Morgunblaðið - 13.04.1986, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.04.1986, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. APRÍL1986 , 27 Flugmenn - flugmála- stjóri — veðurfræðingar eftir Guðbrand Jónsson Langlundargeð og þolinmæði ís- lenskra atvinnuflugmanna á sér engin takmörk. Það er ekki að ástæðulausu að stéttin sem slík sé álitin ein hæfasta í heimi, einkum Vestur-Berlín: Viðræður til að stöðva straum með tilliti til þess, sem þeir láta yfirvöld hérlendis bjóða sér í að- stæðum til atvinnuflugs, en þessi dýrð hefur kostað miklar mann- fómir. Það þarf að fara til svörtustu Afríku til að finna lélegri aðstæður og flugvelli en þá, sem hér er boðið upp á til atvinnuflugs. Allir veður- fraeðingar á íslandi ero saman- komnir í einu húsi við Öskjuhlíð í Reykjavík. Þar sitja þeir allan sólar- hringinn og taka við viðkvæmum veðurupplýsingum frá hópi af al- gjömm viðvaningum víðsvegar af landinu. Það er ekki einn einasti veðurfræðingur staðsettur á Vest- flörðum, heldur ekki á Norðurlandi og því síður á Austurlandi eða Suðurlandi. Flugmenn á íslandi em að þjóna sjávarplássum og útgerð hérlendis. I öllum þessum sjávarplássum er ekki einn einasti veðurfræðingur, ekki snefill af öllum þeim veðumpp- lýsingum sem veðurfræðingar við Oskjuhlíð sitja á og bíða þar eftir að einhver hringi. Þetta er opinbert hneyksli og gáleysi íslenskra stjóm- valda að svo skuli 'komið fyrir þess- ari þjóð, sem allt sitt á komið undir samgöngum og sjómönnum íslands. Vissulega læra skipstjórar og flugstjórar veðurfræði. En hvemig dettur veðurfræðingum í hug að flugstjóri í blindflugi, að nóttu eða degi, eigi að fara að því, að gera flóknar og nákvæmar veðurat- huganir á 300 kflómetra hraða á klukkustund, ef hann sér ekki lengra en fram á vængenda. Hér velta veðurfræðingar frá sér ábyrgð, yfir á skip — og flugstjóra, sem eiga hér gera nákvæmar at- huganir á nokkmm sekúndum, þegar allt er komið í óefni. Það tekur 7 ár að læra til embættisprófs í veðurfræði, það ætti Markús Einarsson að vita. Það er varla nema von að það verði sjóslys og flugslys á íslandi á meðan þessi siðlausa stefna íslenskra stjóm- valda viðgengst i málefnum þessara almannavamaþátta sem veður er. Flugmálastjóri er sinnulaus í málefnum veðumpplýsingaþjón- ustu á öllum flugvöllum landsins, þar sem ekki er að finna einn ein- asta flarrita sem getur gefíð upplýs- ingar frá musterinu 'i Reyjavík og ekki er sigiingamálastjóri áhuga- samari um velferð og öryggi sjó- manna í sjávarplássum á íslandi. Ég skora hér með á samgöngu- málaráðherra íslands, að sjá til þess að enginn flugsijóri eða skip- stjóri fari úr höfn, ábyrgur fyrir lífí og limum fjölda fólks, fyrr en hann hafi undirritað yfirlýsingu í viður- vist opinbers embættismanns þess efnis að hann hafi kynnt sér veður- far, veðurspár og vinda á þeim tíma sem úthaldið stendur yfír. Höfundur er flugmnður. ólöglegra útlendinga Bonn, AP. FRANZ Josef Strauss, ríkisstjóri Bæjaralands, sagði á fimmtudag að austur- og vestur-þýskir sér- fræðingar ætluðu að ræða leiðir til að efla eftirlit við landamæri Vestur-Berlínar. Vestur-þýskir embættismenn hafa löngum kvartað yfir því að Vestur-Þjóðveijar geri lítið til að stöðva straum útlendinga, sem ferð- ast til Austur-Berlínar og fara yfir til Vestur-Berlínar án þess að eftir því sé tekið. Hér er aðallega um að ræða fólk, sem ekki er frá Evr- ópu og kemur til að leita hælis í Vestur-Þýskalandi. Vestur-Þjóðverjar hafa ekki eft- irlit með umferð milli borgarhlut- anna þar sem þeir viðurkenna ekki opinberlega að Austur- og Vestur- Berlín séu tvær borgir. Þetta vandamál komst í hámæli í Vestur-Þýskalandi eftir spreng- inguna í diskótekinu „La Belle“ í Vestur-Berlín um síðustu helgi. Embættismenn stjómarinnar í Bonn lýstu yfir því á miðvikudag að sannanir lægju fyrir að sendiráð Líbýu í Austur-Berlín hefði staðið á bak við sprengjutilræðið og tók Kohl, kanslari, undir það í gær. Lögreglan í Vestur-Berlín segir að fræðilega sé hægur vandi að koma til Vestur-Berlínar frá Austur- Berlín með sprengju í farangrinum, koma sprengjunni fyrir og snúa aftur til Austur-Berlínar. Strauss sagði að þessar viðræður yrðu á næstunni eftir að hafa rætt við Gunther Mittag, sem situr í Stjómmálaráði Austur-Þýskalands. Mittag ræddi einnig við Helmut Kohl, kanslara, Philipp Jenninger, forseta Sambandsþingsins í Bonn, og Richard von Weizsacker, forseta Vestur-Þýskalands, í tveggja daga heimsókn sinni. BV Hand lyfti vagnar Eigum ávallt fyrirliggjandi hina velþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. UMBOÐS- OG HE/LDVERSLUN BlLDSHÖFÐA 16 SlMI:672444

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.