Morgunblaðið - 13.04.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.04.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. APRÍL1986 , 27 Flugmenn - flugmála- stjóri — veðurfræðingar eftir Guðbrand Jónsson Langlundargeð og þolinmæði ís- lenskra atvinnuflugmanna á sér engin takmörk. Það er ekki að ástæðulausu að stéttin sem slík sé álitin ein hæfasta í heimi, einkum Vestur-Berlín: Viðræður til að stöðva straum með tilliti til þess, sem þeir láta yfirvöld hérlendis bjóða sér í að- stæðum til atvinnuflugs, en þessi dýrð hefur kostað miklar mann- fómir. Það þarf að fara til svörtustu Afríku til að finna lélegri aðstæður og flugvelli en þá, sem hér er boðið upp á til atvinnuflugs. Allir veður- fraeðingar á íslandi ero saman- komnir í einu húsi við Öskjuhlíð í Reykjavík. Þar sitja þeir allan sólar- hringinn og taka við viðkvæmum veðurupplýsingum frá hópi af al- gjömm viðvaningum víðsvegar af landinu. Það er ekki einn einasti veðurfræðingur staðsettur á Vest- flörðum, heldur ekki á Norðurlandi og því síður á Austurlandi eða Suðurlandi. Flugmenn á íslandi em að þjóna sjávarplássum og útgerð hérlendis. I öllum þessum sjávarplássum er ekki einn einasti veðurfræðingur, ekki snefill af öllum þeim veðumpp- lýsingum sem veðurfræðingar við Oskjuhlíð sitja á og bíða þar eftir að einhver hringi. Þetta er opinbert hneyksli og gáleysi íslenskra stjóm- valda að svo skuli 'komið fyrir þess- ari þjóð, sem allt sitt á komið undir samgöngum og sjómönnum íslands. Vissulega læra skipstjórar og flugstjórar veðurfræði. En hvemig dettur veðurfræðingum í hug að flugstjóri í blindflugi, að nóttu eða degi, eigi að fara að því, að gera flóknar og nákvæmar veðurat- huganir á 300 kflómetra hraða á klukkustund, ef hann sér ekki lengra en fram á vængenda. Hér velta veðurfræðingar frá sér ábyrgð, yfir á skip — og flugstjóra, sem eiga hér gera nákvæmar at- huganir á nokkmm sekúndum, þegar allt er komið í óefni. Það tekur 7 ár að læra til embættisprófs í veðurfræði, það ætti Markús Einarsson að vita. Það er varla nema von að það verði sjóslys og flugslys á íslandi á meðan þessi siðlausa stefna íslenskra stjóm- valda viðgengst i málefnum þessara almannavamaþátta sem veður er. Flugmálastjóri er sinnulaus í málefnum veðumpplýsingaþjón- ustu á öllum flugvöllum landsins, þar sem ekki er að finna einn ein- asta flarrita sem getur gefíð upplýs- ingar frá musterinu 'i Reyjavík og ekki er sigiingamálastjóri áhuga- samari um velferð og öryggi sjó- manna í sjávarplássum á íslandi. Ég skora hér með á samgöngu- málaráðherra íslands, að sjá til þess að enginn flugsijóri eða skip- stjóri fari úr höfn, ábyrgur fyrir lífí og limum fjölda fólks, fyrr en hann hafi undirritað yfirlýsingu í viður- vist opinbers embættismanns þess efnis að hann hafi kynnt sér veður- far, veðurspár og vinda á þeim tíma sem úthaldið stendur yfír. Höfundur er flugmnður. ólöglegra útlendinga Bonn, AP. FRANZ Josef Strauss, ríkisstjóri Bæjaralands, sagði á fimmtudag að austur- og vestur-þýskir sér- fræðingar ætluðu að ræða leiðir til að efla eftirlit við landamæri Vestur-Berlínar. Vestur-þýskir embættismenn hafa löngum kvartað yfir því að Vestur-Þjóðveijar geri lítið til að stöðva straum útlendinga, sem ferð- ast til Austur-Berlínar og fara yfir til Vestur-Berlínar án þess að eftir því sé tekið. Hér er aðallega um að ræða fólk, sem ekki er frá Evr- ópu og kemur til að leita hælis í Vestur-Þýskalandi. Vestur-Þjóðverjar hafa ekki eft- irlit með umferð milli borgarhlut- anna þar sem þeir viðurkenna ekki opinberlega að Austur- og Vestur- Berlín séu tvær borgir. Þetta vandamál komst í hámæli í Vestur-Þýskalandi eftir spreng- inguna í diskótekinu „La Belle“ í Vestur-Berlín um síðustu helgi. Embættismenn stjómarinnar í Bonn lýstu yfir því á miðvikudag að sannanir lægju fyrir að sendiráð Líbýu í Austur-Berlín hefði staðið á bak við sprengjutilræðið og tók Kohl, kanslari, undir það í gær. Lögreglan í Vestur-Berlín segir að fræðilega sé hægur vandi að koma til Vestur-Berlínar frá Austur- Berlín með sprengju í farangrinum, koma sprengjunni fyrir og snúa aftur til Austur-Berlínar. Strauss sagði að þessar viðræður yrðu á næstunni eftir að hafa rætt við Gunther Mittag, sem situr í Stjómmálaráði Austur-Þýskalands. Mittag ræddi einnig við Helmut Kohl, kanslara, Philipp Jenninger, forseta Sambandsþingsins í Bonn, og Richard von Weizsacker, forseta Vestur-Þýskalands, í tveggja daga heimsókn sinni. BV Hand lyfti vagnar Eigum ávallt fyrirliggjandi hina velþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. UMBOÐS- OG HE/LDVERSLUN BlLDSHÖFÐA 16 SlMI:672444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.