Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 47
h
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986
93JA ARA
F astagestur í Sundhöllinni
TILBOÐ
Hann Jón Steinþórsson er einn
af þessum vestfirsku hörku-
körlum sem ekkert virðist bíta á,
orðinn 93 ára og skokkar í Sund-
höllina á hveijum morgni eins og
ekkert sé sjálfsagðara.
„Við gamla fólkið mætum héma
venjulega um átta-leytið og erum
til klukkan að verða tíu, en þá
byijar skólinn hjá krökkunum,"
sagði Jón.
„Ég hef synt í mörg, mörg ár,
alveg síðan ég hætti á sjó og fór
að vinna í landi. Þetta er afskaplega
frískandi og gott á allan hátt.
Venjulega syndi ég svona 300
metra án þess að stoppa, en hef
farið upp í þúsund þegar vel liggur
á mér. Svo fer maður i heitu pott-
ana, það er orðinn fastur liður, og
þar á eftir út á pallana og geri lík-
amsæfingar. Reyndar geri ég þær
líka eldsnemma á morgnana þegar
ég vakna, klæði mig ekki öðruvísi
en hafa teygt dálítið út mér.“
' — Þakkarðu sundinu hvað þú ert
hress og stálsleginn orðinn 93ja
ára?
„Ég er ekki í nokkrum vafa um
að sundið á þar stóran hlut að máli
og heita vatnið, það bæði hjálpar
fólki að hafa góða heilsu og halda
henni við. Annars er ég ættaður úr
Valþjófsdal í Önundarfirði og á
margt að þakka úr uppvextinum.
Við höfðum öll alltaf nóg að bíta
og brenna og það hefur aldrei sá
dagur liðið að ég hafi ekki sam-
viskusamlega tekið inn lýsið mitt.
Svo þakka ég mikilli vinnu heilsu-
hreystina og hef reynt að vera
reglusamur um ævina.“
Þegar Jón var spurður hvort það
væri mikið um jafnaldra hans í
Sundhöllinni á morgnana, sagði
hann að það væri töluvert um að
aldraðir væru reglulega í lauginni
og það væri viss hópur sem hittist
þama.
„Það eru líka ungir ágætismenn
inn á milli. Ég vil endilega nota
tækifærið og hvetja aldraða til að
koma nú og synda og ef þess þarf
með þá eru alltaf í gangi námskeið
í sundi fyrir gamla fólkið, þannig
að það er um að gera að notfæra
sér slíkt.
Aðspurður í lokin hvemig hann
eyddi deginum að loknu sundi
kvaðst hann alltaf hafa nóg fyrir
stafni.
„Félagsmálastofnun Reykjavfk-
urborgar og aðrir aðilar eiga hrós
skilið fyrir það hve vel þeir búa að
okkur aldraða fólkinu. Ég notfæri
mér það sem í boði er fjóra daga í
viku, til skiptis í Oddfellowhúsinu,
á Norðurbrún, í Lönguhlíð eða
Furugerði, spila félagsvist, bridge
og svo framvegis. Og alls staðar
er jafn gott að koma. Ég les einnig
heilmikið, geng nokkuð og svo fylg-
ist ég bara með því sem er að
gerast í kringum mig.“
ALLA VIRKA DAGAI MARS
íháúeginu frákl 11,30-12,30
HAMBORGARI-
FRANSKAR
eöa
2 KJÚKLINGABITAR
&FRANSKAR
Nýtt
diskótek!
40ARA
SIMI: 2 33 33
Opnuðum á fimmtudaginn
eftir stórkostlegar breytinga(.á diskótekinu
Óli sór um að halda uppi
fjörinu í diskótekinu.
Pálmi Gunnarsson kemur
fram á miðnætursviði nk.
föstudags- og laugardags-
kvöld.
Matseðill:
Filippseyjarpönnukökur
fylltar með humri, rækjum og
kræklingi.
Lambageiri Madeira
með blómkáli, bökuðum jarðepl-
um og madeira-sósu.
Avextir
í Grand Marnier.
COSPER
10129
— Hættu að biása á eldspýturnar, ég er að verða búinn úr
stokknum.
Húsið opnað kl. 20.00. Pantið borð tímanlega í síma 23333 (5)
égJVsprengisand
jsprengisandur
VEITINGAHÚS
Komið-sjáið-sannfærist
Verður Símonetta Dal é línunnii
Hver skildi hringja í hana?
Indi? Rósamunda?
eða Turhilla Johannsson.
Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson
Pónik og Einar
eldhressir að vanda
og halda uppi stuðinu
með gömlu og nýju
dönsunum.
Carl Möller
spilar Ijúfa
tónlist fyrir
matargesti.