Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 B 7 „Á smábátunum fer maður að skoða ! í kringum sig“ —segir Guðjinnur á Hrappi VE Uppi á fjörukambinum fyrir innan Nausthamarsbryggju stóð liðlega 5 tonna trÚla á vagni. Það var maður að dunda um borð í henni, Guðfinnur Þorgeirsson gamalkunnur skipstjóri í Eyjum. Um árabil hefur hann verið skipstjóri á stálskipinu Árna í Görðum, harðsækinn aflamaður og skemmtilegur og mikill sjómaður. „Nú er ég hættur á stálfjölunum, ég er ákveðinn í því, því verður ekki breytt,“ sagði Guðfmnur. „Ég er búinn að vera á sjó síðan ég var 15 ára gamall, verð sextugur í haust. Ég varð skipstjóri 1964 á Björgu en hafði lengst verið vél- stjóri áður. Og nú er ég búinn að fá mér þennan bát, 5Vs tonn og Hrappur er nafnið á honum. Annars verð ég að segja það eftir öll þessi ár á sjónum héma á Eyjamiðunum, að í rauninni fer maður ekki að sjá Eyjamar í réttu ljósi fyrr en maður fer að róa á svona litlum bátum. Þá getur maður farið að skoða í kringum sig, sigla inn um sund og sker og átta sig á hlutunum, sjá hvað þetta er fallegt og einstakt. Jú, mér hefur alltaf líkað jafnvel við sjómennskuna. Það er það bezta sem maður gerir að stunda sjóinn, en það er tímabært að hætta eftir Morgu nblaðið/Sigurg-eir Jónasson Guðfinnur 45 ár á sjónum. Ég er ekkert slitinn, treysti mér til að róa lengi enn. En ég þarf að sofa heldur meira en fyrrum, ég get ekki vakað eins lengi og ég hef oftast gert.“ „Þú hefur nú verið meiri háttar þjarkur á sjónum," skaut ég inn í. „Ég hef nú aldrei verið einn á sjó,“ sagði Guðfinnur. „Það sem mér fínnst helzt brenna á sjómönn- um eru launakjörin. Mér fínnst þau fyrir neðan allar hellur, sérstaklega hjá þeim sem stunda neitaveiðar. Það er til háborinnar skammar hvemig þetta er orðið því að þetta er ekki lengur orðin atvinnugrein sem hægt er að lifa af. Aðbúnaður er orðinn allur annar í bátunum en áður var og ágætur í flestum tilvik- um og vinnan hefur breyst mikið í sambandi við net og annað. En lqorin hjá sjómönnum verða að batna ef þetta á ekki að fara frekar úr böndum. Varðandi aðstöðuna hér í Vestmannaeyjahöfn þá fínnst mér hún mjög bágborin fyrir smábátana sem eru þó ærið margir. Menn eru með tæki upp á milljónir og þau liggja undir skemmdum. Ef trillum- ar físka, þá fær Hafnarsjóður gjöld af því en ekki öðru. Það er bænum til skammar að hann skuli ekki laga hér í kring í stærstu verstöð lands- ins, gera betri aðstöðu fyrir smá- báta og setja upp mun fleiri flot- bryggjur og löndunaraðstöðu. Það er verið að setja peninga í allskonar sport og tómstundastarf, en ekkert sem skiptir máli í aðstöðu smábát- anna hér í Vestmannaeyjahöfn, þótt hér tvinnist saman tómstundagam- an og vinna þvi að víst kemur tals- verður fiskur á land frá trillunum." -á.j. '-FRYSTITOGARI í VA TNSÖFL UN í EYJUM—. Morgunblaðið/Sigurgeir Nokkrir skipverja á frystitogaranum Þorieifi Jónasyni HF12. Guðmundur er annar frá vinstri. „Við Surtsey og í Skeijadýpinu í karfa“ — segir Guðmundur Víg/undsson á Þorleifi Jónssyni HF12 Þar sem við renndum á milli bryggja í Vestmannaeyjum, Friðarhafnarbryggju, Binnabryggju, Básaskersbryggju, Naustalandsbryggju og Bæjarbryggju, þá sáum við hvar frystitogarinn Þorleifur Jónsson HF-12 kom siglandi inn. Hann lagðist að Básaskersbryggju og við renndum að skipshlið, tókum nokkra skipveija tali þar sem þeir stóðu við borðstokkinn og röbbuðum við þá. „Við erum á karfafrystingu og komum einfaldlega til þess að sækja vatn,“ sagði Guðmundur Víglundsson, 2. vélstjórinn á Þorleifí. „Við höfum verið hér suðaustur af Surtsey og í Skeija- dýpinu, en aflinn hefiir verið léleg- ur. Við fórum út að kvöldi 8. maí og erum komnir með 110 tonn í frost, hluti af aflanum er heilfrystur en stærri karfínn er hausaður, kviðskorinn og slóð- dreginn. Skipið tekur 160 tonn fullfermt. Nei, við stoppum ekki lengi hér í Eyjum, tvo tíma og svo förum við væntanlega aftur á Surtinn. Við byijuðum í haust á fryst- ingu og fórum tvo túra. Síðan var farið í siglingar og heimalöndun á víxl og við byijuðum svo aftur í marz í frystingunni og erum 21 á skipinu. Við erum eingöngu í karfa og þetta hefur gengið svona sæmilega, þetta er býsna mikil vinna en launin hafa rokkað svona milli 60—100 þús. kr. fyrir túrinn. Það sem mér fínnst helzt brenna á hjá sjómönnum eru aðbúnaðarmálin og kjörin. Ég tel að skiptaprósentan sé of lág. Ég er búinn að vera 23 ár á sjó, er 39 ára gamall og byijaði 16 ára á Stokkseyri og hef haldið mig við sjómennskuna síðan. — á.j. Öllum sem sýndu mér vináttu á 75 ára afmœli mínu meö heimsóknum, gjöfum, skeytum, samtölum og hlýjum handtökum, innilegar þakkir búa í hjarta minu tilykkar allra. Baldur Guðmundsson. SagaHótel Kaupmannahöfn, Colbjörnsensgade 20, DK-1652 Copenhagen, sími (01)24-99-67. Staðsett 200 m frá járnbrautarstöðinni, 300 m frá Tívolí og 700 m frá Ráðhústorgi. íslendingarfá 10%afslátt Eins og tveggja manna herbergi með og án baðs. Morgunmatur innifalinn í verði. Litasjónvarp og bar. Óskum öllum íslendingum gleði- legs sumars. _ ..... Bredvig-fjolskyldan Kristalsglös Sænsk — Bæheims Frönsk Handskorin og slétt Snafs, líkjör, sérrí, hvítvín, rauðvín, kampavín, kokkteil, koníak, vískí, öl, púns og „Irish coffee“. Vínkönnur fyrir rauðvín. Vínborðflöskur (karöflur), margar gerðir. Vínhitamælir, fallegur og einfaldur. Skeiðar í „Irish coffee“ og önnur vínglös. Ótrúlega gott verð. TEKK^ íaMSTlLI Lougaveg 15 simi 14320

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.