Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 6

Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNl 1986 VESTMANNAEYJAR Bjössi kokkur Morgunblaðið/Sigurgeir „Bjössi klassi, það þótti mér ekki verra“ Á bryggjunni þar sem Gandi lá voru strákar að þvo kör, fjalir og annan búnað skipsins. Við tókum Guðbjörn Guðmundsson, sem í daglegu tali er kallaður Bjössi kokkur. „Ég er búinn að vera á sjó í 20 ár, byijaði 1958 17 ára gamall," sagði Bjössi. Þá byijaði ég á varð- skipum, var þar í eitt og hálf ár hjá gæslunni. Síðan hef ég verið á öllum tegundum skipa nema ekki á loðnubát eða olíuskipi. Jú, ég hef alltaf verið kokkur nema í vetur og hef reyndar alltaf gengið undir nafninu Bjössi kokkur, eða eins og einn Hafskipsstjórinn kallaði mig á sínum tíma, Bjössi klassi. Það þótti mér ekki verra. Það sem mér finnst brenna á er fiskverðið. Mér fínnst fiskverðið vera alltof lágt. Þetta þarf að hækka mikið svo að það sé verandi við þetta. Tekjumar eru ekki nógar. Við setjum nú allt í gáma og það bætir stöðuna, annars væri þetta bara tryggingin. Það geta komið sveiflur að vísu í gámaverðið eins og gengur en þetta hefur bjargað stöðunni um sinn. Annars er ljóst að það er betur farið með gámafisk- inn en þann sem landað er hér heima. Það er engin spuming. En eitt af því sem sífellt þarf að skoða er hækkun fiskverðsins hér heima og úti. Stöðugleikinn í verði er að sjálfsögðu bestur, en ef mikið kemur á markaðinn úti, þá snar- lækkar verðið svo menn verða að spila þetta af fmgmm fram eins hagkvæmt og unnt er. Annað atriði sem mér fínnst ástæða til að nefna em öryggismál- in. Þau hafa verið í góðu standi víða þar sem ég hef verið og ég held að skipstjómarmenn séu kárir á tækin í brúnni og öryggistækin um borð, en ég veit ekki hvort sjómenn vita nógu mikið um meðferð örygg- istækjanna sjálfír. Jú, mér líkar vel á sjónum, annars væri maður ekki á honum." Óskar skipverji á Gandiánægður með stóra humarinn. „Hugsa mér gott til glóðarinnar á nýjum bát“ — segir Stjáni Óskars á Emmu VE í Vestmannaejjahöfn var að venju ys og þys þegar okkur bar að garði. Bátar voru að koma og fara, það var fimmtudagur og á þessari vertíð kallast fimmtudagur gámadagur í Eyjum, þvi þá koma flutningaskipin ogtaka út ferskan fisk í gámaútflutningi. En það voru ekki allir að landa í gáma. Það var unnið í öUum f iskvinnslustöðvunum og að sjálfsögðu fer langmestur hluti aflans til vinnslu í Eyjum. Á Friðarhafnarbryggju hittum við að máli Kristján Óskarsson, skipstjóra og útvegsbónda á Emmu, og spurðum hann hvernig mál legðust í hann. „Mál leggjast vel í mig,“ sagði Kristján, „ef ég kemst yfír nýjan bát. Ég er búinn að hlunkast á þessum bát í 15 ár og er orðinn hundleiður á þessu, enda er hann orðinn gamall og lúinn og ég er búinn að fá hann úreltan. Ég hugsa mér því gott til glóðarinnar og er farinn að vinna að því að fá nýjan bát. Á móti kvótanum en vil helgarfrí allt árið Annars hefur þetta verið allmisjafnt að undanfömu eins og í vetur t.d., þá vantaði allan bol- físk á miðin. Við vorum með 200 tonn á Emmunni í vetur og 170 tonn af því var koli sem fór í gámaútflutninginn. 0g það má segja að hann hafí alveg bjargað hjá okkur stuðinu, þessum litlu pungum. Ég verð að segja eins og er að ég er á móti kvótanum. Það væri nær að hafa helgarfrí allt árið. Þá væmm við búnir að kippa út um 100 dögum og svo koma brælumar að auki. Með því væri komin veruleg friðun. Það ætti að vera lögskipað helg- arfrí um hveija helgi, leyfa mönn- um síðan að sækja að vild. Þetta hentar að vísu ekki netabátunum Morgunblaðið/Sigurgeir í Eyjum Hress hópur skipveija & Þórunni Sveinsdóttur, allt fóik úr sömu fjölskyldu. mennilega skútu. En fískilega verð ég að meta þetta vont ár. Við höfum þó orðið töluvert varir við smáýsu og seyði í auknum mæli. En það hafa verið okkur óhagstæð skilyrði í þessu á ein- hvem hátt. Þetta er hins vegar í lagi frá nýjum sjónarhóli séð ef kolinn klikkar ekki. Rær með konunni í landi Já, þetta eru allt ungir peyjar hjá mér um borð, strákamir, nema Siggi Ögmunds. Þetta em góðir strákar. En nú er ekkert að gera annað en leggja bátnum fyrir 20. júlí, hann er að syngja sitt síðasta, blessaður, og svo ætla ég að sökkva honum f ágúst og stefna að því að vera kominn á nýjan bát fyrir vetrarvertíð. Þú séð að hún Emma mín er orðin lúin,“ sagði Stjáni Óskars og benti á bátinn við bryggjuna. „En það er allt annað með hana Emmu mína í landi, konuna mína. Hún er svo sérstök, enda af alveg sérstakri árgerð og maður rær þá bara með henni í landi á meðan maður verður að fá nýja bátinn smíðað- an.“ -áj Kristján Óskarsson og togumnum, en þar kæmi þá til greina að þeir skiluðu 8 dögum í landi í mánuði. Spennandi að komast á almennilega skútu Nei, þetta verður spennandi að fá nýjan bát, að komast á al- Skrúbbað og þvegið um borð í Gandi. Morgunbiafiia/sigurgeir Tvöárí stúdentinn en sjórinná sumrin Á Friðarhafnarbryggjunni hjá Gandi var Sveinn Henrysson, 18áragamall framhaldsskólanemi í Eyjum, að vinna við þvott á körum. Ég á eftir tvö ár í stúdentinn, en þetta er annað sumarið til sjós, sagði Sveinn. Mér líkar vel á sjónum, mér líkaði vel á línu í fyrra á Gandi og það er ágætt kaup. Ég er nú ekki búinn að fá útborgað núna, við höfum verið á netum en erum að fara á snurvoð. Ég vil heldur vera á sjónum í sumar en í landi og það er meira út úr því að hafa þótt það sé meiri vinna. Síðan er ég að pæla í því að fara í háskólann eftir stúdentspróf. Nei, ég ætla ekki í neitt sem liggur nálægt sjónum í því námi. En það er gott að vera í þessu á sumri. Flestir vinir mínir eru sjómenn, en þeir eru hættir í skóla og komnir á sjóinn -áj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.