Morgunblaðið - 05.03.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐíÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ1986 Lifnar yfir fast- eignamarkaðnum - segir Sverrir Kristinsson fasteignasali „í KJÖLFAR samninganna hefur lifnað yfir markaðnum og takist að halda í horfinu skapast það öryggi sem hefur skort í fasteignavið- skiptunum, bæði fyrir kaupendur og seljendur," sagði Sverrir Krist- insson fasteignasali hjá Eignamiðlun þegar hann var spurður um áhrif nýgerðra kjarasamninga á fasteignamarkaðinn. MorgunblaðiiVÓl.K.M. Frá opnun útibús i Gerðubergi. Frá vinstri Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar, Davíð Oddsson borgarstjóri og kona hans Astríður Thorarensen, Elín Pálmadóttir formaður stjórnar Borgarbókasafnsins og Erla Kr. Jónasdóttir deildarstjóri útibúsins. Borgarbókasafn opnar útibú í Gerðubergi í GÆR tók nýtt útibú Borgarbókasafnsins í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti til starfa. Þetta er fjórða og jafnframt stærsta útibúið á vegum Borgarbókasafnsins, rúmlega níuhundruð fermetrar að stærð. í safninu eru um 13.000 bókatitlar, eða um 40.000 bækur, og í útibúinu er fyrsta raunverulega tónlistardeild Borgarbókasafnsins með um 2.000 hljómplötum. Davíð Oddsson borgarstjóri opnaði útibúið form- lega en auk hans fluttu ávörp Elín Pálmadóttir formaður stjómar Borgarbókasafnsins og Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður. Helga Bachmann leikkona las ljóð eftir Tómas Guðmundsson og Kol- beinn Bjamason flautuleikari og Páll Eyjólfsson gít- arleikari léku nokkur lög. Meðal nýjunga í safninu em 22 hlustunarsæti þar sem gestir safnsins geta hlustað á plötur úr plötu- safninu, auk þess er sérstakur hlustunarskermur fyrir böm, sá fyrsti hér á landi, en undir honum geta 6—12 böm setið og hlustað samtímis. I tilefni opnunarinnar er sérstök dagskrá í safninu fyrstu vikuna og Jón Reykdal mjmdlistarmaður sýnir verk sín í safninu. Nánar verður sagt frá opnuninni í blaðinu síðar. • Sverrir sagði að á þessari stundu væri ekki auðvelt að gera sér grein fyrir áhrifum samninganna á fast- eignaverð, en þó ekki líkur á að það lækkaði enn. Hins vegar væri ljóst að þeir muni hafa jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn almennt. Aðspurður um það hvort útlit væri fyrir að vextir óverðtryggðra skuldabréfa vegna eftirstöðva kaupverð í fasteignaviðskiptum lækkuðu með lækkandi verðbólgu sagði Sverrir: „í flestum kaupsamn- ingum sem Eignamiðlun hefur gert síðustu árin höfum við ráðlagt við- skiptavinum að vera með hámark (þak) á vöxtum óverðtryggða skuldabréfa. Þau skuldabréf bera því flest 20% vexti sem eru breyti- legir og lækka því í samræmi við hæstu lögleyfðu vexti samkvæmt ákvörðun Seðlabanka íslands hverju sinni. Þessi ákvæði um breytilega vexti eru ekki í öllum fasteignaviðskiptum en mér er kunnugt um að ýmsir innan Félags fasteignasala hafa haft þennan háttinn á. í þeim kaupsamningum sem við göngum frá um þessar mundir er gert ráð fyrir sömu ákvæðum um vexti skuldabréfa. Hvort þessari reglu verður fylgt í framtíðinni er nú erfitt að fullyrða nokkuð um, en hún getur haft ýmsa ótvíræða kosti ef vextir verða breytilegir.“ „Málin sett upp á einhliða o g lítið upplýsandi hátt“ - segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um frásagnir Þjóðviljans af kjarasamningunum „ÉG get tekið undir þessa gagn- rýni að þvi leyti að ég tel að í frásögn og túlkun á niðurstöðum kjarasamninganna hafi Þjóðvilj- inn veitt lesendum sínum tak- markað yfirlit yfir það hvað i þeim felst og sett málið upp á mjög einhliða og lítið upplýsandi hátt“, sagði Ásmundur Stefáns- son forseti Alþýðusambands fs- lands þegar leitað var álits hans á fordæmingu Dagsbrúnar á Harðar deilur um rækjuverðið ERFIÐLEGA gengur nú að ákveða verð á rækju upp úr sjó, sem átti áð taka gildi fyrir nokkru. Snurða hljóp á þráðinn eftir að sjómenn og útgerðar- menn höfðu náð samkomulagi við einn fulltrúa seljenda um 18 tíl 19% meðaltalshækkun, sem aðrir kaupendur sættu sig ekki við. Samkvæmt heimiidum Morgun- blaðsins náðist um það samkomulag í Verðlagsráði sjávarútvegsins, að einn fulltrúi kaupenda, jafnframt meðeigandi í tveimur stórum rækju- verksmiðjum, og tveir fulltrúar selj- enda, frá sjómönnum og útgerðar- mönnum, kæmu sér saman um verðið. Niðurstaða þremenninganna varð sú, að verð á stærstu rækjunni skyldi hækka um 20%, á næsta stærðarflokki um 15% og 10% á smæstu rækjuna. Miðað við stærð- arhlutföll lætur nærri að meðaltals- hækkun sé 18 til 19%. Þessu hafa aðrir kaupendur ekki vilja una og vísað ákvörðun um verð til yfir- nefndar og er fyrmefndur fulltrúi kaupenda ekki í henni. Yfimefnd hefur ekki ákveðið verðið. Markaðsverð á rækju hefur hækkað frá síðustu verðákvörðun um tæp 20%, en auk þess hafa ýmsar verksmiðjur yfirboðið gild- andi verð. fréttaflutningi Þjóðyiljans af samningunum. Sem dæmi um þetta nefndi Ás- mundur að ekki hefði verið tekið ítarlegt viðtal við neinn af helstu forystumönnum verkalýðshreyfing- arinnar sem unnu að frágangi samninganna til að útskýra málin. í öllum fréttaflutningi hefði verið lögð áhersla á að slá neikvæðum þáttum upp, til dæmis í viðtölum í blaðinu á föstudag, jafnvel þó við- tölin hefðu alls ekki gefið tilefni til þess. „Það vekur líka athygli að þegar leitað er viðbragða við samn- ingunum tryggja menn sig með því að halda sig á heimaslóðum — fá Kristínu Ólafsdóttur til að vitna á móti samningunum — en taka ekki viðtöl við Benedikt Davíðsson, Guðjón Jónsson, Guðmund J. Guð- mundsson eða aðra af helstu for- ystumönnum fiokksins í verkalýðs- hreyfingunni,“ sagði Ásmundur. Tók hann fram að hann teldi ekki að við einstaka blaðamenn væri að sakast því stefnan í þessu efni væri ákveðin af ritstjóra. Um pólitískar afleiðingar þeirra væringa sem nú eru að nýju á milli verkalýðsforystunnar og Þjóðvilj- ans sagði Ásmundur: „Það hefur óheppilegar pólitískar afleiðingar þegar Þjóðviljinn tekur ranga ákvörðun um uppslátt og uppsetn- ingu. I augum flestra er Þjóðviljinn málgagn Alþýðubandalagsins og túlkar fólk þetta því sem viðhorf Alþýðubandalagsins. Það held ég að sé rangt og óheppilegt í þessu máli“. Flugfélag’ Norðurlands: Flýgur með hunda úr danska hernum á Grænlandi Akureyri 4. marz. Flugfélag Norðurlands vinnur nú að verkefni fyrir danska sjóherinn á Græn- landi - flýgur með hunda- sleðadeild hersins. „Sirius", deild úr sjóhern- um, er við eftirlitsstörf við strendur Grænlands og notar hundasleða til ferða. Milli staða flýgur síðan Twin Otter vél FN með sleða, hunda og menn. Flogið er frá Deneborg til Stadion Nord og síðan til nyrsta hluta Grænlands. Það eru flugmennimir Jón- as Finnbogason og Ragnar Magnússon sem starfa við þetta verkefni ásamt Helga Magnússyni flugvirkja. Þeir fóru út um helgina en verkefn- inu lýkur um næstu helgi. Hótel Hof: Ein hæð byggð ofan á hótelið BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að heimila hækkun á húsi Hótel Hofs við Rauðarár- stíg. Eigandi hússins er Framsóknar- flokkurinn, en íbúar í nálægum fjölbýlishúsum höfðu lýst óánægju sinni með þær fyrirætlanir að hækka húsið um eina hæð. Stúlku úr Pan-hópnum vikið úr starfi hjá Verslunarskólanum; Samræmist ekki kröfum skólans að starfsmenn auglýsi klámvörur — segir skólastjóri VÍ, Þorvarður Elíasson UNGRI stúlku, Bryndísi Malmö, var sagt upp störfum á skrifstofu Verzlunarskóla íslands sl. mánudag vegna sýningarstarfa hennar í Pan-hópnum svokallaða, sem sýnt hefur undirfatnað og fleiri vörur frá póstversluninni Pan í veitingastaðnum Upp og niður. Póstverslunin Pan auglýsir vörur sínar sem „hjálpartæki ástarlífs- ins“. Þorvarður Elíasson skólastjóri Verzlunarskólans sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Brynd- ísi hefði verið gert að hætta „kvöldvinnunni" ef hún vildi halda starfí sínu í Verzlunarskólanum áfram. „Það vildi Bryndís ekki fallast á, og því var henni sagt upp,“ sagði Þorvarður. Þorvarður var spurður hvað hann hefði út á kvöldvinnu Brynd- ísar að setja: „Þessum sýningar- hópi er augljóslega ætlað það hlutverk að aðstoða við sölu á klámvörum, og það samræmist ekki kröfum skólans að starfs- rnenn hans taki þáít í slíku,“ svaraði hann. Morgunblaðið leit- aði til Bryndsísar Malmö, en hún vildi ekkert. láta hafa eftir sér um málið. Á vegum embættis lögreglu- stjórans í Reykjavík hefur undan- farið verið kannað lauslega hvort starfsemi póstverslunarinnar Pan bryti í bága við greinar 209 og 210 í hegningarlögunum. Grein 209 hljóðar svo: „Hver, sem með lostugu athæfi særir blygðunar- semi manna eða er til opinbers hneykslis, skal sæta fangelsi allt að 3 árum, varðhaldi eða sektum." í grein 210 segir að allt að 6 mánaða fangelsi liggi við því að „flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt, klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis ...“ í samtali við Morgunblaðið sagði Böðvar Bragason lögreglu- stjóri að lögreglan myndi ekki hafa fiumkvæði að því að kanna starfsemi Pan-verslunarinnar nánar, nema henni bærist kæra frá aðila sem teldi siðgæði sínu misboðið. „Það er alltaf matsatriði og háð tíðaranda hvað telst klám og hvað ekki, og því munum við ekki hafast að í þessu máli nema okkur berist kæra,“ sagði Böðvar Bragason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.