Morgunblaðið - 22.05.1986, Side 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPnJflVINNULÍF FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986
Raupnianiiahöfn
Árangursrík landkyiming
Jónshúsi, 29. april.
____________ Hotel Loftíeidir har den
» pá vulkaner - ^^lionale standard
FLUGLEIÐIR, ferðamannaráð
og nokkur islensk útflutnings-
fyrirtæki héldu stórkostlega
samkomu á veitingahúsinu Nimb
hér í borg 21. febrúar sl. eins
og sagt var frá í Morgunblaðinu.
Voru þar fjölmargir gestir úr
ferðaskrifstofubransanum og
frá dagblöðum og tímaritum.
Viðbrögð við þessari miklu land-
kynningu koma nú æ skýrar i
Jjós.
Starfsmenn Flugleiða verða
áþreifanlega varir við aukinn áhuga
Dana á ferðum tjl íslands og hafa
bæði fyrirspumir og bókanir aukist
mikið frá sl. ári. Otal spumingar
blaða- og ferðaskrifstofumanna
hafa vaknað, eftir að þeir komust
í snertingu við landið, ef svo má
að orði komast, sáu íslenska tísku-
sýningu, borðuðu íslenskan mat af
veisluborði, nutu íslenskrar tonlist-
ar og myndasýninga að ógleymdu
því að fá að sjá fegurstu stúlku
heims, Hólmfríði Karlsdóttur. Þá
hefur og fjölgað pöntunum til
Grænlands, enda um nýja áætlun
að ræða þangað í samstarfí við
Grænlandsflug, Kaupmannahöfn —
Keflavfk — Narssarssuak, og geta
Grænlendingar nú loks flogið til
meginlands Ameríku, án þess að
þurfa fyrst til Danmerkur.
Lögð hefur verið áhersla á að fá
birtar greinar um ísland reglulega
í ferðablöðum til að auka áhuga og
veita ferðaskrifstofufólki, sem selur
ferðimar til íslands, meiri þekkingu
á iandi og þjóð. Reyna Flugleiða-
menn að gera þá upplýsingamiðlun
sambærilega við þá bestu hjá öðrum
ferðamannalöndum. Margir blaða-
menn hafa farið til íslands á vegum
FÍ á undanfömum árum eða verið
styrktir af félaginu, og mun næsti
hópur og halda heim 11. maí. Slík
flárfesting skilar sér oft ekki fyrr
en árið eftir, en ferðafrásagnir og
greinar birtast aðallega vor og
haust, á vorin greinar um lengri
ferðalög, en á haustin um helgar-
ferðir og aðrar styttri ferðir.
Þannig er grein í ferðamálablað-
inu Stand by um íslensku veisluna
í Kaupmannahöfn og Osló og fjölda
margar góðar myndir birtar með. —
Og í Ferðamagasininu 1986 er
grein eftir Jörgen Hansen um Ferð-
ina til hins hlýja íslands, þar sem
hann rómar mjög skilyrði fyrir nátt-
úruunnendur og sportveiðimenn og
gefur góð ráð. — Take off, sam-
göngu- og ferðamálarit, birtir grein
eftir Sven Aa. Andersen, en hann
er einn þeirra mörgu, sem hrósa
landkynningunni á Nimb. Greinin
heitir: ísland stefíiir að því að verða
ferðamannaparadís, og lýsir með
hvaða hætti það má verða, þ.e.
nýrri flughafnarbyggingu í Kefla-
vík, bættum flugvöllum úti á landi
og betrá vegakerfí, auk hins sígilda:
eldfjalla, hvera og fjörugs skemmt-
analífs í Reykjavík! Blaðamaðurínn
hefur einnig viðtal við Matthías
Bjamason ráðherra um margvísleg-
ar endurbætur í samgöngum.
Nú í aprfl birtist sama greinin í
tveim blöðum, Sport og Fritid og
Erhvervslederen. Þar segir frá 40
ára afínæli flugs milli Islands og
Danmerkur og frá aukningu ferða-
mannastraums til landsins um 15%
í fyrra. Þar eru Danir næstflestir
allra ferðamanna, alls 9.950, og
hafa hæstu prósentuhækkun frá
árinu áður, eða 28,2%
Þá skal getið ferðablaðs, sem
fylgir Alt for Dameme, en það
er eitt útbreiddasta fjölskyldublaðið
hér í landi eins og kunnugt er. Þar
er ljómandi góð umijöllun í máli og
myndum eftir Margaret Ward, lip-
urlega upp sett og upplýsingamar
skipulegar. Spumingunni um, því í
ósköpunum hún sé að þvælast
þama norður eftir, svarar hún á
þessa leið: Skoðaðu óspillta, stór-
fenglega og harðgera náttúruna á
íslandi. Þú grípur andann á lofti,
þegar þú séð þmmandi fossana,
djúp gljúfrin og breið, silfurglitrandi
fljótin, og þér vöknar um augu við
að sjá villt blóm skjóta upp skærlit-
um kollinum úr miðri grásvartri
hraunbreiðunni og titra af hræðslu
við þennan kaldranalegan heim,
sem það hefur stungið höfðinu upp
í. Af öllum þessum ástæðum og
mörgum öðmm ferðu til íslands.
Tímarit sportveiðimanna, Fisk
og fri, fjallar í janúar um veiðiferð
til íslands. Heitir greinin fluguveiði
á heimsmælikvarða og er eftir Jen
Ploug Hansen. Lýsir hann af mikilli
hrifningu og innlifun veiði í Laxá
í Suður-Þingeyjarsýslu, sem hann
kallar bezta veiðisvæði í heimi. í 9
daga veiddi Ploug Hansen og fékk
60 silunga jrfír 40 cm langa og
ráðleggur öllum sportveiðimönnum
að ferðast norður þangað.
Nanna Buchert hefur tekið ótal
frábærar myndir heima á íslandi,
enda mikil listakona á því sviði, og
birtir nokkrar þeirra með umsögn-
um um landið í Samvirke, tímariti
samvinnumanna. Kom ferðablað
þessarar dönsku Samvinnu út í 800
þús. eintökum. Verða 6 hópferðir
til íslands í sumar á vegum blaðsins
í samvinnu við dönsku jámbrautirn-
ar og Flugleiðir og m.a. farið í
Þórsmörk og um Sprengisand. Lýsir
Svniiiffíii*
EXPO ’86 helguð samgöngum
- og ferðamannastraumurinn liggur til Vancouver
EXPO ’86 — Heimssýningin í Vancouver er nú hafin og
er aðallega helguð samgöngum en einnig fjarskiptum. Sýningar-
svæðið teygir sig um hafnarsvæðið í Vancouver-borg, einni
fegurstu borg N-Ameríku og heimamenn eiga von á allt að 8
milljón gestum í sumar.
VANCOUVER í Bresku Columb-
íu á vesturströnd Kanada er af
mörgum talin fegursta borg
landsins. Hún er líka miðstöð
viðskipta og menningar á vestur-
strönd Kanada, og þriðja stærsta
borg landsins á eftir Toronto og
Montreal með Iiðlega eina milljón
ibúa. Loftslag er milt, að visu
sagt æði votviðrasamt yf ir vetur-
inn, þó að öðru væri fyrir að
fara þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins var þar á ferð nú á út-
mánuðum. Möguleikar til útivist-
ar hvers kyns eru óvíða skemmti-
legri en i Bresku Columbiu, og
frá Vancouver er stutt i skíða-
brekkumar i fjöllunum í næsta
nágrenni borgarinnar og þama
er einnig draumasvæði siglinga-
manna að sumarlagi auk þess
sem aðeins þarf að fara skamm-
an spöl til að ganga á vit náttúr-
unnar í tjald- og skógarferðum.
Ferðaþjónusta hvers kyns hefur
því verið í miklum vexti á þessu
svæði undanfarið og upp á síðkastið
hefur einnig borið talsvert á við-
leitni yfírvalda í Bresku Columbíu
í þá verðu að gera Vancouver að
mikilvægri viðskiptamiðstöð á vest-
urströnd álfunnar. Talsvert stór
hópur íbúanna er af austurlensku
bergi brotinn, borgin getur m.a.
státað af dálitlu Kínahverfí og af
hálfu borgaryfírvalda og stjómar-
innar í BC er nú óspart biðlað til
auðmanna og viðskiptajöfra frá
Hong Kong sem vilja færa sig um
set eftir samning Breta og Kínveija
um framtíð Hong Kong.
En Vancouver er nú í sviðsljósinu
vegna þess að þar hófst 2. maí sl.
heimssýningin Expo 86 og mun hún
standa fram til 13. október. íbúar
bæði Vancouver og Bresku Columb-
íu vænta sér mikils af þessari sýn-
ingu. Þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins átti þarna leið um í mars-
mánuði, var undirbúningur á loka-
stigi á sýningarsvæðinu niður við
höfnina og víða um borgina voru
ný hótel að spretta upp, sem ætlað
er ásamt þeim gistihúsum er fyrir
voru, að hýsa þær 8 milljónir gesta
sem vænst er að sæki sýninguna.
Meginefni sýningarinnar eru sam-
göngur og síðan fjarskipti. Mörg
þátttökulöndin höfðu lagt mikið í
sýningarskála sína og er þá einatt
reynt að draga fram í þeim sérstöðu
viðkomandi lands. Þátttaka Norður-
landanna er hins vegar með mesta
móti að þessu sinni og einungis
Noregur sem þama er með sérstak-
an sýningarskála. Kommúnistaríkin
leggja hins vegar mikla áherslu á
sýninguna og meðal þátttakenda úr
þeirri áttinni eru bæði Kína og
Kúba. Einnig ber mikið á löndum
þriðja heimsins meðal sýnenda.
Gert er ráð fyrir að kostnaður
við sýninguna verði um einn millj-
arður Bandaríkjadollara og heima-
menn áætla að um 60% þeirra 8
milljón gesta sem búist er við, komi
víðs vegar að úr Kanada en um 35%
frá Bandaríkjunum. Sýningin mun
því óhjákvæmilega verða mikil bú-
bót fyrir allar helstu þjónustugrein-
ar í Vancouver og næsta nágrenni.
Vel þykir einnig hafa verið staðið
að öllum undirbúningi sýningarinn-
ar og það fór ekki framhjá blaða-
manni Morgunblaðsins að fram-
kvæmdastjóri Expo 86, James
Pattison, er orðinn hálfgerð þjóð-
sagnapersóna á þessum slóðum og
nánast tekinn í dýrlingatölu af
samstarfsmönnum sínum, sem
blaðamaður hitti. Sýningin þykir
vel fjármögnuð, því að Breska Col-
umbía hefur lagt 580 milljónir doll-
ar í framkvæmdina, ríkisstjómin í
Ottawa 180 milljónir og ýmis stór-
fyrirtæki svo sem Coca-Cola, Kod-
ak, General Motors og Xerox um
115 miiljónir. Ljóst þykir því að
þessarar sýningar muni ekki bíða
sömu örlög heimssýningarinnar í
New Orleans í hitteðfyrra en hún
var tekin til gjaldþrotaskipta. Engu
að síður er ljóst að um 225 milljón
dollara mun vanta upp á til að endar
nái saman en forráðamenn sýning-
arinnar segja að sá kostnaður muni
nást inn á innan við ári með sölu-
skattstekjum, happdrætti og sölu á
húseignum frá Expo-svæðinu.
James Pattison þykir þegar hafa
sýnt að hann getur hið ómögulega,
því að meðal starfsmanna Expo er
mikið með það látið hvemig honum
tókst að ljúka öllum byggingar-
framkvæmdum á svæðinu fyrir fjár-
hæð sem var sex milljón dollumm
undir kostnaðaráætlun. Og Pattison
hefur síðan haft byrinn með sér.
Kanadadollar hefur verið að falla
gagnvart Bandaríkjadollar, svo að
bandarísku ferðamennimir munu
fá meira fyrir peninginn fyrir norð-
an landamæri ríkjanna en ella og
auk þess hefur komið til ótti Banda-
ríkjamanna við ferðalög til Evrópu
vegna hryðjuverkastarfsemi, en
þessi ótti ætti því að beina athygli
Bandaríkjamanna að ferðalögum á
heimaslóðum og hvað liggur þá
beinna við en ferðalög á þær slóðir
þar sem mest er um að vera — á
Expo 86 í Vancouver.