Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 14

Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 REYKJAVIK „Lífeyrissjóðs- málín veg’a þyngst hjá farmönnum“ - segja Hafsteinn og Gísli stýrimenn á írafossi í vesturhöfninni í Reykjavík hittum við að máli nokkra farmenn, allt skipverja á írafossi. Við ræddum við þá um ýmis atriði sem eru ofarlega á baugi hjá farmönnum. „Það baráttumál sem mér finnst vega þyngst njá okkur,“ sagði Hafsteinn Hafsteinsson 1. stýri- maður á írafossi, „eru lífeyrissjóðs- málin. Eins og þetta er nú þá skipt- ist fyrirkomulagið eftir skipafélög- unum. Og lífeyrissjóðurinn hjá þeim farmönnum sem starfa hjá ríkinu er sterkari en okkar sem vinnum hjá sjálfstæðum fyrirtækjum. Ég tel að það þurfi að samræma lífeyr- issjóðina og gera þá sterkari en þeir eru. Það eru engar verðbætur í lífeyrissjóðnum hjá okkur, en það þarf auðvitað að vera. Það er stutt síðan byijað var að taka greiðslur af öllum launum, og það má reikna með að það taki einhvem tíma að byggja sjóðina upp, en þetta er aðalmáíið. Við fáum ekki greitt úr lífeyrissjóði fyrr en við 67 ára ald- ur.“ Gísli Jensson 2. stýrimaður á Ira- fossi, sagði að farmenn hjá Eimskip væru í sama sjóði og skrifstofufólk- ið hjá Eimskip. „Við vitum ekki hvort sjómenn völdu 67 ára aldurinn eða 60, þegar um það var kosið fyrir nokkrum árum, eða hvort skrifstofufólkið valdi það, það var sameiginleg kosning. Undirmenn á farskipunum fá greitt úr lífeyris- sjóði eftir 60 ára aldursmarkið, og þeir fá greitt þótt þeir vinni áfram eftir þann aldur. Þannig standa þeir betur að vígi í þessum efnum en við.“ „Atvinnuöiyggið skiptir líka miklu máli í þessum efnum," sagði Hafsteinn, „það fer minnkandi. Allt leiguskipafarganið ruglar í þessum efnum. Það er í mesta lagi einn íslenskur maður um borð, fulltrúi fyrirtækisins, þar sem annars er um erlendar áhafnir að ræða. Talið barst nú að sjómannadegin- um, og Hafsteinn sagði að það væri gefið mál að það væri ekki hægt að lögbinda sjómannadaginn hjá farmönnum, það gengi hrein- lega ekki upp. Oðru máli skipti um fískimenn. „Sem betur fer er ailt á mikilli uppleið í öryggismálum sjómanna, Hafsteian Hafsteinsson tv. og Gísli Jensson. Morgunblaðið/Ámi Johnsen sagði Hafsteinn. Ég var nýlega á námskeiði hjá Slysavamafélagi ís- lands og það var allt mjög jákvætt. Við erum nú famir að kynnast flotgöllunum sem skipta sköpum í ýmsu er lýtur að öiyggismálum. En hér í skipinu em flotgallar fyrir alla mennina. Þeir fylgdu skipinu þegar það kom til landsins." „Það var meira að segja sagt í Morgunblaðinu," sagði Gísli, „að hver og einn þyrfti að fá sinn galla. Ég held að það sé alveg rétt, þetta er stórmál. Og líklega væri eðlileg- asta fyrirkomulagið að galli yrði keyptur á hvem fastráðinn mann, og þessi galli fylgdi honum síðan á milli skipa eftir því sem á þyrfti Farmaður og trillukarl í bland Hallgrímur Guðfinnsson 2. vélstjóri á írafossi sagðist vera búinn að vera á sjó frá því hann var unglingur. Ég hef verið að gutla við þetta meira og minna, sagði Hallgrímur. Ég hef verið farmaður á vetmm sl. 10 ár, lengst af hjá Hafskip, á meðan hitt flaggið blakti. Síðan fór ég í þennan túr núna, svona eigin- lega á heimavelli, þetta kom upp, annars er ég trillukari á sumrin. Ég á 5 tonna trillu Tjald RE 32, og er á skaki á sumrin. Þetta er gott í bland en ég verð að segja að það Rœtt við Hallgrím GuÖfinnsson vélstjóra er mikið meira lifandi að vera á fískiríi. Ef maður veltir fyrir sér málefna- stöðu sjómanna og farmanna þá væri gott að fá verkfallsréttinn aftur, þá væri hægt að fara að gera hitt og þetta sem á brennur. En ég held að íslenskir sjómenn ættu að fara að gera sjómennsku að alvömatvinnugrein, vera ekki alltaf að keppa við stóra vinninginn, menn em ekki ungir nema tak- markað og þegar kjarabætumar kosta aukið vinnuálag þá endast menn ekki lengi, og það kemur fram Hall- grímur Guðfinns- son, vél- stjóri. á öryggisþættinum. Ég tel að það ætti að stuðla meira jafnvægi f kjaramálum, það verður ekki enda- laust leyst með því að fækjca mann- skap á skipunum. Annars flnnst mér í stuttu máli að það standist ekki að framsóknarmaður fari með hlutverk sjávarútvegsráðherra, má ég þá biðja um Lúlla eða Matta. Halldór var t.d. augljóslega að refsa trillukörlunum í fyrra vegna þess að öðmm gekk vel, slíkt gengur auðvitað ekki upp.“ á.j. að halda. En þetta er ekki í lögum enn þá að það eigi að vera galli á hvem skipveija. En það er mikil- vægt að koma þessu inn í lög að það eigi að vera galli á hvem mann. Þegar maður er búinn að prófa þetta, þá sér maður hvað þetta skiptir miklu máli. Þetta er lög- bundið í norska skipaflotanum og þýska flotanum, þar var það lög- bundið eftir Kampen-slysið hér við land. Þetta er fyrst og fremst skipu- lagsatriði, hvernig gallamir nýtast, ef keyptur er galli á hvem skip- veija," sagði Gísli. Auðvitað þarf að vera ákveðinn hreyfanleiki í göllunum, eftir stærð mannanna sem þurfa að nota þá. Talið barst nú að skipakosti landsmann, bæði flskiskipa- og farskipaflota og Hafsteinn hafði á orði að gömlu góðu skipin, þessi með fallegu línumar væm nú ekki til staðar, nema í nokkmm undan- tekningum, „þetta em allt gáma- skip“, sagði hann. Og Gísli bætti við að það hefði enginn efni á að reka falleg skip nema Rússamir. Ég spurði þá hvort þeir héldu upp á sjómannadaginn og þeir kváð- ust gera það svo fremi sem þeir væm í höfn. Að öðm leyti væri nú lítið haldið upp á þann ágæta dag. „Róðrar og allt slíkt er lagt af varðandi farmenn," sagði Haf- steinn, „það er enginn tími til slíks nema við lendum í verkföllum í kring um sjómannadaginn og það er nú ekki það allra besta." - Á.J. Nýtt tílhlaup í örygg- ismálum sjómanna „Við höfum síðustu mánuði aðal- lega unnið að því,“ sagði Pétur, „að fylgja eftir fyrri tillögum okkar og reyna að sjá um að þær yrðu fram- kvæmdar. Við höfum líka staðið fast við baráttu Slysavamafélags- ins í því að koma upp sínum eigin slysavamaskóla og vomm m.a. meðmæltir, að öll sú fjárveiting sem við fengum til þessara mála í fyrra færi nú til Slysavamafélagsins. Sjálfir höfum við farið í það, að safna peningum til frekara starfs á okkar vegum, sem aðallega verður útgáfustarfsemi í fullu samráði við Siglingamálastofnun, útgáfustarf- semi á hinum og þessum bækling- um, sem munu verða til þess, að sjómenn læri um hættur í sambandi við einstaka þætti. Það hefur þegar farið ítarlegt rit um eldsvoða á sjó til allra skipa og nú er verið að leggja síðustu hönd á bækling, sem ber nafnið Björgun úr köldum sjó. Okkur tókst að vinna mjög vel fyrsta árið, en á árinu 1985 tók hið langa þinghald mikinn tíma en — segir Pétur Sigurðsson formaður Öryggismálanefndar sjómanna ogformaður Sjómannadagsráðs Öryggismálanefnd sjómanna hefur komið mikið við sögu í þeim tillögum og ákvörðunum sem teknar hafa verið á sl. tveimur árum í öryggismálum sjómanna og hafa skapað verulega hreyfingu í þeim efnum. Nefndina skipaði Matthias Bjarnason samgönguráðherra í kjölfar utandagskrárumræðna á Alþingi eftir Helliseyjarslysið í marz 1984.9 þingmenn sitja í nefndinni undir forsæti Péturs Sigurðssonar, en auk hans eiga sæti í nefndinni: Árni Johnsen, Valdimar Indriðason, Ólafur Þórðarson, Stefán Guðmundsson, Kolbrún Jónsdóttir, Svavar Gestsson, Guðrún Agnarsdóttir og Karvel Pálmason. Morgunblaðið ræddi við Pétur Sigurðsson, en nnnið hefur verið að því af samgönguráðherra að hrinda í framkvæmd þeim 17 tillögum sem Óryggismálanefndin hefur þegar sent frá sér. Pétur var spurður um gang mála hjá nefndinni og einnig um það sem er efst á baugi hjá Sjómannadagsráði. það var fram á mitt sumar. En nú hefur verið tekið nýtt tilhlaup og það er verið að vinna að síðustu gerð lokatillagna. Við eigum hins vegar eftir að fá upplýsingar frá aðilum, sem lofuðu ákveðinni til- lögugerð í ákveðnum málum. Þá hafa komið upp önnur og ný mál, sem reynt hefiir verið að af- greiða. Það er mikið mál að koma reglugerðinni um öiyggi vegna vaktgæslu í brú, heim og saman við íslenska venju og reglur. Því miður þá vantar hér öll lagaákvæði þar um. Inn í þetta kemur að sjálf- sögðu hinn allt of langi vinnutími farmanna, en hann hefur þróast þannig á undanfömum árum. Þetta er orðið mikið vandamál í öðrum nágrannalöndum okkar og geri ég fastlega ráð fyrir, að frá nefndinni komi eitthvað sem varðar þetta mikla vandamál áður en hún lýkur störfum, a.m.k. tel ég það sjálfsagt. Þá má einnig geta frekar um ákvæði um búnað landhelgisgæsl- unnar og þá á ég sérstaklega við Pétur Sigurðsson alþingismaður búnað til slökkvistarfa á sjó og björgunarstarfa. Um leið geri ég ráð fyrir að nefnd okkar muni gera tillögur um, að tekin verði upp sér- stök þjálfun þeirra áhafnarmanna, sem þar eru um borð og er þá bæði átt við yfir- og undirmenn. Alla vega verði þeir fyrstir skyldaðir til að sækja slysavama- og björgun- amámskeið þau sem Slysavamafé-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.