Morgunblaðið - 11.04.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUE1 l.APRÍL 1986
fyrir þessu hefur orðið. Oft á tíðum versnar
þessi taugastreita við að menn fara upp úr
því að neyta áfengis í óhófi, eiga við stöð-
ugt svefnleysi að stríða eða taka að nota
fyf að staðaldri. Einhvern tíma eftir að hinn
örlagaríki atburður eða hið yfirþyrmandi
atvik átti sér stað, gerir fyrsta óttakastið
vart við sig: Hjartað tekur að hamast,
æðaslátturinn verður afar hraður, það
setur að viðkomandi flökurleika og aðkenn-
ingu af svima. Venjulega kemur þeim, sem
fyrir þessu verður, sízt til hugar, að einhver
tengsl kunni að vera á milli þessa ástands
og alvarlegrar veiklunar á taugakerfinu og
tilfinningalífi. Þessi skyndilega vanlíðan
virðist því koma nánast sem þruma úr
heiðskíru lofti yfir viðkomandi einstakling,
sem verður þar af leiðandi gripinn skelf-
ingu. Sumu fólki lærist þó smátt og smátt
að sætta sig nokkurn veginn við slík ótta-
köst og taka að líta á þau sem fylgikvilia
einhverra líkamlegra meinsemda. Öðrum
finnst aftur á móti, að slík óvænt óttaköst
hljóti að leiða til þess að þeir kafni, gangi
af vitinu eða fái hjartaáfall, sökum þess
að þetta fólk skilur ekki hin líkamlegu ein-
kenni slíkra óttakasta. Þetta fólk verður
því yfirleitt svo ofboðslega hrætt og kvíöið
við að fá annað slíkt óvænt óttakast, að
það neytir nánast allra bragða til að reyna
að koma í veg fyrir að það endurtaki sig.
Ef svo vill til að fyrsta óttakastið gerir vart
við sig einhvers staðar á almannafæri,
getur svo farið, að viðkomandi forðist eftir-
leiðis að koma aftur á þann stað. Fólk, sem
þjáist orðið af agoraphobíu eða víðáttu-
fælni á háu stigi, tekur jafnvel að forðast
allt það, sem það óttast aö kunni að valda
öðru kasti, en þessi afstaða hefur aftur á
móti í för með sér, að þetta fólk hefur
ekki neinn stað lengur til að flýja til, þar
sem það finnur fyrir öryggi og getur slakað
á. Þeir, sem þannig er ástatt fyrir, geta
ekki lengur sótt kvöldverðarboö, þeim líður
illa í ösinni í stórverzlunum, fyllast andúð
á hraðbrautum og hrýs hugur við að þurfa
að nota neðanjarðarlestir.
Að óttast eigin óttatil-
f inningu er hættulegt
geðheilsunni
Hvort skyndilegt og óvænt óttakast leiði
til myndunar víðáttufælni, fer allt eftir því
hvaða skilning viðkomandi leggur sjálfur í
sjúkdómseinkennin. Þannig segirdr. David
Burns frá einu atviki, sem kom fyrir hann
sjálfan: Hann var að reyta illgresi úti í garði
hjá sér dag nokkurn, þegar hann fann allt
í einu fyrir áköfum svima. „Ég hugsaði með
sjálfum mér, þetta er áhugavert, og það
verður gaman að sjá til, hvort það líður
alveg yfir mig. Þeim manni, sem hættir til
sjúklegs kvíða, gæti brugðið illilega, og
hann færi ef til vill að túlka áþekka svima-
kennd hjá sér sem vott um ævarandi
heilsuleysi sitt þar eftir eða jafnvel eigin
dauöadóm.
„Roosevelt forseti hafði rangt fyrir sér,
þegar hann hélt því fram, að hið einasta,
sem við þyrftum raunverulega að óttast,
væri óttinn sjálfur," bætir dr. Ruth Eidelson
við. „í sjálfu sér er óttatilfinningin heilbrigð
kennd, sem unnt er að aölagast og er
raunar af hinu góða. Óttinn fer ekki að
verða sálrænt niðurrifsafl, fyrr en menn
taka að óttast óttann. Kvíði getur til dæmis
oft virkað bætandi á sálarástand manna
og getur gert þá sterkari á svellinu.
Flestir eru kvíðnir, áður en þeir eiga að
fara að halda ræðu en gera það samt; ef
til vill lætur þessi kvíðatilfinning ekkert á
sér bæra í næsta skipti, þegar maður á
að halda ræðu. En ef maður færist undan
þvíað flytja fyrirhugaða ræðu, hefur kvíðinn
þar með náð yfirhöndinni, og sá maður
verður eins og gísl þessarar nagandi tilfinn-
ingar. Það var mikið framfaraspor í geðheil-
brigðismálum, þegar geðlæknar og aðrir,
sem veita meðferð við geðrænum kvillum,
tóku að fást af alvöru við að lækna sjúklinga
sjna af óttanum við óttann sjálfan."
Ýkt sjálfsöryggi óheppi-
legt
Vatn á myllu sjúklegra kvíðatilfinninga
er það, sem Burns kallar hneigð manna
til tilfinningalegrar fullkomnunar, það er
að segja þegar maður fer að álíta, aö hann
eigi aldrei að vera haldinn neinum áhyggj-
um, eigi með réttu aldrei að vera sorg-
mæddur eða fyllast reiði. Þeir, sem haldnir
eru slíkri hneigð til tilfinningalegrarfull-
komnunar verða jafnan að vera algjörlega
vissir í sinni sök, áður en þeir taka mikils-
verðar ákvarðanir eða taka á sig skuld-
bindingar eins og til dæmis að skipta um
starf eða ganga í hjónaband. „Fólk kvíðir
því þá, að það reynist ekki nægilega „ör-
uggt með sig", þegar á hólminn er komið,"
segir dr. David Burns. „Alveg eins og sjálfs-
öryggi sé einhver fastur eðlisþáttur í skap-
gerð manna. Satt að segja er velflest fólk
harla óöruggt með sig, þegar það tekur
að fást við eitthvað nýtt og framandlegt
eins og til dæmis þegar ungur maður er
að bjóða ungri stúlku út með sér í fyrsta
sinn."
Þeir, sem rækta með sér hið „fullkomna"
sjálfsöryggi á tilfinningasviðinu, álíta líka,
að þeir þurfi alveg endilega aö hafa alltaf
fullkomið vald yfir tilfinningum sínum, hvað
sem á dynur.
Ruth Eidelson segirt.d. frá einum af
sjúklingum sínum, en það er afar dugandi
kaupsýslukona, sem alltaf óttaðist að fara
í lyftu. „Ég gerði því fremur ráð fyrir því,
að hún væri hrædd við að lyfturnar kynnu
að bila, hrapa niður og að hún biði bana.
En því var alls ekki þannig varið: Það kom
í Ijós, að hún óttaðist það mest, að ef
lyíftan festist, þá myndi hún missa með
öllu stjórn á tilfinningum sínum og fara að
öskraupp yfirsig."
Sjúkleg kvíðatilfinning er ekki neinn sér-
stakur „kvennakvilli" enda þótt að meiri
líkindi séu til, að konur þjáist fremur af
vissum tegundum kvíða og ótta en karl-
menn. Þær eru einnig líklegri til að láta
uppskátt um slíkar tilfinningar. Margir
karlmenn kjósa fremur að bíta bara á jaxl-
inn og neyða sjálfa sig til að halda rósemi
sinni við kringumstæður eða atvik, sem í
reynd veldur þeim geysilegri skelfingu,
kvíða og óbeit — eða þá að þeir taka fremur
til við að drekka til þess að gleyma hræðsl-
unni.
„Kostaðu huginn
at herða“
Tilfinningaleg sjálfstjórn er að sjálfsögðu
ein meginuppistaðan í hugmyndum Vestur-
landabúa um ótvíræða og ósvikna karl-
mennsku. Það er því alltaf einstaklega
erfitt fyrir karlmenn að þurfa að viðhalda
hið ytra sínum karlmennskubrag, þótt þeir
þjáist af sjúklegum kvíða og séu haldnir
óttatilfinningu. Fari karimenn aö finna fyrir
þess háttar „kvennakvilla", taka þeir gjarn-
an að óttast, að karlmennska þeirra verði
dregin í efa. Þá eru karlmenn og yfirleitt
hræddari við það en konur að missa með
öllu stjórn á sér og fara að beita ofbeldi.
Dæmi um slíka hræðslutilfinningu er lög-
reglumaður einn, sem lét af störfum við
löggæzlu, vegna þess að hann óttaðist svo
mjög, að hann myndi missa einhvern tíma
stjórn á sér, grípa til byssunnar og verða
einhverjum að bana fyrir slysni. Það er
aldrei auðveltfyrir karlmenn að viðurkenna
fyrir öðrum, að þeir þjáist af óttatilfinningu,
og þegar karlar fara að leita sér sálf ræði-
legrar aðstoðar við slíkum kvilla, reynist
kvíðatilfinning þeirra oft á tíðum mun virk-
ari og ákafari en gerist hjá konum yfirleitt.
í öðru lagi er karlmönnum mun tamara en
konum að nota áfengi til þess að vinna
bug á kvíða sínum. í þriðja lagi eru karl-
menn líklegri til þess en konur að finna
upp á einhverjum líkamlegum kvillum, sem
þeir þykjast þjást af til þess að útskýra
fyrir sjálfum sér og öðrum andlega vanlíðan
sina. Karlmenn fara fremur til heimilislækn-
is síns og kvarta við hann um magaverk
eða höfuðverk, en að leita til sálfræðings
eða geðlæknis og kvarta við þá um tauga-
spennu, sjúklega óþolinmæði eða sjúklega
óttatilfinningu, sem þeir þjáist af.
„Sú tegund kvíða, sem einkum ásækir
karlmenn er svo áþekk hjá þeim flestum,"
segir dr. David Burns, „að ég get næstum
því lesið hugsanir þeirra karlmanna, sem
til mín leita. Þeir gera sér áhyggjur af því,
hvernig þeir ræki starf sitt og hvernig þeim
vegni í vinnunni yfirleitt eða hvernig sam-
skipti þeirra við aðra séu. Kaupsýslumaður-
inn eða lögfræðingurinn kemur á vettvang
og hugsar sem svo: „Hvernig fer, ef ég
skyldi missa þennan viðskiptavin eða tapa
þessu máli? Allir munu þá komast að þeirri
niðurstöðu, að ég sé lítt fær í mínu starfi
eða þá heimskur eða óttalegur kjáni."
Þankagangur þeirra fer þá gjarnan að
verða einkar neikvæður, kvíði og svartsýni
setjast að í huga þeirra: „Ef mér ekki tekst
að hafa hemil á tilfinningum mínum, mun
mér ekki ganga vel í starfinu. Ef mér tekst
ekki vel upp, þá missi ég vinnuna. Ef ég
missi vinnuna, þá fer konan frá mér; og
fari hún frá mér, þá á ég engan að, sem
þykir vænt um mig.““
Á báðum áttum
Út á við eru margir af þeim karlmönnum,
sem þannig er ástatt fyrir, valdamiklir,
farsælir í starfi eða jafnvel hin mestu hörku- J
tól gagnvart öðrum; en þeir geta samt sem
áður verið skelfingu lostnir undir niðri við
tilhugsunina um að vekja vanþóknun yfir-
boðara sinna eða það að ná ekki settu
marki, og þeir eru sífellt á nálum um að
velgengni þeirra sé einstaklega fallvölt.
Aðrir karlmenn eiga í erfiðleikum með að
gera endanlega upp hug sinn í sambandi
við tilfinningaleg tengsl sín við hitt kynið.
Einn af þeim karlmönnum, sem leituðu
hjálpar hjá dr. David Burns, sá sér engan
veginn fært að velja endanlega á milli
þeirra tveggja kvenna, sem hann var í
tygjum við, vegna þess að honum fannst
sú tilhugsun alveg óbærileg, að svo kynni
að fara að hann hefði valið hinn verri
kvenkostinn, þegar allt kom til alls.
Flokkun sjuklegra kvíðakennda
Kvllli Einkenni
Algengustu af brigði sjúkl. kvíðatilfinninga Vara lengi (a.m.k. einn mánuð). Sjálfráða taugakerfið undir miklu álagi (titringur, óróleiki, van- hæfni i slökun, vöðvar verkja). Ofvirkni ósjálfráða taugaviðbragða (áköf svitamyndun, mikill hjartsláttur, hraður púls, hröð öndun, svimaköst, meltingartruflanir, hitastraumar eða kulda- hrollur). Beygur (viðvarandi hugboð um að eitthvað slæmt sé framundan, slæmir fyrirboðar, áhyggju- þungi, taugaspenna). Varnaðarviðbrögð (erfiðleikar á einbeitingu, svefnleysi, óþotinmæði, skyndileg reiðisköst).
Skefjalaus óttatilfinning Bráð ofsahræðslukennd og tilfinning af yfirvofandi ógn, sem getur staðið í allmargar mínútur, áköf kviða- og óttaeinkenni — en það kunna að líða mánuðir eða ár milli slíkra kasta. Sumir tengja þennan skefjalausa ótta sinn einhverjum ákveðnum, afmörkuðum stað, þar sem slíkt ofsalegt hræðslukast hefur komið yfir þá og taka jafnframt að forðast áþekkar kringumstæður og þar riktu (bíla, verzlunarsvæði), en þetta ástand leiðirtil viðáttufælni (agoraphobíu).
Víððttufælni (Agoraphobía) Ekki „ótti við almannafæri'' heldur við það sem er samfara almannafæri — minni öryggiskennd, minni yfirsýn og stjórn á því sem gerist. Þetta sálarástand er „ótti við óttann". Fólk með víð- áttufælni forðast þær kringumstæður, sem það óttast að valdi því stjórnlausum óttaköstum. Sumir verða algjörlega að halda sig heima fyrir og mega vart fara út fyrir hússins dyr; en öðrum finnst þeir vera öruggir innan vissra marka frá heimili sínu eða með vissu „öruggu fólki'' sem þeir geta þá hegðað sér alveg eðlilega með hvar sem er. Hræðsluköst við og við.
Félagsleg hræðslukennd Ótti eða kvíðatilfinning, sem setur að manni varðandi félagslegar kvaðir eins og að fara í samkvæmi eða á mannamót, þurfa að halda ræðu.
Ósjálf ráð, eðlíslæg hræðsla við ákveðin at- riði eða kringumstæður Eðlislægur ótti við sérstaka hluti, sérstakar kringumstæður (skordýr, þrönga klefa, stiga, dýr).
Martraðarkenndur ótti Þegar enn upplifa aftur og aftur einhvern voðaviðburð (styrjöld, nauðgun, glæpaverk, náttúru- hamfarir) i endurminningunni, martröð i svefni, dagleg kvíðakennd.
Þráhyggja — áunninn kvíði Alls konar óviðráðanleg þráhyggja (ásæknar hugsanir um eitt og hið sama eða fjarstæðukennd- ar hugarsýnir) eða óviðráðanleg árátta af ýmsu tagi (óumflýjanlegar vanaathafnir eins og að þurfa sífellt að þvo sér um hendurnar) í þvi skyni að bægja frá kviðatilfinningum.