Morgunblaðið - 13.04.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL1986
25
Bðm úr Kópavogl velja sór myndbönd til leigu. Hljómplötusafn Stefáns A. Guöjónssonar.
Ólafsstofa
Það er gengið niður rauðan
hringstiga í lqallara hins nýja bóka-
safns. Þar eru bækur og blöð í hrúg-
um á borðum og tímanna tákn,
tölvan, og prentari henni við hlið,
standa úti í homi, óumbrotnir kass-
ar fyrir handrit og dagblöð standa
upp við vegg og brúnir pappakassar
frá Ljóma og fleiri fyrirtækjum
standa á gólfinu. Brunavamartæki
em hengd á einn vegginn. Uppi á
gráum litlum jámskáp stendur
grænmáluð gipsmynd af Steini
Steinarr og horfir hugsandi yfir á
langborð í miðjum salnum þar sem
Hrafn hefur raðað ýmsum dýrgrip-
um í eigu safnsins. Frá vegg vinstra
megin horfír Ólafur Ólafsson læknir
úr svörtum ramma niður til blaða-
manns, það er hann sem hefur
safnað nánast öllu sem þessi kjallari
hefur að geyma. Á hillu við hring-
stigann stendur svo koparafsteypa
af þjóðskáldi Kópavogs, Þorsteini
Hrafn viö langboróið í Ólafastofu.
Valdimarssyni. Afsteypumar af
Þorsteini og Steini gerði Magnús Á.
Ámason. Það er svalt í húsakynnum
Ólafssafns, enda er þar loftræsti-
kerfi sem í er blandað raka svo
hæfilegt rakastig haldist í sölunum.
Var óþreytandi í
söfnun sinni
Ólafur ÓLafsson læknir var einn
af landsins mestu tímarita-, blaða-
og bókasöfnurum. Að sögn Hrafns
kvaðst Ólafur hafa eignast sína
fyrstu bók þegar hann var fermdur
sem hefur að líkindum verið árið
1913 en hann var fæddur 1899 og
dó árið 1979. Frá fermingarári sínu
safnaði hann bókum og öllu prent-
uðu efni og var óþreytandi í söfnun
sinni. í þessu safni má segja að
hægt sé að fræðast um flestallar
hliðar hins íslenska þjóðfélags, jafn-
vel hundmð ára aftur í tímann,
taka á púlsi hins iðandi mannlífs á
ýmsum tímum, lesa um gleði og
MflNNBJORG!
, I.VmHJHH VMt STOIAW
HOHM \ IH WUKklH UI M.I IVHIK
j Tt MIIJJOMK KKO.NK
: rinir Ijtmt nitna IjniHit
f 'L ™ '— j|' I f : íiltitn. rJa jJ nulljnnit,
Afbrotinn og: glæpum fjölgar ugþrv’ænlega
CtUnr4»i*n«tM mM ll'ml M>wéryi «MI
t»tr. WMw «« |V»i
t*rf ♦«» O«0 i*» rKV«» **>rfxh m*4** .í.a*f **
ylarpor ot frifI
í'iK
W 1» irniflotiur.ph.Mi i ifrafl
Jt: K.. *
FjtMW tj«r» mnnwt prs
AxtJr nii iirit ,tV m lir. KtM
«1 WWiVABAItm .3 míío&o
Auglýslng úr blaðl
sorgir, baráttu um völd og peninga
og hlutskipti hinna fátæku. Það er
undarleg tilfinning að standa þann-
ig svo gott sem andspænis forfeðr-
unum.
Fregnmiðar
Auk þess sem fyrr er nefnt er í
Ólafssafni álitlegt safn af smáprenti
og fregnmiðum sem tíðkuðust um
síðustu aldamót og fram á þessa
öld. Þá komu blöðin út sjaldnar en
nú er og voru slíkir miðar hengdir
upp á Ijósastaura og húsveggi. Þar
eru líka samningar um flutning
fólks til vesturheims, boðunarbréf
Kristjáns konungs áttunda til ís-
lenskra alþingismanna á hið endur-
reista alþingi íslendinga árið 1843
og svo mætti lengi telja.
Margt skrítið og skemmtilegt er
þarna að sjá frá sjónarhóli nútíma-
mannsins. Þama er lítið kver sem
hefur að geyma lög Gijótfélagsins
í Reykjavík. Fyrirætlan þess var,
Gömul sfmaskrá
að gera það auðveldara fyrir þá sem
selja gijót að koma því út sem fyrst
og fá það borgað samstundis, með
því að kaupa gijót á vetuma, bæði
unnið og óunnið, og selja það svo
aftur þegar kaupandi býðst. Þama
eru líka lög Vindlagjörðafélagsins
í Reykjavík. Tilgangur þess var að
stofna tóbaksverksmiðju í Reykja-
vík og með því auka innlendan
iðnað. Það var C. Zimsen sem var
forkólfur fyrra félagsins en Tryggvi
Gunnarsson þess síðara, báðir
kunnir athafnamenn.
Hrafn dregur fram ofurlitla bók
sem hefur að geyma slitur af „Jó-
hönnu raunum", rímum eftir séra
Snorra Bjömsson á Húsafelli sem
prentaðar vom í Hrappsey 1781.
Þetta er eitt dæmið um natni Ólafs
og fundvísi á fágæti í íslenskri bóka
og blaðaútgáfu. Rímur þessar eru
með gotnesku letri og nánast hand-
ritsgerð á hinum smáu upplímdu
blaðsíðuslitmm og stafsetningin
fomleg mjög, kommur vom að jafn-
aði ekki notaðar á þessum tímum
heldur skrifað t.d. aadur (áður).
Safn af greinum um ís-
lenskar persónur
í innri sal era hillur þétthlaðnar
kössum fullum af dagblöðum og þar
er líka að finna innbundnar sýslu-
fundargerðir. Þar em líka helstu
íslensk tímarit frá upphafi, svo sem
Skímir, Læknablaðið og Heimir,
sem gefið var út í vesturheimi. I
litlum trékössum á gólfi herbergis-
ins inni í homi em um 20 þúsund
umslög sem hafa að geyma upplýs-
ingar um íslenskar persónur sem
hafa birst í blöðum og tímaritum
frá því um 1920 til um það bil
1976. Þetta safn ætti að geta orðið
mikil náma þeim sem stunda ætt-
fræði. Það var Guðmundur Guðni
Guðmundsson sem safnaði þessum
upplýsingum og seldi Bókasafni
Kópavogs árið 1985. í safni Ólafs
er aftur á móti mikill flöldi graf-
skrifta um fólk og ýmislegt tæki-
færisprent, svo sem drápur sem
ortar vom af tilefni eins og kon-
ungskomu o.fl. í svörtum kápum
standa lítil rit þétt saman og hafa
að geyma æviminningar Qölda fs-
lendinga frá öldinni sem leið.
Skrá yfir þá sem áttu
með sig sjálfir
Auk dagblaðanna er þama að
finna mikinn fjölda landsmálablaða
og blaða og rita sem komu út um
skamma hríð, sum hver mjög fágæt.
Efst uppi í hillu tróna gamlar síma-
skrár og nokkm neðar í annarri
hillu em skrár „yfir hér um bil alla
bæjarbúa sem eiga með sig sjálfir"
eins og stendur í formálsorðum eftir
Bjöm Jónsson sem skráði. Elsta
slík skrá er frá árinu 1903. Gamlar
skattskrár em við hlið bæjar-
skránna og verða skattskrámar æ
digurri eftir því sem árin líða.
Bækur íslenskra höfunda standa í
löngum röðum og ekki em ómerkari
bækur útlendra höfunda um ísland,
sumar mjög gamlar og torfengnar.
Starfsmenn bókasafnsins hafa verið
að vinna að því skemmtilega verki
að raða þessu merka safni upp og
skrá það og binda inn það sem óinn-
bundið er.
Ýmist fágæti
í klefa, innúr innri salnum, sem
lokaður er með jámhurð, em mestu
dýrgripimir geymdir. Þar er and-
rúmið mettað þessari sætu innilok-
unarlykt sem einkennir vemstaði
gamalla bóka. Fyrir enda klefans
er stóll og borð sem á er sjálf Flat-
eyjarbók, en sú er þó í nýju bandi,
Hrafn kemur með bunka af gömlum
nasistablöðum sem mörg hver em
mjög fágæt því menn hafa fyrir
satt að sumum hafi verið þau þymir
í augum þegar frá leið og jafnvel
viljað afmá þau. Þess vegna em
þau yfirleitt til í fáum eintökum.
Hrafn dregur einnig niður úr hillu
gamla bók um Island, „En sommer
i Island", eftir C.W. Paijkull sem út
kom árið 1867, önnur svipuð kom
út árið 1780, „Letters on Iceland",
gefin út í Dublin, eftir Uno Von
Troil.
Þama í hillum státa Fjölnir, Ár-
mann á Alþingi, Minnisverð tíðindi,
Klausturpósturinn, Rit lærdóms-
listafélagsins og fleira í þeim dúr,
allt frábær eintök og vel innbundin.
í einni hillunni liggur opinn pappa-
kassi með fregnmiðum. Á ýmsum
þeirra kemur vel fram harkan í
pólitíkinni um og undir síðustu
aldamót.
Rímnasafn
Tvær hillur óg hálfri betur em
þama fullar af rímum af öllu tagi,
þessu uppáhaldslesefni íslendinga á
síðustu öld. Jónas Hallgrímsson
skáld kom rímunum í ónáð hjá
löndum sínum með frægum ritdómi
í Fjölni og þótti mörgum súrt í broti.
Lítill miði liggur við hlið hinnar
snyrtilega innbundnu Flateyjar-
bókar í mörgum bindum. Á miða
þessum vottast að Guðbjörg Sigurð-
ardóttir, fædd á Hörgshlíð, þá tví-
tug, var kúabólusett 23. maí 1885
af Kr. Kristjánssyni. Efst á miðan-
um stendur Chr. R. IX - kúabólu-
setningarattest nr. 70.
Einkasafn Barböru og
Magnúsar A. Arnason-
ar
Það em lítil brot sem tilfærð em
hér af því góssi sem er að finna í
safni Ólafs Ólafssonar læknis, en í
klefanum innan jámbentu hurðar-
innar er einnig brún tekkkommóða.
Þar i em varðveitt handrit Magnús-
ar Á. Ámasonar' og Barböm konu
hans. Vífill sonur þeirra gaf Kópa-
vogsbæ þessi handrit og einnig
skissur að myndum eftir þau, hand-
rit af ljóðum Magnúsar og Ieikritum
og nótur af tónlist hans, sönglögum,
sónötum og fleiri tónverkum, margt
af því hefur aldrei verið flutt. Hrafn
gat þess að eitt sinn hafí kona ein
hringt til sín utan úr bæ og beðið
sig að sækja úrklippusafn sem hún
hefði safnað um þau hjón Magnús
og Barböm. Safn þetta er einnig
varðveitt í brúnu tekkkommóðunni.
Hljómplötusafn Stefáns
A. Guðjónssonar
Þegar við komum út úr dýrgripa-
klefanum fömm við aftur inn í
salinn með langborðinu. Á veggnum
gegnt borðinu em hillur frá lofti til
gólfs fullar af hljómplötum. Þetta
er eitt stærsta plötusafn landsins.
Það gaf Stefán A. Guðjónsson
verkamaður sem þrátt fyrir örðuga
lífsbaráttu tókst að safna öllum
þessum plötum á undanfomum ára-
tugum. Þetta em um 6000 plötur,
mestallt sígild tónlist af ýmsu tagi,
jöfnum höndum hljómsveitarverk
og sönglög. Inn í milli em þama
fágætar og dýrmætar plötur að
sögn Hrafns. í Olafsstofu em einnig
varðveitt tónlistarprógrömm, m.a.
mörg prógiömm frá tónleikum Tón-
listarfélags Reykjavíkur frá fyrri
tíð.
Staður fyrir fræðimenn
og grúskara
Þess má geta að Ólafsstofa er
opin tvisvar í viku, mánudag og
miðvikudag, milli klukkan 16 og
19. Hrafn sagði að plássleysi háði
mjög þeirri stofnun, en beðið er
eftir lestrarsal sem á að verða við
hlið salanna sem áður er lýst. Þar
er nú önnur starfsemi eins og er.
Þar gæti orðið gott pláss fyrir
frasðimenn og grúskara, allt að
þijátíu sæti alls.
Ljóspenni notaður við
skráningu útlána
Um leið og gengið er upp hring-
stigann frá ísienskri fortíð á gulnuð-
um blöðum getur Hrafn þess að
verið sé að undirbúa forrit í tölvu
til að nota við skráningu útlána.
Þar verður notaður svokallaður ljós-
penni. Fyrirtæki sem heitir Hugver
er að vinna þetta forrit. Bókasafn
Kópavogs mun væntanlega taka
það í notkun í vor og er gert ráð
fyrir að að það leiði til sparnaðar,
betri þjónustu og eftirlits. Bókasafn
Kópavogs verður þá fyrst. fyrir-.
tækja landsins til að nota þessa nýju
tækni.