Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, viÐaapn/iaviNNuiiF , FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
Bílar
Erfiðleikar
hjá Renault
Fyrsta ríkisfyrirtækið sem
nýja hægristjómin í Frakklandi
neyðist til að taka út af sölulista
sinum er Renault. Um siðustu
páska voru birtir ársreikningar
bílasmiðjanna fyrir 1985, og
kemur þar fram að rekstrartapið
á árinu nam 10,9 milljörðum
franka (um 62,9 milljörðum
króna). Afkoman varð þvi litlu
skárri en árið áður þegar tapið
nam 12,6 milljörðum franka (um
72,8 milljörðum króna).
En jafnvel þessi litli bati stafar
ekki af bættri afkomu; í reikningun-
um fyrir 1985 er gert ráð fyrir
skattalækkun upp á 1,4 milljarð
franka, og ekki var varið nema 3,4
milljörðum til endumýjunar og
uppbyggingar á árinu, en 4,5 millj-
örðum árið áður.
Líklegt er að Renault verði rekið
með tapi út þennan áratug. Á for-
stjórinn, Georges Besse, fyrir hönd-
um mikið verk við að skera niður
kostnað. Til þessa hefur hann að-
eins stefnt að því að fækka starfs-
mönnum úr 98.000 í árslok 1984 í
77.000 í lok yfirstandandi árs.
Stjómmálaflokkamir í Frakklandi
em ekki á einu máli um stöðu
Renault, og vildi Besse bíða úrslita
þingkosninganna í fyrra mánuði
áður en næsta skref yrði stigið.
Eins og hjá Volkswagen vilja
forráðamenn Renault halda uppi
fjöldaframleiðslu bíla víðar en í
heimalandinu. Þegar Besse var ráð-
inn til Renault frá ríkisreknu ál-
bræðslunum Pechiney til að taka
við af Bemhard Hanon, sem vikið
var úr starfi snemma á síðasta ári,
héldu margir að hann yrði fljótur
til að losa Renault við 46% hlut í
bandarísku bflasmiðjunum Americ-
an Motors. Hann hafði staðið fyrir
kaupum Renaults á AM-hlutabréf-
unum, en þau kaup hafa reynst
Renault mikil fjárhagsleg byrði. En
Besse telur bersýnilega að það verði
Raunault dýrara að losa sig við
American Motors en að halda áfram
í sama farinu.
Frá og með næsta ári vonast
Renault til að flytja út til Bandaríkj-
anna árlega um 70.000 bfla af
gerðinni R21, sem er bfll af milli-
stærð, auk dýrari sportbfla. Renault
Minnkandi hlutdeild
Renautt ífranska bflamarkaðinum:
119801 % af heildarsölu
RÍKISFYR-
IRTÆKI -
Tap Renault-
verksmiðjanna á
síðasta ári nam
tæpum 63 millj-
örðum króna.
Verksmiðjurnar
eru ríkisreknar
og hefur hægri
stjórnin í Frakk-
landi stefnt að
þvi að selja verk-
smiðjumar, en
neyðist nú til að
taka þær af sölu-
lista.
þafnast markaðarins í Bandarílq'un-
um til að geta fulinýtt framleiðslu-
getuna í Evrópu. American Motors
er einnig að fullgera nýja bflasmiðju
í Ontario í Kanada í samræmi við
eina síðustu ákvörðun Hanons. Það
ætti að auðvelda lokun bílasmiðja
AM í Kenosha í Wisconsin, sem eru
ekki aðeins einar elstu og úreltustu
bflasmiðjur Bandaríkjanna, heldur
hafa engar bflasmiðjur þar í landi
átt í jafn miklum erfiðleikum í
samskiptum við verkalýðshreyfíng-
una.
Það getur verið tvísýnt fyrir
Renault að halda fast í American
Motors. Frá árinu 1979 hefur
Renault lagt um 650 milljónir doll-
ara (um 27 milljarða króna) í AM,
en sú fjárfesting hefur engu skilað
til baka. í fyrra nam heildarsalan
hjá American Motors 4,1 milljarði
dollara (um 170 milljörðum króna),
og tapið á árinu 125 milljónum
dollara (rúmum 5 milljörðum
króna). Frekari fjárfestingar í
Bandaríkjunum gagna lítið við að
draga úr vanda Renault varðandi
offramleiðslu. Afkastageta Ren-
ault, að American Motors-bflasmiðj-
unum meðtöldum, er 2 milljónir bfla
á ári. En í fyrra voru aðeins smíðað-
ar 1,4 milljónir bflar. Besse reiknar
með að smiðjumar þurfi að selja
1,6 milljón bfla á ári til að standa
undir kostnaði, og vill reyna að
koma því marki niður í 1,2 milljónir
bfla.
Batnandi afkoma hjá hinum
franska bflaframleiðandanum, Peu-
geot-samsteypunni, sem er í einka-
rekstri, er hálfgert feimnismál hjá
Renault. Peugeot-samsteypunni
tókst að skila smávegis rekstrar-
hagnaði á árinu 1985, þótt
Citroén-deildin sé enn rekin með
tapi. Hefur samsteypan nú náð
stærri hlutdeild í innanlandsmark-
aðinum fyrir nýja bfla en Renault,
og er það ekki síst að þakka vel-
gengni nýju geðarinnar, Peugeot
205. Virðist ætla að verða framhald
á þessari velgengni, því nýjasta
Fataiðnaður
Þjóðveijar að verða stór-
veldi í karlmannafatnaði
Vöxtur Hugo Boss ber vitni um góð-
an árangur Þjóðverja í fataiðnaði
Arum saman hefur tískuiðnaður-
inn í Þýskalandi virst láta sér nægja
að leggja til súrkál og pylsur í
evrópskum karlmannafatnaði. Að-
eins brýnustu þarfír, — ekkert fyrir
sælkerana.
Að vísu hafa þekkt nöfn í kven-
fatnaði komið frá Þýskalandi. Hið
frægasta er trúlega Karl Lagerfeld,
— helsti hönnuður Fendi, Chanel
og undir eigin nafni í París.
Nú hafa Þjóðveijar hins vegar
skapað sér stórt nafn í karlmanna-
fatnaði. Hugo Boss AG með höfuð-
stöðvar í Metzingen í Suður-Þýska-
landi, — 19.000 manna bæ —
steinsnar frá framleiðendum Benz
og Porsche-bflanna.
Með framboði á karlmannaföt-
um, frökkum og sportfatnaði, þar
sem notuð eru vönduð ítölsk efni
og evrópsk hönnun, er Boss að
nota sér markaðsleyndarmál ná-
granna sinna, Daimler-Benz og
Porsche: bjóða upp á vöru, sem
gerir hinum vel stæðu og áhrifam-
iklu kleift að sína stöðu sína.
Frakkland — tískumiðstöð Evr-
ópu — er orðið stærsti útflutnings-
markaður Boss. ítalir, sem eiga
hönnuði á borð við Gianni Versace
og Giorgio Armani, kaupa sífellt
meira frá Boss. Á þessu ári er búist
við, að þeir kaupi Boss-fatnað fyrir
þijár milljónir dollara.
Handan Atlantshafsins, í Banda-
ríkjunum, er hægt að kaupa Boss-
föt í búðum á borð við Beau Brum-
mel í New York, Mr. Guy í Beverly
Hills og Neiman-Marcus. Salan á
Boss-fötum í Bandaríkjunum nam
fimm milljónum dollara á síðasta
ári, og fyrirtækið spáir 40% aukn-
ingu á þessu ári.
Beau Brummel bauð fyrst upp á
föt frá Boss fyrir tveimur árum,
og hefur aukið pantanir sínar á
hveiju ári síðan.
I Bandaríkjunum kostar „navy
kashmír" frakki um 1000 dollara,
jakkaföt á bilinu 400 til 550 dollara
og stakir jakkar 275 til 350 dollara.
Suður-Kalifomía er líka álitlegur
markaður, og Sylvester Stallone er
einn þeirra kvikmyndaleikara, sem
ganga í fötum frá Boss. Og Boss
lagði til fötin í síðustu mynd Stall-
one’s — Rocky IV, og einnig í
bandaríska framhaldsþáttinn
„Miami Vice". En það eru ekki allir
viðskiptavinir Boss í skemmtana-
iðnaðinum. Þegar Richard Burt
kom til Bonn í fyrrasumar, sem
sendiherra Bandaríkjanna, lét hann
sauma á sig föt hjá Boss. Hann
hafði einnig gengið í Boss-fötum í
Washington, þegar hann var að-
stoðarutanríkisráðherra.
Að þjóna frægum viðskiptavinum
er einn mælikvarðinn á það hversu
mikið fyrirtækið hefur breyst frá
því að Hugo Boss byijaði að fram-
leiða vinnufatnað og einkennis-
búninga árið 1923. Nú er áherslan
lögð á jakkaföt, frakka, sportfatnað
og fleira í þeim dúr. Einnig eru á
boðstólum gallabuxur, leðurvörur
og snyrtivörur fyrir karlmenn.
Fjórar verksmiðjur
Jochen Holy, 43ja ára bamabam
stofnandans, er ábyrgur fyrir tísku-
hliðinni, og bróðir hans, Uwe, 45
ára, sér um innkaupin og fjármálin.
Fýrirtækið er með fjórar verksmiðj-
ur í Vestur-Þýskalandi, en auk þess
lætur það sauma fyri sig í Grikk-
landi og Júgóslavíu, þar sem vinnu- •
aflið er ódýrara.
„Við emm ekki hönnuðir", segir
Jochen Holy. „Við höfum okkar
hugmyndir, en við forðumst villta
tilraunstarfsemi, sem er til þess eins
fallin, að hræða viðskiptavinina."
Heildarsala fyrirtækisins jókst í
142 milljónir dollara á síðasta ári,
úr 96 milljónum dollara 1984.
Hagnaðurinn varð 7,2 milljónir
dollara, en forsvarsmenn fyrirtæk-
isins spá því að hann aukist um
60—80% á þessu ári. Í desember
síðastliðnum byijaði Boss að bjóða
hlutabréf í fyrirtækinu á almennum
markaði, sem er óvenjulegt fyrir
vestur-þýskt fyrirtæki af þessari
stærð. Þegar bréfín vom fyrst boðin
á markaðnum í Frankfurt kostuðu
þau 850 vestur-þýsk mörk, og um
miðjan janúar vom bréfín komin
upp í rúmlega 1.100 mörk.
Þegar samkeppnin frá Asíu ýtti
vestur-þýskum fataiðnaði út af
fjöldamarkaði fyrir skyrtur og
undirfatnað, og ódýrari vömr,
beindu Þjóðveijar framleiðslunni til
láglaunasvæða eins og Austur
Evrópu, eða sköpuðu sér rými á
markaði fyrir dýrar hágæðavömr.
Mikil fækkun
í fataiðnaði
Starfsmönnum í vestur-þýskum
fataiðnaði hefur fækkað um helm-
ing frá því 1970, — 382.000 í
190.000. Hins vegar nam fataút-
flutningurinn í fyrra samanlagt 2,1
milljörðum dollara, einum fjórða af
heildarútflutningi Vestur-íjóð-
veija, — borið saman við 485.000
dollara 1970, eða einn tíunda af
heildarútflutningnum.
Um ímyndina segir Holy, að
Boss vilji tengjast fólki og hlutum,
sem njóti virðingar — hafí „status".
í stað þess til dæmis, að gera
samning við tennisstjömuna Boris
Becker (Holy kallar tennis „svita-
sport") fór Boss á fjörumar við
Bemhard Langer, 26 ára golf-
stjömu. Boss leggur einnig peninga
í íþróttaviðburði, svo sem opna
Þýskalandsmótið í golfi.
„Við skoðum fataefnin og sjáum
hver tilhneigingin er“, segir Jochen
Holy. „Sumt hangir þó í lausu lofti.
Við viljum nútímaleg snið, sem em
klæðileg. Við viljum ekki tilrauna-
föt, sem ekki er hægt að ganga í.
Samt sem áður leikum við okkur
töluvert".
Og dæmi um það hvemig Boss
leikur sér er Boss 20-línan í stökum
jökkum, og aðrar flíkur í nýstárleg-
um sniðum og djörfum litum. Holy-
bræðumir reka þijár verslanir í
Vestur-Þýskalandi undir eigin
nafni, og em að athuga möguleik-
ana á keðju af Boss-verslunum í
París, London, New York, Tokyo
og öðmm stórborgum. En línan og
framleiðslan verður hin sama fyrir
allan heiminn, — því eins og Jochen
Holy segir: „Tískan er alþjóðleg".
Heimild: Herald Tribune.
gerðin frá Peugeot, sem nefnist
Peugeot 309, og kynnt var í október
í fyrra, hefur þegar náð 5% hlut-
deild í innanlandsmarkaðinum.
í fyrra var numið úr gildi ákvæði
um hámarksverð á bílum í Frakk-
landi, og ætti sú ráðstöfun að koma
báðum bílasmiðjunum til góða.
Talsmenn Peugeot segjast vona að
heildarsalan á nýjum bflum þar í
landi í ár verði 1,9 milljónir bíla,
um 140.000 bflum meiri en árið
1985.
(Heimild: The Economist)
General
Motors
stærsta
fyrirtæki
heims
Á síðasta ári endurheimti
General Motors sæti sitt sem
stærsta iðnfyrirtæki heims. Velta
fyrirtækisins á síðasta ári var
96.4 milljarðar dollara (37.260
milijarðar íslenskra króna) og
hefur hækkað um 66% á föstu
verðlagi frá 1970.
Velta GM er svipuð og verg þjóð-
arframleiðsla Svíþjóðar (skemmti-
legur en villandi samanburður, eins
og breska tímaritið Economist benti
á í frétt nýlega). GM var stærsta
fyrirtæki heims árið 1970 en í kjöl-
far hækkandi olíuverð margfaldað-
ist velta olíufyrirtækja og Exxon
komst í fyrsta sætið og var þar
fram á síðasta ár.
Aðeins tvö af tíu stærstu fyrir-
tækjum heims eru ekki bandarísk,
Shell og BP. Engin japönsk fyrir-
tæki hafa enn komist á „topp-tíu-
listann“ en Toyota er í 12. sæti og
því er spáð að innan fárra ára verði
fyrirtækið komið í röð þeirra tíu
stærstu.
Á myndinni hér til hliðar er yfir-
lit yfir veltu tíu stærstu fyrirtækja
heims, annars vegar árið 1985 og
hins vegar 1970. Velta fyrirtækj-
anna 1970 er á verðlagi ársins
1985.
Velta í milljörðum dollara
10 20 30 40 50 60 70 80 90 100
| Motojl (US)
p BP (UK)
| Ford Motor (US)
) IBM (US)
) Texaco (US)
) Chevron (US)
General Electric (US)
General Motors (US)
Exxon (US)
Ford Motor (US)
Royal Dutch/Shell (Holland/UK)
p General Electric (US)
) IBM (US)
) Mobil (US)
1970
p Chrysler (US)
| Unilever (UK/Holland)
) ITT(US)
xjrces Company (-.o><rts; > tune