Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 47
h MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 93JA ARA F astagestur í Sundhöllinni TILBOÐ Hann Jón Steinþórsson er einn af þessum vestfirsku hörku- körlum sem ekkert virðist bíta á, orðinn 93 ára og skokkar í Sund- höllina á hveijum morgni eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Við gamla fólkið mætum héma venjulega um átta-leytið og erum til klukkan að verða tíu, en þá byijar skólinn hjá krökkunum," sagði Jón. „Ég hef synt í mörg, mörg ár, alveg síðan ég hætti á sjó og fór að vinna í landi. Þetta er afskaplega frískandi og gott á allan hátt. Venjulega syndi ég svona 300 metra án þess að stoppa, en hef farið upp í þúsund þegar vel liggur á mér. Svo fer maður i heitu pott- ana, það er orðinn fastur liður, og þar á eftir út á pallana og geri lík- amsæfingar. Reyndar geri ég þær líka eldsnemma á morgnana þegar ég vakna, klæði mig ekki öðruvísi en hafa teygt dálítið út mér.“ ' — Þakkarðu sundinu hvað þú ert hress og stálsleginn orðinn 93ja ára? „Ég er ekki í nokkrum vafa um að sundið á þar stóran hlut að máli og heita vatnið, það bæði hjálpar fólki að hafa góða heilsu og halda henni við. Annars er ég ættaður úr Valþjófsdal í Önundarfirði og á margt að þakka úr uppvextinum. Við höfðum öll alltaf nóg að bíta og brenna og það hefur aldrei sá dagur liðið að ég hafi ekki sam- viskusamlega tekið inn lýsið mitt. Svo þakka ég mikilli vinnu heilsu- hreystina og hef reynt að vera reglusamur um ævina.“ Þegar Jón var spurður hvort það væri mikið um jafnaldra hans í Sundhöllinni á morgnana, sagði hann að það væri töluvert um að aldraðir væru reglulega í lauginni og það væri viss hópur sem hittist þama. „Það eru líka ungir ágætismenn inn á milli. Ég vil endilega nota tækifærið og hvetja aldraða til að koma nú og synda og ef þess þarf með þá eru alltaf í gangi námskeið í sundi fyrir gamla fólkið, þannig að það er um að gera að notfæra sér slíkt. Aðspurður í lokin hvemig hann eyddi deginum að loknu sundi kvaðst hann alltaf hafa nóg fyrir stafni. „Félagsmálastofnun Reykjavfk- urborgar og aðrir aðilar eiga hrós skilið fyrir það hve vel þeir búa að okkur aldraða fólkinu. Ég notfæri mér það sem í boði er fjóra daga í viku, til skiptis í Oddfellowhúsinu, á Norðurbrún, í Lönguhlíð eða Furugerði, spila félagsvist, bridge og svo framvegis. Og alls staðar er jafn gott að koma. Ég les einnig heilmikið, geng nokkuð og svo fylg- ist ég bara með því sem er að gerast í kringum mig.“ ALLA VIRKA DAGAI MARS íháúeginu frákl 11,30-12,30 HAMBORGARI- FRANSKAR eöa 2 KJÚKLINGABITAR &FRANSKAR Nýtt diskótek! 40ARA SIMI: 2 33 33 Opnuðum á fimmtudaginn eftir stórkostlegar breytinga(.á diskótekinu Óli sór um að halda uppi fjörinu í diskótekinu. Pálmi Gunnarsson kemur fram á miðnætursviði nk. föstudags- og laugardags- kvöld. Matseðill: Filippseyjarpönnukökur fylltar með humri, rækjum og kræklingi. Lambageiri Madeira með blómkáli, bökuðum jarðepl- um og madeira-sósu. Avextir í Grand Marnier. COSPER 10129 — Hættu að biása á eldspýturnar, ég er að verða búinn úr stokknum. Húsið opnað kl. 20.00. Pantið borð tímanlega í síma 23333 (5) égJVsprengisand jsprengisandur VEITINGAHÚS Komið-sjáið-sannfærist Verður Símonetta Dal é línunnii Hver skildi hringja í hana? Indi? Rósamunda? eða Turhilla Johannsson. Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson Pónik og Einar eldhressir að vanda og halda uppi stuðinu með gömlu og nýju dönsunum. Carl Möller spilar Ijúfa tónlist fyrir matargesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.