Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 12
12 B tgei Í/UíiítUOACUT'iC"’:. CIKIAJ8H1 ItíIDt/ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986 Böm í leikskólanum Drafnarborg voru fengin til að telkna draumaleiksvædi sín. „Fossvogsdalurín er yndislegt útívistarsvæði," segir Auður Sveinsðttír þar sem hún situr með dsstrum sfnum Bergþóru og Valgerði. Þegar hólar verða að fjöllum og pollar að sjó Rœtt viÖAuði Sveinsdóttur landslagsarkitekt um leiksvœði barna Breyting frá því sem áður var „Þetta hefur allt breyst frá því sem áður var þegar svo til öll börn fóru í sveit á sumrin eða voru á einhvern hátt í snertingu við nátt- úruna. í þéttbýlinu er aö vaxa upp ný kynslóð borgarbarna sem skort- ir nálægð við dýrin og gróðurinn og óttast kannski kyrrðina fyrir utan borgarmörkin. Við megum ekki jarða gróður jarðar undir steypu og malbiki. Börnin þurfa einnig aö fá útrás við að búa til hluti, finna upp á einhverju, án þess að um skemmdarverk sé að ræöa. Við verðum að gæta þess að apa ekki of mikið eftir þjóðum sem nú eru að drukkna i mengun og firringu þéttbýlis. Það má ekki leita langt yfir skammt og mín til- laga er því sú að nýta það sem við höfum á annan hátt en gert hefur verið. Það þarf að skipu- leggja betur hverfin með börn á öllum aldri í huga og einnig þarf að endurskipuleggja leiksvæði sumra dagvistunarstofnana á þann hátt að eitthvað sé þar skiiið eftir fyrir hugmyndaflug barnanna. f grónum hverfum má taka opnar lóðir og gera þær betur við hæfi barna. Æskilegt er að þar sé nátt- úrulegt umhverfi, og þar þarf einn- ig að vera skjólgott og snúa rétt mót sól. Grasfletina á ekki alltaf að þurfa að slá reglulega. Hvers vegna má ekki grasið vaxa svo hægt sé að tína sóleyjar, fífla og hrafnaklukkur og svo má fara í heyskap? Börnin fá þá vinnu og ábyrgð. Það gefur barninu mest að fá tækifæri til að skapa eitthvaö sjálft," segir Auður. Hún tekur dæmi frá miðbæjar- svæðinu í Reykjavík og segir að þar sé ekki um að ræða neitt boölegt opið útivistar- eða leik- svæði. „Við höfum Hljómskála- garðinn, en það er dálítið sérkenni- legt með hann, að hann er eigin- lega hvorki leiksvæði né skrúð- garður. Þar er það bara grasið sem er hægt að nota við leik með börnum, og varla það því það er illfært stóran hluta ársins. Nú, ef ég ætla að fara með mínar dætur að gefa öndunum er ekki mikið varið í það, umferðargnýrinn er svo mikill að þær heyra vart í þeim og einnig er mikil mengun frá bílun- um. í mínum huga hefur oft vaknað Sérstök leiksvæði fyrir börn eru í rauninni neyöarúrræði, börn eru þannig háð því umhverfi sem full- orðna fólkið býr þeim. En það er ekki hægt að ætlast til þess að öll börn geti leikið sér í fjöru eða komið nálægt búskap og því hefur veriö gripiö til þess ráðs að búa börnum leiksvæöi. Það sem er verst, er að það hefur ekki verið gert af nægilega mikilli fyrirhyggju þannig að í alltof mörgum tilfellum hefur það mistekist. Börn eru varnarlaus og gera sér auðvitaö ekki grein fyrir því, að til lang frama getur það haft áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra að vera innilokuð á litlum grasfleti með tveimur rólum og einum sand- kassa fyrstu fjögur til fimm ár ævi sinnar. Að þessum árum liðnum er svo lítið annað sem tekur við en gatan og malbikaðar skólalóðir. Þetta er skoðun Auöar Sveins- dóttur landslagsarkitekts, en leik- svæöi eru meðal þeirra verkefna sem hún fæst við daglega, bæði í Reykjavík og úti á landi. „Um- hverfismál eru stór málaflokkur", segir hún. „Það er ekki hægt að líta á grænu svæðin í byggöinni óháð æskulýðs-, íþrótta- og úti- vistarmálum. Sú skoðun að grænu svæðin séu einhver sérmálaflokk- ur eru leifar frá gömlum tíma þegar búféð óð um allt og gripið var til þess ráðs að girða af svæði sem einhvers konar skrúðgarð í bæjar- landinu. Grænu svæðin eru hluti af öðru umhverfi manna og tengj- ast öllum þáttum daglegs lífs." Opið leiksvæði eins og allir þekkja, með rólum og vegasöltum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.