Morgunblaðið - 11.04.1986, Side 5
Sfegf -íifl'lA ,il gÍJ3i-g:jT8(H ,dMAJiT/!UOaOM_ __ fl J
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGURll. APRÍL1986 B 5
tíma séu m.a. óróleiki og árásargirni bama,
þess að börn eigi oft mjög erfitt með að
einbeita sér. „Einbeitingarleysið er vanda-
mál sem virðist hafa aukist og við heyrum
æ fleiri tala um. Áður fyrr voru það oftar
aðallega hlédræg börn, feimin og ófram-
færin, sem menn höfðu áhyggjur af, en
núna hefur myndin breyst þannig að al-
gengara er að barn sýni vanlíðan með árás-
argirni og óróleika."
Sálrænum þörfum
þarf ad sinna
Og hvað er svo til lausnar? „Ætli það
sé ekki fyrst og fremst að finna leiðir til
að gera fólki kleyft að ráða betur við raun-
veruleikann og þar með auka andlega vel-
líðan," segir Alfheiður. „Og ekki síst að fólk
geri sér grein fyrir því að sálrænum þörfum
þarf að sinna, ekki síður en líkamlegum.
Að vissu leyti finnst okkur hugarfar gagn-
vart andlegu heilsufari hafa breyst. Fólk
er ekki eins hrætt við að viðurkenna hluti
eins og streitu og þaö er reiðubúnara að
leggja eitthvað á sig til að bæta við sig
þekkingu á þessu sviði. Þetta virðist nokk-
uð hafa haldist í hendur við þann áhuga,
sem hefur orðið á bættu heilsufari al-
mennt, t.d. því að stunda heilsurækt og
útivist. Það er í tísku að að vera vel á sig
kominn og líkamlega hrausturog mönnum
finnst góð heilsa eftirsóknarverð. Við von-
um að herferðin fyrir bættu heilsufari, sem
nú fer í hönd á vegum alþjóða heilbrigðis-
stofnunarinnar, WHO, leggi ekki síst á það
áherslu að efla andlega heilsu og minnka
streitu.
iggðu eins þægilega
og þú getur. Slakaðu á
einsogfrekasterunnt . . .Á
meðan þú slakará, krepptu
nú hægri hönd, krepptu
hendina fastar og fastar
og taktu eftir spennunni
umleið . . .Slakaðuá, linaðu
takið á fingrum hægri handar
og taktu eftir spennunni um
leið . . . Slakaðu á . . .
Á þessa leið hefst ein slökunaræfinga
Anders Enquist, sú sem miðarað slökun
í höndum og handleggjum, en í slökunar-
æfingum hans sem Sálfræðistöðin
hefur nú gefiö út með snældu og leið-
beiningabæklingi, er að finna alhliða
slökunaræfingar, fjórar grunnæfingar,
langa samantekt og stutta og viðbótar-
æfingar. Allar miða þessar æfingar að
því að losa um taugaspennu og streitu,
en eins og fram kemur í inngangi höfund-
ar geta taugaspenna og streita haft
margvíslegar líkamlegar afleiðingar í för
með sér, fyrir svo utan innri óróleika sem
þærskapa.
í leiðbeiningabæklingnum segirorð-
rétt: Líkamleg einkenni taugaspennu eru
margskonar, t.d. þrýstingur í höfði, kipr-
ingur í enni, kökkur í hálsi, þörf fyrir
þvaglát, niðurgangur, verkir í öxlum og
hnakka, spenna í brjósti, sem fer stund-
um saman við andþrengsli, öran hjart-
slátt, háan blóðþrýsting, fiðring í maga
og einnig sýnileg ytri einkenni spennu
s.s. hrukkað enni, ið á fótum, kippir í
andliti, hamrað meðfingrum, stirðleiki í
göngulagi, skriftarkrampi og rauðirflekkir
Samantekt/
Vilborg
Einarsdóttir
Sálfræðistöðin hefur nýlega gefið
slökunarleiðbeiningar ffyrir þá sem
vilja vinna gegn eigin streitu og tauga-
spennu og við segjum frá hér
á hálsi. Ennfremur getur astma, stam og
útbrot á hörundi aukist eða stafað ein-
göngu af taugaspennu.
Mörg þessara viðbragða verða til fyrir
starfsemi ósjálfráða taugakerfisins og
ekki er hægt að hafa stjórn á þeim með
hjálp viljans. Dæmi um það eru ör hjart-
sláttur, þörf fyrir þvaglát og hár blóð-
þrýstingur. Dæmi um viðbrögð, sem
beinlínis má ráða með stjórn viljans, eru
hrukkur á enni, kipringur í öxlum og stirt
göngulag.
í baráttunni við að ráða niðurlögum
streitu og afleiðingum hennar með slökun
fer Enquist það sem hann kallar „öfuga
leið“ og lýsir því svo: Hver maður veit
að það er erfitt ef ekki ógerlegt að vinna
bug á óróleika með því að taka sig á.
Væri málið svo auðvelt væri ekki þörf
fyrir neinar æfingar í slökunartækni. Og
það væri jafn erfitt að ráða við viðbrögð
ósjálfráða taugakerfisins með hjálp vilj-
ans. Aftur á móti er fyllilega hægt að
læra að ráða yfir þeim hluta taugakerfis-
ins, sem lýtur stjórn viljans. Það er hægt
að læra að dansa, hjóla, synda. Á sama
hátt er hægt að læra að slaka á í höndun-
um, andlitsvöðvum og kviðvöðvum. Sé
slakað á þeim vöðvum, sem lúta stjórn
viljans, fylgja þau viðbrögð á eftir sem
viljinn ræður ekki yfir. Hjartsláttur og
blóðþrýstingur lækkar, höfuðverkur lag-
ast eða hverfur, sviti minnkar og titringur
hverfur út vöðvum handa og fóta. Hafir
þú stjórn á ósjálfráðum viðbrögðum
kemur ró yfir hugann, vegna þess að sú
ró sem fylgir slökuninni vinnur gegn
kvíða. Það er næstum ómögulegt að vera
órólegur andlega, sé líkaminn afslappað-
ur. í þessu tilfelli er þannig farið öfuga
leið um líkamann til að komast í rólegra
hugarástand . . .
Þannig má segja að grunnur slökunar-
æfinganna sé byggður, en þær eru ætlað-
artil „hversdagslegra" nota og þannig
að eftir að tækninni sé náð og hún hafi
verið æfð geti viðkomandi beitt slökun
við öll tækifæri finni hann þess þörf og
unnið þannig að bættri andlegri líðan og
aukinni orku.
tsmn!)
Kr- 36.
^iassf.
eo0TUrf'
^IriUu
Ve8gUr
HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI
gur
óðtié’
Leðéóðt_
ítttft'