Morgunblaðið - 06.06.1986, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.06.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986 B <13 Auður teiknaAi leiksvœAi Grandaborgar. Hér sjást krakkamir þar vera aA leika sér f staurum sem reknir voru niAur og AuAur hugsaAi sér aA hœgt vœri aA klifrá f, sitja á, negla f og sitthvaA fleira. „Stundum er þaA eina sem til þarf aA gera ekki neitt og leyfa viAkomandi svæAi aA vera þaA ævintýraland sem þaA er óAur en fariA er aA slétta yfir og raka,u segir AuAur. Þetta eru hóiamir viA Snælandsskóla sem ætlunin er að sá í í sumar. sú spurning hvort ekki hefði veriö hægt að hafa þær hinum megin við tjörnina, það er að segja inni í Hljómskálagarðinum sjálfum." Ævintýraleiksvæði Auður segir að margt megi læra af Dönum í þessum efnum, en þeir hafi frá árinu 1943 starfrækt leiksvæði sem þeir kalla „bygge- legepladser" eða „skrammelle- gepladser" og kannski væri hægt að kalla ævintýraleiksvæði á ís- lensku. „Þessi leiksvæði voru fyrst í stað bara opin á sumrin, en svo var farið að hafa þau opin allan ársins hring. Þau eru undir sterkri stjórn, börnin fá úthlutað lóðum og koma með foreldrum sínum til aö skrifa undir samning. Þau hafa svo ákveðnar skyldur, þau þurfa til dæmis að gefa dýrum og sjá um margt fleira, ella missa þau réttindin. Fullorðna fólkið hefur sínar eigin leiðir til að gleyma sér, stundar sína ævintýramennsku. Sumir gleyma sér við laxveiöar eða fluguhnýtingar, sumir lesa og aðrir sauma út, svo eitthvaö sé nefnt. Börnin þurfa líka sinn ævintýra- heim." Auður segir að sér finnist einnig vanta svokölluð skólabýli þar sem börn á aldrinum 5-16 ára gætu fengið að dvelja þrjá til fimm daga í senn. „Þar fengju þau tækifæri til að annast um dýr og fræðast um gróður og náttúru landsins á annan hátt en úr kennslustofun- um. Til dæmis væru Korpúlfsstað- ir, Elliðaárvatn, Steinahlíð og Lundur í Kópavogi tilvaldir undir slíka starfsemi," segir hún. „Skólalóðirnar eru mjög víða ömurlegar, þar er sjaldnast um að ræða annað en malbik og aðstöðu til að fara í einhvers konar bolta- leik," segir Auöur. „Börn þurfa að geta átt sfn leyndarmál, þau þurfa bekki í skjóli til að sitja á í frímínút- um og þau þurfa að geta krítaö og leikið sér. Tilraun til að gera eitthvað í þá veru sem ég er að tala um er fyrirhuguö við hönnun lóðar Snælandsskóla í Fossvogi. Byrjunin eru hólar sem í verður sáð í sumar en þeir voru látnir halda sér eftir að skólabyggingin var reist í stað þess að slétta úr þeim og nú eru þeir notaðir sem hjóla- torfærur og sleðabrekkur. Stund- um er það eina sem til þarf að gera ekki neitt og leyfa viðkomandi svæði að vera það ævintýraland sem það er áður en farið er að slétta yfir og raka." Fossvogsdalurinn „Sem framtíöarútivistarsvæði er Fossvogsdalurinn mikilvæg tenging í keðjunni frá Öskjuhlíð og upp í Elliöaárdal og jafnvel lengra. Bæði Nauthólsvíkin og Fossvogs- kirkjugarðurinn eru mjög sérstök svæði. í kirkjugaröinum er mikið fuglalíf og þar er gott að fara í gönguferðir. Ég óttast að skipulag fyrir Fossvogsdalinn eins og það er ráðgert, muni eyðileggja þessi svæði. Fossvogsdalurinn er yndis- legt útivistarsvæði jafnt fyrir Reyk- víkinga sem Kópavogsbúa. Þar hefur sem betur fer ekki verið hreyft við neinu enn sem komið er. Grasið vex þar villt, þar vaxa njólar, hægt er að skríða ofan í skurði og hjóla þar í torfærum. Þetta væri tilvalið svæði fyrir ævin- týraleiksvæði og þá í tengslum við hugsanlegt skólabýli, til dæmis Lund í Kópavogi. En svona leik- svæði þurfa að vera undir sterkri stjórn," segir Auður og bætir við: „Ævintýraleiksvæði eins og hægt væri að opna í Fossvogsdalnum ætti að setja á stofn i öllum hverf- um á einhvern hátt. Þau þyrftu ekki öll að vera stór, en þetta gæfi hverju hverfi sinn sérstaka svip." Auður segir að þessi leiksvæði séu kannski ekki fyrir augað, þau eigi heldur ekki að vera það. „Full- orðnir hafa annað mat á því hvað er fallegt en börn. Þau sjá kannski heilan ævintýraheim í grjóthrúgu sem þau hafa skreytt með blóm- um . . . Fyrir börn eru hólar stór fjöll, smá vatnspyttur getur orðið sjór eða stórt fljót, nokkrir steinar með lausum plönkum í kring gefa möguleika á auknu ímyndunarafli og forvitni. Þetta er afstætt eins ogalltannað!" ViAtal/Elísabet Jónasdóttir Ljósmyndir/Júlíus Sigurjónsson Wagner-sjálfstýringar, komplett meö dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskaö er, fyrir allar stæröir fiskiskipa og allt niöur í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auöveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stæröir vökvastýrisvéla. Hagstætt verð og greiösluskilmálar. Atlas hf Borgartún 24. Sími 621155 Pósthólf 493, Reykjavík Háþrýstislöngur og tengi. Atlas hf Borgarún 24, simi 621155. Pósthólf 493 — Reykjavik. V Ljósastofa JSB Flutt í Suðurver Opið alla daga Föstud. frá 14—21 Laugard. frá10—18 Tímapantanir í síma 83730 Líkamsrækt Jazzballettskóla Báru. il Bladburdarfólk óskast! KÓPAVOGUR Birkihvammur Hrauntunga 1-48

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.