Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 10

Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 ÍSAFJÖRÐUR Lenti í ástarævintýri á strandstað og flug- slysi á leið á sjóinn Rœtt viÖ Símon Helgason Þannig var að aðalmaturinn um borð var þrælsaltað svínakjöt, sem ég gat alls ekki étið, en hjálpar- kokkurinn var mér innan handar og útvegaði mér bara egg í staðinn, svo eggin voru orðin uppistaðan í matnum hjá mer. Nú við vorum svo svona að blikkast á eins og gengur. Svo var það einn daginn í ágætis veðri en niðaþoku að dallurinn strandaði utarlega á Skaganum. Símon Helgason sjómannafræðari og fyrrverandi skipstjóri á ísafirði byijaði ungur til sjós. Hann fæddist að Tröð í Súðavík sonur hjónanna Helga Jónssonar skálds og Pálínu Sigurðardóttur. Haustið 1931 ákvað hann þrátt fyrir lítil efni að drífa sig suður í sjómannaskólann, en þaðan útskrifaðist hann vorið 1932. Þá kom í ljós að hann vantaði 1 mánuð af siglingatíma til að fá réttindin, svo hann réði sig á Papey frá Hafnarfirði til Guðmundar Júní. Simon annar frá hægri ásamt skipsfélögum sínum um borð í móður- skipinu. Stýrimaður hjá Guðmundi Júní Um sumarið hélt hann svo áfram með Guðmundi Júní sem stýrimaður á Noregi sem Ingvar Guðjónsson átti og voru þeir á sfldveiðum fyrir Norðurlandi. Haustið 1932 var skólabróðir hans Ragnar Jóhannes- son kominn með skip, Vonina frá Akureyri, og réði Símon sig sem stýrimann hjá honum. Þeir voru um veturinn á útilegu undir Jökli, en lönduðu í Súðavík. Símon sagðist hafa heyrt það á skotspónum hjá stúlkunum í Súðavík að heldur þætti hann nú orðinn forframaður að vera útskrifaður úr Stýri- mannnaskólanum í Reykjavík með full réttindi. Nótabassi hjá Eistlendingnm En gefúm nú Símoni sjálfum orðið smá stund. Við Ragnar vorum svo í hálfgerðri biðstöðu vorið eftir. Þá fréttum við af því að spekúlant í Reykjavík væri að leita að nóta- bössum fyrir ijögur eistlensk síldar- skip, sem von var á til íslands. Þetta voru, Estherand sem var 10 þúsund tonn og móðurskip og Poherand, Harejohrand og Verejo- hrand sem öll voru um 500 lesta kolakynt gufuskip. Mér virtist að flestir þarna um borð töluðu annað- hvort norsku eða sænsku og ein- staka kunni eitthvað hrafl í ensku. Við voru 10 íslendingar sem réðum okkur á skipin. Tveir á hvort minni skipanna en 4 á það stærsta enda var það með tvö nótabrúk, en þá var kastað með tveim nótabátum eins og gerðist. Eg lenti um borð í Poherand ásamt manni að nafni Jóhannes frá Siglufirði. Kokkarnir voru báðir kvenmenn Nú vildi svo til að kokkamir báðir vom kvenmenn. Fyrsti kokkur var stór og myndarleg kvinna, sem hafði lag á að halda karlmönnunum í hæfilegri fjarlægð. En hjálpar- kokkurinn var ung, glaðleg og reglulega myndarleg stúlka, bróð- urdóttir reiðarans. og við lentum svona dáldið afsíðis. Svo við fómm bara að kela upp á kraft meðan skipshöfnin var að reyna að ná bátnum á flot. Ég var búinn að hita hana helvíti mikið upp og kominn með hana inn í klefann minn, en það var alltaf einhver óeirð í henni og hún virtist alltaf vera vera hrædd við einhvem umgang. Nú og þó að ég gæti nú talað við hana á hennar eigin móðurmáli um aðgerðir í ástamálum þá gekk þetta nú aldrei alla leið. Við vomm síðan dregin af strandstaðnum daginn eftir. Afmunstraður með 4 lítra af spíra Stuttu seinna var haldið inn til Siglufjarðar þar sem við vomm afmunstraðir og fengum 4 lítra brúsa af spíra í kaupbæti. Ég var nú reyndar að hugsa um að fara út með skipinu og skoða þessi mál nánar, en hætti þó við þar sem þá hafði komið til tals að við Ragnar fæmm til Danmerkur til að sækja skip sem þá var verið að smíða fyrir Muninn hf. á ísafirði. Vinnu- lagið hjá Eistlendingunum var í mörgu ólíkt því sem við áttum að venjast. Aðbúnaður var allur bæði rýmri og betri. Þá var alltaf gefíð frí á sunnudögum. Þá fengu menn svolítinn skammt af brennivíni og sungu og skemmtu sér. Aldrei kom til átaka eða óláta á þessum frídög- um. Þetta var allt prýðis fólk og stundum iðrast ég þess, að hafa ekki farið með þeim úr því að mér bauðst það. 15 siglingar í stríðinu Sumarið eftir fóm þeir Símon og Ragnar til Danmerkur og sóttur þangað Hugann 1. og sigldu honum heim. Símon var svo stýrimaður þar fram undir stríð, en á gamlársdag 1939 leggur hann upp frá ísafirði Ástarfundur á strandstað Eystlenski hjáiparkokkurinn var hámenntuð og bráðfalleg bróð- urdóttir reiðarans. Vinningshafi hjá Dvalarbeimili aldraðra sjómanna 1960. Fjölskyldan við vinningsbifreiðina. Frá vinstri: Þuríður, Sigriður, Elísa, Stefán ogSímon ásamt eiginkonunni, Elísu Elíasdóttur. húsum í landi. Firth of Forth var fullur af fljótandi fiski sem sýndi að sprengjuregn hafði lent þar í sjónum. Landað var í Hull þar sem þeim var forkunnarvel tekið. Heim sigldu þeir svo með skipið hlaðið kolum. Símon sigldi 15 túra á Bretland í stríðinu ýmist sem skip- stjóri eða stýrimaður. Björgvin kaupir Gróttu í stríðinu keypti Björgvin Bjama- son, sem þá var orðinn útgerðar- maður Hugana, þrímastraða segl- skútu, Tvau systkin frá Færeyjum. Var henni komið fyrir í nokkurskon- sem stýrimaður á togaranum Skutli í fyrstu söluferð íslensks skips til Bretlands eftir að heimsstyijöldin var hafín. Þeir fóru norðurfyrir land, en þegar þeir voru komnir um 100 mílur ASA af Langanesi að nóttu til, var kastara beint að skip- inu. Loftskeytamaðurinn var þegar ræstur og sendi hann skilaboð með ljósmorsi um nafn ogþjóðemi skips- ins. Eftir að vera búnir að sigla hæga ferð í bjarmanum í 1 klukku- stund var skyndilega slökkt á kast- aranum og eftir það sáu þeir ekki neitt þar til komið var að Bretlands- ströndum. Þar var himininn lýstur af sprengjublossum og brennandi Ég fór nú upp en sá að það var ekkert að óttast svo ég fór bara niður aftur. Nú þá var daman þar Þótt skipið sé komið ínaust, er hugvr Símonar Helgasonar enn bundinn sjónum. Hann stundar enn kennslu skipstjóraefna á Isafirði ognýturþar vinsælda og virðingar. Huginn I. fullfermduraf síld. Páll Jónsson sem lengi var starfsmað- ur Flugfélags íslands íReykjavik tók myndina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.