Morgunblaðið - 11.04.1986, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.04.1986, Qupperneq 12
a B »8t»i jíuta. 11 flUOAduraö'i .oiQAiaKuaíioM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11.APRÍL1986 Karlmaður með hinn vinsæla enska kúluhatt. Upphaf og þróun tískunnar „Þá lukust upp augu þeirra beggja og þau urðu þess vör, að þau voru nakin og þau festu saman fíkjuviðarblöð og gjörðu sór mittis- skýlur." Á þennan hátt greinir Biblían frá fyrsta klæðnaði manns- ins. Af öllum spendýrum jarðarinn- ar, er maðurinn sá eini sem ekki hefur góðan feld til þess að verjast kulda, þ.e. fjaðrir, hár eða þykka húð. I paradísinni Eden var senni- lega ekki gert ráð fyrir kulda eða of miklum hita, en vegna óhlýðni mannsins við Guð var hann rekinn úr aldingarðinum og „Drottinn gerði manninum og konu hans skinnkyrtla og lét þau klæðast þeim". Fornleifafræðingar telja að frummaðurinn hafi veriö með þykk og mikil hár um líkamann. Er maöurinn fór að ganga uppréttur og veiöa sér önnur dýr til matar, uppgötvaði hann að hægt var að nota fleira en kjötið af dýrunum. Feldur þeirra var góð vörn gegn kulda. Þó að skinnið hafi verið og sé góður hitagjafi varð maðurinn að glíma við tvö megin vandamál. Skinnið hindraði hreyfingar og með tímanum varð það hart og óþægilegt. Stig af stigi náðist að yfirvinna haröleikann og maðurinn vandist því að klæðast fötum. Eskimóakonur tuggðu skinnið til þess að gera það mýkra, síðar var olía borin á það (til þess að gera það mýkra) og líka til þess að koma í veg fyrir þornun, en að lokum var farið að súta skinniö. Eftir að farið var að sniða og klippa eða skera skinnið til, varð það vinsæll og þægilegur klæönaður. A suðrænum slóðum var klæðn- aður síður en svo þægilegri en harði skinnklæönaðurinn á noröur- slóðum. Fólk klæddist mottum sem voru fléttaðar saman úr hár- um. Einnig var börkurinn af trjám soðinn og látin þorna á steinum í mismunandi stærðum og var þessi klæðnaður svo harður að ómögu- legt var að skera hann. Ekkert spendýr hefur eins miklar áhyggjur af útliti sínu og vexti, eins og maðurinn. Mennirnir hafa aldrei verið fullkomiega ánægöir með útlit sitt og óska sér oft að líta öðruvísi út, eða reyna að bæta það á einhvem hátt. Föt hafa alltaf verið „Aðgöngumiði" í samkvæm- islífið, stétt eða ýmsa klúbba og félög. Gallabuxur ganga t.d. ekki í brúðkaupsveislu eða bómullarkjól- ar í óskarsverðlaunaafhendinguna í Hollywood og ekki er fariö í bíó í silkikjól og pels. Fyrir þúsund árum hjá steinald- armanninum þótti sá mestur og flottastur sem var með skrautleg- asta málverkið á maganum og átti flestar festar með sem stærstu tönnum og lengstu beinum. Sá hinn sami varð náttúrlega sá áhrifamesti í samfélaginu. Stærstu uppgötvan- ir í fataiðnaði nálin og vefstóllinn Nálar úr hreindýrabeinum hafa fundist í hellum og er talið að þær séu u.þ.b. 4000 ára gamlar. Með tilkomu vefstólsins varð bylting í gæðum fatnaðar og fram- Kvöldklæðnaðurfrá 1884. Pilsin voru mun lengri og víðari að aftan en áður og kjólarnir alsettir blúndum og borðum. leíðslu. Vefnaður varð ein af iðn- greinum. Vefnaðarverksmiðjur fjöldaframleiddu ódýran fatnað með meira úrvali lita og gerða. Fljótlega eftir að farið var að vefa og framleiða léreft, fór til- gangur fatnaðarins að breytast. Byrjað var að gera tilraunir með mismunandi snið og liti og klæðst var eftir ákveöinni stefnu á hverj- um tíma. Hlutverk klæðnaðar var ekki aðeins að verjast veðrum og vind- um, heldur til að breyta útliti og vekja aðdáun annarra. í þróun tískunnar hefur verið skilið á milli karls og konu. Áhersla er lögð á buxnatísku karla og pils- og kjólatísku kvenna. í upphafi voru bæði kynin í svipuðum klæðn- aði, einhvers konar stökkum og reyfum. Hæg þróun olli buxnatísku hjá karlmönnum. Telja má að buxur hafi komið til vegna þess hve óhentugt var að berjast í pilsi. Pilsin styttust smám saman og klæöi sett utan um leggina sem nefnd hafa verið buxur. Að lokum hurfu pilsin svo til alveg hjá körlum og buxurnar urðu þykkari og víðari. Tískan er háð breytingum þjóð- félagsins. Efni og iitir ákvarðast oft af því ástandi sem ríkir í þjóð- félaginu hverju sinni. Þegar vel gengur og nóg er til af öllu mögu- legu eru fötin litrík og efnismikil. Aftur á móti á tímum stríðs og skorts eru fötin mun íburðarminni, efnislítil og þunn og yfirleitt dökk- leit. „Ekkert er nýtt undir sólinni", segir máltækið. Það sést best þegar saga tískunnar er lesin. Ýmsir þættir endurtaka sig með jöfnu millibili — sídd pilsa, vfdd buxna, skóhælar, hártíska og efn- isval. Hér á eftir verður fjallað um tísku 19. aldarinnar. Tískan á 19. öldinni í byrjun 19. aldar endurspeglað- ist tíska af því stjórnmálaástandi er varí Frakklandi. í tísku var að vera mjög upptekin við að þjóna frönsku byltingunni og ekki átti að vera tími til að sinna útliti. Mikil breyting varð á tískunni (miðað við áður). Á tímum konungsstjórnarinnar voru Versalir tískuhús síns tíma. Fatnaður var íburðarmikill og skrautlegur. Bæði karlar og konur báru stórar og hvítar hárkollur og andlit þeirra var hvítpúðrað. Einnig var settur dökkur fæðingarblettur á aðra kinnina. í kringum 1800 voru kjólar kvenna léttir, þunnir og Ijósir og minntu helst á undirkjóla. Kjólarnir voru stutterma eða ermalausir og teknir saman um brjóstin, þannig að pilsið varð langt og mittislaust. Klæðnaður þessi var ekki svo ósvipaður þeim gríska 1000 árum f.Kr. Hattarnir voru litlir og þunnir, þeir voru bundnir undir hökuna og er það samskonar tíska eins og sjá mátti á sjónvarpsskerminum í þáttunum um „Húsið á sléttunni". Almennt var notast við eigið hár, sem var yfirleitt mjög sítt og var það fléttað og sett upp. Hjá karlmönnum urðu buxurnar síðar og var ullarjakki í stíl viö, sem var stuttur að framan og með síð- um löfum að aftan. Skyrtukraginn var mjög stífur og stór og náði uppundir höku. Síðan var klútur vafinn nokkrum sinnum um hálsinn og hnútur bundinn að framan.. Punktinn yfir i-ið setti stór og mikill Napoleons-hattur. Nú voru fötin mun einfaldari og þægilegri en áður var, þrátt fyrir að áhuginn á tískunni væri engu minni. I tísku var að „líta út fyrir að vera upptekinn". Um 1830 voru kjólarnir farnir að verða íburðarmeiri, pilsunum var aftur farið að fjölga, til að fá vídd í pilsið. Konur voru oft í 5 og allt upp í 10 undirpilsum. Stuttar og síðar ermar með púffi komu nú til sögunnar og um mittið höfðu konurnar belti. Utivið settu kon- urnar upp hatt með stórum fjöðr- um eða blómaskrúði, handskjól eða m.ö.o. múffur komu einnig fram á sjónarsviðið. Útivistarklæðnaður frá árinu 1895. Heimilishorn Grænmetisstöppur Stöppur úr kartöflum og rófum eru algengar á borðum, og þykja hinn besti matur, en það er hægt aö búa tii stöppur úr öðru grænmeti t.d. gulrótum, sellerírót, gulrótum og rófum í bland svo eitthvað sé nefnr. Gulrótastappa með púrru 200grgulrætur, 1 púrra, 2 tómatar, 'h dl hrísgrjón, grænmetissoð (eða teningur og vatn), 1 tsk. smjör, salt og pípar. Grænmetið þvegið og skorið í bita, tómötunum brugðið í heitt vatn til að ná af hýðinu. Grænmeti og hrísgrjón sett í pott, græn- metiskraftinum hellt yfir og soöiö í um það bil 20 mín, (grænmetiö á að vera mjúkt). Allt stappað saman, eða hrært saman í vél, og svo hitaö aftur. Bragðbætt með kryddi og smjörbiti settur í um leiö og borið er fram. Ætlaö fyrir 4. Selleristappa 200 gr sellerírót, 600 gr kartöflur, 'h dl steinselja, 2'h dl léttmjólk, 1 tsk. smjör eða smjörliki, 1 tsk. salt. Sellerí og kartöflur afhýdd, skor- in í bita, sett í pott og soðið í 20—30 mín. Soðinu hellt af (má nota í súpu eða sósu) og græn- metiö stappað, mjólkinni bætt í smám saman og hrært vel í á milli. Bragðbætt með kryddi. Sell- erístappa er góö með lambakjöti. Ætlað fyrir 4. Stappa úr rófum, gulrótum og kartöflum 1 rófa (ca. 800 gr) 3—4 gulrætur, Grænmetisstöppur. 4 stórar kartöflur, soðnar, soð eða vatn, salt. Rófan afhýdd og skorin í bita, sett í pott með hæfilegu vatni í, saltað. Gulræturnar rifnar gróft og settar út í þegar liðið er á suðu- tíma, allt soðið þar til það er meyrt, soðinu hellt af og allt stapp- að (þ.e. kartöflur, rófur og gulræt- ur) eða sett í blandara. Stappan hituð aftur í pottinum, bragðbætt að smekk. Ætlað 4—6, gott með pylsum og kjötbollum. Góð kartöflustappa 800 gr kartöflur, vatn, salt, 1 tsk. smjör eða smjörlíki, 1 tsk. salt, piparog múpkat. Hýðið tekið af kartöflunum og þær soðnar í hæfilegu vatni, salt- að, og soðinu hellt frá eða settar í blandara. Hitað í pottinum aftur og bragðbætt að smekk. Ætlað fyrir 4. Gott með steiktum mat eða öðru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.