Morgunblaðið - 04.03.1986, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986
„Hefurbu séð SokJccibuiairnar rr>lnc\r
&inhvers stctSctr P"
Með
morgunkaffínu
Reyndar þykir mér hávað-
inn, sem þessu fylgir heimil-
islegur — miðað við mínar
aðstæður.
HÖGNI HREKKVlSI
„jpú KOMINN.'... HEYRIKÐU \ad langak
leiðir. ef 'alegg ez serr á bizaoðsneie?
EPA HVAP?"
Um sígilda tónlist
Kæri Velvakandi.
Mig langar til að koma eftirfar-
andi athugasemdum á framfæri,
þar sem svokölluð „sölumúsík" er
í mikilum meirihluta á dagskrá
fjölmiðla sjónvarps og útvarps. Ég
beini sérstaklega athygli að rás 2
sem eingöngu var stofnuð til þess
að flytja þannig efni. Nú, sennilega
er illa menntað tónlistarfólk í meiri-
hluta við flutning tónlistar í íslensk-
um fjölmiðlum. Ég vil varpa þeirri
spumingu hver sé ábyrgð ykkar,
sem stjómið t.d. sjónvarpsdag-
skránni, gagnvart æsku íslands og
þeim er unna sígildri tónlist?
Ég bendi á að við eigum svo
margt vel menntað tónlistarfólk
sem á langa og stranga skólagöngu
að baki. Eg vil skora á þá sem ráða
sjónvarpsdagskránni að hafa fasta
liði í viku hverri með sígildri tónlist,
bæði til fróðleiks og skemmtunar.
Það er víst að efnið er næstum
óþijótandi í slíka þætti. Skólastjórar
tónlistarskólanna í Reykjavík og
nágrenni ættu að ríða á vaðið með
fiðluleik, píanóleik eða orgelleik og
ætti að kynna eitt hljóðfæri eða
sérstakt verk fyrir hvert hljóðfæri
og einnig óperusöng. Umfram allt
þarf einnig að leika létta sígilda
tónlist. Ennfremur er forvitnilegt
að fá að skyggnast inn í tónlistar-
skólana og vita hvað þar er að
gerast. Það er svo margt sem má
segja um þetta atriði dagskrárinn-
ar. Ég vil að lokum minna á að
tónlistin hefur hingað til verið talin
æðst allra lista.
Virðingarfyllst, 6846-3270“
Víkverji skrifar
Inýafstöðnum kjarasamningum
kom nýr áhrifamaður fram á
sjónarsviðið í samninganefnd Al-
þýðusambands íslands á þann veg,
að athygli vakti, bæði meðal ASI-
manna og vinnuveitenda. Bjöm
Bjömsson, hagfræðingur Alþýðu-
sambandsins, var lykilmaður í
samningagerðinni af hálfu ASÍ.
Hann hafði mikil áhrif á stefnu-
mörkun verkalýðssamtakanna og
útfærslu hennar í samningaviðræð-
um frá degi til dags. Vinnuveitend-
ur veittu því fljótt eftirtekt, að nýr
maður var kominn til skjalanna í
samninganefnd ASÍ, sem tillit var
tekið til. Gamalreyndur samninga-
maður í ASÍ-nefndinni hafði á orði
við blaðamann, sem leitaði frétta
hjá honum af samningaviðræðum,
að Björn Bjömsson líktist föður sín-
um meir og meir, hefði skynsamleg-
ar og jarðbundnar skoðanir á mál-
um og væri mjög afgerandi í fram-
setningu þeirra á úrslitastundum.
Bjöm Bjömsson er sonur Björns
heitins Jónssonar, fyrmm forseta
Alþýðusambandsins. Það er raunar
ekkert nýtt að staða hagfræðings
Alþýðusambandsins leiði menn til
áhrifa í verkalýðssamtökunum. Ás-
mundur Stefánsson var um árabil
hagfræðingur Alþýðusambandsins
m.a. í forsetatíð Björns Jónssonar
og starf hans þar varð undanfari
þess, að hann var kjörinn til þess
að verða forseti heildarsamtaka
verkalýðsins.
XXX
Annars vakti það einnig eftir-
tekt manna í þessum samn-
ingaviðræðum, að hegðan Ásmund-
ar Stefánssonar var með öðmm
hætti en áður var. Um langt skeið
var kalt á milli þeirra Svavars
Gestssonar og Asmundar Stefáns-
sonar. Raunar var það svo, þegar
Svavar var valinn til framboðs á
vegum Alþýðubandalagsins í
Reykjavík, að sumir verkalýðsfor-
ingjar Alþýðubandalagsins þ. á m.
Snorri Jónsson vildu fá Ásmund í
það sæti. En það er liðin tíð. Hins
vegar var samkomulagið aldrei gott
á milli Svavars og Ásmundar. Nú
hefur það breytzt. Á síðasta lands-
fundi Alþýðubandalagsins var hart
sótt að Svavari og hann átti í vök
að veijast.Þá komu verkalýðsforin-
gjamir til sögunnar og náðu þar
lykilaðstöðu vegna veikleika Sva-
vars. Síðan hefur myndast hags-
munabandalag milli Svavars og
Ásmundar. Svavar er svo einangr-
aður innan eigin flokks að hann
þarf á stuðningi Ásmundar að halda
og hefur fengið hann. Hvers vegna?
Ástæðan er sú, að forseti Alþýðu-
sambandsins sækist nú mjög eftir
þingsæti á vegum Alþýðubanda-
lagsins. Til þess að ná því þarf
hann á stuðningi formannsins að
halda. Á Þessum púnkti koma
hagsmunir þeirra Svavars og Ás-
mundar saman. Áhrif þessa hags-
munabandalags á nýgerða kjara-
samninga voru hins vegar þau, að
Ásmundur vildi taka mun meira
tillit til flokkssjónarmiða innan
Alþýðubandalagsins við gerð samn-
inganna en honum hefur áður þótt
ástæða til. Hann vildi líka komast
hjá því, að reita andófshópinn svo-
nefnda, sem nú er undir forystu
Kristínar Ólafsdóttur til reiði, ein-
faldlega vegna þess, að hann vill
ekki mæta andstöðu þeirra við val
á framboðslista Alþýðubandalags-
ins í næstu þingkosningum. Þessi
pólitíski metnaður forseta Alþýðu-
sambandsins hafði truflandi áhrif á
samningagerðina. Aðilar að viðræð-
unum urðu þess mjög varir, að
Svavar Gestsson hringdi stíft með-
an á samningum stóð og að mati
sumra samningamanna VSÍ gerði
Ásmundur ítrekaðar tilraunir til
þess að hleypa samningagerðinni í
uppnám, þótt það tækist ekki. En
m.a.o.: hvaða þingsæti skyldi Ás-
mundur Stefánsson hafa í huga?
Sæti Guðmundar J.?
XXX
Ekki verður annað sagt, en að
einkaframtakið standi sig vel
í leikhúsrekstrinum. Hitt leikhúsið
hefur sýnt og sannað að með
„réttu" verkefnavali er hægt að
reka leikhús, sem stendur á eigin
fótum. Mikil aðsókn var að Hryll-
ingsbúðinni, sem sýnd var í fyrra
og Rauðhóla-Rannsý nýtur umtals-
verðra vinsælda nú. Það fer að vísu
ekkert á milli mála, að Hitt leik-
húsið velur verkefni sín á þann veg,
að vænta má mikillar aðsóknar.
Að sumu leyti má segja, að sýningar
leikhússins flokkist fremur undir
skemmtisýningu en leiksýningu.
Hvorki Hryllingsbúðin né Rauða-
hóla-Rannsý gera miklar kröfur til
djúpra leikhæfileika. Á hinn bóginn
verða þátttakendur í þessum sýn-
ingum, að búa yfir miklum hæfileik-
um, sem skemmtikraftar og gera
það vissulega. Það er t.d. aðdáunar-
vert, að fylgjast með því, hvað leik-
aramir í Rauðhóla-Rannsý hafa náð
mikilli leikni í flmleikum og/eða
glímubrögðum. Það þarf mikinn
þrótt til að haida uppi sýningu af
þessu tagi. Þær Edda Björgvins-
dóttir og Edda Heiðrún Backman
bera þessa sýningu uppi og má
segja, að það sé í samræmi við efni
verksins að það falli í hlut tveggja
kvenna að halda sýningunni uppi
eins og þær stöllur gera með glæsi-
brag.
í