Morgunblaðið - 11.04.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR11. APRÍL 1986
B 3
HEIÐURSGESTUR ÞINGSINS
Hárgreiðslumeistarinn Alexandre hóf frægðarferli
sinn 1946 þegar hann annaðist giftingarhárgreiðslu
Begum Aga Khan, jafnframt því að vera hárgreiðslumeist-
ari Greifynjunnar af Windsor. í dag gegnir hann hlutverki
heimsforseta ICD-samtakanna, International des coiffeurs
de dames, auk þess að reka hárgreiðslufyrirtæki sitt,
Alexandre de Paris og starfa þar að auki talsvert í tengsl-
um við hártísku frönsku tískuhúsanna, sem hann hefur
gert sl. 20 ár. Tvisvar á ári leggur hann línuna við fatnað
frá Yves Saint Laurent, Pierre Balmain, Hubert de Givenc-
hy, Jean Patou, Chanel, Lanvin, Emanuel Ungaro, Jean
Louis Scherrer, Hanae Mori og Diorfurs. Sama máli
gegnir um sýningar á fjöldaframleiddum fatnaði frá Valent-
ino, Kimijimi, AngeloTarlazzi og Karl Lagerfeld. Þá er
Alexandre sérlegur sendiherra snyrtivörufyrirtækisins
L'OREAL. Auk þessa hefur Alexandre í gegnum árin
skapað hárstíl við þekkt andlit, hvort heldur er í hvers-
dagslífinu eða fyrir sérstök tækifæri og á meöal þeirra
sem hafa sýnt hárgreiðslur hans í gegnum tíðina má
nefna Grace af Monaco og dætur hennar, sem hann
greiðir reglulega, auk fjölda annarra kvenna sem bera
ekki óþekktari nöfn. Alexandre rekur í dag þrjár hár-
greiðslustofur í París og eina í Luxemborg. Þessi sextíu
og fjöggurra ára gamli hárgreiðslumeistari er sem sé
ekki á þeim buxunum að setjast í helgan stein með allar
medalíurnar og viðurkenningarnar sem starfið hefur fært
honum. Við birtum hér myndir af línunni sem hann hefur
lagt fyrir vorið '86, bæði i klippingu, daggreiðslum og
samkvæmisgreiðslum.
Norðurlandaþing ICD, greiðslusamtakanna alþjóðlegu, verður haldið á íslandi í sumar,
dagana 12.-17. júní, annars vegar á Laugarvatni og hins vegar í Reykjavík, þar sern
þinginu lýkur með sýningu í veitingahúsinu Broadway. Á sýningunni koma fram hópar
frá hverju Norðurlandanna, auk þess sem heiðursgestir þingsins verða viðstaddir og
láta til sín taka, en er um að ræða ekki ómerkari menn í hárgreiðsluheiminum, en frönsku meistarana
tvo Alexandre og Maurice Franck. Við segjum hér á síðunum frá þessum tveimur hárgreiðslumeistur
um og birtum myndir af greiðslum sem þeir hafa gert fyrir komandi vor.
- VE
gátu þau aldrei fengið nægju sína
af nærveru minni, athygli og ástúð,
en oftast veitti hún mér einlæga
hamingjukennd. Augnatillit, bros
eða atlot barnanna voru mér alltaf
ríkuleg laun fyrir mína móðurlegu
umhyggju.
Eftir að börnin mín fóru að stálp-
ast er allt orðið með öðru móti.
Þau krefjast óteljandi hluta af
mér en vilja þó ekkert með nær-
veru mína hafa lengur, kæra sig
ekki um umhyggju mína, vilja jafn-
vel ekkert af móðurlegri ástúð
minni vita. Okkar gagnkvæmu
skipti á verðmætum eru algjörlega
komin úr skorðun og heyra til lið-
inni tíð: Þau eiga ekki lengur til
neitt bros, engan koss, engin
blíðuhót til að endurgjalda mér
það, sem ég geri fyrir þau. Samt
er ég búin að lækka gjaldskrána
verulega, vænti orðið ekki svo
mikils í staðinn.
Ekki til svo mikils
mælzt
Oftast mundi ég láta mér nægja
að heyra ósköp einföld og látlaus
orð af þeirra munni eins og til
dæmis:
„Sæl,“ þegar þau koma inn í
herbergið, þar sem ég held mig;
„Takk fyrir," þegar ég rétti þeim
lyklana að bílnum;
„Hafðu það nú reglulega huggu-
legt í kvöld;" þegar þau standa upp
frá borðum og eru þó naumast
búin að kyngja síðasta bitanum;
„Má ég?“ þegar þau eru búin
að næla sér í bleiku úlpuna mína
eða tímaritið, sem ég var að kaupa
rétt áðan. Svo ekki sé nú minnzt
á að fá einhverntíma að heyra sagt
af ofurlítilli einlægni og áhuga
„hvernig líður þér mamma?” þegar
ég kem alveg draguppgefin heim
úrvinnunni.
Það mundi ylja manni svo mikið
um hjartaræturnar, ef þau tækju
einstaka sinnum eftir því, að ég
er mannleg vera, sem stundum
get verið alveg úrvinda af þreytu,
átt í sálarstríði og fundið fyrir
mannlegum veikleika. Sem sagt,
að ég sé rétt eins gerð og þau,
og að ég búi ennþá yfir óþrjótandi
birgðum af ástúð og kærleika, sem
stendur þeim alltaf til boða, ef þau
aðeins litu á mig sem félaga sinn
og samherja í stað þess að koma
fram við mig eins og gjöfula mjólk-
urkú.
Ef til vill á ég þó sjálf nokkra sök
á mínu núverandi sálarástandi. Ég
hef aldrei orðið fyrir þvi að fá
reglulegt þunglyndiskast og hef
það fyrir vana að fara næstum
alltaf á fætur á morgnana í sól-
skinsskapi. Þegar allt kemur til alls
hugsa ég, að yfirleitt hafi ég fremur
komið fram sem „viljasterk kona“
heldur en einhver „aumingja
mamma". Þar sem börnin hljóta
því að hafa álitið, að ég væri alveg
óslítandi og óbugandi, hafa þau
greinilega ekki séð nokkra minnstu
ástæðu til að hlífa mér í neinu.
En það er raunar alveg sama,
hvort ég hef komið fram sem vilja-
sterk, þrautseig móðir eða sem
hin undanlátsama, veikburða, því
eitt er víst, að ég hvorki get né
heldur ætla mér að venjast því,
að sambandið milli okkar verði á
þessa lund. Ef yfirleitt er þá hægt
að tala um nokkuð samband.