínum, Júlíusi Benediktssyni, giftist hún 1957. Hann er dugandi sjómað- ur. Fyrstu árin vom þau í Grinda- vík, baðan flytja þau til Reykjavík- ur, í tii'-i<>sund 71. Nú er þeirra heimili á Langholtsvegi 208. Bömin urðu fjögur, Ragnheiður, Guðrún, Þröstur og Bjarki og þijú em ömmubömin. Lilja átti vinalegt og fallegt heimili, enda komust þau vel af fjárhagslega. Það einkenndi hana Lilju hvað hún og þau vom vinamörg. Hún sóttist ekki eftir vináttu fólks, en fólk laðaðist að hennar ljúfu og hægu framkomu. Hún var söngelsk og hafði fallega söngrödd. Hún var mörg ár í kór Átthagafélags Strandamanna. Vegir Guðs em órannsakanlegir. Ástvinaskarinn saknar og lútir höfði en veit að látinn lifír. Faðir og systkini fagna komu hennar á landi hins lifandi Guðs. Friiður Guðs hana blessi, hafi hún þökk fyrir allt, já allt. Þuríður Guðmundsdóttir fráBæ. Dagur líður, fagur, fríður, flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjðrnumar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut Streymir niður náð og friður, núerbúinölldagsinsþraut (Vald.Briem.) í dag verður kvödd frá Lang- holtskirkju Þuríður Lilja Ámadóttir, sem andaðist í Landspítalaunum 24. þessa mánaðar. Með nokkmm fá- tæklegum orðum langar okkur að þakka henni alla vináttu í gegnum árin. Við lítum til baka, það er svo margs að minnast, allar þær gleði- stundir sem við áttum saman, til dæmis er við fómm út á sjó með mönnum okkar á síldarámnum. Svo höfum við verið saman í saumklúbb TT" íliilii BHUJl LS LTu DALMER vatnslásar. Vlnsaelustu vatnslásar á (slandl f dag, vegna góðra elginleika og hagstœðs verðs. „Aldrei mæst í síðsta sinn, sannir Jesús vinirfá. Hrellda sál það haf í minni, harmakveðju stundu 1“ VATNSVIRKINN/ ARMÚU 21 - PÖSTHÓLF 8620 - 128 RFYKJAVlK SlMAR VERStUN 686455. SKRHSTOFA 665966 í nokkur ár og aldrei fallið skuggi á þá vináttu. Á heimili hennar var gott að koma. Þar mætti okkur svo mikil hlýja er hún tók á móti okkur með sínu glaða brosi, sem við munum ætíð minnast. Nú kveðjum við með innilegu þakklæti fyrir svo margar liðnar samverastundir. Eiginmanni hennar og bömum, bamabömum, aldraðri móður og systkinum vottum við dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning hennar. Saumaklúbburinn Órygglslokar, viðurkenndir af Vinnueftirliti ríkisins, fyrir vatnskerfi. 6-8-1 Obar fyrirliggjandi. >Ctlar þu aö láta deigan síga? Taktu heldur O 600 oo /tiagna E Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 RtTA fttTA ■jÖFTtA Nýtt símanúmer frá 1. mars 1986 JÖHANN ÚLAFSSON & C0. HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.