Morgunblaðið - 13.04.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.04.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1986 47 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Orðsending til félags- manna Mjólkurfélags Reyjkavíkur Aðalfundir félagsdeilda M.R. fyrir árið 1986 verða haldnir sem hér segir: Reykjavíkur-, Bessastaða-, Garða- og Hafnarfjarðardeildir. Fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.30 í skrifstofu félagsins Laugavegi 164. Innri-Akraness-, Skilmanna-, Hvalfjarðar- strandar-, Leirár- og Melasveitardeildir. Föstudaginn 18. apríl kl. 14.00 í félags- heimilinu Fannahlíð. Vatnsleysustrandar-, Gerða- og Miðnes- deildir. Laugardaginn 19. apríl kl. 14.00 í Iðnsveina- félagshúsinu Tjarnargötu 7, Keflavík. Mosfells- og Kjalarnesdeildir. Mánudaginn 21. apríl kl. 15.00 í félags- heimilinu Fólkvangi, Kjalarnesi. Suðurlandsdeild. Miðvikudaginn 23. apríl kl. 14.00 að Inghóli, Selfossi. Kjósardeild. Föstudaginn 25. apríl kl. 14.00 í félags- heimilinu Félagsgarði. Aðalfundur félagsráðs verður haldinn laugardaginn 3. maí að Hótel Sögu og hefst kl. 12.00 á hádegi. Stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur. I Fargjaldastyrkur Bæjarsjóður Hafnarfjarðar tekur þátt í far- gjaldakostnaði nemenda úr Hafnarfirði sem stunda nám í framhalds- og sérskólum á höfuðborgarsvæðinu, utan Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Rétt á fargjaldastyrk eiga þeir sem stunda nám í framhalds- og sérskólum, þar sem námið stendur yfir a.m.k. eitt skólaár og lýkur með prófi. Miðað er viðfullt nám. Nemendum er bent á að snúa sér til bæjar- skrifstofunnar, Strandgötu 6, og fá þar umsóknareyðublöð sem fylla þarf út og fá staðfest hjá viðkomandi skóla. Umsóknum um fargjaldastyrk fyrir vorönn skal skila eigi síðar en 5. maí 1986. Sérstök athygli er vakin á breyttum út- hlutunarreglum. Nýjar reglur liggja frammi á bæjarskrifstofunni, Strandgötu 6,2. hæð. Bæjarritarinn í Hafnarfirði. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina janúar og febrúar er 15. maí nk. Sé launa- skattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðandi að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra og afhenda um leið launaskattsskýrslu íþríriti. Fjármálaráðuneytið. Dregið hefur verið íhappdrætti Fimleikasambands íslands. Vinningar drógust á eftirfarandi miða: Nr. 1-4: 838 — 958 — 2183 — 4046 og nr. 5-12: 8084 — 2301 — 6832 — 2190 — 1916-9990-7753-9271. Vitja skal vinninga á skrifstofu ÍSÍ. Söfnun fyrir Reykjadal Tilkynning um fjársöfnun Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra vegna uppbyggingar og viðgerða á sumardvalarheimili fyrir fötluð börn í Reykjadal. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur sumardvalarheimili fyrir fötluð börn í Reykjadal, Mosfellssveit. Undanfarin sumur hafa dvalið þar 70-80 börn ár hvert. Dvölin hefur verið börnunum og aðstandendum þeirra kærkomin hvíld og tilbreyting. I vetur varð gífurlegt vatnstjón á húsnæði heimilisins og nú þarf félagið á fjárhagsstuðn- ingi að halda til þess að starfsemin í sumar geti verið með líku sniði og undanfarin ár. Félagið hefur opnað hlaupareikning nr. 3001 i Búnaðarbanka íslands, Austurstræti 5, vegna framlaga í söfnun fyrir Reykjadal. Áprentaðir gíróseðlar liggja frammi í bönkum og sparisjóðum. Námsstyrkur Menningar- og minningarsjóður kvenna hef- ur ákveðið að veita námsstyrk, einn eða fleiri fyrir námsárið 1986-87. Umsóknum sé skilað fyrir 15. maí nk. á skrifstofu sjóðsins að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 3. hæð, sími 18156 á eyðublöð- um sem þar fást. Skrifstofa sjóðsins er opin mánudaga — fimmtudaga kl. 14-17 og fást þar nánari upplýsingar. Sjóðsstjórn. Auglýsing frá Verkakvennaféiaginu Framsókn um orlofshús sumarið 1986 Mánudaginn 14. apríl til og með 21. apríl nk. verður byrjað að taka á móti umsóknum félagsmanna varðandi dvöl í orlofshúsum félagsins. Þeir sem ekki hafa dvalið áður í húsinu hafa forgang til umsóknar dagana 14., 15. og 16. apríl. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins, Skipholti 50a, Reykjavík kl. 9-17 alla daga, símar 688930 og 688931. Athugið ! Ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Vikugjald er kr. 2.500,-. Félagið á þrjú hús í Ölfusborgum, eitt hús í Flókalundi og tvö hús í Húsafelli. Stjórnin. Reykjavík í myndlist sýning á Kjarvalsstöðum á Listahátíð 1986. Stjórn Kjarvalsstaða býður starfandi mynd- listarmönnum að taka þátt í sýningunni, sem haldin er í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur- borgar. Óskað er eftir listaverkum þar sem Reykjavík er yrkisefnið eða fyrirmyndin. Móttaka listaverka verður á Kjarvalsstöð- um mánudaginn 21. apríl nk. kl. 10.00 til 18.00. Æskilegt er að hver listamaður afhendi dóm- nefnd þrjú til fimm verk. Sýningin verður í vesturhelming Kjarvals- staða í júní og júlí í sumar, samtímis sýningu á verkum Picassos, sem verður í Kjarvalssal. Kjarvalsstöðum, 11. apríl 1986. ■^l Frá Grunnskóla Garðabæjar Vorskóli Innritun sex ára barna þ.e. barna sem eru fædd á árinu 1980 fer fram í Flataskóla s. 42656 og Hofsstaðaskóla s. 41103 vikuna 14.-18. apríl kl. 10-15. Skólahverfi Hofsstaðaskóla er norðan Vífils- staðavegar og austan Bæjarbrautar. Önnur hverfi ásamt Hnoðraholti eru í Flataskóla. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma, eigi þau að stunda forskólanám næsta vetur. Ertu að flyta í Garðabæ? Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytja í Garðabæ fyrir næsta vetur fer fram í skólunum vikuna 14.-18. apríl. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipulagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar, sem svo er ástatt um, -verði skráð á ofangreindum tíma. Nemendur sem fara í 6.-9. bekk næsta vetur eru innritaðir í Garðaskóla s. 44466 og í 3.-5. bekk Flataskóla. Nemendur í forskóla, 1. og 2. bekk skiptast eftir skólahverfum milli Hofsstaðaskóla og Flataskóla. Þeir sem hyggjast flytja úr bænum fyrir upphaf næsta skólaárs tilkynni það vinsam- legast á skrifstofu skólans. Skólafulltrúi. Orðsending til mjólkurframleiðenda í samræmi við reglugerð nr. 370/1985 og reglugerð nr. 178/1986 hefur stjórn Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins samþykkt að kaupa fullvirðisrétt af þeim mjólkurframleið- endum, sem eru reiðubúnir að hætta mjólk- urframleiðslu á þessu verðlagsári. Kaupverð er kr. 3.654,00 pr. ærgildisafurð í fullvirðisrétti. Sé allur fullvirðisréttur seldur, fellur búmark í mjólk niður, en lækkar ella í sama hlutfalli og seldurfullvirðisréttur. Frestur til að óska eftir sölu á fullvirðisrétti ertil 1. júní 1986. Nánari upplýsingar veita stjórn Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins, Framleiðsluráð land- búnaðarins og Landbúnaðarráðuneytið. Landbúnaðarráðuneytið, 10. apríl 1986. húsnæöi óskast íbúð óskast á leigu Óska eftir 4ra-5 herb. íbúð með góðu útsýni á góðum stað í bænum frá og með 1. júní. Öruggargreiðslur. Upplýsingar í síma 28783. Skrifstofur — vörugeymsla Viljum taka á leigu og/eða kaupa húsnæði undir félagsstarfsemi u.þ.b. 350-400 fm, þar af um 100 fm fyrir lager með aðkeyrsludyr- um. Helst á svæðinu frá Rauðarárstíg inn í Skeifu. Landssamband íslenskra rafverktaka, Hólatorgi2, simi 16744. íbúð óskast Óska eftir að taka á leigu 2ja-3ja herbergja íbúð frá 1. júní eða fyrr, helst í miðbæ eða vesturbæ Reykjavíkur. Fyrirframgreiðsla. |Upplýsingar í síma 16760 frá kl. 9.00-18.00. Ltd. (91) - 16760
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.