Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 5

Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 B 5 Séð yfir höfnina að Húsavíkurkirhju. Að ná upp reisn Sj ómannadagsins Það var rennerí um borð í Sigþór í Húsavíkuhöfn. Menn komu og fóru. Það var spjallað í lúkamum í vistlegum borðsal og skipst á skoðunum eins og gengur og það er oft líf í tuskunum þegar sá gállinn er á sjómönnum að ræða málin frá öllum sjónarhornum. Um borð í Sigþór hittum við tvo af nef ndarmönnum sjómannadagsráðs á Húsavík, Asgeir Þórðarson, sem rær um þessar mundir á trillu, var á loðnu í vetur og Karl Gunnlaugsson, sem beitir nú á trillu en hefur verið á Sigþór í mörg ár. „Það verður að segjast eins og er, sagði Karl, að það var sterk hefð fyrir Sjómannadeginum hér áður fyrr en hún hefur dalað upp á síðkastið og Ásgeir bætti við að þátttakan í kappróðrinum hefði verið léleg um langt skeið en færi nú batnandi. Hann sagði, að hefð- bundin dagskrá á Sjómannadegin- um væri m.a. á íþróttasviðinu og nú ætluðu þeir að gera þær breyt- ingar að dansleikur yrði færður af laugardagskvöldi og hluti af skemmtiatriðum yfir á sunnudaginn aftur. Karl sagði að meiningin væri að koma þessu í fyrra horf og láta alla dagskrá Sjómannadagins vera á sunnudeginum. „Við byijum á messu kl. 8 um morguninn," sagði Ásgeir, „síðan farið í skemmtisiglingu með krakk- ana um flóann. Þá eru hlaup á íþróttasvæðinu og íþróttir og síðan dagskrá við höfnina. Við eigum kappróðrabáta og það eru snagg- araleg lið sem taka þátt í kappróðr- inum en það skýtur kannske svolítið skökku við, að það er landfólkið sem er duglegra að keppa. „Já, við ætlum okkur að reyna að ná aftur upp reisn dagsins," sagði Karl. „Við viljum hvetja fólk á Húsavík til að mæta og rífa daginn upp. Þetta er dagurinn sem lögmálið breytist. Það byggist allt á fískinum og sjósókninni og venju- lega rúllar allt líf og fjör í raun og veru frá höfninni og upp í byggðina. Nú langar okkur að biðja fólkið að koma niður að höfninni og fylgjast með því sem fram fer í tilefni há- tíðadagsins, láta krónumar rúllast upp á bakkanum, en þess ber þó að geta að það er dansleikurinn sem er eina fjáröflun hátíðahaldanna hér á Húsavík. -áj. Grein og myndir: Árni Johnsen Ásgeir og Karl. Garðastól á þök og veggi 52000 bjonusla Garðastal er þrautreynt eíni í hœsta gceðaílokki a þok og veggi utan sem innan. Allir fylgihlutir fyrirliggjandi og einnig slétt eíni. Sérsmiði eftir óskum hvers og eins. Við aígreiðum Garðastálið 1 ollum lengdum a þok og veggi Hringió. komió eða skrifið og íaið raógjof og kostnaóaraœtlun ^^C(/ÍÖCi = HEÐINN = !I0 Garðabœ Storasi Úrslit norrænnar samkeppni um hönnun tónlistar- húss á íslandi liggur fyrir. Komið í listasafn Háskóla íslands (ODDA) og skoðið verðlaunateikningar ásamt fjölda annara teikninga sem bárust í samkeppninni. Sýningin verður opin daglega til 15. júní 1986. Frá kl. 1600- 2000 Samtöfe um byggingu tónlistarhúss wt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.