Morgunblaðið - 11.04.1986, Page 11

Morgunblaðið - 11.04.1986, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL1986 B 11 \ n= e Umsjón/Sigurður Sigurðarson Lausleg athugun á hlut fitu í lambakjöti: „Viðbit hetfur aldrei skaðað nokkurn mann og telst bara hollt nema ef vera skyldi _____kyrrsetu mönnum og ________öðrum aumingjumy“ sagði böndi ______nokkurI útvarpsþætt inum „Um daginn og veginn" sl. haust. Var ______hann að spjalla um _____gagnrýni sérfræðinga á fituríkt kjöt, er honum varð þetta að orði. 41 % f ita I lambahrygg Asíðasta hausti var mik ið unnið að því að selja Bandaríkjamönnum íslenskt lambakjöt. Málið gekk svo langt að fundinn var umboðsaðili i Bandaríkjunum og hér á landi voru nokkur tonn sérstaklega unnin og pakkað svo hæfði markaðnum vestra. Engar breytingar urðu þó hér á landi. Enn er okkur íslending- um boðið upp á lambalæri og lambahryggi, þar sem fitan er frá fimmtungi heildarþyngdar og allt að helmingi. Vart er hægt að finna dýrara kjöt en lambahrygg, þegar búið er aö draga bein og fitu frá. Umsjónarmaöur neytendaþátt- arins hefur gert það sér til glöggv- unar, að finna út hversu stór hluti fita er af lambahryggjum og lamba- lærum, sem hann hefur keypt til eigin heimilis. Könnun þessi var gerð á síðasta ári. Út frá vísinda- legu sjónarmiði er hún vart mjög marktæk. Hins vegar er það degin- um Ijósara, að niðurstöður hennar endurspegla íslenskan lamba- kjötsmarkað, það sjá allir, sem á annað borð neyta lambakjöts að staðaldri. Fram kemur í könnuninni að mjög óhagkvæmt er að kaupa lambahrygg. Fitan er þriðjungur af heildarþunga hryggjarins og er þá miðað við fitu sem algjörlega er ónauðsynleg. Leiða má að því líkur, að kjöt á lambahrygg sé sjaldnast meira en 20% af heildar- þyngdinni. Með það i huga má reikna út, að kjötið sé með dýrari kjöttegundum á markaðnum, jafn- vel meira en fimm sinnum dýrara en uppgefið kílóverð, — dýrara en nautakjöt, svínakjöt og kjúklinga- kjöt. Þetta hljóta neytendur að íhuga í innkaupum sínum. Líklegt má telja að kjötið af lambalærinu sé um það bil tvisvar sinnum dýrara en uppgefið kíló- verð, enda er fitan talsvert minni en á lambahrygg. Það er einkenni á lambahrygg og larnbalæri og raunar flestum öðrum hlutum lambaskrokks, að hvergi sér í kjöt, þykkt fitulag hjúp- ar kjötið að langmestu leyti. Kjöt- hlutum er þannig pakkað, að neyt- endur verða að kaupa fituna, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Ljóst er, að fituneysla nútíma- fólks hefur minnkað að mun með betri upplýsingum um hollt mata- ræði og hún á eftir að minnka enn meir. Þess vegna var lambakjötið, sem átti aö fara á bandarískan markað, sérstaklega unnið og m.a. var fitan fjarlægð. Framleiðendur gera sér grein fyrir því, að það er ein af forsendunum fyrir því, að markaður náist. Með þetta í huga er ástæða fyrir framleiðendur að vanda betur framleiðslu sína og gefa fslenskum neytendum kost á að fá fiturýrara lambakjöt en nú er á boðstólum. íslenskir neytendur eiga það skilið að fá fiturýrt lambakjöt, að öðrum kosti er hætt við því aö lambakjöts- neyslan minnki að mun. Á meðfylgjandi fjórum töflum má sjá hversu fitan var í raun mikil. Fyrir þessa fitu greiðir neyt- andinn. Með réttu ætti framleið- andinn að skera þessa fitu frá eða koma því til leiðar, að alin væru fituminni lömb. Fyrir lesendur er ekki úr vegi að kanna málið á eigin vegum og finna út hve mikil fitan er í því lambakjöti sem þeir kaupa til eigin neyslu. Þá fæst samanburður sem gagnerað. Hlutfall fltu í lambahrygg og læri skv. könnun neytendaþáttarins Tafla 1. LAMBAHRYGGUR Framlslðandi/ pökkun Pökkunar- dagur Þyngd kg Kg vsrð Vsrð vðru Siðastl sAlud. Hsima vlgtun FriArik Friðriksson, Þykkvabas 09.06.1986 3,000 243,66 730,66 (7) 2,850 Athugasemdir: 1. Afskorin,óþarfafita: 1,170kgeða41% Greitt fyrir þessa fitu skv. kg-veröi: kr. 284,96 2. Til matreiðslu voru nýtt; 1,670 kg Verð á því, sem til matreiðslu var nýtt það er að segja rétt heildarverð; kr. 406,73 Kg-verð á kjötinu með beinum er því kr. 437,61 Tafla 2: LAMBAHRYGGUR Framlslðandi/ pAkkun PAkkunar- dagur Þyngd k9 Kg vsrð Vsrð vAru SIAaati sAlud. Hslma vlgtun Vðni- markaðurínn, Ssltjamamssi 14.08.1886 2,190 287,00 828,60 m 2,130 Athugasemdír: 1. Afskorin óþarfa fita; 0,716 kg eða 34% Greitt fyrir þessa fitu skv. kg-verði; kr. 206,20 2. Til matreiðslu voru nýtt; 1,476 kg Verö á því, sem til matreiðslu var nýtt það er að segja rétt heildarverð; kr. 423,32 Kg-verð á þessum hrygg með beinum er því kr. 426,11 Tafla 3: LAMBAHRYGGUR Framlslðandi/ pðkkun PAkkunar- dagur Þyngd kg Kg vsrð Vsrð vöru Siðasti aAlud. Hsima vigtun J.L.-húslA matv.vsrsl. 28.06.1986 2,746 268,00 708,60 (?) 2,730 §i Athugasemdir: 1. Afskorin óþarfa fita; 0,930 kg eða 34% Greitt fyrir þessa fitu skv. kg-veröi; kr. 239,94 2. Til matreiðslu voru nýtt; 1,816 kg Verð á því, sem til matreiðslu var nýtt það er að segja rétt heildarverð; kr. 423,32 Kg-verð á þessum hrygg með beinum er því kr. 426,11 Tafla 4: LAMBALÆRI FramMAandl/ pAkkun PAkkunar- dagur Þyngd kg Kg vsrð VsrA vAru ffMaitl Hsima vigtun sðlud. VAru- markaAurinn, Ssttjamamssl 12.07.1986 2,880 347,00 999,40 (7) 2,880 Athugasemdir: 1. Afskorin óþarfa fita; 0,630 kg «6« 22% Greitt fyrir þessa fitu skv. kg-verði; kr. 218,61 2. Til matreiöslu voru nýtt; 2,260 kg Verð á því, sem til matreiðslu var nýtt það er að segja rétt heildarverð; kr. 780,76 Kg-verð á þessu læri með beinum er því kr. 444,17 Tafla Framlslðandi/ pAkkun Pökkunar- dagur Þyngd kg Kg vsrð Vsrð vAru Slðasti sAiud. Hsima vigtun Athugasemdir: 1. Afskorin óþarfa fita: kg.,eðaí% Greitt fyrir þessa fitu skv. kg-verði: kr. (þ.e. afskorin fita margfaldaö með kg-verði) 2. Til matreiðslu voru nýtt: kg Verð á því sem til matreiöslu var nýtt, það er að segja rótt heildarverð; kr. (þ.e. það sem til matreiðslu var nýtt margfaldaö með kg-verðinu) Kg-verð á kjötinu með beinum er því; kr. (Verö vörunnar j upphafi deilt með þunga þess sem til -matreiöslu var nýtt) TÖFLUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.