Morgunblaðið - 05.03.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.03.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1986 5*^ • Páll Ólafsson kom á ný íliðið í gærkvöldi, alskeggjaður og stóð sig mjög vel. Eftir leikinn sögðu Danir að þar hefði farið nýr og ferskur leikstjórnandi sem þeir hefðu alls ekki átt von á í leiknum. Símamynd/Bjarni Eirfkason — allir stóðu sig frábærlega en Einar þó manna best í FYRSTA skipti í sögunni tókst íslendingum að vinna Dani á stórmóti ( handknattleik. Og þvíKkur sigur. Úrslitin 25:16 segja meira en mörg orð. Stærsti sigur Islands á heimsmeistarakeppni til þessa. Danir áttu aldrei möguleika og núna stefnir ísland á eitt af sex efstu sætunum og þátttökurótt á OLympíuleikunum f Seoul. Á það að verða eitt af sex beztu handknattleiksliðum í heimi. Ótrúleg barátta og kraftur einkenndi leik íslenzka liðsins. Aldrei var gefið eftir um þumlung og síðari hluti leiksins er örugglega það bezta sem íslenzkt landslið hefur sýnt. Hver leikmaðurinn bætti annan upp og á bekknum stjórn- aði Bogdan af skynsemi og ákveðni. Danirnir voru smátt og smátt brotnir niður og áttu sér ekki viðreisnar von er leið á leikinn. Allir skiluðu sínu, en enginn var betri en Einar Þorvarðarson mark- vörður. Hann var hinn óyfirstígan- legi veggur með góða vörn fyrir framan sig. Þar stjórnaði Þorbjörn Jensson baráttunni svo slæmur í hnjánum að hann gat vart gengið til búningsklefa í leikhléi, en leikn- um við Dani ætlaði hann ekki að sleppa. í sókninni var þetta dagur Atla Hilmarssonar, sem aldrei hefur verið betri en í þessum mikilvæga leik. Alltaf eygði hann smugu fyrir skot sín eða skrokk og skoraði alls átta mörk hjá Dönunum. Páll Ólafsson hungrað- ur í að sanna getu sína setti vörn Dana hvað eftir annað út af laginu með krafti sínum og ógnun. Þessir þrír voru hetjur í sterku landsliði. Þorgils Óttar loksins inni á lín- unni í seinni hálfleiknum. Réttur maður á róttum stað. Kristjáns Arasonar var vandlega gætt enda lykilmaður í vörn og sókn. Hann skilaði þó sínu og rúmlega það. Guðmundur Guðmundsson, með bezta sóknarmann Dana á móti sér í vörninni og vel gætt í sókn, gerði margt laglegt, engar villur og hélt Fenger alveg niðri. Bjarni hinum megin, varkár en traustur. Steinar og Þorbergur notaðir í vörninni og að hluta í sókn. Þor- bergur með tvö glæsimörk úr hraðaupphlaupum. Sigurður iítið með enda Páll frískur í hlutverki leikstjórnanda. Hörkulið sem menn geta verið stoltir af. Leikið var í „Festhalle" í Luzern, en í íþróttahöllum með slíku nafni verður leikið á fimmtudag gegn Svíum í Bern. í „hátíðahöllinni" þar hafa íslendingar unnið Rúmena og Tókka. Næst eru það Svíar. Barátta í fyrri hálfleik Gífurleg keyrsla var á báðum liðum í fyrri hálfleik. Danirnir léku vörnina mjög framarlega, voru hreyfanlegir og lögðu áherzlu á að stoppa Kristján Arason og koma í veg fyrir leikfléttur út frá Guðmundi í vinstra horninu. í sókninni reyndu þeir að koma skoti strax á markið og setja íslendinga út af laginu áður en þeir gátu stillt upp í vörn. Landinn hafði á brattann að sækja. Danir voru alltaf fyrri til að skora, tölur eins og 0:2, 3:3, 5:5, 7:7, 7:9, 9:9 og 10:10 í leikhlói lýsa fyrri hálfleiknum. Jafnræði með Agústlngi Jónsson sfcrifar fróSVISS OHM86 25.2.-8.3. liðunum, en Danir virtust keyra sig út. Það var síðan í seinni hálfieikn- um sem íslenzka liðið stakk það danska einfaldega af. Óttar kom nú inn á og Steinar fór í hægra hornið fyrir Bjarna. Gífurlegur kraftur var í Atla Hilmarssyni og einnig Páli. ísland skoraði 2 fyrstu mörkin og komst í 12:10. Eftir glæsilegan leikkafla var staðan orðin 15:12 og Danir virtust vera að brotna. Tölur eins og 17:12, 18:15, 21:15 og 25:16 sáust á töflunni. Þeir fóru að leika alls konar brot fyrir dómarana, sem létu blekkjast. Þeir mótmæltu dómum og höguðu sór einfaldlega kjánalega, hugsuðu um allt annað en að taka á andstæðingnum. Þeir voru búnir. Staðan varð 17:12 og 15 mínútur eftir. Mikið mátti út af bregða til að ísland ynni ekki. Þorgils skoraði sitt fyrsta mark í þessari úrslitakeppni á 51. mínútu leiksins, Þorbergur bætti við úr hraðaupphlaupi; 20:15. Dæmt var vítakast á ísland og Erik Veje Rasmussen skaut beint í andlit Einars Þorvarðarsonar. Viljandi. Varla, en ógeðfellt var það. Danir reyndu alit, byrjuðu að leika maður á mann þegar fjórar mínútur voru eftir. Gagnslaust og þeir hættu því, enda hafði munurinn bara aukist og enn hélt biiið áfram að breikka. Kristján skoraði um leið og klukkan gall. Úrslitin 25:16. Einn stærsti sigur þessarar heims- meistarakeppni, jafn stór og ósig- urinn bitri hjá íslandi fyrir Kóreu. Og það gegn Dönum, sem á tveim- ur síðustu heimsmeistaramótum hafa orðið í 4. sæti og einnig á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum. Góð nýting Nýting íslenzka liðsins var mjög góð í sókninni í þessum leik, eink- anlega í seinni hálfleik. Vörnin var þá frábær, lék mjög framarlega og kom skyttum Dananna úr jafnvægi. Þeir fengu aldrei svæði til að at- hafna sig og skjóta. í markinu stóð Einar Þorvarðarson, aidrei betri en í seinni hálfleiknum og örugglega einn af beztu markvörðum í heimi. Einar varði alls 15 skot, þar af 2 vítaköst. í seinni hálfleiknum varði hann 9 skot. Kristján Sigmundsson kom aðeins einu sinni inn á til að reyna við vítakast. Atli Hilmarsson átti 11 skot í leiknum og skoraði átta mörk, frá- bær árangur. Hann skaut einu sinni í stöng og tvívegis var varið frá honum. Kristján Arason átti 11 skot og skoraði 6 mörk, þar af eitt vítakast. Fimm sinnum var varið frá honum, eitt vítakast. Sigurður Gunnarsson átti eitt skot og skoraði. Guðmund- ur skaut tvívegis og skoraði í annað skiptið. Páll Ólafsson átti 7 skot og 4 mörk, tvívegis var varið frá honum. Bjarni átti þrjú skot skoraði 2 mörk og eitt skot fór í stöng. Þorgils Óttar skaut einu sinni og skoraði. Þorbergur Aðal- steinsson komst tvívegis í hraða- upphlaup og skoraði í bæði skiptin. Steinar átti eitt skot, sem var varið. Sóknir íslenzka liösins voru 44 og mörkin 25, sem telja verður mjög gott. Brottvísanir voru átta mínútur á Danmörku, en sex mínútur á ís- land. Þeim Þorbirni, Þorbergi og Kristjáni var vikið af velli í 2 mínút- ur hverjum. Dómarar voru frá Sovétríkjunum og voru þeir aldrei í takt við leikinn. Danskir blaðamenn, leikmenn og stjórnendur töluöu um það eftiíp—. leikinn að íslenzka iiðið hefði leikið gróft og tvívegis hefði Kristján Arason slegið gæzlumann sinn. í bæði skiptin var um það að ræða að Kristján reyndi að losa sig við mann sem hékk aftan í honum. Voru þetta í bæði skiptin leikatriði Danans, en ekki brot Kristjáns. Yfirleitt áttuðu dómararnir sig ekki á leikaraskap Dananna. Hins vegar voru dómararnir ekki á móti ís- lenzka liðinu, sem spilaði fast, en ekki gróft. Það var líkamlega sterk- ara en hið danska. Mörfc fslands: Atli Hilmarsson 8, Kristjó.v Arason 6, Páll Ólafsson 4, Þorbergur Aftal- steinsson 2, Bjami Guðmundsson 2, Siguröur Gunnarsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Þorgils Óttar Mathiesen 1. Mörk Dana: Michael Fenger 4, Lars Gjöls- Andersen 3, Morten Stig Chrístensen 3, Kjeld Nielsen 2, Jörgen Gluver 1, Jens Erik Roeps- dörf 1, Klaus Sletting Jensen 1, Erik Veje Rasmussen 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.