Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11.APRÍL1986
HVAÐ
ERAD
GERAST
UM
Atriði í leikritinu Ella sem Egg-leikhúsiA sýnir um þessar
mundir.
Egg-leikhúsið:
ELLA
Sýningum fer nú óðum fækkandi á leikritinu Ella eftir
Þjóðverjann Herbert Acthernbusch. Verkið er í þýðingu
Þorgeirs Þorgeirssonar og hefur Egg-leikhúsið flutt það
að undanförnu. Um helgina verður Ella sýnd á laugardag
og sunnudag og hefjast sýningar kl. 21.00 íkjallara Hlað-
varoans á Vesturgötu 3.
Blásarkvintettinn ásamt Martin Berkofsky.
Kjarvalsstaðir:
Blásarakvinett Reykjavíkur og
Martin Berkofsky pfanóleikari
Blásarakvinetett Reykjavíkur og píanóleikarinn Martin Berkofsky halda tónleika á Kjarvals-
stöðum sunnudaginn 13. apríl kl. 21.00. Á ef nisskrá verða kvintettar fyrir blásara eftir
Þorkel Sigurbjörnsson (frumflutningur á nýrri og aukinni gerð verksins) og franska tón-
skáldið Jean Francaix svo og sextett fyrir píanó og blásarakvintett eftir Francis Poulenc.
Blásarakvintett Reykjavíkur skipa þeir Bernharður Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar
Jóhannesson, Joseph Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson.
Breiðholtsskóli:
Skólasýning - Foreldra-
skemmtun
Skólasýning og foreldraskemmt-
un vegna 200 ára afmælis Reykja-
víkur verður i Breiðholtsskóla laug-
ardaginn 12. apríl. Dagskráin er
þannig: Kl. 13 Opnun sýningar.
Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts
leikur. Uppákoma leikhóps. Kl. 14.
Foreldraskemmtun í sal. Kór, dans-
flokkur, fimleikar, leikatriði o.fl. Kl.
16. Sundmót ískólalaug. Kl. 18.
Sýningu lýkur.
Listasafn Einars
Jónssonar:
Safn og garður
Listasafn Einars Jónssonar er
opið alla daga nema mánudaga kl.
13.30 til 16. Höggmyndagarðurinn
er opinn daglega frá kl. 11 tiM 7.
Sædýrasafnið:
Dýrin mín stór og smá
Sædýrasafnið verður opið um
helgina eins og aðra daga frá kl.
10 til 19. Meöal þess sem ertil
sýnis eru háhyrningar, Ijón, ísbjörn,
apar, kindurog fjöldi annarra dýra,
stórra og smárra.
MYNDLIST
Ásmundarsalur:
Hallbjörg og Fischer
Málverkasýningu Hallbjargar
Bjarnadóttur og Fischers í Ásmund-
arsal lýkur sunnudaginn 13. apríl. Á
sýningunni eru 46 olíumálverk. Sýn-
ingineropinalladagafrákl. 14-22.
Pítubær í Keflavík
Myndlistarsýning
Sigríðar Rósenkars
Nú stenduryfirsýning á 19 olíu-
málverkum eftir Sigríði Rósenkars i
Pítubæ í Keflavík. Þetta er fyrsta
einkasýning Sigríðar, en hún hefur
tekið þátt i nokkrum samsýningum.
Sýningin eropin frá kl. 11.30 til
20.30
Gallerí íslensk list:
Sýning Sigurðar Þóris
Sýning Sigurðar Þóris í Gallerí
íslensk list, Vesturgötu 17, stendur
nú yfir. Opið laugardag og sunnu-
dag frá kl. 14 til 18 en aðra daga
frákl. 9 til 18.
Gallerí Gangskör:
10 myndlistarmenn
Galleríið er opiö alla virka daga
frákl. 12-18ogfrá 14-18 um
helgar. Að galleríinu standa 10
myndlistarmenn og eru verk þeirra
til sölu í galleríinu sem er til húsa
í Bernhöftstorfu.
Konan í list Ásmundar
Nú stendur yfir í Ásmundarsafni
við Sigtún sýning sem nefnist „Kon-
an í list Ásmundar Sveinssonar".
Er hér um að ræða myndefni sem
tekur yfir mestallan feril Ásmundar
og birtist i fjölbreytilegum útfærsl-
um.
Skurðlistarskóli
Hannesar:
Skurðlistarskóli HannesarFlosa-
sonar heldurtréskurðarsýningu i sal
tónlistarskólaris á Seltjarnarnesi við
Melabraut nk. laugardag og sunnu-
dag frá kl. 14-22 báða dagana. Þar
verða tréskerar við vinnu og allar
upplýsingar um starfsemi skólans,
sem er frístundaskóli, verða veittar.
Á sýningunni verður innritaö í fáein
laus pláss á vornámskeiði skólans.
SAMKOMUR
Spænskudeild Háskóla
íslands:
Spænskt kvöld í Félags-
stofnun
Spænskudeild Háskóla íslands
gengst fyrir spænsku kvöldi í Fé-
lagsstofnun stúdenta sunnudaginn
13. apríl kl. 20.30. Ádagskránni
verða söngur, tónlist og Ijóð frá
Spáni og Rómönsku-Ameríku.
Flutningur fer f ram á spænsku og
íslenskujöfnum höndum. íveturer
spænska kennd sem aðalgrein við
háskólann í fyrsta sinn og af því
tilefni vilja nemendur í greininni
vekja athygli á þeirri fjölbreyttu
menningu sem er að finna í hinum
spænskumælandi heimi.
Félag heimspekinema:
Um ástina
Soffía, félag heimspekinema,
efnir til samdrykkju um ástina í
Odda laugardaginn 12. apríl kl.
14-17. Dagskráin erþannig: Hall-
dór Guðjónsson kennslustjóri: 18
athugasemdir um ástina. Högni
Óskarsson geðlæknir: Hví ást?
Umræða og hlé. Helga Bachmann
leikkona: Ást erábyrgð. Páll Skúla-
son prófessor: Hvað er ást?
Naustið:
Helgardagskráin
Á föstudagskvöld mun Helgi
Hermannsson syngja m.a. lög úr
Eyjum. Hrönn og Jónas Þórir leika
Ijúfa tónlíst fyrir matargesti og
Dansband Jónasar Þóris mun svo
leika danstónlist við allra hæfi fram
til kl. 03.
Gestur kvöldsins á laugardag
verður Sverrir Guðjónsson söngvari.
Dansband Jónasar Þóris leikur fyrir
dansi til kl. 03. Söngvarar Helgi
Hermanns og Sverrir Guðjóns.
Diddúarkvöld veröur í Naustinu á
sunnudag. Diddú syngur og
skemmtir ásamt Ólafi Gauk, Hrönn
Geirlaugsdóttur, Jónasi Þóri og
Helga Hermannssyni. Melaskóla-
nemendurárg. 52 til 62 eru sérstak-
lega velkomnir. Jónas Þórir og Helgi
Hermanns leika m.a. bítlög fyrir
gesti tilOI.