Morgunblaðið - 06.06.1986, Page 2

Morgunblaðið - 06.06.1986, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986 f Það er ýmislegt sem til þarf við greininguna. Aðfínna shut rétta ténílitum Við erum öll fædd með ákveðinn húðlit og hann fylgir okkur frá vöggu til grafar,“ segir Katrín Eymundsdóttir er hún byrjar að kynna litgreiningaraðferð sem meðal annars er ætlað að auðvelda fólki að átta sig á því hvaða litirfara því best, jafnt í klæðnaði, skartgripum sem snyrtivörum. Katrín lærði þessa litgreiningaraðferð í Kanada þar sem hún dvaldi í tvö ár. „Þetta er ákaflega vinsælt bæði í Bandaríkjunum og Kanada, en ég hafði ekki heyrt um þetta hér á landi áður en ég fór vestur um haf. Þangað fór ég með eigin- manni mínum sem var þar við framhaldsnám í heimilislækning- um frá ’83-’85. Ég kynntist fljót- lega konu sem hafði þann starfa að kenna fólki þessa litgreining- araðferð. Hún fann að ég hafði mikinn áhuga á þessu og ég varð nemandi hennar um nokk- urra mánaða skeið og varð heill- uð af þessu. Ég hef verið búsett á Húsavík undanfarin 20 ár og mér þótti tilvalið að hafa þessa kunnáttu með mér til baka og krydda lífið og tilveruna þar. Húsvíkingar hafa sýnt þessu mikinn áhuga, en ég hef einnig haldið stutt námskeið í Reykjavík þegar ég hef verið á ferðinni", segir Katrín. Litir geta gerbreytt andliti „Tilgangurinn með þessu lit- greiningarkerfi er þríþættur. í fyrsta lagi má segja að litir geti gerbreytt andliti, en þegar ég tala um liti á ég við tóninn í litun- um, þá annað hvort gulan eða bláan. Réttur tónn frískar upp andlitið, en rangur tónn vinnur á móti því. í öðru lagi þá er það staðreynd að ef við höfum það fyrir meginreglu að kaupa alltaf föt í sama tóninum þá stækkar fataskápurinn smám saman. Fötin passa öll saman á einn eða annan hátt. í þriðja lagi getur það bjargað okkur frá þessum dýru „slysum" sem við flest þekkjum í fatakaupum, þ.e. að kaupa flíkur sem við kunnum engan veginn við þegar allt kemur til alls. í 90% tilfella er það liturinn sem við kunnum ekki við, en ekki sniðið eins og við höldum oft að það sé. Öll eigum við yfirleitt einhverjar gamlar flíkur sem við kunnum vel við, þá er það í flestum tilfell- um liturinn sem ræður þar um fremur en sniðið," segir Katrín. Bláirog gulir tónar „Blái tónninn er kallaöur vetur og sumar á meðan sá guli er kallaður haust og vor. Þetta eru bara nöfn sem tónunum eru gefnir til að gera þetta skemmti- legra, þeir gætu alveg eins heitið a,b,c, og d. Langflestir heims- búar eru vetrarfólk og það eru einnig margir íslendingar. Þessi hópur getur klætt sig í mjalla- hvítt og svart með góðum árangri, en svart er litur sem þykir vera grennandi og margir klæðast honum þess vegna. Þetta er misskilningur í flestum tilfellum. Svart er ekki grennandi nema í ákveðnum samsetning- um. Sumarlitirnir eru mildari en vetrarlitirnir, en sem fyrr segir er það blái tónninn sem er ríkj- andi í þeim báðum. Þeir sem tilheyra vorinu og haustinu taka Rœttvið Katrínu Eymundsdóttur um litgreining- araðferðsem hún lœrði íKanada sig betur út í litum með gulum tóni, en fámennasti hópurinn af þessum fjórum er sennilega vorið" segir Katrín, en bætir við að ekkert sé algilt í þessu. „Það eru alltaf nokkrir sem vega salt á milli bláa tónsins og þess gula og geta þá litið vel út í þeim báðum. Þetta á oftar við um þá sem eru dökkir á húð og hár." í • Katrín segir að þetta litgrein- ingarkerfi eigi rætur sínar að rekja til þýsks listmálara, Jo- hannes Ittens að nafni. „Hann kenndi málun við Bauhaus-lista- háskólann og tók eftir því að þegar nemendur hans voru að mála þá löðuðust þeir alltaf að sömu tónunum. Hann fór að athuga þetta nánar og sá að ekki var um neina tilviljun að ræða. Út frá athugunum sínum kom hann svo fram með þetta litgreiningarkerfi sem er hugsað bæði fyrir karla og konur. Það kemur einnig fyrir að ég fæ börn til litgreiningar. Ég frétti af einni sjö ára gamalli stúlku á Húsavík. Móðir hennar hafði heyrt hana vera að biðja bænirnar sínar eitt kvöldið og tekið eftir því að aftan við þær var bætt einni ósk: aö komast í litgreiningu. Hún hringdi því í mig daginn eftir og þeirri stuttu verður að sjálfsögðu að ósk sinni," segir Katrin hlæj- andi. En hvernjg fer svona litgrein- ing fram? „í fyrsta lagi þarf við- komandi að vera algjörlega laus Skófatnaðursumarsins er líflegur eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Mikið er um sandala og strigaskó ýmiss konar og við þá eru gjarnan hafðir skrautlegir sokkar, doppóttir, röndóttir, alsettir rósum og þarfram eftir götunum. Sem sagt skór og sokkar í glaðlegum litum og litasamsetningum og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi., En sjón er sögu ríkari...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.