Morgunblaðið - 06.06.1986, Side 5

Morgunblaðið - 06.06.1986, Side 5
■«<> : aitn.,3jarjQApurato ,Gig< jawmaoM 8, JL MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1986 B 5 Uum allan hinn vestræna heim hefur dregið úr kjöt- néyzlu á undanförnum árum og hvarvetna sjást þess merki að bændur reyni að koma til móts við óskir neytenda og leggi aukna áherzlu á að framleiða magurt kjöt. Til eru þeir sem halda því fram að kjötneyzla eigi ekki að eiga sér stað. Kjöt sé óhollt enda hafi náttúran ekki ætlazt til þess að maöurinn væri kjötæta. Fæst- ir aðhyllast þó svo afdráttarlausa skoðun enda á hún ekki við vís- indalegar staðreyndir að styðj- ast. En þeim fer tvímælalaust fjölgandi sem taka mark á nær- ingarfræðingum er mæla með því að kjöts af nautgripum, sauð- fé og svínum sé neytt mjög í hófi og því aðeins að það sé magurt. Sömu fræðingar ráöleggja ein- dregið að með kjötinu séu snædd kynstur af kornmat og grænmeti en á þann hátt geti kjötið veriö mikilvæg uppspretta fjörefna, steinefna og snefilefna í matar- æði sem sé að öðru leyti þrungið kolvetnum. Mörgum þykir kjöt gott en æ fleiri hallast að því að það eigi ekki að vera uppistaða í daglegri fæðu heldur fyrst og fremst til bragðbætis. Eggjahvítuefnin sem nauðsynleg eru vexti og viðhaldi vöðva megi auðveldlega fá úr öðrum mat, ekki sízt fiski sem sé mun hollari en kjöt. En það eru ekki einungis holl- ustusjónarmið sem valda því að kjötneyzlan minnkar. Við fram- leiðslu á kjöti eru nefnilega notuð ókjör af hormónum, sýklalyfjum og öðrum efnum sem upplýst fólk vill ekki láta mata sig á án þess að vita nákvæmlega hvað er á ferðinni. Þegar kvikfénaði er gefið lítlsháttar af sýklalyfjum örvast vöxturinn en á sama tíma mynda sóttkveikjur, sem lifa góðu lífi á kvikfé, mótstöðu gegn lyfjunum. Ef þessar sóttkveikjur sýkja síðan fólk, eða aðrar sótt- kveikjur sem sýktar hafa verið af þeim valda fólki sýkingu, eru allar líkur á því að venjuleg sýkla- lyf komi ekki að gagni. Þaðer hollt í smáskömmtum Þetta er Ijót saga en hún er því miður sönn og á sér stað í ýmsum löndum, þar á meöal í Bandaríkjunum, þar sem 18 manns veiktust hastarlega fyrir tveimur árum eftir að hafa etið hamborgara með salmonellu- sýklum sem höfðu myndað mót- stöðu gegn tetrasýklíni. Einn af þessum átján dó en heilbrigðis- yfirvöld alríkisstjórnarinnar röktu salmonelluna til nautgripahjarðar sem að jafnaði var alin á tetra- syklíni. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna kann á næstunni að banna það að alidýrum séu gefin sýklalyf, en til bráðabirgöa hafa samtök nautgripabænda í Bandaríkjunum beint því til fé- laga sinna aö þeir hætti notkun þessara lyfja. Ef bændur skella skollaeyrum við slíku banni Matvæla- og lyfja- stofnunarinnar er nær útilokað fyrir stjórnvöld að sjá til þess að banninu sé framfylgt og vert er að benda á það að lyfjaeftirlitið hefur verið gagnrýnt fyrir að benda á lyf sem óhætt er að nota í stað sýklalyfjanna. í byrjun þessa árs var Matvæla- og lyfja- stofnunin gagnrýnd af þingnefnd fyrir að láta það viðgangast að lyfjaframleiðendur seldu bænd- um lyf sem ekki hafa hlotið samþykki stofnunarinnar en geta reynzt hættuleg og kunna að komast í egg, mjólk og kjöt af svínum og nautgripum. Sem betur fer geta neytendur rönd við reist að nokkru leyti. Enda þótt ógerlegt sé fyrir neyt- andann að mæla lyfjamagn í kjötinu sem hann kaupir getur hann gengið úr skugga um það með nokkurri vissu að kjötiö sé ekki morandi í sýklum. — Kaupið því aðeins kjöt sem virðist nýtt og er lyktarlaust. Skolið kjötbita í köldu, rennandi vatni og þvoið vandlega allt sem blóð lekur á. Sýklar þrífast bezt við stofuhita en drepast við mikinn hita og í frosti stöðvast starfsemi þeirra. Komið því kjöti í kalda geymslu eða frost um leið og það hefur verið keypt ef ekki er hægt að matreiða það strax. Látið kjöt þiðna í kæli- skápnum en ekki á eldhúsborð- inu. Viðhafið ýtrasta hreinlæti við meðhöndlun matvælanna og gætið þess að öll eldhúsáhöld séu hrein þegar þau eru notuð. „Algjör afneitun er auðveldari en fullkomið hóf,“ sagði Ágústin- us kirkjufaðir, og á sama hátt og áfengi, tóbak, koffein og sætindi er kjöt af spendýrum eitt af því sem fólk hefur tilhneigingu til hafna algjörlega þegar það tekur neyzluvenjur sínar til endurskoö- unar af heilbrigðisástæðum. En kjöt er bara ekki sambærilegt við t.d. tóbak, sem hefur nákvæm- lega ekkert til síns ágætis, þann- ig að hófleg kjötneyzla er senni- lega ákjósanlegri en algjör afneit- un. Að vísu er hægur vandi að setja saman næringarríkan og mjög hollan matseðil með þvi að neyta eingöngu fuglakjöts og fiskmetis ásamt grænmeti og ávöxtun, eða með því að neyta eingöngu jarðargróðurs eins og hreinræktaðar grænmetisætur hafa gert um þúsundir ára og orðið gott af. Hins vegar getur gott, magurt kjöt orðið til þess að bæta veru- lega mataræði þar sem nóg er af grænmeti og kornmat fyrir en mælt er með því að kjöts sé ekki neytt gftar en tvisvar eða þrisvar í viku. í kjötinu eru eggjahvítuefni, B-fjörefni, steinefni, s.s. járn, zink og kopar en í mataræði margra er alls ekki nóg af þess- um efnum. Og þá er það lokaröksemdin sem ekki ætti áð vanmeta enda þótt næringarfræðingar gefi henni yfirleitt lítinn gaum. Gott kjötereinfaldlega lostætt. (Heimild: American Health) Hve mikið af kjöti Þegar meta skal hversu mikið af kjöti er ráðlegt að eta er vert að byrja að því að íhuga hve mikið af fitu er í allri þeirri fæðu sem við höfum til að nærast á. Eins og aðrar þjóðir sem búa á norölægum slóðum hafa íslend- ingar frá fornu fari neytt mikils feitmetis en hversu hátt hlutfall þess er í fæðunni er erfitt að meta. Hins vegar er talið að í Bandaríkj- unum séu allt að 40% hitaeininga, sem að meðaltali eru innbyrtar, á hverjum degi úrfeitmeti. Heilbrigð- isyfirvöld þar í landi mæla með því að dregið sé úr f ituneyzlu þannig að einungis 30% hitaein- inganna komi úr þess háttar fæðu. Margir næringarefnafræðingar mæla með því að einungis 12% daglegrar neyzlu séu eggjahvítu- efni, en þetta þýðir það að karl- maður sem daglega innbyrðir 2.400 hitaeiningar megi borða 80 g af fitu og 90 g af eggjahvítuefn- um. Kona, sem þarf daglega 1.600 hitaeiningar, getur leyft sér að borða 53 g af fitu og 60 g af eggjahvítuefnum. Til að auðvelda útreikninga má benda á að í venjulegum hamborg- ara er um þaö bil fjórðungur af ráðlegum fituskammti karlmanns- ins og um helmingur af fitu- skammti konunnar. Ef konan fær sér hamborgara til hádegisverðar og með honum franskar kartöflur er hún búin með 2h hluta hins daglega fituskammts og þó er dagurinn rétt að byrja. Amerísku hjartaverndarsamtök- in ráðleggja heilbrigðu, fullorðnu fólki að takmarka neyzlu sína við 150—120 grömm af fiski, fuglakjöti eða kjöti af spendýrum á dag. Samtökin ráðleggja fólki að borða sjaldnast kjöt af spendýrum þar sem í því sé mikið af mettaðri fitu. Þessar upplýsingar hníga allar í þá átt að nægilegt sé að snæða daglega eina ærlega máltíð þar sem fiskur eða kjöt eru uppistað- an, en að öllum jafnaði beri þá að taka fisk eða fuglakjöt fram yfir kjöt af spendýrum. ERLEND FERÐAMÁL Markaðsrölt í Lissabon T Hún sat þama frá morgni til kvölds. Söluvarningur hennar var töskur og buxur. Tvisvar í viku iðar allt af lífi við Campo de Santa Clara í Lissabon. Á þriðjudögum og laugardögum flykkist þangað sölufólk með ýmiss konar varning og raðar sér meðfram götunni. Þar eru reist sölutjöld, breiddir út dúkar og munum stillt upp. Árla morguns tekur fólk aö streyma að með hressilegu yfirbragði, úr svip margra má lesa bjartsýni. Kannski afrakstur þessa dags verði meiri en síðast. Það eru ekki alltaf þeir sömu sem koma, en marga má finna á sínum stað tvisvar í viku hverri. Það er fátt sem ekki er hægt að krækja sér í á þessum flóa- markaði sem ber nafnið Feira da Ladro eða Þjófamarkaðurinn. Nafnið á rætur að rekja til eldri tíma er talið var að þarna væri selt þýfi. Innan um gamla ryðgaða nagla, lykla og straubolta er að finna iþróttabúninga i tískulitum sumarsins, gömul, notuð föt klædd í plast frá franska tískufyr- irtækinu Yves Saint Laurent og aðrar þvíumlíkar andstæður. Glaðlegt sölufólk beitir ýmsum brögðum við að draga athygli vegfarenda að varningi sínum. Söngur og köll eru ekki óalgeng sölubrögð. Aðrir fara sér hægar, þeir breiða úr varningi sínum á dúka við gangstéttarbrúnir og bíða þess síðan rólegir að ein- hverjir reki augun í varninginn og taka þá til óspilltra málanna við að kynna hinum forvitnu kosti vörunnar. Konur eru í áberandi meirihluta þeirra sem koma með varning sinn á markaðmn. Margar eru nokkuð við aldur og bera þess merki að hafa ekki ætíð átt sjö dagana sæla eða lifað í vellysting- um. Flestar þeirra eru svart- klæddar. Viðskiptin fara venjulega þann- ig fram að sölumaðurinn slær fram einhverri upphæð og vonast til að viðskiptavinurinn kunni sig nægilega vel til að snúa ekki þegar í stað við honum baki, en bjóði hins vegar eitthvað lægri upphæð fyrir gripinn. Sem sagt, prútt er í hávegum haft þarna um slóðir. Ef komist er að samkomu- lagi er oftast um ánægjuleg við- skipti að ræða og gert er upp á gangstéttarbrúnum eða undir sölutjöldum. Ef viðskiptin eiga sér stað á matmálstíma sölufólksins er viðskiptavininum kannski boð- ið að snæða með því. Og það er þá ekki um að ræða neitt snarl. Margir hafa með sér koppa og kyrnur og sjóða sér snæðing. Enda er vinnudagurinn langur hjá mörgum sem koma snemma og fara seint og eiga síðan kannski langan veg fyrir höndum heim- leiðis. Texti og myndir/ Elisabet Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.