Morgunblaðið - 05.03.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.03.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1986 31 Skipverjar á Jóhannesi Gunnari GK 74, horfa hér á eftir fullu máli af vænum þorski og nóg er af honum á þilfarinu. Grindavík: Góður afli það sem af er árinu „MENN eru sæmilega ánægðir með það sem af er,“ sagði Grétar Sigurðsson vigtarmaður í Grindavík er blaðamaður hitti hann að máli. „Munar þar mest um það að ufsinn brást ekki og hefur veiðst nokkuð mikið af honum, sérstaklega seinni hluta febrúar". Frá ára- mótum hafa borist 7.189 tonn af fiski á land i Grinda- vik og einnig 8.217,6 tonn af fiski á land í Grindavík og einnig 8.217,6 tonn af loðnu, mestmegnis frá loðnu- skipinu Þórshamri sem landaði úr sínum siðasta túr síðastliðinn f immtudag. Aflahæsta skipið frá áramótum er Hrafn Sveinbjömsson II, með 397,560 tonn og næstir honum koma Hafberg GK 377, með 393,520 tonn og Skarfur GK 666, með 366,660 tonn. Þrátt fyrir að mikið hafí veiðst af ufsa í febrúar- mánuði þá má búast við að menn verði ekki jafn spenntir fyrir honum nú, þar sem hætt var að greiða uppbót á hann nú um mánaðarmótin. Um fímmtíu bátar leggja upp í Grindavík. Leggja þeir inn á hinar ýmsu vinnslustöðvar, en stærstar þeirra eru Fiskanes og Þorbjöm hf. Að sögn Grétars vigtarmanns þá er þetta með skárra móti miðað við fyrri ár og fyrir ofan meðal- aflann. Til gamans má geta þess að á sama tíma í fyrra veiddust 2.674 tonn, en þá spilaði einnig verkfall inní. Aðspurður um horf- umar sagði Grétar: „Það er líklegt að menn hjakki hér í sama farinu en þeir verða líklega moldríkir fyrir vestan. Það er mokað í Breiðarfírðinum og það em ævin- týralegar tölur sem maður heyrir þaðan." Góð vetrarvertíð: Febrúaraflinn í Þorlákshöfn 2.800 lestum meiri en 1985 VETRARVERTÍÐ gengur víð- ast vel, en þó hvergi betur en við Breiðafjörð og segja menn þar fjörðinn fullan af fiski. í þeim verstöðvum sem Morgun- blaðið hafði samband við í gær, var afli alls staðar meiri en á sama tíma í fyrra og mikill hluti aflans vænn þorskur. Hins vegar ber að hafa það í huga við samanburð milli áranna, að á þessu tímabili í fyrra fóru sjómenn í þriggja vikna verk- fall. Ólafsvík - miklu meira en í fyrra Afli kominn á land í Ólafsvík var um mánaðamótin 4.288 lestir og segja vigtarmenn það miklu meira en í fyrra. Aflinn er að mestu vænn þorskur og vel hefur gengið að vinna hann. Talsvert af ýsu, flatfíski og þorski hefur verið sent utan, ferskt í gámum, til að taka kúfinn af vinnslunni. Segja menn fjörðinn fullan af físki og því hart að geta ekki tekið meira af honum, því margir verði búnir með kvóta um miðjan apríl. Aflahæstu bátar frá Ólafsvík eru Jón Jónsson með 379,5 lestir, Gunnar Bjamason 367 og Halldór Jónsson með 324,5 lestir. Akranes - 75 lestir átrilluna Afli báta frá Akranesi er nú 550 lestir, en var 513 í fyrra. Afli togara er 1.654 en var í fyrra 1.511. Tveir stórir bátar hafa landað í gáma en bátamir, sem leggja upp til vinnslu á staðnum em flestir á bilinu 6 til 12 lestir. Aflahæsti smábáturinn er Ebbi AK 37 með 75 lestir. Grundarfjörður - góður afli Veiðar frá Gmndafírði hafa gengið með ágætum enda gæftir lengst af góðar. Bæði smærri bátamir og þeir stærri hafa fengið mjög þokkalegan afla og má þar til dæmis nefna Garp, sem hefur fengið 27 lestir á handfæri. Haukabergið er komið með 232,6 lestir á línu og net. Sandgerði - sæmileg þorskgengd Afli báta frá Sandgerði var um mánaðamótin nú 4.832 lestir í 1.057 róðmm, en 3.501 lest í 926 róðmm í fyrra. Afli togara nú er 440 lestir á móti 320 í fyrra. Alls hefur 3.172 lestum af þorski verið landað á þessu ári en 2.326 lestum á sama tíma í fyrra. Aflahæstu bátar em Sigurður Bjamason með 284,5 lestir, Amey með 253,5 lestir og Barðinn með 250,6 lestir. Þorlákshöfn - hæsti bátur með um 434,9 lestir . Afli báta frá Þorlákshöfn er frá áramótum 4.341,4 lestir og er það nokkm meira en á sama tíma í fyrra. Aflinn í febrúar nú var 2.800 lestum meiri en í fyrra, 3.677.5 lestir á móti 853,6 og er það mest ufsi. Þorskurinn er þó farinn að gera vart við sig, en ekki í eins miklum mæli og flestir vildu, sérstaklega með tilliti til þess að margir em langt komnir með ufsakvótann. Aflahæstu bát- ar em Friðrik Sigurðsson með 434,9 lestir, Höfrungur III með 382.5 lestir og Jóhann Gíslason með 312,9 lestir. Tollalækkanirnar: Dýrari bílar lækka um verð nokkurra smábíla MORGUNBLAÐIÐ hefur birt tölur um lækkun á verði < nokkurra algengra bifreiðategunda vegna lækkunar á aðflutningsgjöldum bifreiða. En hvað skyldu dýrari bílarnir lækka mikið? Morgunblaðið kannaði hjá nokkrum bílaum- boðum lækkun bifreiða sem kostað hafa frá 800.000 og upp undir tvær milljónir króna. Lækkun þeirra getur numið verði nokkura smábíla. Frá Mercedes Benz em fluttir inn fólksbílar með þrenns konar yfír- byggingu. Af hverri gerð em svo margar mismunandi vélarstærðir. Dæmin sem hér em tekin em af ódýrasta bíl hverrar gerðar. Minnsta gerðin, Mercedes Benz 190, kostar nú 861.000 krónur en kostaði áður 1.100.000 krónur. Er það 239.000 króna lækkun eða tæp 22%. Er þá miðað við tollgengi í febrúar, eins og í öllum tölum frá Benz-umboðinu, Ræsi hf. Milli- stærðin, Mercedes Benz 200, kostar nú 958.000 en kostaði áður 1.200.000 og hefur því lækkað um 242.000 eða 20%. Odýrasti bíllinn í stærsta flokknum, Mercedes Benz 260 SE, hefur lækkað um 18%, úr u.þ.b. 1.850.000 krónum í 1.513.000. Dýrasti bíllinn, sem nú er til hjá Kristni Guðnasyni hf., BMW 520i, kostaði áður 1.037.000 krónur, og er þá miðað við tollgengi í mars, „ en kostar nú 765.000 og hefur því lækkað um 272.000 krónur eða 26,2%. BMW 318i kostaði 788.000 krónur, kostar nú 575.000 og hefur lækkað um 213.000 krónur eða ♦ 27%. Þar sem fyrri tölumar frá Ræsi hf. em miðaðar við tollgengi í febrú- ar má reikna með, að lækkunin á Benz-bílunum sé nokkm meiri í prósentum en hér er gert ráð fyrir, ef miðað væri við tollgengi í mars eins og gert er í dæmunum um BMW-bílana. Vegna mistaka birtust í Morgun- blaðinu í gær rangar tölur um lækkun á verði nokkurra bíla í pró- sentum talið og er því meðfylgjandi tafla sem sýnir verð þeirra bíla er getið var í gær auk nokkurra í viðbót. Lækkun Bifreið Áður Nú Mismunur í% * Opel Record 870.000 600.000 270.000 31,0 Chevrolet Monza 550.000 420.000 130.000 23,6 Opel Corsa 430.000 315.000 115.000 26,7 Subaru 1800 GL 720.000 523.000 197.000 26,7 Nissan Cherry 1500 465.000 359.000 106.000 22,8 Nissan Cherry 1000 398.000 326.000 72.000 18,0 , Skoda (ódýrasti) 193.000 149.000 44.000 22,7 Skoda (dýrasti) 291.000 237.000 54.000 18,5 Lada Safír 230.000 191.000 39.000 16,9 Lada Station 235.000 199.000 36.000 15,3 Citroén Axel 329.000 253.000 73.000 22,8 Alfa Romeo 4x4 654.000 499.000 155.000 23,7 Mercedes Benz 190 1.100.000' 861.000 239.000 22,0 ^ Mercedes Benz 260 1.850.000’ 1.513.000 337.000 18,0 BMW318Í 788.000 575.000 213.000 27,0 BMW 520i 1.037.000 765.000 272.000 26,2 * Tollgengi í febrúar ’86. Norðurlandaráðsþmg: Þrjár tillögur varða Islendinga sérstaklega — segirÓlafur G. Einarsson, for- maður íslensku sendinefndarinnar Kaupmannahöfn, 4. mars. Frá Sveini Sigurðssyni, blaðamanni Morgunbiaðsins. „ V oðaatburðurinn i Stokk- hólmi, þegar Olof Pahne féll fyrir morðingjahendi, hefur sett sinn svip á þetta þing. Almenna umræðan hefur verið með öðrum blæ en venjulega, menn taka mildar á málum,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formaður íslands- deildarinnar, m.a. um það Norð- urlandaráðsþing, sem nú er hald- ið í Kaupmannahöfn. Ólafur sagði að vegna kringum- stæðnanna veigruðu menn sér við að standa í miklum deilum og setti það að sjálfsögðu sinn svip á þing- haldið. Þó sagði hann, að vinstri- menn í Norðurlandaráði hefðu nokkuð Qallað í ræðum sínum um afvopnun og kjamorkumál með til- vlsan til málflutnings Palme, en hingað til hefði það verið viðtekin venja að halda þessum viðkvæmu ágreiningsmálum utan við ráðið. Það em þrjár tillögur fyrirliggj- andi, sem varða íslendinga sérstak- lega, og er þar í fyrsta lagi um að ræða, að komið verði upp norrænni líftæknistofnun á íslandi. Ólafur, sem sæti á í Efnahagsmálanefnd- inni, hefur framsögu fyrir tillögunni en samkvæmt henni er ráðherra- nefndinni falið að kanna vettvang og samstarfsmöguleika slíkrar stofnunar á íslandi og hvaða þýð- ingu starfsemin gæti haft fyrir atvinnulíf á Norðurlöndum. Kemur þessi tillaga til afgreiðslu nú. Önnur tillaga er um almannaskrá eða þjóðskrá og snýst um það að einfalda og samræma reglur og lög á Norðurlöndum um flutning og búsetu. Kemur hún einnig til loka- afgreiðslu. Þriðja tillagan verður kynnt á þessu þingi, en hún er um norrænt átak í krabbameinsvömum, um bætta sjúkdómsgreiningu, meðferð og almennar vamir. Sagði Ólafur, að þama væri mjög þarft mál á ferðinni og gaman fyrir Islendinga að hafa forystu fyrir því. Hefðu þeir læknamir, dr. Snorri Ingimars- son og Þórarinn Sveinsson, undir- búið málið fyrir þingmannanefnd- ina, sem hefði svo aftur fengið meðflutningsmenn að tillögunni úr öllum flokkum á Norðurlöndum. Félagið STOÐ: Aðalfundur á Hótel Hofi í kvöld AÐALFUNDUR félagsins STOÐ verður haldinn í kvöld miðviku- dag, að Hótel Hofi og hefst hann klukkan 20.30. Þetta er fyrsti fundur félagsins á þessu ári sem tileinkað er baráttu gegn vímu- efnum. Tilgangur félagsins STOÐ er að styðja við bakið á fólki sem vill hverfa frá vímuefnaneyslu, sinna félagsþörf þess og stuðla að fyrir- byggjandi starfí. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn svo og allir þeir sem áhuga hafa á vímu- efnalausu lífi fyrir sjálfa sig og , r- aðra. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.