Morgunblaðið - 13.04.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.04.1986, Blaðsíða 51
 m Minning: Skúlína H. Guð- mundsdóttir Fædd 10. nóvember 1898 Dáin 18. marz 1986 Hinn 18. marz andaðist á sjúkra- húsinu í Keflavík Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir frá Krossnesi í Grundarfírði, á áttugasta og átt- unda aldursári. Ellin hafði leikið þessa frænku mína hart síðustu árin. Hún var ijarri sínum fomu slóðum og blind síðustu tvö árin. — Fyrir löngu hafði maður hennar, Jóhannes Þorgrímsson, ort um Grundarfjörð: Ég þekki fjðrð svo fagurbláan við fótskör draums og stuðlalags. Og hversu löngum sæll ég sá hann við sólarris hins nýja dags... Og síðan spyr hann: Hvar eygist fegri fjallaröðin en Fellið, Mönin, Hyman, Stöðin? Skúlína hefur án efa svarað þessari spumingu svo, að engin fjallaröð væri fegurri þeirri, sem hér hefur nefnd verið. Hún var náttúruunnandi, sem kunni að meta það umhverfí, sem hún var alin upp við. Þar vildi hún vera og féll þungt að þurfa að hvérfa á braut. Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir fæddist í Krossnesi 10. nóvember 1898. Foreldrar hennar vom hjónin Guðmundur Skúlason útvegsbóndi þar og Guðrún Kristín Jóhannes- dóttir. Var Skúlína yngst níu systk- ina, sem upp komust og sú þeirra, sem lengst lifði. Auk Skúlínu vora Krossnessystkinin þessi: Anna Soff- ía (f. 1883, d. 1968), starfaði lengstum í Reykjavík. Guðrún (f. 1885, d. 1954), húsfreyja í Lárkoti í Grandarfírði. Ólafía (f. 1886, d. 1974), húsfreyja í Krossnesi. Guð- mundur Skúli (f. 1888, d. 1908), fórst ungur í róðri frá Kvíabryggju. Jóhannes (f. 1890, d. 1961), bóndi og vitavörður í Krossnesi. Kristensa (f. 1891, d. 1972), starfaði lengst- um í Reykjavík. Láras (f. 1892, d. 1953), bóndi í Krossnesi. Sigríður (f. 1896, d. 1967), starfaði lengst- um í Reykjavík. Á uppvaxtaráram Skúlínu Hlífar var jöfnum höndum lögð stund á sjósókn og búskap í Krossnesi. Einkum var sjórinn mikið sóttur, á meðan faðir hennar lifði, en hann andaðist árið 1920. Eftir það stýrði ekkja hans, Guðrún Kristín, búinu með aðstoð bama sinna, sem þá vora öll uppkomin. En árin milli stríða vora ekki hagstæð Snæfell- ingum. Þeir áttu erfítt með að laga sig að nýjum háttum við sjósókn og margir hinir gömlu útgerðar- staðir lögðust nær í auðn. Ekki fór svo með Krossnes að sinni, en miklu þrengra varð þar um lífsafkomu, eftir að af lögðust fomir útgerðar- hættir. Guðrún Kristín bjó í Kross- nesi til dauðadags, árið 1937, en eftir það skiptist jörðin að fullu á milli fjögurra bama hennar, sem þá höfðu reyndar fyrir nokkra stofnað sjálfstæð heimili. Var Skúl- Félag kaþólskra leikmanna: Fyrirlestur um heilaga Margréti frá Antíokkíu ÁSDÍS Egilsdóttir bókmennta- fræðingur flytur fyrirlestur á fundi Félags kaþólskra leik- manna í safnaðarheimili félags- ins að Hávallagötu 16, mánudag- inn 14. apríl kl. 20:30. Fyrirlesturinn fjallar um sögu heilagrar Margrétar frá Antíokkíu og um hversu nytsamleg sú saga þótti vera fram eftir öldum við fæðingarhjálp. Margrét naut mik- illa vinsælda og taldist til hinna Qórtán hjálpenda í nauðum. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestri þessum. ' (Fréttatilkynning) ína einn hinna nýju búenda, en hún hafði gifzt árið 1930 Jóhannesi Ólafí Þorgrímssyni frá Miklhól í Skagafírði. Hann hafði komið I Eyrarsveit árið 1928 sem bama- kennari og stundaði einkum kennslu á Bryggju (Kvíabryggju), sem á þessum áram var aðalþétt- býliskjami sveitarinnar. Skúlína og Jóhannes reistu sér snoturt timburhús á sínum hluta Krossneslands og nefndu staðinn Foma-Krossnes, því að þar vora tóftir frá eldri tímum. Frá húsinu í Foma-Krossnesi var víðsýni mikið, einkum út yfír Krossnesvatn og Bjargið. Lengra fram undan var svo sjálfur Bréiðafjörður og allt um kring „Fellið, Mönin, Hyman, Stöð- in“. í Foma-Krossnesi bjuggu þau Skúlfna og Jóhannes á áranum 1930 til 1975. Þau eignuðust fjögur böm, sem öll era á lífi. Þau era: Arnór Björgvin, starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og býr í Njarð- vík. Hann var kvæntur Guðbjörgur Einarsdóttur, sem nú er látin. Dóttir hennar ólst upp með þeim Amóri. — Guðmundur Lárus Skúli, út- gerðarmaður í Grundarfirði, kvæntur Jóhönnu Pálmadóttur og eiga þau fjögur börn. — Guð- rún Kristín, húsfreyja í Reykjavík, gift Kjartani Stefánssyni og eiga þau einnig fjögur böm. — Kristín Salbjörg, húsfreyja í Reykjavík, giff Bimi Benediktssyni og eiga þau einn son. Bamaböm Skúlínu og Jóhannesar era nú orðin sjö. Ég man fyrst eftir Skúlínu frænku minni á áranum eftir síðari heimsstyijöld, 'þ.e. fyrir um .40 árum. Þá var enn stundaður bú- skapur í Krossnesi með nokkuð fomlegum hætti. Að heyskap var gengið að mestu án véla, tekinn var upp mór og þvottar þvegnir úti í læk. Við allt þetta fékkst húsfreyja ásamt venjulegum innistörfum og vék sér hvergi undan. Mér fannst hún eiginlega alltaf vera eitthvað að starfa og þá jafnan með glöðu geði, enda þrek, glaðlyndi og kjark- ur meðal sterkra einkenna í skap- gerð hennar. Jóhannes Þorgrímsson andaðist árið 1975 og lét Skúlína þá af bú- skap í Foma-Krossnesi. Eftir það dvaldist hún með bömum sínum, ýmist í Grandarfírði, Reykjavík eða Njarðvfk, en eins og áður sagði lézt hún hinn 18. marz síðastliðinn. Hún var jarðsungin frá Grandarfjarðar- kirkju 25. marz. — Blessuð sé minning hennar. Heimir Þorleifsson ruu. rife Nf ntoiam ffmmfmitím Svefnbekkir, skrifborð, bókahillur, skápar, tölvuborð o.fl. 20% UTB0RQUI1 12 MÁI1AÐA QREIÐ5LUKJÖR b/»>W fe^að. Vl6lu &nmitt HUSGAGNAVERSLUNIN vlÐJA Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 þarsem góðu kaupin gerast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.