Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 3
.r.r.r t?„r.. n■ .n.iTw..,, ‘jiiirfjTffinrrf. rvtmrjrxTtr ^a..
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐalKlHl/AIVINNULfF FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
B 3
EFTA
íslendingar lýstu
áhyggjum sínum
yfir ríkisstyrkjum
Á fundi ráðgjafamefndar Frí-
verslunarsamtaka Evrópu,
EFTA, þar sem Albert Guð-
mundsson iðnaðarráðherra var í
forsæti að þessu sinni, var sem
oftar rætt um það hvernig megi
ryðja margvíslegum hindrunum
úr vegi i viðskiptum milli EFTA-
landanna og eins við Evr-
ópubandalagslöndin. Fulitrúar
íslands í nefndinni hafa um ára-
bil vakið athygli á vaxandi ríkis-
styrkjum til ýmissa atvinnu-
greina í mörgum Evrópulöndum
og hvernig þeir grafa undan öllu
fríverslunarsamstarfi. Ólafur
Davíðsson, fulltrúi Félags ísl.
iðnrekenda í nefndinni, gerði
þessi mál enn að umtalsefni á
fundinum í Genf og benti sér-
staklega á hvemig undirboð í
skjóli ríkisstyrkja í nágranna-
löndunum væra að leika íslensk-
an skipasmiðaiðnað.
í ræðu sinni benti Ólafur á að á
íslandi væri orðið æ erfiðara að
veija grundvallarregluna um fijáls
viðskipti milli landa vegna þess að
sú tilfínning væri orðin almenn að
ríkisstyrkir til ýmiss konar iðnaðar
í nágrannalöndunum færu vaxandi
og áhrif slíks á almenningsálitið
væru langt umfram raunverulegan
fjölda tilfella af þessu tagi.
Ólafur benti einnig á að á Islandi
stæðu menn ekki einungis frammi
fyrir slfkum tilfellum í hefðbundn-
um greinum. íslenskt efnahagslíf
byggðist á fískveiðum og físk-
vinnslu, sem væri grein er væri rík-
isstyrkt í ríkum mæli í helstu
samkeppnisjöndum okkar. Þar að
auki staeðu íslendingar frammi fyrir
magntakmörkunum varðandi fisk-
útflutning til ýmissa EB-landa og
þar væru síðstu dæmin tvö nýjustu
EB-ríkin, sem hefðu verið fastir
fískkaupendur á íslenskum sjávar-
afurðum frá fomu fari. Allt þetta
kvað Ólafur hafa átt þátt í að gera
aðstoð stjómvalda við iðngreinar
að mikilvægu en viðkvæmu um-
ræðuefni á Islandi.
Ólafur sagði að sér væri ljóst að
þessi málefni ríkisstyrkja væru nú
til athugunar hjá efnahagsnefnd
samtakanna. Hann kvaðst vonast
til að þessari athugun yrði lokið hið
bráðasta og að hún myndi varpa
ljósi á þetta mikilvæga en hvimleiða
mál, sem hefði því miður ekki tekist
með fyrri athugun. Hann minnti
einnig á að þótt athuganir af þessu
tagi væru oft gagnlegar, þá væri
prófraunin fólgin í framkvæmdinni.
Hann kvaðst þess fullviss að ekki
myndi standa á íslendingum að
grípa til allra nauðsynlegra ráðstaf-
ana í þessu skyni en þær ráðstafanir
yrðu áreiðanlega í fyllsta samræmi
við þær alþjóðlegu sámþykktir sem
þjóðin hefði gengist undir að hlíta.
Iðnþróunar-
sjóður lækkar
vexti
ÚTLÁNAVEXTIR Iðnþróunar-
sjóðs lækkuðu frá og með 1.
apríl sl. úr 11% í 9,5%. Útlána-
vextir höfðu fram að þeim tíma
verið óbreyttir frá 1. maí 1985.
í frétt frá Iðnþróunarsjóði segir
að útlán sjóðsins hafi samkvæmt
lögum verið gengistryggð miðað við
bandaríkjadollar. Lögum sjóðsins
hefur nú verið breytt og eftir mitt
þetta ár býður sjóðurinn upp á lán
f fleiri gjaldmiðlum.
Sjálfvirkt stýrikerfi
milli áfyllingar-
vélar og vogar
NÁKVÆM áfylling er mjög þýð-
ingarmikil í matvæla- og efnaiðn-
aði. Áfyllingin á ekki aðeins að
vera nákvæm heldur einnig hröð
og helst sjálfvirk. Svissneska
fyrirtækið Mettler er eitt þeirra
fyrirtækja sem framleiðir stýri-
tæki, sem em tengiliðir milli
áfyllingarvélar og vogar.
í frétt frá Kristjánsson hf., sem
er umboðsaðili Mettlers á Islandi,
að stýritækið, Digitalkomparator
KDIO sé nýjung, einkum fyrir
meðalstóra framleiðendur.
KDIO er hægt að tengja við allar
Mettler-vogir (Mettler framleiðir
iðnaðarvogir), og er tækið varið
fyrir vatni og ryki og hefur úttak
fyrir tenginu við tölvu. Mettler-
vogir mæla þunga frá míkrógrammi
upp í 6 tonn.
Hún hefur það aHt
- OG MEIRA TTL
Olympia Mastertype sameinar meistaralega háþróaða
rafeindatækni og ítrustu kröfur um vinnuþægindi.
Ritvél fyrir mikið vinnuálag á lágu verði.
Olympia Startype með 40 stafa skjá, 18 minniseiningar, feitletri,
gleiðletri, undirstrikun, miðjusetningu, spássíujöfnun
og mörgum letur- og litabandagerðum o.m.fl.
Sannkölluð stjörnuvél á skínandi góðu verði.
Tölvutengi fáanleg við báðar gerðir
ÁRMÚLA 22, SÍMI83022,108 REYKJAVlK
Vióskipti í erlendum gjaldeyri
GENGISÁHÆTTA
OG SKULDASTYRING
Stjórnunarfélag íslands heldur námskeiö sem ætlaö er stjórnendum fyrirtækja og
stofnana og öörum þeim er taka ákvarðanir um viðskipti í erlendum gjaldeyri.
Markmið þess er að auka þekkingu og hæfni við ákvarðanatöku f fjármálastjórn.
Efni:
— Grundvallaratriði í skuldastýringu og markmið varðandi gengisáhættu.
—Áhætta vegna gengisbreytinga á erlendum markaði og tiltækar leiðir til að
verjast þeim.
— Greining á áhættuþáttum (fjárhags- og rekstrarstöðu fyrirtækja.
— Kostnaöarsamanburður á lánasamningum.
— Áhætta vegna gengisbreytingar krónunnar og leiðir til aö verjast
gengistapi.
— Samanburður á vöxtum á innlendum og erlendum markaði, skammtíma-
og langtfmalán.
— Dæmi um gjaldeyrisstýringu íslenskra fyrirtækja.
Leiðbeinendur:
Dr. Siguröur B. Stefánsson
hagfræðingur hjá
Kaupþingi hf.
Tryggvi Pálsson fram-
kvasmdastjóri fjármálasviös
Landsbanka (slands
Dr. Sigurður B. Tryggvi Pálsson
Stefánsson
Timl: 5.-6. ma(, kl. 9.00-13.00.
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66