Morgunblaðið - 04.03.1986, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 51
VELVAKANDI
SVARARÍSÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
i\niffítuíí^
Sami réttur til náms
„Allir hafi sama rétt til náms".
Þessi slagorð heyrast daglega, en
hvemig er þetta f framkvæmd?
Talið er að um 90% af lánsfé LÍN
fari til námsfólks á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu en 10% til annarra lands-
manna. Ekkert liggur fyrir um það,
að nemendur af þessum landshluta
séu hæfari til náms eða fjárhags-
lega verr stæðir en annað fólk í
landinu. Hér kemur aðstöðumunur
greinilega fram. í Reykjavík eru
skólar betri og fjölbreyttari en á
öðrum stöðum á landinu, allt frá
bamaskólum, menntaskólum til
háskólanáms og annarra sérskóla.
Það sem mestu máli skiptir er að
nemendur geti stundað nám við
alla þessa skóla frá foreldrahúsum.
Þó mikið hafí áunnist í þessum
efnum með tilkomu fjölbrautaskóla
allvíða á landinu vantar enn mikið
á jafnræði. Styrkja ætti sérstaklega
menntaskólanemendur og stúdenta,
sem ekki geta stundað nám frá
heimilum sínum vegna fjarlægðar
frá skólum.
Þingmenn búsettir á landsbyggð-
inni fundu þann fjárhagslega mis-
mun á aðstöðu sinni og þingmanna
Reykjavíkur og voru fljótir að bæta
sér það upp með aukagreiðslum úr
ríkissjóði. Jafnræði skyldi þar ríkja,
því ekki sama með námsmenn?
Námsfólki fínnst það ijarri öllu
lagi, að nokkuð tillit sé tekið til
þess í sambandi við lánveitingar til
náms, hvað nemandi ætlar að læra
í háskóla eða öðrum sérskólum og
að eitt fag sé ekki öðru þjóðhags-
lega hagstæðara. Þetta viðhorf
nemenda er hrein fásinna, það sem
þjóðarbúið vantar er kunnáttumenn
til nýrra framleiðslugreina og end-
urbóta á þeim sem fyrir eru. Með
öðrum orðum bókvit sem verður
bvL*'t í askana látið. Ríkið getur
ekki end-',aust bætt við fólki að
námi loknu tn þjónustustarfa, eins
og mikill §öldi námsmanna stefnir
að.
Bandaríkjamenn vöknuðu upp
við þann vonda draum að Rússar
væru búnir að skjóta gervihnetti á
loft, sem væri kominn á sporbraut
kringum jörðu, og stefndi að því
að lenda mannaðri geimfeiju á
tunglinu og að öllu óbreyttu mundu
Bandaríkjamenn þurfa að fara f
gegnum rússneska tollskoðun þegar
þeir lentu þar sjálfir. Svo langt
voru þeir á eftir Rússum í geim-
vísindum.
Viðbrögð Bandaríkjamanna voru
þau, að þeir settu allt menntakerfí
landsins í stefnu að einu marki, að
komast fram úr Rússum í geim-
vísindum, með þeim árangri að þeir
urðu fyrstir og einir manna til að
lenda á tunglinu og komast þaðan
áfallalaust aftur til jarðar. Af þess-
um viðbrögðum Bandaríkjamanna
geta íslendingar mikið lært.
Nú þegar erlendar skuldir íslend-
inga eru orðnar svo miklar, að sjálf-
stæði þjóðarinnar er komið í alvar-
lega hættu, ættu viðbrögð stjóm-
valda að vera um að beina mennta-
kerfi landsins sem allra mest í þær
greinar vísinda, sem gætu orðið til
að bæta og auka framleiðslu lands-
manna, þannig að vissar náms-
geinar, svo sem verkfræði, efíia-
fræði, tölvunarfræði, matvælafræði
og annað í þeim dúr, hcfðu forrétt-
indi til námslána. Þá má ekki
gleyma nauðsyn þess að ala upp
sérhæfða sölumenn til að koma ís-
lenskum vörum á erlendan markað.
Það væri t.d. ekki ónýtt ef slíkum
afbragðs sölumönnum tækist að
sannfæra útlendinga um að þeir
ættu að borða íslenskt kjöt sér til
heilsubótar af sauðfé, sem alið er
upp á fjallagrösum, tæru lindar-
vatni og ómenguðu öræfalofti.
ISf ekkert verður að gert til að
auka framleiðsluna kemur að því
að þjóðin verður að herða sultaról-
ina, því útlendingar vilja eðlilega
fá sitt fé aftur með vöxtum og
vaxtavöxtum. Það verða ekki enda-
laust tekin ný lán til að borga þau
gömlu, þeim leik verður að linna
fyrr en síðar. Hér er ekkert smá-
mál á ferðinni, ef rétt er að verð-
mæti alls þorskafla, sem veiðist
árlega, sé aðeins fyrir vöxtum og
árlegum afborgunum af þessari
erlendu skuldasúpu.
Það er táknrænt fyrir stefnu í
menntamálum f dag, að þegar loks-
ins var stofnaður Fiskvinnsluskóli
skyldi hann látinn búa við mjög
ófulinægjandi húsnæði og vanbúinn
kennslutækjum. í ár eru áætlaðar
til skólans á §árlögum 8 milljónir
og 500 þúsund krónur en til tónlist-
arfræðslu er varið 80 milljónum.
Já, það er gaman að syngja og leika
vel á hljóðfæri en það er líka þörf
á að mæta sívaxandi gæðakröfum
á þeim fiskafurðum, sem landsmenn
framleiða og eru nú 70-80% af
gjaldeyrisframleiðslunni. Stofnun
Fiskvinnsluskólans var til þess
ætluð að mennta fólk f þessari
atvinnugrein og koma framleiðsl-
unni á sem hæst gæðastig. En
nemendur skólans fá ekki námslán
hjá LÍN, svo fjarstæðukennt sem
það nú er og full þörf á að breyta.
Ólafur Á. Kristjánsson
Sjónvarpið fyrir
alla landsmenn?
Ágæti Velvakandi.
Mig langar til að biðja þig að
koma þakklæti á framfæri til
Hagbarðs Síðskeggs fyrir að sýna
heymarlausum áhuga og ljá máls
á því að táknmál fylgi öllu fslensku
efíii í sjónvarpinu. Eg vil leggja til
að frekar verði settur íslenskur texti
svo að heymarskertir geti líka
fengið að njóta þess að fylgjast
með. Heymarlæknir sagði mér að
mjög stór hópur íslendinga væri
með skerta heym. Ég er fyrir löngu
hættur að heyra í útvarpi og sjón-
varpi og er ég bæði með heymar-
tæki og hjálpartæki en það dugir
ekki til.
Ég skil ekki fólk sem er alltaf
að kvarta um dagskrá sjónvarpsins.
Ég er sammála Hagbarði um að
dagskráin sé ágæt. Undanfarið
hefur íslenskt efni aukist og er það
vel en við heymarskertir getum
þess minna fylgst með dagskránni.
Ég spyr háttvirtan útvarpsstjóra
hve langur tími muni líða áður en
allt íslenskt efni verði textað. Hann
sagði í áramótaræðu sinni að sjón-
varpið væri fyrir alla íslendinga en
á meðan ekki kemur texti fyrir
heymardaufa þá er sjónvarpið ekki
fyrir alla landsmenn.
Með kveðju og fyrirfram
þökk,
5067-1755
Orðsending
til ráðamanna
á Hlemmi
Orðsending til ráðamanna á
Hlemmi.
Það er bæði ókurteist og léleg þjón-
usta að loka salemum kl. 21.00 að
kvöldi. Tekur það 2 tíma að snúa
lyklinum í staðinn fyrir að hafa þau
jafn lengi opin og afgreiðsla er
opin. Þessu verður að breyta.
Virðingarfyllst, Jóhann Þór-
ólfsson, Norðubrún 1
NOB0 skjalaskápar
★ Norsk gæðavara
★ Ótal möguleikar
★ Vönduð hönnun
★ Ráðgjöf við
skipulagningu
E. TH. MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRDI, SIMI 651000.
ORYGGIÐ
í fyrirrúmi!
Kynningardagur á
Akureyri
Miðvikudaginn 5. mars
Atlabúðin Akureyri
Kl. 14—18
Einstaklingar — Fyrirtæki
Komið og kynnið ykkur
öryggisvörur okkar
Skeifan 3h - Sími 82670
4T