Morgunblaðið - 05.03.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1986, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 52. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Olíufatið undir 12 dollurum New York, Moskvu, 4. marz. AP. OLÍUFATIÐ lækkaði í 12,15 dollara á olíumarkaðinum í New York í dag og spá sérfræðingar að verðið eigi eftir að lækka niður undir 8 dollara. Fór olíuverðið niður fyrir 13 dollara á heims- markaði i dag og niður fyrir tólf dollara á Norðursjávar- oliu. Sérfræðingar segja að verð- lækkuninni sé hvergi nærri lokið og að fatið gæti farið allt niður undir 8 dollara, en það er undir kostnaðarverði. Sérfræðingum bar saman um að enda þótt samstaða næðist á endanum meðal olíufram- leiðsiuríkja um að draga úr fram- leiðslu þá hefði það ekki í för með sér skyndilega hækkun á olíuverði. TÓNLISTAR- OG BÓKMENNTAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS AFHENT: Hafliði snillingur í verkum sínum — sagði danskur gagnrýnandi í ávarpi Stórsigvr Félagamir Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen faðmast innilega eftir glæsilegan stórsigur íslenzka landsliðsins yfir þvi danska í heimsmeistarakeppninni í Sviss í gærkvöldi. ísland vann með níu marka mun, 25:16, og er þetta stærsti sigur ís- lands á heimsmeistarakeppni. Sjá nánar á íþróttasíðum á bls. 48, 49 og 51 og frétt á baksíðu. Leigumorðingi banamaður Olofs Palme? Stokkhólmi, 4. mars. AP. SÆNSK lögregluyfirvöld sögðu í dag að maðurinn sem á föstudagskvöld skaut Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, til bana, hefði flúið í bifreið ásamt a.m.k. einum samverkamanni. Hans Holmer, lögreglusljjóri, sagði í sjón- varpsviðtali í kvöld að verið gæti að leigumorðingi hafi verið að verki. Yfirvöld hafa heitið 500 þúsund sænskum krónum (tæpum þremur miljónum ísl. kr.) að verðlaunum fyrir upplýsingar, sem leitt gætu til þess að morðinginn fyndist. Hans Holmer sagði á blaða- mannafundi í dag að leigubílstjóri, sem var sjónarvottur að morðinu, hefði séð morðingjann stökkva inn í bifreið, farþegamegin. Leigubíl- stjórinn hefði aðeins getað náð niður hluta af númeri bifreiðarinnar og vildi lögreglan ekki lýsa henni frekar. Leigubflstjórinn kvað mann- inn hafa haft heymartól á höfði og gæti hann hafa verið leigumorðingi í talstöðvarsambandi við aðstoðar- mann í bfl. Krufning á líki Palme hefur leitt í ljós að hann hafí látist samstund- is. Dr. Birger Schantz, prófessor við rannsóknarstofnun hersins, sagði að skotið hafí farið í gegnum hrygg Palme og aðalslagæð lík- amans, ósæðina. Hvað hann þetta benda til þess að morðinginn hafí kunnað til verka. Holmer kvaðst vona að verðlaun- in fengju einhvem samverkamann morðingjans til að segja til hans. Varðstjórinn neitaði einnig ásök- unum um slælega frammistöðu lögreglunnar í Stokkhólmi í rann- sókn málsins. Lögreglan hefur meðal annars verið sökuð um að loka undankomu- leiðum of seint, hún hefði ekki verið nógu fljót að girða af morðstaðinn og kalla út eftirlitssveitir. „Við gerðum allt það, sem fólk getur vænst af okkur," sagði Hol- mer: „Vel getur verið að lögreglan hafí verið gagnrýnd, en við skulum ræðaþaðsfðar." Yfírmenn innan lögreglunnar hafa gefíð í skyn að rannsókn morðsins sé nú að komast á skrið og sagði Holmer að borist hefðu flögur þúsund ábendingar og 600 manns hefðu verið yfírheyrðir. Hann kvað 100 manns hafa verið yfirheyrða rækilegar en aðra og hefðu yfirheyrslumar leitt til þess að ýmis ótengd mál leystust. Lögreglan kveður nokkra menn hafa hringt og lýst yfír ábyrgð sinni á verknaðinum. Flestir hefðu sagst hringja fyrir hönd vestur-þýsku hryðjuverkasveitarinnar Rote Arme Fraktion og hópa, sem tengdust henni. Vestur-þýsk yfírvöld segja fátt benda til þess að þarlendir hópar hafi verið viðriðnir morðið. Lög- regluyfírvöld í Vestur-Þýskalandi segja þó að hryðjuverkamenn Rauðu herdeildarinnar hefðu oft notað byssukúlur af sömu gerð og notaðar voru í árásinni á Palme. Sovétríkin: Hætt við að beina ámtil suðurs Moskvu, 4. mars. AP. ÁÆTLANIR um að beina sovésk- um ám, sem renna í Norður- tshaf, til suðurs, hafa verið lagð- ar á hilluna í bili, að sögn Leon- ard B. Vid, varaformanns Áætl- unarnefndar rikisins (Gosplan). Hugmyndir hafa verið uppi um það i Sovétríkjunum að veita ánum í Volgu og Kaspíahafið. Yfírborð Kaspíahafsins fór lækk- andi um miðbik aldarinnar, en síð- ustu tíu ár hefur það farið hækkandi á nýjan leik og sagði Vid að sovésk stjómvöld teldu sig ekki þurfa á þessu að halda á næstunni. Vid sagði einnig að lækkun olíu- verðs á heimsmarkaði, myndi ekki vaida neinum vandamálum í sov- ésku efnahagslífi. Nikolai T. Borchenko, yfírmaður landbúnaðardeildar Áætlunarráðs- ins sagði að strax á næsta ári yrði yfírvöldum á hveijum stað leyft að ákveða hversu mikið ríkisbú undir þeirra stjóm ættu að framleiða af landbúnaðarvörum og yrði þeim leyft að selja það sem þar væri umfram á hærra verði. Er þessi breyting á fyrirkomulagi landbún- aðarframleiðslu í anda NEP-stefn- unnar svokölluðu, sem Lenin greip til eftir byltinguna þegar land- búnaðarfrmleiðsla fór niður úr öllu valdi. Nordfoto/Slmamynd Anker Jörgensen afhendir Hafliða Hallgrímssyni tónlistarverð- laun Norðurlandaráðs. Kaupmamiahöfn, 4. mars. Frá Sveini Sigurðssyni, biaðamanni Morgimblaðsms. TÓNLISTAR- og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Kaupmannahafnar. Anker Jörgensen, núverandi forseti Norðurlandaráðs, afhenti verðlaunin, en verðlaunahafamir em eins og kunnugt er, þeir Hafliði Hall- grímsson, tónskáld og sellóleikari, og ljóðskáldið Rói Patursson frá Færeyjum. Athöfnin hófst á því að Bent Nebelong, forseti borgarstjómar Kaupmannahafnar, minntist Olofs Palme, forsætisráðherra Svía. Anker Jörgensen sagði í ræðu sinni að það væri skemmtileg tilviljun að þegar verðlaunum var úthlutað síðast í ráðhúsi Kaupmannahafnar, hefðu þau einmitt fallið í skaut íslendingi, Atla Heimi Sveinssyni. Einnig væri það mikið gleðiefni að nú fengi færeyskt skáld, sem skrífaði á færeysku, eftirsótt bók- menntaverðlaun. Ulla-Britt Edberg, tónlistar- gagmýnandi, færði síðan rök fyrir verðlaunaveitingunni, rakti nokk- uð sögu tónlistar á íslandi og sögu Hafliða sem listamanns og sagði að hann væri oft snillingur í verk- um sínum, maður sem talaði ekki í hálfkveðnum vísum, þegar listin væri annars vegar. Þegar Anker hafði afhent verð- launin þakkaði Hafliði fyrir sig með ræðu og lék síðan ásamt Philip Jenkins, verkið „Fimmu" fyrir selló og píanó. Verðlauna- verkið sjálft er hins vegar „Poerni", verk fyrir hljómsveit og einleiks- fiðlu. Rithöfundurinn Jóhannes Heggeland, gerði grein fyrir „Lik- asurn" verðlaunabók Róa Paturs- sonar. Þessari hátíðlegu stund lauk með því að Philip Jenkins lék á píanó tvö „íslensk þjóðlög" eftir Hafliða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.