Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 13

Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 13
& s3’ af einkaaðilum, sleppa betur þótt þeir gerist sekir um and- félagslegt athæfi af þessu tagi. Raunar er það svo, að þetta hendir næstum eingöngu fólk í opinberu húsnæði, og er líklegt um að kenna hve íbúðimar em litlar, geymsluhúsnæði ekkert og þrengslin yfírþyrmandi. Við slíkar aðstæður vilja eðlilegar umgengishættir stundum fara forgörðum. - GEOFFREY MURRAY _________________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986______________B 13 Þó að unga stúlkan væri afgyðingaættum barhún ekki Davíðs- stjörnuna á brjóstinu heldur bandaríska fánann SJÁ: HÖRMUNGARNAR í VARSJA 1HUNDALIF «&*> <22sS00 «a> Enn bæta rakkamir vígstöðuna Hundamir í Bretlandi unnu fyrir skömmu mjög sætan sigur á stjómmálamönnum þar í landi. Af ótta við hundaeigendur, sem em harðsnúinn og þrælskipu- Iagður hópur, ákváðu stjómvöld að afnema með öllu árlegt leyfísgjald fyrir hunda, um 24 kr. ísl., í stað þess að hækka það í 540 kr. eins og það ætti að vera ef það hefði fylgt verðbólgunni frá árinu 1878 þegar gjaldið var ákveðið. Þessi ákvörðun er ekkert fagnað- arefni fyrir þá, sem em andvígir hundahaldi og vildu helst afnema það með öllu ef þess væri nokkur kostur. Þeir gerðu sér hins vegar grein fyrir, að það er ekki hægt og lögðu þess vegna til, að hundaeig- endum yrði gert að greiða hóflegt gjald til að auðvelda sveitarstjóm- um eftirlit með hundahaldi en í Bretlandi, hefur það hingað til alls ekki verið neitt. Það hefur alltaf verið til fólk sem amast við hundahaldi, jafnvel í Bretlandi en þar er það litið alveg sérstökum augum. Það er að sjálf- sögðu talið mjög óenskt, líklega bara trúlaust, alveg áreiðanlega í litlu andlegu jafnvægi en þó yfírleitt meinlaust. Engum stjómmála- manni, sem vill ná endurkjöri, eða blaði, sem lætur sig útbreiðsluna skipta, dytti í hug að styðja þetta fólk. A síðustu tíu ámm hefur óvinum hundahaldsins samt sem áður verið að vaxa fískur um hrygg og það fer ekki á milli máia, að þeir em nú orðnir að svokölluðum þrýsti- hópi. Upptök hreyfíngarinnar em á mjög ólíklegum stað, í fínu hverfun- um í Kensington og Chelsea en þar er óvenju mikið um aldrað fólk, sem er vant að fara með hundinn sinn f kvöldgöngu eftir fallegu, georg- ísku strætunum. í þessum hverfum er líka mikið af öldmðu fólki sem sumt er vafalaust dálítið sjóndapurt og líkar ekki útgangurinn á götun- um og skófatnaðinum. Óánægjan braust fyrst út í les- endabréfum í hverfísblöðunum. Til að byija með var hverfisstjómin sökuð um að sinna ekki eðlilegri gatnahreinsun en þegar deilan harðnaði var það loks upplýst hvers konar vandamál hundahaldið er. Á hveijum degi em skilin eftir á almannafæri í Bretlandi 700 tonn af hundaskít og 600.000 gallon af hundahlandi. Þar sem langflestir hundaeigendur búa í bæjum og borgum má fínna mest af þessu geðslegheitum á gangstéttum og í almenningsgörðum. Aðeins tæringin, sem hundahald- ið veldur á ljósastaumnum og umferðarskiltum, er óhemju dýr en miklu alvarlegri er þó hættan sem mönnum sjálfum og heilsu þeirra stafar af úrganginum. Besti vinur mannsins ber t.d. með sér larvae migrans, innyflaorm sem getur valdið lifí-arsjúkdómum og blindu; toxoplasmosis, sem veldur sjúk- dómi líkum inflúensu og einstaka sinnum blindu og heilaskemmdum í ófæddum bömum; leptospirosis, sem veldur hitasótt, vöðvaverlqum, gulu og jafnvel heilahimnubólgu, og síðast en ekki síst bera hundamir með sér algenga magakveisu af völdum salmonellae-sýkla. Á ári hveiju missa um 90 manns í Bretlandi sjónina eða verða fyrir verulegum sjónskaða vegna sjúk- dóms, sem hundamir bera, og 9.500 böm em bitin svo illa í andlit eða háls að sauma verður sárin saman eða græða annað skinn yfír þau. Árlega valda hundar 5.000 um- ferðarslysum, þar af tíu sem hafa dauðann í för með sér, og ársneysla hundanna af eggjahvítuefni úr dýraríkinu er 100.000 tonn og er mest af því flutt inn. Þegar athugaður er íjöldi hunda í nokkrum löndum kemur það á óvart, að hann er ekki mestur í Bretlandi. Þar er einn hundur á móti hveijum 9,4 manneskjum en einn á móti 6,8 í Frakklandi. í Bandaríkjunum em þeir líklega flestir því að þar er einn hundur á móti hveijum 6,2 mönnum. - LAURENCE MARKS nýjungar — Verður plastbyssan kjörvopn morðingjanna? Félagsmenn í Bandaríska skot- félaginu (National Rifle Assoc- iation) taka gjaman þannig til orða, að „byssur drepa ekki fólk — það em glæpamennimir, sem það gera.“ Með sömu rökum má því segja að plastbyssum sé ekki smyglað um borð í flugvélar — nema þegar hryðjuverkamenn séu annars vegar. Forsvarsmenn skotfélagsins, NRA, em líka einmitt þessarar skoðunar og um þessar mundir gleðj- ast þeir yfír enn einum sigrinum á Bandaríkjaþingi. Flestir útlendingar furða sig á því fádæma eftirlitsleysi, sem er með byssukaupum og byssu- eign í Bandaríkjunum, en nú hefur NRA tekist að fá þingið til að minnka eftirlitið enn frekar. NRA er andvígt öllum hömlum á innflutningi Glock 17 en það er sjálf- virk byssa, framleidd í Austurríki. Er hún að nokkm úr plasti og því erfítt að fínna hana með geisla- og segulmælingum í flugstöðvum. Glock 17 erþó aðeins forsmekkur- inn af því, sem tæknin hefur nú í pokahominu handa hryðjuverka- mönnum og öðmm glæpalýð. Fyrir- tæki nokkurt I Florida hefur þegar hannað byssu, sem er öll úr plasti og verður líklega komin á markað eftir tvö ár, og þess verður ekki langt að bíða að sprengiefni úr plasti verði fáanleg. John Anderson, kunnur bandarískur dálkahöfundur, hefur skýrt frá því, að Khadafy Líbýuleið- togi sé nú að reyna að komast yfír 300 9mm Glock-byssur á svarta markaðnum. Höfundur Glock-byssunnar og framleiðandinn I Florida, David Byron, fullyrða báðir, að byssumar þeirra megi fínna með mælitækjum og að þess vegna muni þær ekki valda öryggisvörðum í flughöfnum neinum erfíðleikum. Þessi staðhæf- ing hefur raunar verið hrakin alger- lega hvað varðar Glock-byssuna og þótt byssan hans Byrons sé kannski ekki jafn vandfundin við leit þá er hér um að ræða verkfæri, sem auðvelt er að misnota. Ýmsir hafa orðið til að sýna fram á hve Glock-byssan er hættuleg. Starfsmenn Pentagons, bandaríska hermálaráðuneytisins; Mario Biaggi, þingmaður fyrir New York; ABC- sjónvarpsstöðin; embættismenn vestur-þýskra stjómvalda og starfs- menn vopnaeftirlitsins í San Fran cisco hafa allir sannað, að auðvelt er að koma byssunni fram hjá örygg- isvörðum á flugvölium. John Anderson, sem fyrr er nefnd- ur, vitnaði í skýrslu frá bandaríska sendiherranum í Bonn en þar segir hann, að í flughöfninni í Stuttgart hafí verið leitað að byssunni í far- angri með þremur geislatækjum. „Tilraunimar sýndu, að það er næstum ógjömingur að fínna byss- una,“ sagði sendiherrann. FÓRNARLAMB - Nýja vopnið mun auðvelda hryðjuverkamönn- um ofbeldisverkin. David Byron, sem sér um rann- sóknir og hönnun í byssudeild Byron fyrirtækisins, segist ætla að smíða plastbyssuna vegna þeirra kosta, sem hún er búin. Hún verður léttari en aðrar byssur, tærist ekki, þarf ekkert viðhald og hana þarf ekki að smyija. Sjálfur segist hann vera „andvígur vopni, sem ekki er unnt að fínna með mælingum og það munum við aldrei framleiða.“ - CHRISTOPHER REED LEIKTÆKIN Æskufólkiö er bókstaflega að springa Þegar böm, sem eiga foreldra með of háan blóðþrýsting, leika sér að tölvuleikjum hækkar blóðþrýstingur þeirra meira en hjá þeim bömum, sem eiga foreldra með eðlilegan blóðþiýsting. Kemur þetta fram í grein eftir lækna við John Hopkins-læknaskólann í Bandaríkj- unum. Vegna þessarar uppgötvunar vonast vísindamenn til að geta búið til tölvuleik, sem auðveldað gæti leit að þeim bömum, sem síðar á ævinni eru líkleg til að fá of háan blóð- þrýsting. Þessi böm yrðu þá hvött til að gæta réttrar þyngdar og varast mikið saltát. Þeir sem líklegir em til að fá of háan blóðþrýsting finna yfirleitt ekki fyrir honum fyrr en á fertugs- eða fímmtugsaldri en tfðni sjúkdómsins eykst með aldrinum. Afleiðingin er hjartveiki og ýmis krankleiki annar. Craig K. Ewart og samstarfsmenn hans mældu blóðþrýsting 1.400 nemenda í tveimur skólum f Balti- more fyrir, á meðan og eftir að þeir höfðu skemmt sér við tölvuleiki. Fyrri rannsóknir bentu til, að of hár blóðþrýstingur væri að nokkm arf- gengur og þessar rannsóknir virtust staðfesta það. Þau böm, sem áttu foreldra, sem þjáðust af sjúkdómn- um, sýndu miklu hærri blóðþrýsting en onnur. OVÆTTUR Óskemmtilegir grann- ar valda vaxandi ótta Krókódíllinn er ein elzta skepna jarðar. Hann er eldri en risaeðlan sem var útdauð löngu áður en sögur hófust. Talið er að hann sé um 200 milljóna ára gamall og að hann hafí numið land á tríastímabilinu. En þótt krókódíllinn sé svona lífsseigur virtist honum um megn að standast manninum snúning og trúlega hefði 20 krókódflstegund- um þegar verið útrýmt ef þeim hefði ekki flestum verið veitt al- þjóðleg vemd árið 1976. Nú er svo komið að þessu stærsta skriðdýri jarðar og þá einkum Nílarkrókó- dílnum fjölgar svo ört í ám og stöðuvötnum Afríku að vakið hefur ugg og ótta. Mikil hræðsla hefur gripið um sig hjá íbúum við vötn og árbakka enda ráðast krókódílar á fólk í siauknum mæli. í Kenya líður varla sú vika að krókódíll hremmi ekki konu sem er að sækja vatn eða gleypi bam að leik við vatnsbakka. Flestir þeirra sem orðið hafa fyrir árásum krókódíla búa við Viktoríuvatn sem er 68.400 ferkílómetrar að flatar- máli eða meðfram ánni Tana sem er sú stærsta í Kenya. Krókódílamir í Tana láta sér ekki nægja að sporðrenna bömum heldur hefur margur fullorðinn maðurinn horfið ofan í gin þeirra. Sá atburður sem mesta athygli hefur vakið í þessu sambandi er þó dularfullt hvarf Stanley nokkur Gathua dómara í Hola. Farið var að undrast um hann þegar hann mætti ekki fyrir rétti til að sinna sínum daglegu störfum, og í ljós kom að kvöldið áður hafði hann sézt þramma á milli bara niðri við ána Tana. Það er nú hald manna að dómarinn hafí hafnað í gini krókódíls sem leynzt hafí í gmgg- ugri ánni skammt frá einhveiju öldurhúsinu. í Homa Bay við Viktoríuvatn f Kenya var fólk dauðhrætt við gríð- arstóran krókódíl sem hremmt hafði 15 ára skólapitt f Luo. Konur og böm sem að öllu jöfnu sækja neyzluvatn í vatnið þorðu ekki að koma nálægt því og tvær vikur liðu þar til þorpsbúum tókst að góma ófreskjuna með því að egna geit fyrir hana. Þegar krókódíllinn var allur var hann dreginn á land og hafður til sýnis fyrir framan skrifstofu héraðsstjórans og þang- að þyrptust múgur og margmenni til að virða hann fyrir sér. Tansaníumenn hafa heldur ekki farið varhluta af innrás krókódfl- anna. Þar er ástandið verst við stöðuvatnið Rukwa í Riftdal skammt frá landamærum Zambíu. Þar svömluðu um 10 þúsund krókódflar og átu upp allan fisk f vatninu sem er þijú þúsund ferkfló- metrar. En þeir létu ekki þar við sitja heldur réðust líka á fískimenn, drápu suma og eyðilögðu veiðar- færi í stómm stfl. Að lokum fékkst leyfi til að fækka þessum myndar- lega stofni og þúsund krókódílar voru veiddir. Hamurinn af þeim var seldur fyrir dijúgan skilding, en Afríkumenn selja að jafnaði krókódflahúðir fyrir hundruð millj- óna króna á ári. Þær eru notaðar í skó og töskur sem seljast fyrir geypiverð. - ALASTAIR MATHESON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.